Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Dönsk hönnun
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Það sem eftir er af botni og kili flutn-
ingaskipsins Víkartinds er komið upp
úr sandinum í Háfsfjöru við Þjórsá.
Botninn fór í sand veturinn eftir
strandið og hefur lítið sést þar til nú.
Víkartindur strandaði fyrir rúmum
20 árum.
Lítið hefur sést í leifar Víkartinds í
tuttugu ár, eða frá því skipið var rifið
og fjarlægt úr fjörunni fljótlega eftir
strandið en botninn var skilinn eftir.
Það sem eftir var fór fljótlega á kaf í
sand. „Það hefur stundum sést örlítið
í hæstu járnin í gegn um árin en það
hefur sést svona vel í tvo mánuði eða
svo,“ segir Karl Rúnar Ólafsson í
Lyngási en hann er einn af landeig-
endum í Háfsfjöru. Hann telur að
breyttur straumur í vetur hljóti að
hafa skolað ofan af flakinu.
Kjölurinn var allur skilinn eftir og
styrktarbitar í botni skipsins. Einnig
skipsskrúfan því vel sést í eitt blað
hennar.
Umtalað strand
Guðmundur Sigurðsson á Selfossi
fór í fyrradag með nokkrum sunn-
lenskum félögum sínum að skoða það
sem eftir er af flakinu. Hann segir
áhugavert að skoða flakið en telur
ekki ráðlegt fyrir fólk að fara þangað
nema á mjög vel útbúnum ökutækj-
um.
Strand flutningaskipsins Víkar-
tinds 5. mars 1997 var mikið fréttamál
á sínum tíma enda var skipið stórt og
fullt af vörum. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar bjargaði allri áhöfninni, 19
manns, við erfiðar veðuraðstæður.
Hins vegar fórst einn skipverja á
varðskipinu Ægi þegar reynt var að
draga vélarvana skipið út, áður en það
strandaði. Mikil mengunarhætta
skapaðist við strandið en henni var af-
stýrt með því að megnið af svartolí-
unni var dælt í tankbíla í landi.
Við tók umfangsmikið hreinsunar-
starf í fjörunni. Hringrás tók að sér
það erfiða verkefni að rífa skipið og
koma brotajárninu upp úr fjörunni og
í verð erlendis. Björgunarsveitir,
íþróttafélög og ýmsir aðrir hópar
söfnuðu saman lausa ruslinu og koma
til urðunar. Talið er að flutt hafi verið
alls 4.600 tonn af brotajárni úr fjör-
unni og yfir 1.000 tonn af annarskon-
ar úrgangi.
Verðmæti í brotajárninu
Talsvert af járni hefur orðið eftir,
eins og nú er að koma í ljós. Kristinn
Bergsson sem vann við að dæla olíu
úr skipinu á sínum tíma fór í fjöruna
með Guðmundi. Hann segir hugsan-
legt að koma járninu í verð. Hann
nefnir sérstaklega skrúfuna sem er úr
kopar. „Það væri hægt að fá nokkrar
bjórkippur fyrir hana,“ segir Krist-
inn. Karl Rúnar hefur ekki trú á að
mikil verðmæti séu í járninu. Bendir á
að stórvirk vinnutæki þurfi til að ná
skrúfunni og járninu upp úr sjónum
og fjörunni.
Ljósmynd/Kristinn Bergsson
Víkartindur Flakið sést nú vel eftir að sandurinn hefur falið það flestar stundir í tuttugu ár.
Kjölur Víkartinds
kemur upp úr sandi
Hefur lítið sést í þau tuttugu ár sem liðin eru frá strandinu
Morgunblaðið/RAX
Háfsfjara Víkartindur fastur á strandstað og rusl úr honum um alla fjöru.
Reykjavík
Selfoss
Hella
Háfsfjara
Háfsfjara
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Gera þarf betur í flokkun á sorpi í
Reykjavík auk þess sem fjölga ætti
sorphirðudögum í Grafarvogshverfi
úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði.
Þetta kom fram í máli Eyþórs Arn-
alds sem skipar
efsta sætið á
framboðslista
Sjálfstæðis-
flokksins í borg-
inni á opnum
fundi sem fram-
bjóðendur flokks-
ins héldu í Gufu-
nesi í fyrrakvöld.
Þar voru málefni
efri byggða í
Reykjavík rædd.
„Við getum gert miklu betur í
sorpmálum og fjölgun hreinsunar-
daga snýst um að veita íbúunum
eðlilega þjónustu. Að nú sé sorp
hreinsað frá húsum aðeins tvisvar í
mánuði er ekki nægilegt og til
dæmis eftir hátíðar, safnast upp
mikið magn. Þá eru tunnur yfirfull-
ar. Slíkt á ekki að gerast,“ segir Ey-
þór. Einnig segir að skapa verði að-
stöðu til að flokka sorpið betur en
nú eru tunnur af þremur gerðum
við hús; það er fyrir almennt sorp,
pappír og plast. Vill Eyþór að al-
menna sorpið verði flokkað betur og
það lífræna sett í aðra tunnu, svo
það geti nýst til dæmis við jarð-
efnagerð.
„Kostnaður við sorphirðu í
Reykjavík er mjög hár og aukin
endurvinnsla getur skilað sparnaði
svo kostnaður íbúa við bætta þjón-
ustu verði ekki meiri,“ segir Eyþór
sem með frambjóðendum Sjálfstæð-
isflokksins lagði áherslu á umhverf-
ismálin á fundinum í Grafarvogi, svo
sem að auka þrif á götum og gera
græn svæði aðgengilegri. Síðast en
ekki síst styrkja Grafarvog í sessi
sem sjálfstæða byggð með því með-
al annars að valið verði í hverfisráð
með beinni kosningu íbúa, en ekki
handvali í Ráðhúsinu. Hverfisráðin
hafi í dag lítið vægi í borgarkerfinu
þegar kemur að ákvarðanatöku. Því
vilji sjálfstæðismenn breyta.
Niðurgreiðsla óheimil
„Sjálfstæðisflokkurinn er að boða
50% hækkun sorphirðugjalda með
því að fjölga hirðudögum um 50%,
því það er lögbundið að ekki má nið-
urgreiða sorphirðu,“ segir Dagur B.
Eggertsson, borgarstjóri og leiðtogi
Samfylkingar. „Tillagan er óþarfa
forræðishyggja því þær fjölbreyttu
lausnir með mismunandi tunnum
sem boðið er upp á hafa reynst vel.“
Flokkað sorp
verði oftar hirt
Bætt þjónusta, segir Eyþór Bjóð-
um fjölbreyttar lausnir, segir Dagur
Morgunblaðið/Eggert
Sorp Sjálfstæðismenn vilja fleiri
hreinsunardaga í Reykjavík.
Eyþór
Arnalds
Lagafrumvarp um að lækka kosn-
ingaaldur í sveitarstjórnarkosn-
ingum úr 18 árum í 16 var samþykkt
eftir aðra umræðu á Alþingi í gær og
vísað til þriðju og síðustu umræðu.
Samþykkt var jafnframt að stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd þingsins
fjallaði á ný um málið áður en það
kemur til lokaafgreiðslu á þinginu,
sem verður hugsanlega í dag.
Fjöldi þingmanna tók til máls um
atkvæðagreiðsluna og voru skoðanir
um málið nokkuð skiptar og fóru
ekki eftir flokkslínum.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
málaráðherra, sem studdi frum-
varpið, sagði m.a. við atkvæða-
greiðsluna að hún treysti ungu fólki
fyllilega til að taka upplýsta ákvörð-
un og menntamálayfirvöld myndu
vinna að því að auka fræðslu varð-
andi þennan þátt lýðræðisins.
Ýmsir þingmenn sögðust styðja
markmið frumvarpsins en gagn-
rýndu misræmi sem í því fælist á
milli mismunandi réttinda og
skyldna sem ungt fólk tækist á
hendur. M.a. væri kjörgengisaldur
ekki lækkaður samhliða í 16 ár. Aðr-
ir gagnrýndu að breyta ætti kosn-
ingalögum rétt fyrir kosningar.
Frumvarpið var síðan samþykkt
með 29 samhljóða atkvæðum en 24
greiddu ekki atkvæði og 10 voru
fjarverandi. Meðal þeirra sem
studdu frumvarpið voru allir við-
staddir þingmenn VG, Samfylking-
arinnar, Pírata og Viðreisnar, þrír
þingmenn Sjálfstæðisflokks og tveir
þingmenn Framsóknarflokks. Allir
þingmenn Miðflokksins og Flokks
fólksins sátu hjá, 10 þingmenn Sjálf-
stæðisflokks og þrír þingmenn
Framsóknarflokks.
Í augsýn að 16 ára fái að kjósa
í sveitarstjórnarkosningum
Morgunblaðið/Kristinn
Í þingsal Frumvarp um kosninga-
rétt er komið til þriðju umræðu.
Frumvarpið til
þriðju umræðu
Nýbirtar tölur
Þjóðskrár sýna
að vísitala leigu-
verðs á höfuð-
borgarsvæðinu
hækkaði um 1,9%
í febrúar. Árs-
hækkun leigu
samkvæmt þing-
lýstum leigu-
samningum nemur nú um 10,4% og
er áþekk árshækkun fasteignaverðs
á höfuðborgarsvæðinu sem mælist
nú 10,6%. Þetta er í fyrsta skipti í
tæp þrjú ár sem fasteignaverð og
leiguverð á höfuðborgarsvæðinu
hækkar jafn hratt á einu ári. Frá
miðju ári 2015 tók fasteignaverð að
hækka hraðar en leiguverð en nú
virðist stærðirnar fylgjast í auknum
mæli að, þar sem fasteignaverð hef-
ur tekið að róast. Til samanburðar
hafa laun nú hækkað um 7,2% á árs-
grundvelli samkvæmt nýbirtum töl-
um Hagstofunnar. Árshækkun fast-
eignaverðs og leigu er því ofar
hækkun launa, en slík hefur verið
þróunin frá því í janúar 2017 þegar
bæði leiga og fasteignaverð fóru að
hækka hraðar en laun.
Leiga hækkar meira en laun
Leiga Hækkunin
í febrúar 1,9%.