Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018
✝ IngibjörgKristín Inga-
dóttir fæddist í
Bergþórshvoli á
Dalvík 20. sept-
ember 1949. Hún
lést 8. mars 2018.
Foreldrar hennar
voru Ingi Magnús
Magnússon, f. 11.3.
1929, d. 6.1. 1976,
og Bára Eyfjörð
Sigurbjartsdóttir,
f. 2.6. 1931, d. 16.3. 2006. Ingi-
björg giftist Gísla Geirssyni 17.
júní 1969. Foreldrar hans voru
Geir Gissurarson, f. 30.5. 1916,
d. 11.4. 2004, og Jónína Sigur-
jónsdóttir f. 20.10. 1911, d.
10.7. 1988. Börn Ingibjargar
og Gísla eru: 1) Baldvin Ingi
Gíslason, f. 1969. Maki hans er
Jóhanna Þorvaldsdóttir, f.
1975. Börn þeirra eru Sóldís
Ósk, f. 2007, og Ástrós Lilja, f.
2008. Synir Baldvins úr fyrra
sambandi eru Viktor, f. 1994,
sambýliskona hans er Kolfinna
Eir, f. 1995, og Eyþór Darri, f.
1998. Móðir þeirra er Lena M.
Kristjánsdóttir. Barn Jóhönnu
úr fyrra sambandi er Þorvald-
mundsdóttir, f. 1989. Barn
þeirra er Anton Erik, f. 2017.
Barn Inga úr fyrra sambandi
er Alfreð Máni, f. 2006. Móðir
hans er Ragna H. Friðriks-
dóttir. 5) Sigríður Ruth Gísla-
dóttir, f. 1983, sambýlismaður
hennar er Kristján Magnússon,
f. 1978. Barn þeirra er Elvar
Orri, f. 2017. Börn Sigríðar úr
fyrra sambandi eru Tanja Ýr,
f. 2005, og Stefán Breki, f.
2009. Faðir þeirra er Hreinn
Ó. Davíðsson. Bræður Ingi-
bjargar eru: 1) Hörður Baldvin
Ingason, f. 4.1, 1951, d. 24.8.
1969. 2) Ómar Bragi Ingason,
f. 17.10. 1952, d. 26.8. 1978,
maki hans var Bára K. Guð-
mundsdóttir, f. 17.11. 1951. 3)
Magnús Ingi Ingason, f. 19.8
1957, sambýliskona hans er
Steinborg H. Gísladóttir, f.
14.2. 1966. 4) Sævar Freyr
Ingason, f. 24.10. 1962, maki
hans er Ragnheiður R. Frið-
geirsdóttir, f. 5.10 1962. Ingi-
björg var virk í félagsstörfum,
þar á meðal Oddfellow-stúk-
unni Þóru nr. 9 á Selfossi frá
árinu 1996 og var meðstofn-
andi að Oddfellow-búðunum
Karitas í Reykjavík. Hún var í
stjórn kvenfélags Grímsnes-
hrepps og tók virkan þátt í
starfi félaganna.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Selfosskirkju í dag, 23.
mars 2018, klukkan 14.
ur, f. 1998. 2) Bára
Kristbjörg Gísla-
dóttir, f. 1972.
Sambýlismaður
hennar er Ágúst
Ármann Sæmunds-
son, f. 1974. Börn
Báru úr fyrra
hjónabandi eru:
Alexander Freyr,
f. 1991, sambýlis-
kona hans er Mar-
grét Harpa, f.
1993, barn þeirra er Vaka
Röfn, f. 2017. Andrea Björk, f.
1994. Gísli Frank, f. 1997, sam-
býliskona hans er Sveindís
Auður, f. 1998. Elfa Björk, f.
2003. Faðir þeirra er Olgeir
Jónsson. 3) Sigurjón Ingi Gísla-
son, f. 1974. Maki hans er
Erna Sólveig Júlíusdóttir, f.
1979. Börn þeirra eru: Að-
alheiður Ágústa, f. 2007, Ellen
Inga, f. 2009, Thelma Sól, f.
2017. Börn Sigurjóns úr fyrra
sambandi eru Rakel Ingibjörg,
f. 1999, og Jónína, f. 2001.
Móðir þeirra er Ragnheiður
Traustadóttir. 4) Ingi Magnús
Gíslason, f. 1983, sambýliskona
hans er Bergþóra Björk Guð-
Elsku Inga.
Mér er orða vant við svona
aðstæður, ég átti ekki von á að
missa þig svona fljótt. Við sem
vorum svo samrýnd og áttum
eftir að gera svo margt.
Líf okkar var rétt að byrja á
nýjum forsendum. Við vorum að
plana ferðalög og skipuleggja
sumarið, og þig hlakkaði svo
mikið til að fara af stað með
hjólhýsið. Nú er allt breytt, ást-
in mín.
Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú gafst mér í okkar far-
sæla lífi. Við vorum búin að vera
saman í 50 ár.
Ég vona að góður Guð verndi þig.
Ó, Drottinn, ljós og lífið mitt,
ég lofa, og mikla nafnið þitt,
þig lofi allt, sem anda hrærir,
og allt, sem blessar þú og nærir.
Nú ljómar dýrðardagur nýr,
en dimman nætur burtu flýr.
Þitt blessað ljós nú minnir mig
á mína skyldu’ að elska þig,
sem það af náð mér lýsa lætur,
svo leggi’ á flótta dimman nætur.
Þín dýrleg sól því segir mér:
Æ, sjá, hve góður Drottinn er.
Þitt blessað ljós, sem lýsir mér,
til ljóssins iðju kallar hér.
Æ, lát mig allt í ljósi vinna,
í ljósi sannleiks orða þinna,
í ljósi þínu ljósið sjá
og ljóssins barna hnossi ná.
(Páll Jónsson)
Þinn
Gísli.
Einhver leiðir lífsins braut,
og velur hver má vera.
Valið veldur heljar þraut,
sem eftir lifa bera.
Hryggur, brotinn sem ég við,
þann sem hefur valið.
Fylgdu móður við gullna hlið,
það linar sálar kvalið.
Þó vald þú hefur, þú sem velur,
þá jafnast það ei við.
Móðurkraftur í okkur dvelur,
saman segjum við.
Eilíft líf við veitum þér,
verndum þínar stundir.
Tímar sem við áttum hér,
í huga okkar eru bundnir.
(Ingi Magnús)
Ég mun sakna þín mikið,
elsku mamma. Ég mun sérstak-
lega sakna símtalanna sem við
áttum með reglulegu millibili
þar sem við deildum öllu milli
himins og jarðar.
Það er mér enn í fersku
minni þegar ég var bara gutti
að þú bjóst til nesti handa mér
og vinum mínum og við lögðum
af stað til Vatnaskógar, skóg-
ræktarinnar í sveitinni. Yfirleitt
fórum við í einhverja leiki en
stundum fórum við bara til að fá
það góða nesti sem þú útbjóst
handa okkur, mikið þótti mér
vænt um það.
Einnig allar útilegurnar sem
við fórum saman í. Man æv-
inlega eftir gulbrúna kæliboxinu
og brúna krossviðarkassanum
sem geymdi allan þann borð-
búnað sem hægt var að hugsa
sér, fannst stórmerkilegt hvað
þú komst miklu dóti í þennan
kassa. Man eftir einni útileg-
unni þar sem við tjölduðum á
túni í landi Gautsdals með
gamla góða A-tjaldinu. Svo æxl-
aðist það einhvern veginn að við
gistum í stofunni í húsinu sjálfu.
Það voru góðir tímar.
Ég á eftir að sakna þess,
mamma, að koma heim og sjá
þitt brosmilda andlit taka á
móti manni, bjóða manni sæti
við eldhúsborðið og svo troðið
góðgæti á borðið. Alltaf var
maður svo velkominn.
Ég gæti eflaust haldið enda-
laust áfram en að lokum vil ég
þér segja að þú hefur enn ótrú-
legan mátt og hefur nú dregið
fjölskylduna þína þétt saman.
Það er á svona stundum sem
sameiginleg ást okkar til þín
verður svo sýnileg og mun
styrkur þinn koma okkur saman
í gegnum sorgina. Takk fyrir
allt sem þú hefur kennt mér,
elsku mamma, ég mun ávallt
hugsa til þín.
Þinn sonur,
Ingi Magnús.
Elsku fallega mamma mín,
mikið rosalega er það sárt að
þurfa að kveðja þig. En mikið
er sumarlandið heppið að fá
eina konu eins og þig, svona
geislandi fagra og litríka eins og
heill blómagarður, hláturmilda
með dillandi, smitandi hávaða-
sama hláturinn. Þú ert án nokk-
urs vafa fallegasti engill á himn-
um og mjög sennilega hafa þeir
þurft að sérhanna design-klæði
í bleikum tónum á dömuna, þú
varst jú sumar! Þú varst ein af
þeim glæsilegri, hvort sem þú
varst í þínu fínasta pússi eða í
útilegum, alltaf svo litrík, geisl-
andi, glaðleg og björt. Hafðir
svo gaman af því að gera þig
fína og lagðir mikið upp úr því
að vera alltaf vel til höfð og fín
og klikkaðir aldrei á varalitnum.
Ég naut mjög oft góðs af þeim
fallega klæðnaði og skarti sem
þú áttir þegar mig vantaði eitt-
hvað til að fullkomna dressið.
Þú varst mjög mikill tónlist-
ar- og leikhúsunnandi og sóttir
ófáa tónleika og leikverk. Það
var svo gaman að fara með þér
á tónleika, þú varst svo hrif-
næm og naust þín í alla staði
svo vel með tilheyrandi hlátri
og unaðshljóðum. Þú varst líka
svo dugleg að bjóða börnunum
mínum í óvissuferðir sem end-
uðu oftast á að sjá leikrit eða
söngleiki og eru það þeim mjög
dýrmætar minningar. Það er
ekki hægt að segja annað en að
þú hafir alltaf hlegið af mikilli
innlifun, leyft honum að heyr-
ast og bara látið hann flakka.
Leikarar á sviði áttu það til að
gefa gaum og dást að hlátur-
mildu konunni í salnum. Þegar
við fórum saman á Hellisbúann
þá heyrði ég sjaldnast restina
á setningunum því þú varst
byrjuð að hlæja. Þegar þú
horfðir á Shrek 1 með börn-
unum mínum hlóst þú svo rosa-
lega og þau skildu bara ekki
hvað var svona fyndið. Þau
voru ekki alveg komin með ald-
ur né þroska til að skilja full-
orðinshúmorinn. Eftir þessa
upplifun þeirra þá var alltaf
viðkvæðið ef það kom út ný
DVD-mynd „þessa verðum við
að horfa á með ömmu“.
Þú varst dásamleg amma
sem varst alltaf tilbúin með út-
réttan faðminn þegar börnin
mín komu til þín og afa. Jóla-
föndrið, bústaðaferðir, útileg-
ur, gistinætur, samvera um jól
og áramót o.fl.
Takk fyrir elsku mamma,
fyrir að búa til þessar dásam-
legu minningar sem við hlýjum
okkur við í dag.
Ég verð að minnast á las-
arusargjafirnar sem þú byrj-
aðir að gefa okkur börnunum
þegar við veiktumst, sem færð-
ist svo yfir á barnabörnin. Á
mínu heimili þurfti alltaf að
láta ömmu vita af veikindum
því engin vildi missa af gjöf-
inni. Eitt sinn var hringt til
ömmu sem var erlendis til að
láta hana vita af veikindum og
að sjálfsögðu kom útlensk gjöf
í það skiptið.
Þér var mjög annt um
náungann og þú máttir ekkert
aumt sjá, hvort sem það var að
gefa hrafnsungum mat, smyrja
brauð í smáfuglana eða hjálpa
fólki og gefa þeim sem lítið
eiga.
Þú varst mjög rík kona, áttir
fimm börn og nítján barna-
börn. Svo í ágúst sl. varðstu
langamma. Hún litla Vaka Röfn
okkar stækkaði hjarta þitt um
mörg númer og varst þú með
þeim fyrstu að fara og sjá hana.
Við verðum dugleg að segja litlu
dömunni hve fallega og dásam-
lega langömmu hún átti.
Takk fyrir allt og hvíl í friði
elsku mamma mín. Þín dóttir
Bára.
Elsku mamma.
Mikið sem ég á eftir að sakna
þín, elsku mamma.
Það verður skrítið að heyra
ekki hlátrasköllin þín þegar við
fjölskyldan komum saman. Þú
varst með svo sérstakan hlátur
og smitandi. Við áttum til að
gera grín að þér og biðja þig að
draga nú andann þegar þú tókst
mestu bakföllin. Þú tókst því
auðvitað eins og þér einni var
lagið og hlóst enn meira.
Ég bíð enn eftir að útihurðin
opnist og þú kallir „halló“, að
börnin mín komi hlaupandi úr
herberginu sínu og kalli
„AMMA“ og hendi sér í fangið
þitt. Þú varst mikil amma og
tókst það hlutverk alvarlega.
Enda uppskarst þú miklar vin-
sældir hjá barnabörnunum.
Ég er þakklátur fyrir að
börnin mín hafi fengið þennan
góða tíma með þér.
Þú varst einstök kona með
einstakt minni. Þú mundir allt
eins og það hefði gerst í gær og
gast endalaust sagt okkur sögur
af okkur systkinunum úr æsku
okkar, og varst alltaf með ít-
arlegar lýsingar á hlutum og að-
stæðum. Þú mundir liti, form og
slíkt eins og það væri ljóslifandi
fyrir framan þig enn.
Ég mun sakna tímans sem
við eyddum saman, að sitja með
kaffibollann og spjalla um forna
tíð og framtíðina.
Þú varst alltaf boðin og búin
að hjálpa ef þess þurfti. Má ég
til að nefna þegar við hjónin
fluttum til Noregs. Þá fór ég á
undan og þú varst alger klettur
við bak Jóhönnu og hjálpaðir
henni við allan undirbúning
flutningsins í fjarveru minni.
Við munum alltaf eiga ynd-
islegar minningar um tímann
sem þú eyddir með okkur í Nor-
egi. Það var einstaklega gott að
fá að hafa þig þar út af fyrir
okkur og hafa tækifæri til að
sýna þér okkar nýja heimili,
bæði þegar þú komst ein og svo
þegar pabbi kom með þér aftur
seinna.
Minning mín um allar útileg-
urnar og ferðalögin okkar sam-
an mun ég varðveita. Allar ferð-
irnar á fiskidaginn mikla á
Dalvík og þegar við keyrðum
um landið með ykkur pabba.
Það var yndislegur tími og verð-
ur þín sárt saknað í ferðalögum
okkar í framtíðinni.
Elsku mamma, ég kveð þig
nú og geymi minningar um fal-
lega og góða konu í hjarta mér.
Þinn sonur
Baldvin.
Hvernig er hægt í örfáum
orðum að minnast hennar
mömmu sem skipað hefur svo
stóran sess í lífi mínu frá því ég
man eftir mér? Hún var svo
sannarlega engri lík.
Í alla staði stórglæsileg kona
og alltaf fín og vel tilhöfð. Alltaf
varstu tilbúin að vera með
stelpunum mínum og leiðbeina
þeim og gera eitthvað skemmti-
legt með þeim. Alltaf var jafn
gaman að fara til ömmu og afa.
Þar var alltaf hægt að leika og
brasa með ömmu sinni og alltaf
átti amma kex í kaffitímanum
og alltaf með bros á vör og
leysti öll vandamál.
Þegar þú komst í kaffi til mín
á laugardag eða sunnudags-
morgun og oft komstu með kaffi
með þér og bauðst mér. Og tal-
aðir við stelpurnar mínar um
heima og geima, eða þegar ég
rölti yfir um helgar og vakti
ykkur til að fá kaffi, það var
mikið gaman og mikið hlegið.
Dætur okkar eiga margar góðar
minningar um tímann sem þær
hafa fengið með henni ömmu
sinni, sem eru mér og þeim
mjög dýrmætar. Verst finnst
mér þó að yngsta dóttir mín
sem er rétt að verða fjögurra
mánaða gömul fái ekki að kynn-
ast þér og búa til sínar eigin
minningar með henni ömmu
Ingu.
Það er varla hægt að koma
því í orð hversu mikils virði þú
varst og ert mér, hve stór part-
ur af lífi mínu þú varst og
hversu mikið ég á eftir að sakna
þín, elsku mamma mín. En núna
ertu farin frá mér alltof
snemma og það er mjög stór
skellur fyrir mig. Ég á eftir að
sakna þín mikið og ég mun aldr-
ei gleyma þér.
Þinn elskandi sonur,
Sigurjón Ingi.
Ég kynntist henni Ingu
tengdamömmu árið 2007, en það
ár urðum við Sigurjón sonur
hennar ástfangin. Eins og flest-
ir sem eru búsettir á Selfossi þá
hef ég vitað af Ingu í gegnum
bókasafnið. Þangað fór ég oft
sem barn og enn oftar sem ung-
lingur. Hún Inga fangaði alltaf
athygli manns þegar maður
kom í bókasafnið og var gott að
leita til hennar til að finna bæk-
ur eða handavinnuuppskriftir.
Ekki hefði mig grunað það þá
þegar hún hjálpaði mér að finna
uppskrift að hekluðum skírnar-
kjól sem mig langaði til að
reyna að gera. Að ég myndi síð-
ar klára hann, eftir rúmlega árs
hlé, fyrir dóttur okkar Sigur-
jóns sem fæddist við lok ársins
2007.
Eftir að ég kynntist henni
Ingu betur, þegar ég var orðin
hluti af fjölskyldunni, þá tók ég
eftir því hversu mikilvæg fjöl-
skyldan var henni, hvað henni
var annt um öll barnabörnin og
tók svo jafnvel að sér önnur
börn og leyfði þeim líka að kalla
sig ömmu. En það var hún svo
sannarlega amma Inga. Dætur
okkar Sigurjóns fengu að njóta
þess að eiga tíma með henni
hvort sem var að hlaupa yfir til
ömmu og afa að leika sér inni
með ævintýralyklana í öllu
dótinu eða úti í garðinum í
flotta kofanum sem amma Inga
var búin að útbúa fyrir barna-
börnin. Sjaldan ef nokkurn tíma
brást það að amma Inga birtist
þegar dætur okkar voru lasnar
með svokallaða lazarusargjöf og
ef til vill leigða mynd frá bóka-
safninu.
Elsku Inga, takk fyrir allar
minningarnar sem þú hefur gef-
ið okkur, alla handavinnuna sem
ég met gulli betri. Ég vildi óska
þess að við hefðum fengið meiri
tíma og yngsta dóttur okkar
Sigurjóns hefði fengið að kynn-
ast þér. Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Erna Sólveig.
Þá ertu farin frá okkur, elsku
besta Inga mín. Farin í annan
heim.
Ég tel mig heppna að hafa
eignast einmitt þig sem tengda-
mömmu, vinkonu og sálufélaga.
Enginn er víst fullkominn en við
tvær saman með handavinnuna,
við tvær á nytjamarkaðsrúnti,
við tvær í löngu spjalli yfir te-
bolla, við tvær í kvenfélaginu,
við tvær. Við tvær vorum full-
komnar saman.
Þetta voru ekki endalokin
sem nokkur reiknaði með,
óvænt og óendanlega sorgleg.
Þú áttir svo mörg ár eftir og svo
margt óreynt. Ég mun sakna
þess að pæla í efnasamsetning-
um fyrir bútasauminn, endur-
nýtingu og öllu það skemmti-
lega sem við reyndum í
handavinnunni. Ég mun sakna
þess að leita í reynslubankann
þinn eftir ráðleggingum um lífið
og tilveruna. Ég mun sakna þín
sem ömmu barnanna minna. Ég
mun sakna þín sem tengda-
mömmu. Ég mun sakna þín sem
vinkonu.
Næstu misseri munu vera
skrýtin og tómleg án þín með
okkur. Ég veit þó af reynslu að
fjarvera þín mun venjast en
minningin um fallega, duglega
og einstaka konu mun ylja okk-
ur þegar sorgin bankar upp á.
Þú komst víða við og virðast
allir hafa það sama að segja um
þig, glæsileg kona með mikinn
sjarma og einstaklega fallegt
bros. Hláturinn þinn var sér-
staklega smitandi og hafði ég
lúmskt gaman af að segja þér
eitthvað fyndið bara til að heyra
ískrið þitt og hlátrasköllin.
Þú átt alveg sérstakan stað í
hjarta mér enda varstu ekki
bara tengdamóðir og vinkona
mín, heldur mikill stuðningur á
erfiðustu tímum lífs míns. Þú
varst klettur og stóðst með mér
þegar ég sá ekki út úr sorg og
erfiðleikum. Ég vona að ég geti
tileinkað mér þó ekki væri
nema brot af því hvernig þú
stóðst með þeim sem minna
máttu sín og fylgdir þeim í
gegnum erfið ferðalög lífsins.
Minning mín um þig er dýr-
mæt og ég mun halda henni á
lofti.
Elsku Inga mín, ég kveð þig
nú með trega og sorg í hjarta.
Jóhanna Þorvaldsdóttir.
Elsku amma.
Það er þyngra en tárum taki
að hugsa til þess að nú ert þú
farin frá okkur, okkur öllum
sem þótti svo vænt um þig. Að
hugsa til þess að fá aldrei aftur
að hitta þig, knúsa þig eða
heyra hlátur þinn óma eru
hugsanir sem eru enn ekki bún-
ar að ná festu í höfði mínu. Að
eiga ömmu sem manni þykir
vænt um og maður lítur upp til
hefur verið mér svo dýrmætt og
ég þakka fyrir allan þann tíma
sem þú eyddir með mér og allt
það sem þú kenndir mér. Þú
áttir stóran hlut í að gera mig
að þeirri manneskju sem ég er í
dag. Þú stóðst með mér í einu
og öllu. Jafnvel í öll þau skipti
sem ég breytti um skoðun um
hvaða nám mig langaði til að
stunda, þá varst þú alltaf jafn
skilningsrík og ánægð fyrir
mína hönd. Þú kenndir mér að
finna ánægjuna í því að lesa
góðar bækur, að hlusta á góða
slagara frá okkar manni Billy
Joel og ekki má gleyma sameig-
inlegri ást okkar á góðum söng-
leikjum, sem við fórum svo oft
saman á og höfðum gaman af.
Það allra mikilvægasta sem þú
kenndir mér var að hafa gaman
af lífinu. Lífsgleðin geislaði af
þér hvar sem þú komst við. Hún
kom fram í gleðilegu fasi þínu,
hlýjum faðmi þínum og breiða,
fallega brosinu þínu sem virtist
aldrei ætla að enda. Þessi lífs-
gleði þín er nokkuð sem ég vil
tileinka mér og með því heiðra
minningu þína. Ég hugsa til þín
á hverjum degi, elsku amma, og
ég veit þú hugsar til okkar. Ég
hlakka til þess að fá að hitta þig
aftur og kremja þig í knúsi.
Þangað til næst.
Þín
Andrea Björk.
Elsku fallega amma mín.
Amma, takk fyrir að kyssa
mig hæ, knúsa mig bless og láta
mig dreyma vel og takk kær-
lega fyrir að bjóða mér í allar
útilegurnar með þér og afa. Það
var svo gaman að koma í heim-
sókn og fá kubbabrauð, eða að
fá kornflex með ömmu skeið því
afa skeiðar voru of stórar. Það
var líka mjög gaman að gista
uppí og vakna öll hlæjandi því
ég sparkaði alltaf í afa í svefni
og þið sögðuð alltaf að ég væri
að spila fótbolta við afa. Þegar
ég kem í heimsókn hef ég alltaf
farið og skoðað myndavegginn
hjá ykkur. Það minnir mig svo á
alla sem við eigum að þegar ég
átta mig ekki á því sjálf. Þegar
ég varð veik fékk ég alltaf las-
Ingibjörg Kristín
Ingadóttir