Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 33

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 33
mætu minningar sem ég á af þér. Þú ert og verður alltaf mín fyrirmynd. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Kolbrún Íris Káradóttir. Elsku amma. Það eru engin orð sem lýsa því hversu mikið við söknum þín og hversu þakklátar við verðum ávallt fyrir allar stundirnar sem við fengum að njóta með þér. Það voru forréttindi að fá að kalla þig ömmu okkar. Minning- ar okkar með þér munu aldrei gleymast og þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Þú varst okkar uppáhald, við elskum þig amma. Margrét, Andrea og Dagmar. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Um huga minn streyma ótal margar minningar um þig og þegar ég hugsa til baka er ótrúlega margt sem við höfum brallað saman. Í huga minn kemur fljótt ferð sem við fórum í þegar við sóttum þig á Nesvellina og fórum í bíl- túr um Suðurlandið, fengum okkur kaffi og rjómapönnukökur í Eden og skoðuðum blómin í gróðurhúsunum. Það var alltaf gott að vita af því að þú varst ávallt með eitthvert gotterí í veskinu, sem kom sér vel í bíl- túrnum. Við fórum síðan heim til mín og þú gistir hjá okkur alla helgina, við grilluðum og lágum í sólbaði. Þér fannst heldur ekki leiðinlegt að láta stjana við þig með plokkun og litun, ég setti meira að segja á þig gelneglur. Þú varst ótrúlega skemmti- leg, með húmor og gast alveg látið í þér heyra og var mjög gaman að rökræða við þig um allt milli himins og jarðar. Þú varst sterk kona með sterkar skoðanir. Hvíldu í friði, elsku amma. Kristjana Sigríður Helga- dóttir og fjölskylda. Elsku amma, nú hefur þú lok- ið þessari jarðvist og fengið að sofna svefninum væra. Elsku amma mín var ofur- kona og tók alltaf á móti mér með opinn faðminn og sparaði ekki ástina og umhyggjuna. Mér fannst ég alltaf svo lánsöm að eiga svona flotta og góða ömmu sem var mér virkilega góð. Ég gat alltaf leitað til hennar á ung- lingsárum mínum og var ávallt velkomin til ömmu og afa í Keiló og þakka ég henni ævinlega fyr- ir það. Þegar ég fór að læra hár- snyrtinn hafði amma ofurtrú á mér og var alltaf tilbúin að koma með strætó í skólann til að vera hármódel og hjálpa elsta barna- barninu. Ég var alltaf afar stolt þegar amma tók mig í fangið og minnti mig á að ég væri elsta barnabarnið og svo eignaðist ég fyrsta langömmubarnið hennar og sonur minn gerði hana að langalangömmu. Við vorum svo heppin að amma náði að knúsa langalangömmubarnið sitt hana Söru Björk og minningar um þessar stundir geymi ég í hjarta mínu. Amma var ávallt stolt af af- komendum sínum, sem eru orðnir mjög stór hópur, og skemmtilegar minningar urðu til í Keilufellinu þar sem amma og afi bjuggu. Það voru ófáar heimsóknir á sunnudögum til þeirra, sem voru mjög skemmti- legar og líflegar. Elsku amma, söknuðurinn er mikill en ég er þakklát fyrir yndislega vináttu og ástúð sem þú gafst mér alltaf og ég geymi allar fallegu minningarnar í hjarta mínu. Þín alltaf, Ingibjörg Þóra. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARS 2018 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Bakkastaðir 101, Reykjavík, fnr. 224-3421, þingl. eig. Laufey Björns- dóttir og Rúnar Þór Guðjónsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 27. mars nk. kl. 10:00. Bogahlíð 26, Reykjavík, fnr. 203-1360, þingl. eig. Sigrún Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deild, Vátryggingafélag Íslands hf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Bogahlíð 24-26,húsfélag og Tollstjóri, þriðjudaginn 27. mars nk. kl. 14:00. Fossaleynir 16, Reykjavík, fnr. 226-6191, þingl. eig. Smápartar ehf., gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 27. mars nk. kl. 11:00. Gnoðarvogur 44, Reykjavík, fnr. 202-2896, þingl. eig. Vörur ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Söfnunarsjóður lífeyrisrétt- inda, þriðjudaginn 27. mars nk. kl. 15:00. Lækjarvað 5, Reykjavík, fnr. 227-0512, þingl. eig. Guðmundur Páll Ólafsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Tollstjóri, þriðjudag- inn 27. mars nk. kl. 10:30. Smárarimi 68, Reykjavík, 40% ehl., fnr. 203-9600, þingl. eig. Arnar Arinbjarnar, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 27. mars nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 22. mars 2018 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Reykjabraut 11, Reykhólahreppur, fnr. 212-2771, þingl. eig. Eygló Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 21. mars 2018 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið vinsæla kl. 13.30, verið velkomin! Árskógar Smíðastofan er lokuð. Páskabingó kl. 13. Opið hús kl. 13- 16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Vatnsleikfimi í sundlaug Boðans kl. 9.10. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans fyrir byrjendur og og lengra komna kl. 15.15. Bòlstaðarhlìð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Heimsókn frá ungl- ingum í Háteigsskóla kl. 10-11. Leikfimi kl. 12.50-13.30. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum kl. 9.30-10.30, föstudagshópurinn kl. 10-11.30, gönguhópur kl. 10.30, handaband, vinnustofa með leiðbeinendum kl. 13-16, páska-bingó í sal kl. 13.30, 300 kr. spjaldið, vöfflukaffi kl. 14.30. Verið velkomin á Vitatorg, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Fjöliðja opin frá kl. 10-16. Sitjandi leikfimi og öndunar- æfingar kl. 11. Ganga með virkniþjálfa kl. 13. Föstudagsfjör, sýning heimildamyndar um Álftagerðisbræður kl. 14. Páskabingó kl. 19. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf sími 512-1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Göngu- hópur frá Jónshúsi kl. 10. Páskabingó á vegum FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í Kirkju- hvoli er opin kl. 13-16. Allir velkomnir. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10- 10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda. kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 13 tréskurður, kl. 13 gönguhópur, frjáls mæting. Ath.: Félagsmiðstöð- inni lokað kl. 14 í dag. Gullsmári Handavinna kl. 9. Leikfimi kl. 10. Félagsmiðstöðinni lokað kl. 14 vegna fræðslu-/ starfsdags starfsmanna. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Páskabingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, páskabingó kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir 588-2320, hársnyrt- ing 517-3005, kemur heim ef þess er óskað. Hveragerði Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju kl. 9-10, botsía kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9 samdægurs). Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, Hæðargarðsbíó kl. 14:30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum. Brids hópur Korp- úlfa kl. 12.30 í Borgum. Hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og sundleikfimi í Grafarvogs- sundlaug kl. 15 í dag. Vöfflukaffi í Borgum frá kl. 14.30 til 15.30, allir velkomnir og minnum á spennandi félagsfund Korpúlfa miðvikudag- inn 28. mars í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin. Ganga kl. 10. Hádegisverður kl. 11.30-12.15. Framhaldssaga kl. 13. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / hláturjóga saln- um Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum kl. 13.30 og brids í Eiðismýri kl. 13.30. Munið páska- eggjabingóið í safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 26. mars kl. 19.30. Fólk hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stangarhylur 4 Zumba kl. 10.30, umsjón Tanya. Bókmenntahópur FEB kl. 14–16: Þríleikur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu; Auður, Vígroði og Blóðug jörð. Jónína fjallar um bækurnar og stýrir umræðum Vesturgata 7 Enska, leiðb. frá kl. 10-12 Peter R.K.Vosicky. Sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14-14.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu HITAVEITU- SKELJAR HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf- legt verð (479.900). Selst á 280.000. Vídeó upptökuvél Canon XA 35. Stór rafhlaða. Upphaflegt verð (319.900). Selst á 180.000. Keyptar í Nýherja / Origo í Borgartúni 37. Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma: 833-6255 og 899 8325 Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2749 - loggildurmalari@gmail.com Ýmislegt Herraskór úr leðri í stærðum 39-47 á aðeins kr. 9.990 - Allt á að seljast! Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is mbl.is Til Sumarlandsins sveifstu burt einn kaldan vetrardag södd af þessum sjúkdómi sem kom sem reiðarslag og eftir standa allir þeir sem elskuðu þig heitt sorgmæddir og máttvana og geta engu breytt. Þú alltaf varst svo blíð og góð og hlý og yndisleg umvafðir og gættir þess að greiða allra veg þín jákvæðni og gleði gaf svo mikið allra til með hlátrinum og glettninni þú veittir birtu og yl. Þú elskaðir að hitta fólk og vera vinum með gleðjast yfir góðum mat og létta allra geð Þreyttist seint að safna saman fólki kringum þig Erla Vilhjálmsdóttir ✝ Erla Vilhjálms-dóttir fæddist 23. mars 1958. Hún lést 11. janúar 2018. Útför Erlu fór fram 23. janúar 2018. þeytast yfir höf og lönd að kanna ókunn stig. Og við sem eftir sitjum erum enn að venjast því að elsku Erla lifi ekki okkar heimi í. Að glettna brosið birt- ist ekki lengur óvænt hér og faðmlagið sem gaf hún öllum Í dag hún hefði örugglega hóað okkur í heljarinnar teiti til að gleðjast yfir því að sex nú séu tugirnir frá hennar fyrstu stund er fæddist þetta litla ljúfa dásamlega sprund. Með tregablöndnum söknuði til hennar hugsum nú á nýjum stað hún njóti sín við höfum fulla trú hún hlæi dátt og deili sínum kærleika og ást og minningarnar um hana úr hjörtum aldrei mást. (Bergljót Hreinsdóttir 2018) Til hamingju með daginn þinn elsku hjartablóm ... sakna þín. Þín vinkona, Bryndís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.