Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 73. tölublað 106. árgangur
FÉLL FYRIR
ÍSLENSKA
FJÁRHUNDINUM
„DROTTNING
PASSÍA“ FLUTT
Í DYMBILVIKU
ÍSLENSKUR
ATHAFNAMAÐUR
RIFAR SEGLIN
MATTEUSARPASSÍA 30 GEIR MAGNÚSSON 14MONIKA DAGNÝ 12-13
Sjötíu og fimm prósent af tekjum
þeirra tónlistarmanna sem hafa tón-
list að atvinnu hér á landi, stafa af
flutningi lifandi tónlistar, samkvæmt
því sem ný skýrsla Rannsóknar-
miðstöðvar skapandi greina í Há-
skóla Íslands leiðir í ljós. Þar kemur
einnig fram að flutningur lifandi tón-
listar hafi á árunum 2015-2016 staðið
undir tæplega 60% af heildartekjum
iðnaðarins, en hljóðrituð tónlist og
höfundarréttur um 20% hvort.
Í rannsókninni, sem gerð var fyrir
Samtón, Útón og Atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, kemur fram
að heildartekjur íslenska tónlistar-
iðnaðarins á þessum árum hafi verið
3,5 milljarðar króna, auk 2,8 millj-
arða í afleiddum gjaldeyristekjum til
samfélagsins vegna komu tónlistar-
ferðamanna til landsins
Sigtryggur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Útón, segir í samtali
við Morgunblaðið að könnunin gefi
góða vísbendingu um styrk greinar-
innar, einkum hvað varðar tónleika-
hald og -hátíðir á Íslandi. Enn vanti
betri gögn um útflutning íslenskrar
tónlistar til að ná heildstæðri nið-
urstöðu þar um. »16
75% tekna af tónleikahaldi
Morgunblaðið/Eggert
Atvinnugrein Megas hefur lengi
haft tónlist að atvinnu.
Tekjur tónlistariðnaðarins 2015-2016 3,5 milljarðar
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Aðgerðir íslenskra stjórnvalda gagnvart Rúss-
landi munu ekki hafa áhrif á samstarf ríkjanna á
fjölþjóðavettvangi, en ríkisstjórnin samþykkti í
gær að taka þátt í samstilltum aðgerðum gegn
Rússum vegna Salsbury-málsins svonefnda.
Ákveðið var að rússneskir stjórnarerindrekar
yrðu ekki sendir úr landi líkt og aðrar þjóðir hafa
ákveðið, heldur yrði tvíhliða fundum með rúss-
neskum ráðamönnum og háttsettum embættis-
mönnum frestað um óákveðinn tíma.
í gær tugum rússneskra stjórnarerindreka úr
landi vegna málsins. Um er að ræða rúmlega 110
Rússa, þar af 60 í Bandaríkjunum. Hin Norður-
löndin vísa öll einum erindreka úr landi, að undan-
skilinni Danmörku þar sem tveir erindrekar verða
sendir úr landi. Rússar neita því enn að þeir hafi
haft aðkomu að árásinni.
Hinar samstilltu aðgerðir eru taldar mikill sigur
fyrir Theresu May, forsætisráðherra Breta, og til
marks um harðari afstöðu Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta til Rússlands.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
segir að aðgerðirnar hafi ekki önnur áhrif á sam-
skipti ríkjanna og að samstarf við Rússa á öðrum
sviðum verði óbreytt.
Íslensk stjórnvöld telja að Rússar verði að
koma að borðinu við rannsókn Salsbury-málsins,
en að mati ríkisstjórnarinnar hafa skýringar
þeirra og viðbrögð við árásinni verið ótraustvekj-
andi og ófullnægjandi.
Sigur May og harðnandi afstaða Trumps
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, sextán aðildarríkj-
um Evrópusambandsins og öðrum löndum vísuðu
Samstarfið sett á ís
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sendiherra Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, að loknum fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í utanríkisráðuneytinu.
Ísland tekur þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússum Engir stjórnarerind-
rekar sendir úr landi Hefur ekki áhrif á samstarf ríkjanna á fjölþjóðavettvangi
MTekur afstöðu með bandalagsþjóðunum »2 & 17
Að Landsnet hafi ekki sýnt fram á
að jarðstrengur sé raunhæfur í sam-
anburði við loftlínu er veigamikil
ástæða þess að Úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála felldi í gær
úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnar-
fjarðarbæjar fyrir svonefndri Lykla-
fellslínu. Sú á að koma í stað Hamra-
nesslínu sem liggur um nýbygg-
ingarsvæði í Skarðshlíð og þarf því
að víkja.
Haraldur Líndal Haraldsson, bæj-
arstjóri í Hafnarfirði, segir úrskurð-
inn áfall. Þess hafi verið beðið lengi
að línurnar yrðu teknar niður. Hjá
Landsneti er verið að fara yfir úr-
skurðinn, en lagning línunnar var
komin að framkvæmdastigi. »4
Morgunblaðið/ Sigurður Bogi
Hafnarfjörður Byggðin á Völlunum.
Í uppnámi
vegna úr-
skurðar
Leyfi fyrir Lykla-
fellslínu fellt úr gildi
Guðríður Arnardóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara,
leggur til að skýrar reglur verði
settar um brottvikningu nemenda í
framhaldsskólum. Sér í lagi yngri
en 18 ára, er heyra undir lög um
fræðsluskyldu.
„Ein leið væri að líta svo á að
samfélagið hafi skyldu til að veita
nemendum skólavist til 18 ára ald-
urs, en það þarf ekki að vera í
ákveðnum skóla. Þannig að ef nem-
endur brjóta af sér sé hægt að víkja
þeim úr skóla en bjóða þeim skóla-
vist í öðrum skóla. Það er ákveðin
refsing og mögulega áfellisdómur
fyrir viðkomandi en við bregðumst
ekki barninu sem
samfélag. Að
auki fjarlægjum
við þar með ger-
andann frá þol-
andanum,“ segir
Guðríður í kjöl-
far úrskurðar
umboðsmanns
Alþingis þess
efnis að brott-
vikning 16 ára
nemanda úr framhaldsskóla hefði
verið ólögleg. Nemandinn var með
hníf í skólanum og deildi óviðeig-
andi mynd af skólasystur sinni á
lokaðri facebooksíðu. »10
Hægt verði að vísa nemendum úr skóla
en bjóða þeim skólavist annars staðar
Guðríður
Arnardóttir
Nokkuð snjóar um páskana og kalt
verður í veðri, segir Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur. Það
verður snjókoma til fjalla á Aust-
fjörðum á morgun, miðvikudag,
samfara austanátt svo tala má um
hríðarveður þar. Annars staðar
verður úrkomulaust og þurrt.
Á skírdag og föstudaginn langa
snýst í NA-átt og svo lægir. Heldur
kólnar, að sögn Einars, og á Norð-
urlandi verður gaddur – en nætur-
frost sunnanlands. Spáð er bjart-
viðri víða á Norðurlandi en
sólarlitlu syðra og þar má gera ráð
fyrir einhverjum snjódreifum á
föstudaginn langa. sbs@mbl.is
Hret fyrir austan og
kuldi um páskana