Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Allt gekk að óskum í leiðangri
fjallaskíðafólks úr Ferðafélagi Ís-
lands sem fór á Eyjafjallajökul síð-
astliðinn sunnudag. Gengið var upp
á jökulinn að norðanverðu, þar sem
heitir Grýta, og farið að Goðasteini
sem er í 1.557 metra hæð.
„Mestallan tímann var sól og ný-
fallinn púðursnjór. Strengur af suð-
austri mætti okkur þegar upp á há-
bunguna kom og með vindkælingu
fór gaddurinn í 23 stig. Þegar við
komumst svo aðeins út úr kófinu á
toppnum blasti við okkur stórkost-
legt útsýni yfir Suðurlandið,“ segir
Tómas Guðbjartsson læknir, sem
var einn fjögurra fararstjóra. Alls
tóku 37 manns þátt í ferðinni sem
tók alls sjö klukkustundir en komið
var niður svokölluð Smjörgil sem
eru skammt frá Gígjökuli sem er á
leiðinni inn í Þórsmörk.
„Frá því ég hóf mína fjalla-
mennsku hef ég haldið mikið upp á
Eyjafjallajökul. Sá áhugi jókst til
muna eftir eldgosið árið 2010, enda
sýndi það að þetta er ekkert venju-
legt fjall og kraftur þess er ótrú-
lega mikill,“ segir Tómas sem með
Helga Jóhannessyni lögmanni fer
fyrir fjallaskíðahópi FÍ. Er ýmislegt
áhugavert á döfinni hjá þeim á
næstunni, svo sem ferðir á Snæfell,
Heklu og Hvannadalshnúk.
Fjallaskíðafólk úr Ferðafélagi Íslands fór á Eyjafjallajökul um helgina
Gengið í
snjókófi við
Goðastein
Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Framhald uppbyggingar í Skarðs-
hlíðarhverfi í Hafnarfirði er í upp-
námi eftir að úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála felldi í gær
úr gildi fram-
kvæmdaleyfi
Hafnarfjarðar-
kaupstaðar til
Landsnets vegna
Lyklafellslínu 1.
Ætlunin hefur
verið að há-
spennulínan verði
milli tengivirkja
við Sandskeið og í
Hafnarfirði og á
að koma í stað svonefndrar Hamra-
neslínu, sem liggur um hið nýja
Skarðshlíðarhverfi.
Hafnarfjarðarbær gaf út fram-
kvæmdaleyfi fyrir línulögn síðasta
sumar og það kærðu Hraunavinir og
Náttúruverndarsamtök Suðvestur-
lands. Bentu þar m.a. á hættu vegna
mengunar enda ætti línan að fara um
vatnsverndarsvæði, hraunsvæði yrði
raskað auk þess sem ýmsar forsend-
ur í orkumálum hefðu breyst frá því
málið var lagt upp. – Ógilding leyf-
isins af hálfu úrskurðarnefndar
byggist hins vegar á því að ekki sé
sýnt fram á að lagning jarðstrengs í
stað háspennulínu sé raunhæfur
kostur. Þá sé ekki ,,… sýnt fram á að
jarðstrengskostir séu ekki raunhæf-
ir og samanburður á umhverfisáhrif-
um þeirra og aðalvalkosts fram-
kvæmdaraðila hafi ekki farið fram
með þeim hætti sem lög gera ráð fyr-
ir,“ eins og komist er að orði.
„Úrskurðurinn er áfall,“ segir
Haraldur Líndal Haraldsson, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, í tilkynningu um
þetta mál sem send var út í gær.
Þess hafi verið beðið í áratugi að há-
spennulínurnar í Skarðshlíð og
Hamranesi verði fjarlægðar og því
þoli málið enga bið. Bendir bæjar-
stjórinn þar á uppbyggingu í Skarðs-
hlíðarhverfinu – þar sem eigi að
verða 520 íbúðir og ýmis þjónusta á
vegum bæjarins.
„Þetta eru ekki þær fréttir sem við
hefðum vonað að fá frá úrskurðar-
nefndinni,“ segir Haraldur Líndal
sem væntir svara Landsnets um
framhaldið á fundi fulltrúa fyrirtæk-
isins með bænum sem haldinn verð-
ur í dag.
Lyklafellslínu má ekki leggja
Framkvæmdaleyfi vegna háspennulínu fellt úr gildi Jarðstrengjalausnin sé betur könnuð, segir
úrskurðarnefnd Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði í óvissu Málið þolir enga bið, segir bæjarstjórinn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Straumur Háspennulínan sem liggur um nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði á
að víkja. Sú lausn sem koma skyldi í staðinn fær þó ekki samþykki.
Haraldur Líndal
Haraldsson
Regluleg starfsemi Ríkisútvarpsins
ohf. skilaði rekstrarafgangi upp á 201
milljón kr. í fyrra og var hagnaður
vegna endanlegs uppgjörs á sölu á
byggingarrétti 174 milljónir, sem
leiðir til þess að heildarhagnaður árs-
ins fyrir skatta nam 321 milljón.
Í ársreikningi Ríkisútvarpsins
sem birtur var í gær kemur fram að
heildarlaun og þóknanir útvarps-
stjóra námu 22,9 milljónum kr. í
fyrra samanborið við 17,2 millj. kr.
2016. Í áréttingu frá RÚV í gær-
kvöldi kemur fram að á árinu 2016
tók útvarpsstjóri fæðingarorlof sem
lækkaði heildargreiðslur launa á því
ári og því gefi samanburður á milli
launa á árunum 2016 og 2017 ekki
rétta mynd af þróun mála. ,,Hins
vegar ákvað stjórn RÚV að hækka
laun útvarpsstjóra á árinu 2017 úr
u.þ.b. 1.550 þús í 1.800 þús krónur
eða um u.þ.b. 16%.“
Rekstrargjöld RÚV skv. ársupp-
gjörinu án afskrifta voru 5.643
milljónir kr. en 5.414 milljónir árið
á undan. Afskriftir voru 316 millj-
ónir og fjármagnsliðir voru nei-
kvæðir um 292 milljónir kr. sam-
anborið við 221 millj. kr. árið á
undan.
Fram kemur í ársreikningnum
að skuldir RÚV hafa um árabil ver-
ið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri
lífeyrisskuldbindingum en með sölu
á byggingarrétti hafi tekist að
lækka þær umtalsvert. Langtíma-
skuldir um áramót voru 3.276.386
milljónir og höfðu lækkað um rúma
3,5 milljarða. Að meðtöldum öðrum
fjárskuldbindingum og skamm-
tímaskuldum nema skuldirnar um
6,2 milljörðum kr. omfr@mbl.is
Hallalaus rekstur RÚV
og hagnaður af sölu
Laun útvarps-
stjóra hækkuðu
um 16% í fyrra
Morgunblaðið/Ómar
RÚV Stöðugildi voru 260 í fyrra.
„Þetta eru vonbrigði,“ segir
Steinunn Þorsteinsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Landsnets. Þar
voru menn í gær að fara yfir mál
og meta stöðuna. „Þetta verk-
efni hefur lengi verið í undir-
búningi, áhætta í umhverfis-
málum hafði verið metin svo og
mótvægisaðgerðir settar fram.
Þá var búið að bjóða fram-
kvæmdir út og til stóð að opna
tilboð eftir páska. Nú þurfum
við að skoða málið upp á nýtt.“
Skoða málið
upp á nýtt
LANDSNET ENDURMETUR