Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
PIANO
NÝ SENDING
14.995
Tog á milli vestrænna ríkja ogRússa er fyrirferðarmikið nú.
En um meginátakalínur má lesa á
vefsíðu Alberts Jónssonar fv.
sendiherra:
Ráðandi þættir í utanríkisstefnuRússlands lúta annarsvegar
að því að tryggja ítök á áhrifa-
svæði, sem nær til fyrrverandi
Sovétlýðvelda
nema Eystasalts-
ríkjanna. Hins
vegar ræður
einkum för að
varðveita stöð-
ugleika og rík-
isvald í Rúss-
landi. Náin
tengsl eru hér á
milli þannig að
óstöðugleiki á áhrifasvæðinu er
talinn fela í sér hættu á óróa í
Rússlandi sjálfu og ógn við rík-
isvaldið. Ennfremur er litið á
áhrifasvæðið sem stuðpúða gegn
utanaðkomandi ógn.
Í huga rússneskra stjórnvaldalúta þessir þættir að tilvistar-
hagsmunum og ógn við þá er til-
vistarógn. Því breyta viðskipta-
þvinganir gegn Rússum í kjölfar
Úkrænudeilunnar ekki stefnu
rússneskra stjórnvalda varðandi
Úkrænu. Endanlegt markmið
þeirra er að hafa neitunarvald yfir
utanríkisstefnu Úkrænu til að
koma í veg fyrir aðild hennar að
NATO og ESB. Ríki á áhrifasvæð-
inu njóta enda ekki fullveldis- og
sjálfsákvörðunarréttar.
Trump-stjórnin hefur ekkibreytt neinu grundvallaratriði
í stefnu Bandaríkjanna gagnvart
Rússlandi, enda hurfu hvorki
deilumál né gerólíkir hagsmunir
ríkjanna við forsetaskiptin. Að
áliti Moskvustjórnarinnar hafa
Bandaríkin þá stefnu að styðja við
innlend sundrungaröfl í Rússlandi,
skáka því á alþjóðavettvangi, ein-
angra það, og veikja efnahags-
lega.“
Albert Jónsson
Meginlínurnar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.3., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 5 léttskýjað
Akureyri 4 léttskýjað
Nuuk -12 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Ósló 1 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 skúrir
Stokkhólmur 0 heiðskírt
Helsinki -1 heiðskírt
Lúxemborg 8 heiðskírt
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 10 rigning
Glasgow 9 skýjað
London 11 heiðskírt
París 12 heiðskírt
Amsterdam 7 þoka
Hamborg 5 skýjað
Berlín 8 léttskýjað
Vín 7 skýjað
Moskva 4 alskýjað
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 14 léttskýjað
Barcelona 16 skúrir
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg 1 þoka
Montreal 1 léttskýjað
New York 6 heiðskírt
Chicago 5 skýjað
Orlando 23 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:03 20:04
ÍSAFJÖRÐUR 7:06 20:12
SIGLUFJÖRÐUR 6:48 19:55
DJÚPIVOGUR 6:32 19:34
Framkvæmdir við gatnamót Geirs-
götu/Lækjargötu/Kalkofnsvegar
eru að hefjast að nýju en þær hafa
legið niðri síðan í desember.
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir
því að starfsmenn verktakans, Lóða-
þjónustunnar ehf., verði komnir á
fulla ferð strax eftir páska. Vonir
standa til að verkinu ljúki í apríl/maí
og þá verði umferðin um gatnamótin
með eðlilegum hætti.
Miklar þrengingar hafa verið á
svæðinu og umferðin því verið hæg.
Oft hafa myndast biðraðir, sérstak-
lega á Geirsgötunni í austurátt, enda
bara ein akrein. Útbúin voru svo-
kölluð T-gatnamót í stað sveigðrar
Geirsgötu eins og áður var. Geirs-
gatan er nú hornrétt á Lækjargötu/
Kalkofnsveg. 30 kílómetra hámarks-
hraði verður á þessum götum.
sisi@mbl.is
Lokafrá-
gangur við
gatnamót
Morgunblaðið/Hanna
Gatnamótin Umferð um svæðið hef-
ur verið hæg enda þrengslin mikil.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bæjarráð í Vestmannaeyjum tók já-
kvætt í ósk The Beluga Building
Company ehf. í síðustu viku, um að
fyrirtækið fengi afnot af Klettsvík
við komu mjaldra (Beluga-hvala) til
Vestmannaeyja.
Þetta staðfesti Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í
samtali við Morg-
unblaðið.
„Við erum
mjög jákvæð fyr-
ir þessu. Við höf-
um unnið að und-
irbúningi þessa
verkefnis með
fyrirtækinu Merl-
in síðustu þrjú árin. Það bendir ekk-
ert til annars en að málið fái já-
kvæða endanlega afgreiðslu,“ sagði
Elliði.
Elliði segir að Merlin hafi stofnað
Beluga Building Company hér á
landi utan um þessar væntanlegu
byggingarframkvæmdir í Klettsvík,
vegna mjaldranna og raunar fleiri
dýra.
Elliði segir að samhliða aðstöð-
unni fyrir mjaldrana stefni Beluga
Company að því að koma upp vold-
ugu fiskasafni, þar sem sýndar verði
staðbundnar tegundir og jafnframt
verði komið upp ákveðnu athvarfi
fyrir lunda. „Við vonum að fram-
kvæmdir geti hafist á vordögum og
vonandi verður endanleg ákvörðun
um verkefnið tekin í maí eða júní,
þar sem enn er þetta verkefni í
undirbúningi. Verði það svo, geta
verklegar framkvæmdir hafist strax
í kjölfar þess,“ sagði Elliði.
Mjaldrar og lundar verða í Klettsvík
Styttist í endanlega ákvörðun Merlin um uppbyggingu í Eyjum, segir Elliði
Elliði Vignisson