Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Nýtt frá Léttir sumarskór Mjúkur leðurinnsóli Gúmmísóli Verð 5.995 Stærðir 36-42 Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Kr. 8.900 • Str. S-XXL 7/8 lengd Gallabuxna- leggings Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á undanförnum árum hafa veit- ingahús verið að hasla sér völl á Grandanum í Örfirisey. Þar er nú þegar að finna mörg og fjölbreytt veitingahús og nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum beiðnir um 11 nýja veitingastaði á Grandanum. Á síðasta fundi í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar lá fyrir erindi frá Faxaflóahöfnum sf., eig- anda Grandagarðs 16. Í húsinu hefur Sjávarklasinn verið til húsa undanfarin ár. Faxaflóahafnir sækja um leyfi til þess að í húsinu verði starfræktur matarmarkaður og níu veitingastaðir á hluta fyrstu hæðar. Stefnt er að matar- markaði í anda þeirrar starfsemi sem nú fer fram á Hlemmi. Að erlendri fyrirmynd Fram hefur komið í samtali við Þór Sigfússon, stjórnarformann Sjávarklasans, að í Mathöllinni á Granda verði básar og vagnar með nýstárlegum göturéttum „sem innihalda það besta sem miðin og landið gefa af sér“. Fyrirmyndin sé m.a. sótt til Copenhagen Street Food og Vippa í Osló í Noregi. Þessu tengt sótti „Rabbabarinn minn“ um leyfi til áfengisveitinga til klukkan 24 alla daga í Granda- garði 16 en umsögnin var nei- kvæð. Kría hjól ehf., Grandagarði 5, sækir um leyfi til að innrétta veit- ingastað fyrir 80 gesti á fyrstu og annarri hæð og koma fyrir flótta- stiga á norðurhlið húss á lóð nr. 7 við Grandagarð. Í næstu húsum eru fyrir tvö veitingahús, Sjávar- barinn og Flatey pizza. Fyrirtækið Hífandi ehf., Eyjar- slóð, sækir um leyfi til að innrétta veitingastað fyrir 50 gesti á ann- arri hæð í sama húsi. Í húsinu eru m.a. fyrirtækin Sæbjörg og Sjó- fiskur með starfsemi og áður var dagsetur Hjálpræðisherins á fyrstu hæð. Í næsta nágrenni, Eyjarslóð 5, er bjórgarðurinn Ægisgarður. Af- greiðslu allra þessara erinda var frestað í umhverfis- og skipulags- ráði. Vilja breyta Nettóverslun Loks er þess að geta að fyrir nefndina hefur verið lagt erindi frá Samkaupum í Njarðvík. Sótt er um leyfi til að breyta verslun Nettó á Fiskislóð 3. Áformað er að skipta verslunarrýminu og inn- rétta apótek, koma fyrir nýjum inngangi á suðvesturhlið og nýrri hurð á suðurhlið fyrir starfsfólk og vörumóttöku. Afgreiðslu þessa erindis var sömuleiðis frestað. Morgunblaðið/Ómar Grandagarður 16 Matarmarkaðurinn og veitingastaðirnir verða í 500 fer- metra húsnæði á 1. hæðinni. Svæðið á Granda breytist því enn á næstunni. 11 nýir veitinga- staðir á Granda?  Borgin fær beiðni um matarmarkað og níu veitingastaði í Sjávarklasanum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður Kennarasambands Íslands (KÍ) segir að erfið- ara sé að koma réttum upplýsingum á framfæri, þannig að fólk kynni sér þær og setji sig inn í málin. „Fólk tekur í auknum mæli ákvarðanir á grunni þess sem það sér á samfélagsmiðlum án þess að kynna sér málin frekar,“ segir Þórður Hjaltested, formaður KÍ. Þannig svarar hann spurningu um það hvort sú aukna harka sem virðist vera í félagsmönn- um aðildarfélaga Kennarasambands- ins sé merki um að forysta kennara sé að fjarlægjast félagsmenn. Hann neit- ar því og vísar til breyttrar umræðu. „Ég þekki þetta einnig frá öðrum löndum. Kennarasamtök á Norður- löndunum standa frammi fyrir því sama. Í Noregi var til dæmis kolfelld- ur samningur og þá var sú skýring gefin að menn hefðu vanmetið áhrif samfélagsmiðla á umræðuna. Ég tel að við þurfum að bregðast við með því að efla kynningarstarf okkar í sambandi við alla kjara- samninga. Upplýsa félagsmenn um innihald samninga og það sem í þeim felst. Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið gert, allir hafa reynt það eftir bestu getu. Við erum með heimasíðu og aðildarfélögin með facebooksíður. Jafnframt eru haldnir kynningarfundir með félags- mönnum. Við þurfum að gera betur,“ segir Þórður. Óútkljáð eldri mál Aukin harka í kennarastéttinni hefur meðal annars birst í því að kjarasamningar grunnskólakennara hafa ítrekað verið felldir, nú síðast með miklum mun, og fram- haldsskólakennarar eru farnir að ræða um verkfalls- boðun vegna þess að ekki hefur tekist að semja við ríkið. Þá hefur verið mikil umræða um stöðuna í leikskólunum vegna skorts á starfsfólki og hugmynda um leiðir til lausnar sem leikskólakennarar eru ósáttir við. Þórður segir að þessi mál séu á borði hvers aðildar- félags fyrir sig en segir þó að þar sé í flestum tilvikum um að ræða óútkljáð eldri mál við viðsemjendur. „Staðan er sú í framhaldsskólunum að þar eru óupp- gerð mál úr fyrri samningum sem fulltrúar þeirra telja að þurfi að fást efndir á. Hluti af því er stytting framhalds- skólans í þrjú ár, sem ekki er búið að meta inn í launakjör kennara. Það er fyrst og fremst út af því sem allt stendur fast og því er ákveðin pattstaða í málinu,“ segir Þórður. Varðandi grunnskólakennara segir Þórður að grunn- ástæðan sé sú að sveitarfélögin bjóði verri launakjör en ríkið og fyrirtæki á almennum vinnumarkaði fyrir sam- bærileg störf. „Grunnskólakennarar hafa séð hækkanir kjararáðs og annarra og er misboðið þegar þeim stendur aðeins til boða 3% launahækkun. Þess vegna voru samn- ingarnir felldir. Fleira spilar þar inn í. Óánægja hefur verið með vinnumat grunnskólakennara sem samið var um fyrir fjórum árum. Hluti af samningunum núna var að reyna að leysa þau mál en launaliðurinn skiptir það miklu máli að fólk sættir sig ekki við launakjörin þegar álagið er mikið,“ segir Þórður. Þórður segir að það sama eigi við um kjaramál leik- skólakennara en fleira komi til. Bendir á að við leik- skólana eigi að vera fagmenntaðir leikskólakennarar að tveimur þriðju hlutum. Það sé nú aðeins þriðjungur. „Það fer illa í stéttina þegar farið er að ræða um að manna störf á leikskólum með fólki sem komið er á eftirlaun. Leikskólakennarar, fagstéttin sem ber hitann og þung- ann af starfinu, telja að verið sé að grafa undan faglegu starfi með þessu,“ segir hann. Forystuskipti í apríl Þórður hefur verið formaður KÍ frá árinu 2011 og gef- ur ekki kost á sér áfram. Forystuskiptin verða í lok þings Kennarasambands Íslands sem haldið verður dagana 10. til 13. apríl. Ragnar Þór Pétursson tekur við formennsku og Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður. Þing KÍ eru haldin á fjögurra ára fresti. Á þinginu verður fjallað um kjaramál og skólamál og innri mál stéttarinnar. Meðal annars verður kjaramálastefna til næstu fjögurra ára mótuð. „Ég á von á því að það verði málefnalegar umræður um öll þessi mál,“ segir Þórður. Erfiðara að miðla réttum upplýsingum  Bylting samfélagsmiðla hefur áhrif í félagsstarfi kennara Morgunblaðið/Eggert Þrýstingur Kennarar hafa notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á málum. Hér eru þeir mættir í Ráðhúsið.Þórður Á. Hjaltested Á föstudaginn, á síðasta degi fyrir pákskafrí Alþingis, lagði Píratinn Björn Leví Gunnarsson fram þriðju fyrirspurn sína til dóms- málaráðherra um atkvæðakassa. Þetta var jafnframt 74. fyrirspurn Björns Levís á yfirstandandi þingi. Nú vill Björn Leví fá að vita hversu margir atkvæðakassar voru notaðir í kosningum til Alþingis árið 2017, skipt eftir kjördæmum. Í öðru lagi vill þingmaðurinn fá að vita hversu margir atkvæðakassar hafa brotnað, dottið í sundur eða opnast á annan óæskilegan hátt við afhendingu, flutning eða notk- un í einhverjum kosningum frá árinu 2013 og hvernig hvert atvik var skráð í gerðabók. Í greinargerð segir Björn Leví að í svari ráðherra á þingskjali 348 við fyrirspurn um at- kvæðakassa hafi ráðherra ekki svarað 3. tölulið fyrirspurnarinnar efnislega. „Í svari ráðherra við fyrirspurn til munnlegs svars á þskj. 421 um hnjask á at- kvæðakössum sagði dóms- málaráðherra að það ætti að vera hægt að taka saman upplýsingar um fjölda atkvæðakassa,“ segir Björn Leví og óskar sem fyrr eftir skriflegu svari ráðherra. sisi@mbl.is Spyr í þriðja sinn um at- kvæðakassa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.