Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 13
Íslenskir hundar Monika með hundunum sínum þremur sem hún á núna. F.v: Ísrima Ljúfa Loppa 7 ára, Töfri Klói Hektorsson 11 ára og nýja tíkin Stjörnudals Draumey Dimbiltá frá Þýskalandi, en hún er dótturdóttir Klóa. Allir þessir hundar tengjast Hófi aftur í ættir. „Ég hef alltaf haldið eftir í hverri kynslóð til að geta haft Hófí með mér að- eins lengur, en enginn kemur í staðinn fyrir hana,“ segir hún. eins og hugur manns. Ég átti sjeff- erhund fyrir sem var mjög hændur að mér og auðveldur í þjálfun, en Hófí var líkt og sjálftamin, það var engin fyrirhöfn að þjálfa hana, hún gerði allt strax sem henni var sagt að gera. Hún var alveg ótrúlega þægileg,“ segir Monika og bætir við að Hófí hafi orðið 15 ára, lifað til ársins 2003. Líkt og hún hefði lesið hugsanir mínar „Þessi bók hefur verið að malla í huga mínum í mörg ár, eða allt frá því að Hófí dó. En svo ákvað ég að gera eitthvað í því að gefa bókina út þegar ég fyrir tveimur árum var svo slæm í baki að ég var rúmliggjandi, gat hvorki setið né staðið. Ég gat ekkert gert, ekki einu sinni verið í tölvunni. Þá fór ég að hugsa um öll langveiku börnin sem eru mikið á sjúkrahúsi og geta ekki haft hjá sér þá hunda sem til eru heima hjá þeim. Ég fór að hugsa að það væri gaman að gefa út bók um Hófí fyrir þessi börn sem einhver gæti lesið fyrir þau, eða þau lesið sjálf, en ég naut þess mjög þegar ég var lítil að amma mín las alltaf sögur fyrir mig.“ Næsta skref var að fá mynd- skreyti en Monika sá fyrir tilviljun á Facebook mynd af hundi sem ung hollensk kona hafði teiknað, Martine Jaspers-Versluijs. „Ég sendi henni skilaboð og spurði hvort hún væri til í að teikna myndir fyrir bókina mína um Hófí. Hún sagði strax já, því hún átti sjálf ís- lenskan hund og hef- ur verið heilmikið á Íslandi, og hún dýrkar landið. Ég sendi henni söguna og hún sendi mér hugmyndir að myndum til baka. Þegar ég sá myndirnar leið mér eins og hún hefði lesið hugs- anir mínar, þetta var alveg eins og ég vildi hafa þetta.“ Hófí-bangsar í þróun Monika ætlaði fyrst að gefa bókina út sjálf, en bókaútgáfan Draumsýn var til í að gefa hana út og nú er ævintýrið um Hófí orðið að veruleika. „Þessi fyrsta bók er um það þegar Hófí kom í heiminn og um íslenska hundakynið almennt, en bækurnar verða fleiri, þetta verður bókaflokk- ur, þar sem ég fer í gegnum lífið hennar Hófíar, sem hittir til dæmis önnur íslensk dýr. Ég lagði áherslu á að öll dýrin í bókunum væru íslensk og náttúr- an líka, því ég vil hafa þetta ekta.“ Bækurnar um Hófí koma líka út á ensku og henta því vel fyrir ferðamenn og sem gjafir til er- lendra vina. „Systir mín sem býr í Kanada er að verða amma og mér finnst frábært að hún hafi þessa bók bæði á íslensku og ensku fyrir barna- börnin, en hún ólst upp á Íslandi rétt eins og ég þótt hún hafi flutt aftur til Kanada.“ Monika segir að nú sé verið að þróa Hófí-bangsa, „því ég vil að allir krakkar hafi möguleika á að geta knúsað og lesið fyrir Hófí, hvort sem þau eru veik eða heilbrigð. Og púsl og bolir fara í vinnslu fljótlega. Ég er Erni og Karítas hjá Draum- sýn afar þakklát, að fá þetta tækifæri til að kynna Hófí fyrir börnum á öllum aldri,“ segir Monika, sem nú á þrjá hunda sem allir eru af ís- lensku fjárhundakyni og eiga ættir sínar að rekja til Hófíar. „Svarti liturinn í Hófí var sérstakur, því hann var mjög sjaldgæfur í ís- lenska fjárhundinum þá og því var tilvalið að halda honum við með ræktun.“ DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐ APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST „Hlaup í náttúru Íslands verða sífellt vinsælli, það ætti ekki að koma á óvart. Íslendingar hafa löngu upp- götvað frelsið og fegurðina sem felst í fjallgöngum. Síðustu 15 ár hafa götuhlaup einnig rutt sér til rúms á meðal almennings. Með því að sam- eina hlaupin og útiveru í náttúrunni fæst það besta úr báðum heimum. Þessa upplifun köllum við náttúru- hlaup,“ segir m.a. á vefsíðunni natt- uruhlaup.is. Kostir þess að skokka eða hreyfa sig eru ótvíræðir, en fleiri kostir eru einnig tilgreindir, þ.á m. hreint og tært loft, enginn útblástur, ekkert svifryk, hægt er að njóta náttúru og landslags um leið og hlaupið er, auk- in fjölbreytni í hlaupaleiðum auk þess sem áfangastaðirnir verði markmið en ekki bara bið eftir næsta hlaupi. Og síðast en ekki síst að frið- sæl náttúran efli andann jafnt sem líkamann. Kynningarkvöld fyrir vornámskeið Náttúruhlaupa, sem hefst í byrjun apríl, varður haldið frá 20-22 í kvöld, þriðjudagskvöldið 27. mars. Búið er að opna fyrir skráningu á vefsíðunni, en þar sem náttúruhlauparar eiga von á að það verði fljótt að fyllast benda þeir þeim sem eru ákveðnir að skrá sig strax en þeim sem eru for- vitnir að mæta á kynningarkvöldið og skrá sig síðan. Vefsíðan www.natturuhlaup.is Morgunblaðið/Eggert Munur Á malbiki hreyfast fætur nánast eins í hverju skrefi en í náttúruhlaupi má alltaf eiga von á trjárót, steinhnullungi eða óvæntri krappri beygju. Hlaup úti í náttúrunni efla andann jafnt sem líkamann Senn líður að páskum og flestir ábyggilega komnir í hátíðarskap, ekki síst börnin og unglingarnir sem eru í páskafríi frá skólunum. Því er varla seinna vænna að taka til við páska- föndrið til þess að punta svolítið heima hjá sér. Í Borgarbókasöfnunum í Kringl- unni, Sólheimum og Spönginni er mikil stemning fyrir páskunum og gestum og gangandi boðið að föndra páskaskraut hver sem betur getur allan liðlangan daginn frá kl. 10 til 19 í dag, þriðjudaginn 27. mars, og á morgun, miðvikudaginn 28. mars. Stundum er skemmtilegra að föndra með hópi fólks en ein/n heima og því er upplagt að nota tækifærið og bregða sér á safnið. Svo má í leiðinni heim kippa með sér einni eða tveimur skemmtilegum bókum til að hafa eitthvað að lesa yfir páskana. Boðið er upp á föndurefni, tæki og tól á söfnunum auk páskaskrauts- hugmynda og leiðbeininga. En það má líka gera hvað sem er. Ekki er þó ólíklegt að gulur verði tískuliturinn í páskaskrautinu í ár rétt eins og mörg undanfarin ár og egg, ungar og kan- ínur í aðalhlutverkum. Enginn aðgangseyrir, heitt á könnunni og all- ir velkomnir. Borgarbókasöfnin í Kringlunni, Sólheimum og Spönginni Föndur Mörgum finnst gaman að búa til sitt eigið páskaskraut. Páskaföndur fyrir unga sem aldna Söguhetja Hófí er söguhetj- an í bókinni Hófí er fædd. Skannaðu kóðann til að lesa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.