Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
mynt í sjálfsala, fylla á sápukúta og
hreinsa plönin. Stundum eru við-
skiptavinirnir klaufar og loka sig inni
á sjálfvirka básnum. Þá þarf Geir að
hafa hraðar hendur. Um helgina kom
slíkt tilfelli upp og hentist Geir þá upp
stiga og lagaði rofa í loftinu. Hann
VIÐTAL
Baldur Arnarson
Baldur@mbl.is
Geir Magnússon, athafnamaður í
Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, býð-
ur til sölu bílaþvottastöð í heimabæ
sínum, Mechanicsburg. Tekjumögu-
leikar eru sagðir góðir og fastakúnn-
ar margir.
Hvor þvottastöð er með fimm bása.
Á fjórum afgreiða viðskiptavinir sig
sjálfir en á þeim fimmta er sjálfvirk
þvottastöð. Stöðvarnar liggja vel við
umferð.
Geir hóf rekstur þeirra á níunda
áratug síðustu aldar. Hann hafði þá
gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum, með-
al annars fyrir Coldwater Seafood,
Iceland Seafood og Iceland Import
Incorporation, félag Álafoss í New
York. Hann fluttist til Mechanics-
burg árið 1975 þegar hann var ráðinn
af Sambandinu til að reka fyrirtækið
Iceland Seafood, sem þá hét Iceland
Products. Fyrirtækið seldi í upphafi
fisk, ull og lambakjöt.
Fæddur 1933 og íhugar að
minnka við sig
Geir, sem verður 85 ára í ár, rekur
tvær bílaþvottastöðvar í bænum.
Hann segir koma til greina að selja
aðra hvora eða báðar.
„Það er hugsanlegt að ég selji jafn-
vel báðar stöðvarnar fyrir rétt tilboð.
Hef rætt um það í nokkur ár. Ef það
snjóar mikið segi ég stundum við
sjálfan mig að ég þurfi að minnsta
kosti að selja aðra stöðina. Svo kemur
góður mánuður og aurarnir hrúgast
inn. Þá finnst manni kannski óþarfi
að vera að selja einmitt núna. Ég er
ekki skipulagður maður. Ég er frekar
eins og laus kútur í brimi. Ég berst
hér og þar,“ segir Geir.
Eins og að vera mjólkurbóndi
Sólríkt var í Mechaniscburg um
helgina. Snjórinn að bráðna og vor í
lofti. Rykið af götunum settist á bíl-
ana.
Geir hafði því í nógu að snúast
vegna stöðvanna. Setja þurfti smá-
stekkur enn upp í ruslagáma til að
troða ruslið.
„Ég hef líkt þessu við að vera
mjólkurbóndi. Maður þarf að fara að
minnsta kosti tvisvar á dag til að at-
huga slöngurnar og moka skítinn eft-
ir bílana,“ segir Geir.
Hann segir nokkra heimamenn
hafa augastað á stöðvunum.
„Hér er maður sem á þrjár stöðvar
og honum finnst hann geta bætt við
einni í viðbót. En ég hugsa að hann
bjóði aðeins hálfvirði. Það er ekki svo
að ég sé kominn með þetta á söluskrá.
Svo skiptir máli hvernig útborgunin
er. Ég ætla ekki að bíða eftir 15 ára
veðláni. Það skiptir þó í raun ekki
nokkru máli, því ég á meira en nóg í
mig og mína. Ég er enn að fá borgað
fyrir þessa þriðju sem ég seldi,“ segir
Geir sem seldi eina stöð á síðasta ára-
tug. Var hún í nokkurri fjarlægð frá
hinum tveimur.
Mun ekki kaupa Cadillac
Spurður hvað hann ætli að taka sér
fyrir hendur þegar hann hefur
minnkað við sig skyldurnar á bíla-
þvottastöðvunum svarar Geir með
sögu af gullfiskum.
„Hefurðu nokkurn tímann lesið um
gullfiska? Hér hefurðu gullfiskabúr
og hér synda gullfiskarnir í hring,“
segir Geir og teiknar fiskabúr með
höndunum. „Þegar þú hellir þeim í
baðkar synda þeir í hring. Eins er
með mig. Þannig að ég geri ekki ráð
fyrir miklum breytingum. Við erum
þrælar vanans. Ég ætla ekkert að
kaupa Cadillac og fara í fín föt. Ég er
ákaflega ánægður með einfaldan lífs-
stíl, eins og þú hefur séð. Nei, ég hef
engin plön. Ég myndi vera frjálsari til
að fara heim til Íslands. Eftir þrjá
daga er ég hins vegar kominn með
heimþrá og vil fara hingað. Mínir vin-
ir eru dauðir, eða örkumla eða gam-
almenni, allir nema Jón Ólafsson lög-
fræðingur sem ég tala við næstum
alla daga. Ég á ekki lengur heima á
Íslandi. Þetta er mitt líf. Hér á ég
heima,“ sagði Geir á heimili sínu í
Mechanicsburg um helgina.
Býður bílaþvottastöð til sölu
Fyrrverandi forstjóri Iceland Seafood hyggst minnka við sig í heimabæ sínum í Pennsylvaníu
Fluttist til Bandaríkjanna 1975 Verður 85 ára í ár Mun líka reka áfram eina bílaþvottastöð
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Athafnamaður Geir Magnússon fór til Bandaríkjanna árið 1975 til að starfa fyrir dótturfélag Sambandsins, Iceland Seafood.
Bílaþvottastöð Önnur af tveimur stöðvum sem Geir hefur rekið.
Gömul og verðmæt íslensk frímerki
og bréfaumslög seldust fyrir 18,7
milljónir króna að meðtöldum sölu-
launum á 50 ára afmælisuppboði
sænska frímerkjauppboðshússins
Postiljonen í Malmö á dögunum.
Þetta er nærri fjórum milljónum
króna hærra verð en byrjunarboð
hljóðuðu upp á.
„Það er ánægjulegt að geta þess
að stór hluti eigulegustu hlutanna
sem í boði voru að þessu sinni rötuðu
til íslenskra safnara,“ sagði Steinar
Friðþórsson, starfsmaður hjá Post-
iljonen, í samtali við Morgunblaðið.
Stærsti hluti þess íslenska frí-
merkjaefnis sem að þessu sinni var í
boði kom úr safni erlends stórsafn-
ara sem hefur verið iðinn safnari ís-
lenskra frímerkja í hátt í hálfa öld.
Nafn hans hefur ekki verið gefið upp
en á uppboðinu var safn hans auð-
kennt heitinu HÖFN með vísan í
Höfn í Hornafirði sem safnarinn að
eigin sögn hreifst mjög af eftir komu
sína þangað fyrir allmörgum árum.
Meðal áhugaverðs efnis á uppboð-
inu var eina þekkta eintak af 20 aura
grænbláu aurafrímerki frá árinu
1891 með rauðri svokallaðri „í gildi“-
yfirprentun frá árinu 1902. Það seld-
ist á 4.600 evrur, rúmlega 560 þús-
und íslenskar krónur.
Postiljonen hefur selt fjölda ís-
lenskra frímerkja á undanförnum
árum, mest til erlendra safnara.
Mikla athygli vakti þegar uppboðs-
húsið seldi frímerkjasafn Indriða
heitins Pálssonar forstjóra fyrir um
70 milljónir íslenskra króna í mars
2016 til erlends stórsafnara. „Við
höfum selt frímerkjaefni frá Íslandi
fyrir um 157 milljónir króna á síð-
ustu mánuðum,“ sagði Steinar Frið-
þórsson í samtali við Morgunblaðið í
fyrravor. gudmundur@mbl.is
Flest frímerkin
koma aftur heim
Um 19 milljónir
fyrir íslensk frímerki
á uppboði í Malmö
Sjaldgæft Þetta gamla aurafrí-
merki seldist fyrir um 560 þús. kr.