Morgunblaðið - 27.03.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
27. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 98.95 99.43 99.19
Sterlingspund 139.46 140.14 139.8
Kanadadalur 76.5 76.94 76.72
Dönsk króna 16.372 16.468 16.42
Norsk króna 12.718 12.792 12.755
Sænsk króna 11.95 12.02 11.985
Svissn. franki 104.41 104.99 104.7
Japanskt jen 0.9424 0.948 0.9452
SDR 143.87 144.73 144.3
Evra 121.96 122.64 122.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.4195
Hrávöruverð
Gull 1348.4 ($/únsa)
Ál 2048.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.11 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Samkvæmt nýrri úttekt Rannsókn-
armiðstöðvar skapandi greina í
Háskóla Íslands voru heildartekjur
íslenska tónlistariðnaðarins á árun-
um 2015-2016 um 3,5 milljarðar
króna, auk 2,8 milljarða í afleiddar
gjaldeyristekjur til samfélagsins
vegna komu tónlistarferðamanna til
landsins. Flutningur lifandi tónlistar
stóð fyrir tæplega 60% af þessum
tekjum en hljóðrituð tónlist og höf-
undarréttur fyrir um 20% hvort.
Rannsóknin er gerð að undirlagi
Samtóns, Útón og atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytisins, þar sem
markmiðið var að rannsaka hagrænt
umhverfi tónlistar á Íslandi.
Sigtryggur Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Útón, Útflutnings-
skrifstofu íslenskrar tónlistar, segir í
samtali við Morgunblaðið að könn-
unin gefi góða vísbendingu um styrk
greinarinnar, einkum hvað varðar
tónleikahald og -hátíðir á Íslandi.
Enn vanti betri gögn um útflutning
íslenskrar tónlistar til að ná heild-
stæðri niðurstöðu þar um. „Í mál-
efnasamningi ríkisstjórnarinnar er
sagt að vinna eigi að betri hagvísum
fyrir skapandi greinar. Með þessari
könnun stígum við fyrsta skrefið, og
við ætlumst til að Rannsóknarmið-
stöð skapandi greina fái umboð frá
stjórnvöldum, eða hreinlega að Hag-
stofan taki við boltanum í framhald-
inu,“ segir Sigtryggur.
Of góð í að flytja út listamenn
Hann segir að afleiddar tekjur,
tekjur af hótelgistingu, flugmiðum,
bjórsölu o.fl., séu varlega áætlaðar í
rannsókninni, en þær sýni glögglega
þau miklu hagrænu áhrif sem tón-
listarstarfsemin hafi hér á landi. „Við
viljum að ríkið styðji við tónlistar-
hátíðir, eins og Reykjavíkurborg
gerir með sínum hátíðarsjóði. Sá
stuðningur kæmi margfaldur til
baka í afleiddum tekjum.“
Sigtryggur segir að könnunin eigi
einnig að benda fólki á að það sé eftir
miklu að slægjast ef íslenskir tónlist-
armenn sem ná langt erlendis geri
frekar út frá Íslandi en útlöndum.
„Við teljum að nú sé einstakt tæki-
færi fyrir athafnafólk með áhuga á
tónlist til að stofna tónlistarforlög að
erlendri fyrirmynd hér á landi. Þetta
eru fyrirtæki sem annast allt í senn
alþjóðlega markaðssetningu, dreif-
ingu, sölu, höfundarréttarmál og
bókanir. Vandinn síðustu ár hefur
verið að við höfum verið að flytja
„hráefnið“, tónlistarmennina, óunnið
úr landi. Við erum eiginlega orðin of
góð í því. Til framtíðar þarf að sjá
betri uppbyggingu á litlum fyrir-
tækjum hér í þessum geira. Þar eru
mikil sóknarfæri.“
Sigtryggur segir að gjarnan sé tal-
að fjálglega um mikilvægi listarinnar
fyrir menninguna í landinu en ekki
um raunverulega tekjuöflunarmögu-
leika greinarinnar. „Listirnar eru
mikilvæg starfsgrein.“
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar eru tónlistarmenn að stærst-
um hluta karlmenn, en 70% svarenda
voru karlkyns og 30% kvenkyns.
Tekjur af tónlistarstarfsemi
3,5 milljarðar 2015 og 2016
Velgengni Hljómsveitin Kaleo er ein þeirra íslensku hljómsveita sem hafa verið að gera það gott erlendis.
Tónlistariðnaðurinn
» 1.292 tónleikar voru haldnir
erlendis árið 2017.
» Heildartekjur vegna tón-
leikahalds erlendis voru 90-
227 milljónir króna.
» Einungis þriðjungur tónlist-
armanna hefur yfir 40% tekna
af eigin tónlistarstarfsemi.
» Helmingur þess hóps hefur
fullar tekjur af tónlist.
» Tónleikahald skilar 75%
þeirra sem hafa tónlist að
atvinnu mestum tekjum.
Afleiddar tekjur 2,8 milljarðar Útón vill að ríkið styðji við tónlistarhátíðir
Verðbólga mældist 2,8% í mars og er
í fyrsta skipti í fjögur ár komin yfir
markmið Seðlabankans sem er 2,5%.
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,56% milli febrúar og mars.
Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar,
aðalhagfræðings Íslandsbanka, er
ekki víst að verðbólga fari aftur und-
ir markmið bankans á næstunni.
„Rauði þráðurinn í þróuninni síð-
ustu mánuði er að verðbólga hefur
stigið hraðar en greinendur áttu
almennt von á vegna þess að hús-
næðisliðurinn hefur verið á sigl-
ingu,“ segir hann í samtali við Morg-
unblaðið.
Jón Bjarki bendir þó á að hægt
hafi á hækkunartakti húsnæðis-
verðs. Samkvæmt Hagstofunni
hækkaði íbúðaverð um 13,2% und-
anfarna 12 mánuði en hækkunin var
24% þegar mest lét síðasta sumar.
„Tvennt togast á í skammtímaspá
okkar. Það er annars vegar óvissan
varðandi þróun íbúðaverðs. Haldi
það áfram að hækka verulega er lík-
legt að verðbólga fari vaxandi. Hins
vegar vegur á móti óvissan um hvort
gengi krónu muni styrkjast fram á
haustið,“ segir Jón Bjarki.
Spurður hvort það sé í kortunum
að það hægi á hækkunum fasteigna-
verðs segir hann: „Það eru runnar á
okkur tvær grímur með það eftir
hækkanir síðustu mánuði. Hækkun-
in hefur reynst lífseigari en við
reiknuðum með, sérstaklega hjá
byggðarkjörnum á landsbyggðinni
sem eru í þægilegu ökufæri frá höf-
uðborgarsvæðinu og þar sem hefur
verið uppgangur. Dæmi um það er
Reykjanes, Árborg og Akranes.“
helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabanki Í fyrsta skipti í fjögur
ár fór verðbólga yfir markmið .
Verðbólgan fór
yfir markmið SÍ
Hefur aukist
hraðar en grein-
endur áttu von á
Berþóra Þorkels-
dóttir mun láta
af starfi forstjóra
Íslensk-
Ameríska um
komandi mán-
aðamót. Berg-
þóra tók við
starfi forstjóra
ÍSAM í árslok
2015 en áður
hafði hún gegnt
stöðu framkvæmdastjóra hjá Fast-
usi, sem er dótturfélag ÍSAM.
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
stjórnarformaður fyrirtækisins,
segir að ákvörðunin sé tekin í góðri
sátt milli aðila. Nú bíði það verkefni
stjórnarinnar að finna eftirmann
Bergþóru.
ÍSAM á einnig Mylluna, Ora,
Frón og Kexverksmiðjuna á Ak-
ureyri. Innan tíðar mun starfsemi
fyrirtækjanna flytjast að Korpu-
torgi.
Lætur af
starfi forstjóra
Bergþóra
Þorkelsdóttir