Morgunblaðið - 27.03.2018, Page 17

Morgunblaðið - 27.03.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Rússneskir rannsóknarmenn og sjónarvottar segja að neyðarútgang- ar hafi verið lokaðir og brunaviðvör- unarkerfi ekki verið í gangi þegar eldur geisaði í verslunar- og afþrey- ingarmiðstöð í námuborginni Kem- erovo í Síberíu. 64 létu lífið í eldsvoð- anum, þeirra á meðal mörg börn sem voru lokuð inni í kvikmyndasal. Eldurinn kviknaði í efstu hæð fjögurra hæða byggingar klukkan fjögur e.h. að staðartíma í fyrradag þegar mikið margmenni var í versl- unum, kvikmyndasölum og keilusöl- um byggingarinnar. Rússneskir fjölmiðlar höfðu eftir embættismönnum sem rannsaka eldsvoðann að útgangar hefðu verið lokaðir og komið hefðu í ljós „alvar- leg brot“ á eldvarnareglum. Hermt er að slökkvitæki hafi ekki verið í lagi og tæknimaður, sem annaðist eldvarnir miðstöðvarinnar, er sagð- ur hafa slökkt á viðvörunarkerfinu eftir að það hafi farið í gang vegna brunans. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu ásamt fjór- um öðrum mönnum, m.a. yfirmanni fyrirtækis sem rekur miðstöðina. Rannsóknarmennirnir sögðu að mestur hluti þaks byggingarinnar hefði hrunið. Sjónarvottar sögðu að börn hefðu lokast inni í kvikmynda- sal vegna þess að útgöngudyrnar hefðu verið læstar. Faðir sem missti þrjár dætur í eld- inum sagði að ein þeirra hefði hringt í hann til að segja honum að þær gætu ekki opnað dyrnar. „Ég hróp- aði til hennar að reyna að komast út úr kvikmyndasalnum en gat ekkert gert, það var allt í logum fyrir fram- an mig,“ hefur fréttaveitan AFP eft- ir honum. Eldsupptök ókunn Ekki var vitað um upptök eldsins. Haft var eftir aðstoðarhéraðsstjóra í Kemerovo að grunur léki á að eldur- inn hefði kviknað þegar barn hefði leikið sér að kveikjara á fjaðradýnu og hún fuðrað upp. Það hefur þó ekki verið staðfest og rússneska ríkis- sjónvarpið sagði að talið væri líklegt að kviknað hefði í út frá rafmagni eins og í flestum fyrri stórbrunum í Rússlandi. Mörg börn lokuðust inni í byggingunni  64 fórust í eldsvoða í verslunar- og afþreyingarmiðstöð AFP Mannskæður bruni Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í verslunar- og afþreyingarmiðstöð í Kemerovo í Síberíu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Bandaríkjunum, sextán aðildarríkjum Evrópusambandsins og fleiri löndum ákváðu í gær að vísa tugum rússneskra stjórnarerindreka úr landi vegna tilraunar til að ráða fyrrverandi rússneskan njósnara af dögum í Bretlandi. Brottvísanirnar eru álitnar mikill sigur fyrir stjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og benda til þess að af- staða Donalds Trumps Bandaríkja- forseta til stjórnvalda í Kreml hafi harðnað verulega, að sögn stjórn- málaskýrenda. Ráðamennirnir í Rússlandi neituðu enn ásökun breskra stjórnvalda um að þeir hefðu staðið fyrir tilraun til að myrða Sergej Skripal, fyrrverandi rússneskan njósnara sem var á mála hjá bresku leyniþjónustunni. Rússar sögðust ætla að svara þessum „óvin- samlegu aðgerðum“. „Svara notkun Rússa á efnavopni“ Stjórn Bandaríkjanna vísaði alls 60 meintum njósnurum Rússa úr landi, tæpri viku eftir að Trump hafði virt ráð sérfræðinga sinna að vettugi og óskað Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta til hamingju með endurkjörið í umdeildum kosningum. Þetta eru mestu brottvísanir rússneskra eða sovéskra stjórnarerindreka í sögu Bandaríkjanna. Áður hafði stjórn Trumps vísað 35 rússneskum stjórn- arerindrekum úr landi vegna tilrauna Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember 2016. Bandarískir embættismenn sögðu að 48 brottræku leyniþjónustumann- anna væru við sendiráð og ræðis- mannsskrifstofur en tólf skráðir sem stjórnarerindrekar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkj- anna hjá SÞ, fagnaði ákvörðun stjórnarinnar og sagði að Rússar hefðu notað höfuðstöðvar samtak- anna sem „griðastað fyrir hættulega starfsemi innan landamæra Banda- ríkjanna“. Embættismennirnir sögðu að skrifstofu aðalræðismanns Rúss- lands í Seattle yrði einnig lokað. Sextán aðildarlönd Evrópusam- bandsins ákváðu að vísa alls 33 rúss- neskum stjórnarerindrekum úr landi. Á meðal þeirra eru öll norrænu ríkin í Evrópusambandinu, Danmörk, Finn- land og Svíþjóð. Stjórnvöld í Úkraínu vísuðu þrettán Rússum úr landi, Kanada fjórum, Albanía tveimur og Noregur einum. Leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna sögðu í vikunni sem leið að mjög líklegt væri að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið fyrir tilrauninni til að myrða Skripal með taugaeitri, fyrstu árásinni með efnavopni í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni. Talsmaður Trumps, Sarah Sanders, sagði í gær að með þessum brottvísunum væru Bandaríkin og samstarfslönd þeirra að „svara notkun Rússa á efnavopni á bresku landsvæði“. May sagði að með því að sýna Bret- um samstöðu með brottvísunum rússneskra stjórnarerindreka væru samstarfsríkin að senda Rússum sterk skilaboð. „Við fögnum aðgerð- um bandamanna okkar í dag, þær sýna skýrt að við stöndum öll þétt saman og sendum Rússum mjög sterk skilaboð um að þeir geti ekki haldið áfram að virða alþjóðalög að vettugi,“ sagði forsætisráðherrann. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti aðgerðunum sem mestu fjölþjóðlegu brottvísunum rússneskra leyniþjónustumanna í sögunni. Tugum Rússa vísað úr landi  Bandaríkin, ESB-lönd og fleiri ríki vísa rúmlega 110 Rússum úr landi vegna morðtilræðis með taugaeitri í Bretlandi  Talið mikill sigur fyrir May og til marks um harðari afstöðu Trumps til Pútíns Fjöldi brottvísana frá löndum sem gripið hafa til aðgerða vegna málsins Brottvísanir úr landi í tengslum við Skripal-málið RÚSSLAND LETTL. BANDARÍKIN 1 EISTL.1 KANADA HOLL. DANMÖRK 4 4 FRAKKL. ÍTALÍA ALBANÍA ÚKRAÍNA13 PÓLLAND2 2 2 2 TÉKKLAND FINNLAND SVÍÞJÓÐ* RÚMENÍA* KRÓATÍA* 23 BRETLAND LITH. Washington Seattle NewYork London Moskva 60 ÞÝSKALAND 4 4 3 3 Salisbury 4. mars Árás gerð með tauga- eitri gegn Sergej Skripal og dóttur hans48 úr sendiráði og ræðis- mannsskrifstofum, 12 úr höfuðstöðvum SÞ 1 1 Breskum stjórnarerind- rekum vísað úr landi 23RÚSSLAND * Fjöldi liggur ekki fyrir NOREGUR UNGVERJAL. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.