Morgunblaðið - 27.03.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
ykkur ömmu til Lech á skíði. Þeg-
ar mér var tilkynnt að mér væri
boðið með sagðist ég því miður
ekki komast vegna þess að ég
væri að fara í æfingaferð í hand-
boltanum til Þorlákshafnar. En
sem betur fer var hægt að tala
mig til og ég fór í skíðaferðina.
Fljótin eiga stað í hjörtum okk-
ar allra í fjölskyldunni, það var
sveitin þín. Þú varst alltaf svo
spenntur þegar við vorum að fara
að veiða og varst allt í öllu. Nú
seinni árin hringdum við í þig til
að láta þig vita hvernig veiðin
gengi.
Börnin mín voru svo lánsöm að
fá að kynnast þér. Það myndaðist
sérstakt samband á milli ykkar.
Þú varst alltaf svo áhugasamur
um þau og vildir vera inni í þeirra
lífi. Því verð ég ævinlega þakklát.
Núna þarf ég að útskýra fyrir
þeim hvar elsku besti langafi er
og það getur stundum verið erfitt.
Takk fyrir allt, elsku besti afi
minn. Ég er svo þakklát fyrir allt
sem við áttum saman. Núna ertu
kominn á betri stað og líður mun
betur.
Þangað til næst.
Þín
Kristín Brynja Gústafsdóttir.
Elsku afi. Nú hefur þú kvatt
þetta líf og löngu og farsælu ævi-
starfi þínu er lokið. Þótt við vitum
að dauðinn bíður okkar allra erum
við aldrei viðbúin þegar sá sem er
okkur kær er kvaddur á brott.
Þakklæti er okkur systkinum efst
í huga þegar við kveðjum þig,
elsku afi, því margs er að minnast
og gleðjast yfir öllum þeim stund-
um sem við fengum að njóta með
þér.
Þegar við lítum til baka rifjast
upp allar yndislegu samveru-
stundirnar með þér og ömmu í
Álftamýrinni. Vikulegur laugar-
dagsgrautur með stórfjölskyld-
unni þar sem þú settist í hæginda-
stólinn þinn eftir grautinn og
ræddir við okkur um dægurmálin
og spurðir hvernig gengi í skóla
og vinnu. Flatkökubakstur í bíl-
skúrnum og ómissandi lauf-
brauðsbakstur fyrir jólin vekur
hlýjar minningar sem og stuttar
einlægar heimsóknir með spjalli
um daginn og veginn. Alltaf tókuð
þið amma á móti okkur með hlýju
og væntumþykju. Álftamýrin var
alltaf mikið athvarf og griðastað-
ur frá amstri hversdagsins, öll
vandamál voru einfaldlega skilin
eftir við dyrnar þegar við gengum
inn. Slík hlýja er ekki sjálfgefin og
maður áttar sig á því seinna á lífs-
leiðinni hversu heppin við vorum
að eiga þig að.
Það er ekki hægt að minnast
þín án þess að hugsa til yndis-
legra minninga um ykkur ömmu
fyrir norðan í sveitinni, þar
kenndir þú okkur að leggja kapal,
fórst með okkur í berjamó og að
veiða silung. Þú tókst okkur einn-
ig með þér í ófáar skíðaferðir í
Bláfjöll og á Siglufjörð, þar sem
þú kenndir okkur á skíði og laum-
aðir að okkur bláum ópal í stóla-
lyftunni. Það er ómetanlegt að þú
fékkst einnig að kynnast barna-
barnabörnunum þínum og fyrir
það erum við óendanlega þakklát.
Hvíl í friði elsku afi, minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Ragna Hlín og Kári
Björn Þorleifsbörn.
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
(Hannes Hafstein.)
Afi Björn kunni ógrynni af vís-
um, ljóðum og sögum sem hann
fór reglulega með fyrir mann við
ýmis tækifæri. Ein af mínum
fyrstu minningum er að sitja í
fanginu á afa og biðja hann um að
segja mér söguna um kirkjusmið-
inn á Reyni en þessa sögu bað ég
ítrekað um að heyra í hvert skipti
sem við hittumst. Afi Björn átti
langa og farsæla ævi en ég fékk
þann heiður þegar ég var nem-
andi við Verzlunarskóla Íslands
að taka viðtal við hann um ævi
hans í tengslum við verkefni í ís-
lensku. Við hittumst í nokkur
skipti og afi fór yfir líf sitt, alveg
frá barnsaldri og fram á efri ár en
þessi tími var ein besta samveru-
stund sem við höfum átt saman.
Ég gæti í raun skrifað margar
blaðsíður um þær ánægjulegu
samverustundir sem við höfum
átt, samverustundir sem ég er
mjög þakklátur fyrir.
Hvíl í friði, elsku afi minn, og
takk fyrir allt.
Ragnar Freyr.
Það að fá að alast upp með öfum
og ömmum hafa lengi verið talin
forréttindi og því getum við bræð-
ur verið hjartanlega sammála.
Þegar litið er til baka á ótal minn-
ingar og samverustundir með
Birni afa klökknar maður, sumar
minningar eigum við með honum
einir en öðrum deilum við. Allir
eigum við sameiginlegt að hafa í
fyrsta skipti sest undir stýri með
afa í Fljótum í Skagafirði á ferðum
fjölskyldunnar að Ysta-Mói. Í
sveitinni lærði maður margt; að
veiða og verka fisk, moka flór og
auðvitað það mikilvægasta – að
samverustundir með fjölskyldu
eru ómetanlega verðmætar. Afi
hefur alltaf verið okkur bræðrum
frábær fyrirmynd og kennari.
Þegar horft er til baka er óhjá-
kvæmilegt að hugsa til skíðaferða
með afa í Bláfjöll, Skálafell eða á
Sigló. Þar var hart barist um að
fara með afa upp í lyftu eða í nest-
istíma. Það var ekki bara vegna
þess að afi var frábær, fyndinn og
skemmtilegur heldur lumaði hann
oft á góðum mola, Werther’s Orig-
inal eða ópal. Þrátt fyrir að það
hafi verið aukabónus þegar maður
var yngri, er gaman að líta nú til
baka og átta sig á að verðmætin
fólust alls ekki í molanum heldur
miklum gæðastundum með frá-
bærum manni.
Við ólumst upp í mikilli íþrótta-
fjölskyldu og má segja að afi hafi
þar sett tóninn. Hvort sem um var
að ræða skíði, hjól, blak, brids eða
aðrar íþróttir, afi gat þetta allt.
Hann hjólaði daglega í Laugar-
dalslaug og þegar aldurinn færð-
ist yfir stoppaði það hann ekki
heldur fékk hann sér hentugra
hjól til að komast leiðar sinnar.
Við bræðurnir höfum alltaf get-
að leitað til afa og ömmu. Á
ákveðnu aldursskeiði kvarta sum-
ir kannski undan því að fara of oft
til ömmu og afa. En við bræðurnir
höfum aldrei upplifað það. Hvert
einasta laugardagshádegi frá því
við munum eftir okkur hittist fjöl-
skyldan í grjónagraut hjá ömmu
og afa í Álftamýri og skipar
„grauturinn“ stóran sess í uppeldi
okkar. Að koma saman einu sinni í
viku með Rögnu ömmu, Birni afa
og öllum börnum, barnabörnum
og seinna barnabarnabörnum
þeirra er sennilega dýrmætasti
fjársjóðurinn. Það er þannig
ömmu og afa að þakka að stór-
fjölskyldan þekkist jafn vel og hún
gerir í dag.
Þegar við vorum ungir var
venjan að barnabörnin fengu pen-
ing fyrir „blandi í poka“ eftir
grautinn í Álftamýri. Auðvitað sá
afi sóknarfæri í þessum nam-
mióðu barnabörnum sínum og
setti okkur fyrir ljóð til að læra og
flytja svo fyrir hann í næsta graut.
Það fór að sjálfsögðu eftir aldri
barna hversu erfitt ljóðið var.
Þegar þú svo reyndir við ljóðið
næsta laugardag fékkstu 100
krónur, ef þú þurftir að styðja þig
við blað fékkstu 150 krónur og ef
ljóðið var flutt blaðlaust var
stundum hægt að vinna sér inn
200 krónur. Afi var að sjálfsögðu
dómari í þessari keppni og sann-
gjarnari, glaðlegri og meira hvetj-
andi dómara var ekki hægt að
hugsa sér. Að þessum lærdómi
búum við bræður enn í dag og
þegar spurt er hvers vegna í
ósköpunum maður kunni ákveðin
ljóð eða texta getur maður brosað,
hugsað til baka og svarað: Við átt-
um besta afann.
Björn Orri, Ásgrímur og
Hjörtur.
Margur fær í einkaarf
eigingirni og hroka.
Það er list sem læra þarf
að láta í minni poka.
(Hjörleifur Jónsson Gilsbakka.)
Afi Björn fór með þessa vísu
fyrir einhverju hálfu ári. Það var
eitthvað við þessa vísu sem ég
tengdi alveg sérstaklega við og er
afa þakklátur fyrir að hafa kynnt
mér hana og ljóðskap yfir höfuð.
Hann fór reglulega með alls kon-
ar ljóð og vísur sem gerðu mig
undrandi og fullan aðdáunar. Ég
skil ekki hvernig hann gat munað
þetta allt.
Þakklæti er mér ofarlega í
huga þegar ég lít um öxl og hugsa
um samverustundir okkar. Þau
óteljandi skipti sem ég fór eftir
skóla í heimsókn og réðist á ís-
skápinn þeirra afa og ömmu og
lagði mig svo í sófanum í stofunni
eða á beddanum hans afa. Hádeg-
ið á laugardögum í Álftamýri að
borða graut með stórfjölskyld-
unni og barnabörnin fengu hvert
sinn hundraðkall til að kaupa
nammi. Hversu vel afi hugsaði um
fuglana sem komu í heimsókn til
hans, það var alltaf eitthvað gott
fyrir þá í boði. Þegar ég fékk að
sitja í fanginu á afa og stýra bíln-
um hans í veiði í Fljótunum og síð-
ar að keyra bílinn sjálfur undir
vökulum augum hans.
Þessar minningar og fleiri mun
ég varðveita allt mitt líf.
Til Reykjavíkur lagði leið
langt frá heimahögum.
Lifði út sitt æviskeið
við graut á laugardögum.
(GÓG.)
Takk fyrir allt, afi minn.
Gunnar Óli.
Það var í byrjun febrúar 1970
að undirritaður kom til starfa sem
fulltrúi í fjármálaráðuneytinu, ný-
útskrifaður úr HÍ. Þá var Magnús
Jónsson fjármálaráðherra, og Jón
Sigurðsson, sá frábæri embættis-
maður, ráðuneytisstjóri.
Í brúnni sem skrifstofustjóri í
tolladeild ráðuneytisins var Björn
Hermannsson lögfræðingur.
Eitt af aðalverkefnum mínum
fyrstu árin var að vinna undir
stjórn Björns í tolladeild ráðu-
neytisins. Björn var afar farsæll
embættismaður, traustur, vand-
virkur og sanngjarn í öllum sínum
störfum, svo ekki varð að fundið.
Þá var hann sjálfum sér sam-
kvæmur í öllum embættisgjörð-
um og fastur fyrir ef á þurfti að
halda.
Ísland hafði hinn 1. janúar 1970
gerst aðildarríki að Fríverslunar-
bandalagi Evrópu, EFTA, og var
aðalverkefni tolladeildar ráðu-
neytisins að vinna að aðlögun inn-
lends iðnaðar að fríverslun innan
EFTA.
Þetta var alger bylting í sam-
keppnisumhverfi íslensks iðnaðar
og krafðist umbyltingar á ís-
lensku tollskránni eftir skuld-
bindingu okkar um niðurfellingu
verndartolla á innfluttum iðn-
varningi frá aðildarlöndum
EFTA, samhliða niðurfellingu
allra innflutningsgjalda á vélum
og hráefnum til íslenskra iðnfyr-
irtækja til að mæta nýrri sam-
keppni.
Þetta krafðist jafnframt um-
fangsmikils samstarfs við fjölda
aðila, m.a. við Félag íslenskra iðn-
rekenda og umfangsmikils alþjóð-
legs samstarfs, bæði innan EFTA
en einnig við önnur Norðurlönd.
Í raun voru þetta trúlega
mestu kaflaskipti í atvinnusögu
Íslendinga á 20. öld, eða frá
heimskreppunni miklu, og í raun
mun meiri tímamót en EES-
samningurinn 1993.
Þetta verkefni var af hálfu
ráðuneytisins undir stjórn Björns
Hermannssonar og verður ekki
annað sagt en að það hafi verið
frábærlega af hendi leyst, sér-
staklega ef litið er til þess hversu
fámenn stjórnsýslan var á þess-
um árum, enda var oft unnið
myrkranna á milli, oft alla daga
vikunnar.
Hinn 1. janúar 1973 var Björn
að verðleikum skipaður tollstjóri í
Reykjavík, sem hann gegndi þar
til hann lét af störfum árið 1997
eftir meira en 40 ára farsælan
embættisferil.
Eftirlifandi eiginkona Björns
er Ragna Þorleifsdóttur hjúkrun-
arfræðingur, og varð þeim fimm
barna auðið.
Íslendingar almennt gera sér
trúlega oft ekki grein fyrir því
hve embættismenn landsins
vinna oft af mikilli trúmennsku
og ósérhlífni við hin erfiðustu
verkefni sem stærri þjóðir hafa
her manns til að leysa af hendi.
Ef til vill er það vegna þeirrar at-
hygli sem stjórnmálamenn þjóð-
arinnar fá á hverjum tíma og
jafnvel gera kröfu til, en hræddur
er ég um að lítið yrði úr þeirra
„afrekum“ ef þeir ekki hefðu við
að styðjast afburðafólk í Stjórn-
arráði og stjórnsýslu landsins,
sem í raun ræður miklu meira um
framvindu góðra mála og fram-
fara landsins alls heldur en oft á
tíðum stjórnmálamennirnir vilja
vera láta, hvaðan svo sem úr
flokki þeir koma. En þetta hefur
íslensk stjórnsýsla afrekað í 100
ár eða allt frá fullveldi Íslands
1918.
Mættu stjórnmálamenn gjarn-
an minna þjóðina oftar á að hún
stendur í mikilli þakkarskuld við
stjórnsýslu landsins, sem í raun
ef tekið er tillit til allra aðstæðna,
er í Meistaradeild Evrópu hvað
gæði og heiðarleik snertir, svo
notað sé orðfæri úr íþróttaheim-
inum.
Í þeirri sveit frábærra emb-
ættismanna mun nafn Björns
Hermannssonar skína skært um
ókomin ár.
Meira: mbl.is/minningar
Þorsteinn Ólafsson.
Af ýmsum ástæðum verða
sumir manni eftirminnilegri en
aðrir og þannig verður því háttað
með Björn Hermannsson.
Nokkrir tugir ára eru síðan ég
hitti hann fyrst og þá þegar skap-
aðist virðing fyrir honum sem
bara óx með árunum. Ekki var
það þó embættismannsfas sem
henni olli heldur rótaðist hún og
gréri upp af því að njóta sem
gestur tengdasonarins leiðsagnar
Björns við veiðiskap og annað
slíkt stúss í hans heimasveit.
Björn var að mínu viti eitt af
þessum náttúrubörnum og af
kynslóð sem numið hafði flestallt
um landsins gagn og nauðsynjar
og reynt á eigin skinni, sem sköp-
um skipti. Miðlun hans á veiði-
reynslu og verklagi var ekki af
neinni lausung og jók á virðingu
fyrir náttúru og umhverfi. Hafði
Björn gjarnan það lag á hlutum
að eftir að hann hafði fylgt mönn-
um til veiða gekk hann sjálfur til
berja eða slíks og fylgdist með úr
fjarlægð en í lok vaktar var hann
mættur með góðar ábendingar
sem hann áréttaði kímandi. Þó
voru það jafnan hinar ósögðu at-
hugasemdir sem virkuðu ekki
síður. Allt þetta þakkar maður
með virktum. Hér rifjast um leið
upp kvöldvökurnar þar sem unað
var við söngl af ýmsum toga, sög-
ur og aðra glaðværð, og tomma
ekki eftir gefin. Því verður von-
andi haldið áfram og hans þar
minnst með viðeigandi hætti.
Segja má að í Fljótunum hafi
Björn notið heimavallarins. Und-
irspil sveitarinnar skemmdi ekki
fyrir, mosagræn fjöll til eggja,
kyrrlát vötnin og öldugjálfrið í
víkinni þar sem blámi norður-
hafsins blasti við með sínum
óendanleika. Sólböðuð sveit óháð
því hvernig viðraði. Við Sigrún
sendum samúðarkveðjur til allrar
fjölskyldunnar.
Andri Árnason.
„Sjá, tíminn, það er fugl sem
flýgur hratt.“
(Omar Khajjam – Magnús Ásgeirsson)
Þrír aldarfjórðungar, örskots-
stund sem er liðin hjá fyrr en var-
ir. Það voru vegaskil í lífi okkar
krakkanna á Siglufirði þegar við
sátum bjartan og svalan haust-
morgun í fyrstabekkjarstofunni í
Gagnfræðaskólanum á kirkju-
loftinu. Við höfðum flest verið
saman í hóp síðan við vorum smá-
börn í barnaskólanum á Eyrinni,
höfðum lokið fullnaðarprófi í maí
og vorum nú hér í nýrri mennta-
stofnun, um það bil tuttugu börn,
flest ófermd enn. En það hafði
bæst í hópinn. Nokkrir krakkar,
sumir nokkuð langt að komnir,
voru með okkur, greinilega stað-
ráðnir í að nema þau forvitnilegu
fræði sem í boði voru í þessum
risháa loftsal. Meðal þeirra var
piltur ljós yfirlitum, ekki ýkja hár
en traustlegur, greinilega ungur
maður sem veigur var í. Ég áttaði
mig þegar við höfðum heilsast.
Þetta var Björn frá Mói. Ég hafði
oft séð föður hans og vissi að það
var forn vinátta með foreldrum
okkar.
Fljótt kom í ljós að þetta yrði
glaðvær og skemmtilegur hópur.
Við nutum samvistanna, færð-
umst stofu úr stofu, bekk úr
bekk, glöð og áhyggjulaus þó að
heimsstyrjöld geisaði og lukum
gagnfræðaprófi í þann mund sem
stríðinu lauk í Evrópu. Björn var
þó ekki með okkur um vorið.
Hann hafði síðla vetrar haldið til
Akureyrar við þriðja mann til að
taka próf upp í Menntaskólann.
Það tókst vel en hins vegar varð
hann fyrir því að missa nánast
allar eigur sínar í eldsvoða utan
slitur af bankabók sem hann fann
er hann leitaði muna sinna í rúst-
unum.
Ári seinna fór ég norður. Við
sögðum yfirleitt norður á Akur-
eyri þó að það væri raunar suður.
Ég tók próf með Birni og við urð-
um samferða til stúdentsprófs.
Þarna fóru í hönd æskuglaðir
tímar. Við nutum þess að vera til.
Svo hrönnuðust upp óveðursský
er við vorum í sjötta bekk. Ak-
ureyrarveikin geisaði, þeytti
sumum brott úr hópnum, skildi
aðra eftir sára. Við Björn vorum
ekki síður heppnir með samferða-
fólk á Akureyri en á Siglufirði. Ég
get ekki hugsað mér betra fólk og
tryggara en bekkjarsystkini okkar
þar. Það skemmtilegasta og tor-
skildasta við þau er það að þau eld-
ast lítið, eru sömu unglingarnir og
þau voru fyrir miðja síðustu öld.
Vorið 1949 var óvenju kalt, ekk-
ert lauf á trjánum í Lystigarðinum
þegar stúdentsmyndin var tekin.
Og lífið sjálft beið okkar. Það
kynni að næða um okkur í veröld-
inni þegar þryti skjól af skóla. En
Björn var sami trausti drengurinn
og fyrrum, farsæll háskólastúdent
og heilsteyptur embættismaður
sem í engu brást því sem honum
var til trúað. Hann var einnig svo
heppinn að eignast mannkosta-
konu sem var honum samboðin í
einu og öllu, Rögnu Þorleifsdóttur
úr Hrísey. Henni og öðrum ástvin-
um Björns samhryggjast
bekkjarsystkinin úr MA og biðja
þeim allrar blessunar.
Við sitjum sólbjartan sumardag
á veröndinni hjá Birni, þrír gamlir
vinir af kirkjuloftinu á Siglufirði.
Fátt sem máli skiptir hefur breyst
þessa örskotsstund sem flogin er
hjá þó að liðnir séu rúmlega þrír
aldarfjórðungar síðan við áttumst
fyrst orð við.
Ólafur Haukur Árnason.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Ragna okkar. Við send-
um þér og fjölskyldu þinni okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Birna, Pétur og dætur.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EYSTEINN SVEINBJÖRNSSON,
Suðurlandsbraut 66,
lést 18. mars á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útför hans fór fram í kyrrþey mánudaginn
26. mars. Innilegar þakkir færum við starfsfólki Markar fyrir
góða umönnun.
Ingibjörg Eysteinsdóttir Sigurður Steinarsson
Sjöfn Eysteinsdóttir Valdimar Gunnarsson
Sveinbjörn Eysteinsson Dóra Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan samhug og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÆVARS JÓHANNESSONAR
tækjafræðings.
Jóhannes Ævarsson Sif Garðarsdóttir
Sigríður Ævarsdóttir Benedikt Líndal
Þórarinn Ævarsson Barbara Ómarsdóttir
Ólöf Ævarsdóttir Björn Bögeskov Hilmarsson
og fjölskyldur