Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200
Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14
TILBOÐS-
DAGAR
Vertu velkomin
í sjónmælingu
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert svo sannarlega fagurkeri og
hefur frábæran smekk. Þú býrð líka yfir
miklum ástríðum og kynþokka og vilt vera
með á nótunum í nútímanum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert í góðu formi í dag! Þig langar
til að daðra, leika þér og vera í sambandi
við fólk. Þú ert skapandi, forvitin og fram-
takssöm manneskja.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér getur orðið ágengt í vinnunni í
dag vegna þess að yfirmenn eru móttæki-
legir fyrir uppástungum þínum. Vertu lít-
illátur en leyfðu þér að njóta árangursins.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér hættir um of til að draga þig í
hlé frá fólki en ert nauðbeygður til að hlusta
á skoðanir þess og taka tillit til þeirra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er mikil hætta á deilum í dag.
Hlustaðu vandlega þegar ástvinir tala og
hlustaðu á allt sem þeir hafa fram að færa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú færð óvenjumikið út úr því að
vera með vinum þínum í dag. Brettu upp
ermarnar, þú verður kraftmeiri en endranær
á næstu vikum og bætir skipulag þitt til
muna.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt öllum séu sett einhver takmörk
myndi fátt gerast ef enginn freistaði þess að
komast örlítið lengra. Ekki láta rugling koma
í veg fyrir að þú þorir að tjá þig í framtíð-
inni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki láta það á þig fá þótt yfir-
menn og foreldrar séu að gera út af við þig
um þessar mundir. Þú getur lært ýmislegt
af öðrum í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Horfðu ekki fram hjá því að verk
þín kunna að valda einhverjum erfiðleikum,
þótt margir njóti góðs af. Haltu fast á mál-
um og láttu engan bilbug á þér finna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gakktu úr skugga um alla hluti
áður en þú gengur að samningaborði. Forð-
astu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um
líf annarra.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þegar þú hefur enn ekki komist
yfir það sem þú óskar þér, skaltu herða upp
hugann. Einhverjir eiga eftir að koma þér á
óvart, annaðhvort með gjafmildi eða frekju-
gangi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur nú byrinn með þér og ert
fær í flestan sjó. Ekki reyna að þröngva ráð-
gerðum þínum upp á aðra, leyfðu hlutunum
að ráðast. Eitt skref í einu.
Sigmundur Benediktsson gerirnýsamþykkt lög frá alþingi að
yrkisefni á Leirnum og segir: „tel
ég einboðið að gefa verði út nýtt
eyðublað til lögvarðrar fullnustu já-
kvæðs samþykkis aðila fyrir kyn-
mök“:
Ef að gera ætla það
allt svo jákvætt flæði
skráð og vottað skýrslublað
skrifi undir bæði.
Jón Arnljótsson tekur undir:
Þessum hlýða bókstaf ber
Bragnar vel því merkið:
Þegar skjali þinglýst er,
þá má hefja verkið.
Ólafur Stefánsson var með á nót-
unum:
Um helgina hugðist’ ann reyna,
að hitta og fordjarfa meyna.
Um háttvirt bað svar:
hvenær og hvar,
og hvort að það kæmi til greina?
Síðan fékk Sigmundur eftir-
þanka: „En málarýni þingheims er
nú samt ekki alltaf óskeikul“:
Þingheimur með visku fylltan frama
færði lögskráningu með það sama,
en verkferlarnir verða þrátt til ama,
því velflestum mun hætt að standa’ á
sama.
Á laugardagskvöldið orti Pétur
Stefánsson:
Þurr og leiður þreyi hér,
þungt ég styn af ekka:
Bara ef einhver byði mér
brennivín að drekka.
Og fékk óðara kveðju úr Mý-
vatnssveit frá Friðrik Steingríms-
syni:
Langt á milli okkar er
sem erfið reynist glíma,
svo brennivínið býð ég þér
bara í gegnum síma.
Þá kvað Sigmundur Benedikts-
son:
Öllu sláið upp í grín
óðara þá hittist,
ef þið breytið vatni í vín
vegalengdin styttist.
Enn er ort og sami tónninn sleg-
inn, – Páll Imsland heilsar leirliði í
rökkrinu og segir: „Það er þetta
með þurrkinn!“:
Þurrt er veður, þurr er sál,
þurr er ég í kverkum.
Þetta’ er að verða mæðumál.
Mér bregst allt í verkum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nýtt eyðublað og þurrkur
á laugardagskvöldi
„AF HVERJU ERTU AÐ KVARTA?
ÞEIR FELLDU NIÐUR FLESTA AF
ÁKÆRULIÐUNUM.“
„HEPPINN ÉG AÐ HITTA Í STÖNGINA!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum nær en þú
heldur.
HVERS VEGNA KYSSIR ÞÚ MIG
ALDREI SVONA, GRETTIR?
GÓÐA NÓTT,
LÍSA
HEY! ÉG ER AÐ
BORÐA!
VÁ, ÞETTA VAR
GÓÐUR KOSS
HEPPINN ERTU HRÓLFUR! ÞÚ SITUR VIÐ
HLIÐINA Á FJÁRSJÓÐI!
EKKI BARA SITJA
ÞARNA! HJÁLPAÐU
MÉR AÐ GRAFA EFTIR
FJÁRSJÓÐNUM!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Páskarnir eru langsamlega bestahátíðin, sagði góðkunningi Vík-
verja í kaffispjalli helgarinnar.
Maðurinn hafði komið sér vel fyrir
með rótsterkan bolla sér við hönd
og staðhæfði þetta eins og ekkert
væri sjálfsagðara. En hvað með jól-
in, með stóru steikunum og pökk-
unum? spurði Víkverji í forundran.
x x x
Áralöng reynsla mín hefur leittþetta í ljós, sagði félaginn
spekingslega. Það er allt of mikið
stress um jólin. Allir á harðaspani
að undirbúa, allt verður að vera
slétt og fellt og svo þegar kemur að
hápunktinum eru eiginlega allir
búnir á því. Enginn nýtur hátíð-
arinnar að fullu því það þarf að
þrífa, kaupa inn, elda, pakka inn
gjöfum, skrifa kort og svo fram eft-
ir götunum.
x x x
Satt er það, en hvað er svona gottvið páskana? spurði Víkverji.
Jú, þú getur eldað og borðað það
sem þú vilt, það er engin pressa og
börnin eru hæstánægð svo lengi
sem þau fá sæmilegt páskaegg.
x x x
Kaffið var búið og félaginn hvarfá braut. Eftir sat Víkverji og
fór í huganum yfir þennan boðskap.
Þegar að var gáð var augljóst að
þetta er allt saman satt og rétt og
ætti að vera hverjum manni ljóst:
Páskarnir eru langbesta hátíðin.
x x x
Augljóst er að Víkverji á góðadaga fyrir höndum. Fimm dag-
ar í áhyggjulausu afslappelsi. Góður
matur, nægur svefn og súkkulaði-
egg. Göngutúrar í ljúfu vorveðrinu.
Hámhorf á hámhorf ofan. Kannski
Víkverji setjist niður í bjórkollu
með félögunum. Eða fari í bíó.
x x x
Réttast væri þó að nýta tímann íeitthvað gáfulegt eins og að
taka til í geymslunni eða mála eitt
eða tvö herbergi. Jafnvel byrja vor-
verkin í garðinum. Hvernig væri að
koma stafræna myndasafninu loks í
almennilegt horf? Æ, þar fór það.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því
að hann hefur vitjað lýðs síns og búið
honum lausn.
(Lúk: 1.68)