Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 30

Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Matteusarpassían er drottning passíanna. Það er því ekki hægt að fá stórkostlegra verk til að stjórna,“ segir Hörður Áskelsson sem stjórna mun flutningi á Matteusarpassíu Jó- hanns Sebastians Bach í Hofi á Akureyri á skírdag kl. 16. Að tón- leikum loknum fljúga flytjendur, sem eru um eitthundrað talsins, suð- ur yfir heiðar og flytja verkið í Hall- grímskirkju föstudaginn langa kl. 18 og verður sá flutningur í beinni út- sendingu á Rás 1. Að sögn Harðar kom frumkvæðið að flutningnum frá Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, tónlistarstjóra Menn- ingarfélags Akureyrar, en verkefnið er unnið í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju. „Ég dáist að stór- hug Þorvaldar Bjarna og þessari inn- rás landsbyggðarinnar inn í Reykja- vík,“ segir Hörður og rifjar upp að hann hafi strax þegið boð Þorvaldar um að stjórna Matteusarpassíunni þegar sá síðarnefndi hringdi í hann. „Mér fannst að mér rynni blóðið til skyldunnar að fá að kynna þetta verk fyrir mínu heimafólki og er mjög þakklátur fyrir að mér sé treyst til þess,“ segir Hörður sem sjálfur er borinn og barnfæddur Akureyr- ingur. „Við Inga Rós [Ingólfsdóttir], eiginkona mín, keyptum okkur hús á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem við dveljum oft á sumrin og var okkur afskaplega vel tekið þegar við rötuðum aftur heim,“ segir Hörður. Með frábæra rödd Að sögn Harðar voru þeir Þor- valdur Bjarni strax sammála um mikilvægi þess að sem flestir flytj- endur væru ættaðir frá eða hefðu tengsl við Akureyri í ljósi þess að Matteusarpassía hefur aldrei verið flutt þar áður. „Mér fannst því stór- kostlegt ef hægt væri að nýta alla krafta fyrir norðan sem mest,“ segir Hörður, en auk Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands taka þátt í flutningnum Kammerkór Norðurlands og Hymn- odia. „Sem organistar Akureyrar- kirkju, þau Sigrún Magna Þórsteins- dóttir og Eyþór Ingi Jónsson, hafa æft frábærlega vel fyrir þessa tón- leika undanfarna mánuði. Á tónleik- unum fyrir norðan syngur Stúlkna- kór Akureyrarkirkju og fyrir sunnan Barna- og unglingakór Hallgríms- kirkju,“ segir Hörður og bendir á að barnakórarnir syngi lítið en veiga- mikið hlutverk í upphafs- og loka- þætti fyrri hluta verksins. Einsöngv- arar eru Kristinn Sigmundsson bassi, Oddur Arnþór Jónsson barí- tón, Hannah Morrison sópran, Elm- ar Gilbertsson tenór, Hildigunnur Einarsdóttir alt og Valdemar Villad- sen tenór. „Svo skemmtilega vill til að Hann- ah Morrison, sem söng h-moll messu Bach í Hallgrímskirkju á síðasta ári, á rætur að rekja til Akureyrar. Hún er framúrskarandi barokksöngvari og hefur meðal annars unnið með John Eliot Gardiner og Monteverdi- kórnum. Ég vissi að hún væri hálf- íslensk þegar ég réð hana í fyrra, en hafði ekki hugmynd um að hún væri ættuð frá Akureyri,“ segir Hörður og rifjar upp að móðir Morrison, Agnes Baldursdóttir píanókennari, hafi stundað nám við Tónlistarskól- ann á Akureyri á sama tíma og hann. „Hildigunnur, sem syngur með Schola cantorum og söng einsöng síðast þegar við fluttum Jólaórato- ríuna í Hallgrímskirkju með eftir- minnilegum hætti, er dóttir Einars Kristjánssonar gítarleikara frá Ak- ureyri,“ segir Hörður og tekur fram að tveir hljóðfæraleikarar komi sér- staklega frá útlöndum, barokksellist- inn Julien Barre og gömbuleikarinn Nicholas Milne. Samfelld snilld Hörður hefur aðeins einu sinni áð- ur stjórnað Matteusarpassíu, en það var á Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju árið 2005. „Þetta er stórvirki, bæði vegna stærðar og ekki síður hugmyndaauðgi höfundarins sem leggur allt í þetta verk. Í raun er þetta tvöfalt umfangsmeira verk en Jóhannesarpassían. Höfundur not- ast við tvo kóra og tvær hljómsveitir, sem er yfirdrifin hugmynd við þær aðstæður þegar verkið var fyrst flutt, en þá voru passíur fluttar í messu á föstudaginn langa. Fyrri hlutinn var þá fluttur fyrir predikun og seinni hlutinn eftir,“ segir Hörður og áætlar að flutningurinn í heild taki hátt á þriðju klukkustund. „Bach notar í mótettum sínum stundum tvo kóra, en það er talið vera undir áhrifum frá Heinrich Schütz, sem kynntist þessu formi hjá kennurum sínum í Feneyjum um hundrað árum fyrr. Þessi tveggja kóra stíll er því að fyrirmynd fen- eyjastíls Gabríeli, en í Markúsar- kirkju sungust oft á tveir til fjórir kórar á svölum kirkjunnar. Matteus- arpassía kallar á mikið gallerí af söngvurum,“ segir Hörður og bendir á að níu kórfélagar muni taka á sig ýmis smáhlutverk verksins. „Bach notar kórana tvo með áhrifaríkum og dramatískum hætti til að túlka öfgafull viðbrögð lýðsins. Í aríum sínum notar Bach allar mögulegar samsetningar af hljóð- færum. Þetta er því samfelld snilld og fjölbreytni. Þegar kemur að hljóð- færaskipaninni í aríunum notar Bach stundum hljóðfæraleikara úr hljóm- sveit eitt og stundum tvö sem gerir þetta frekar flókið í skipulagningu,“ segir Hörður, sem æfði með kór- unum um helgina og í fyrsta sinn með bæði hljómsveit og kór í gær- kvöldi í Hofi. Stór verkefni framundan „Þetta er flóknasta æfingaferli sem ég hef þurft að skipuleggja, ekki síst í ljósi þess að æfingatíminn var takmarkaður,“ segir Hörður, sem fram að síðasta föstudegi einbeitti sér að því að æfa flutning Schola can- torum á Eddu II: Líf guðanna eftir Jóns Leifs, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsfrumflutti í Hörpu. „Það vildi svo heppilega til að kór- arnir mínir í Reykjavík voru aldrei þessu vant ekki með tónleikahald um páskahátíðina og því hafði ég tök á að taka þetta verkefni að mér. Kórarnir mínir eru með þrjú verkefni með Sin- fóníuhljómsveit Íslands með stuttu millibili,“ segir Hörður og vísar þar til Eddu II sem Schola cantorum tók þátt í, sýningu á kvikmyndinni Ama- deus í Hörpu 26. og 27. apríl þar sem Mótettukór Hallgrímskirkju syngur við undirleik SÍ og loks flutnings Mótettukórs Hallgrímskirkju og SÍ á sinfóníu nr. 2 eftir Mahler í Hörpu við opnun Listahátíðar í Reykjavík 1. júní undir stjórn Osmo Vänskä. Þess má að lokum geta að miðar á Matteusarpassíu eru seldir á tix.is. Aðeins eru örfáir lausir miðar í Hofi. Verkið „er drottning passía“  Matteusarpassía eftir J.S. Bach flutt í Hofi á skírdag og Hallgrímskirkju föstudaginn langa  Hörður Áskelsson lagði áherslu á að flytjendur væru ættaðir frá eða hefðu tengsl við Akureyri Morgunblaðið/Skapti Allt að smella Hörður Áskelsson stjórnaði bæði hljómsveit og kórum á æfingu í Hofi á Akureyri í gærkvöldi. Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jóns- dóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal og Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur eru tilefndar fyrir Íslands hönd til barna- og ung- lingabókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2018. Þetta var tilkynnt á alþjóðlegu bókamessunni í Bologna í gær auk þess sem haldin var hátíðleg athöfn í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem Áslaug og Kristín Helga tóku við viðurkenningu. Alls eru tólf barna- og unglinga- bækur tilnefndar þetta árið. Dóm- nefndir Íslands, Danmerkur, Nor- egs, Svíþjóðar og Finnlands mega tilnefna tvær bækur sem komið hafa út á síðustu tveimur árum, en dóm- nefndir Færeyja, Grænlands, sam- íska málsvæðisins og Álandseyja mega tilnefna bækur sem komið hafa út á síðustu fjórum árum. Þannig geta tilnefningarnar alls verið á bilinu 10-14. Frá Danmörku eru tilnefndar Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung, sem Rasmus Meisler myndskreytir, og Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø. Frá Færeyjum er tilnefnd Træið eftir Bárð Oskarsson. Frá Svíþjóð eru tilnefndar Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Söru Lundberg og Norra Latin eftir Söru Bergmark Elfgren. Frá Noregi eru tilnefndar Ingenting blir som før eft- ir Hans Petter Laberg og Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian. Frá samíska málsvæð- inu er tilnefnd Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja eftir Önnu-Grethe Leine Bientie sem Meerke Laimi Thomasson Vekterli myndskreytir. Frá Finnlandi eru tilnefndar Kurnivamahainen kissa eftir Magda- lenu Hai sem Teemu Juhani mynd- skreytir og Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson. Pärlfiskaren er einnig framlag Álendinga þetta árið. Í ár var engin bók tilnefnd af Grænlands hálfu. Íslensku dómnefndina skipa þetta árið Anna Þorbjörg Ingólfsdótir, Gísli Skúlason og Dagný Kristjáns- dóttir. Í umsögn þeirra um Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels segir að bókin sé „hræðileg í einfald- leika sínum, laus við tilfinningasemi en full af tilfinningu, fræðandi án þess að upplýsingarnar íþyngi henni. Efni hennar er nánast daglegt fréttaefni sem auðvelt er að verða ónæmur fyrir og því tvöfalt mikil- vægara að sýna það út frá sjónar- horni sem erfitt er að víkja sér und- an.“ Í umsögn um Skrímsli í vanda segir: „Myndirnar og textinn vinna mjög vel saman í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bókinni. Myndirnar eru litríkar og líflegar og undirstrika til- finningar og viðbrögð skrímslanna. Leturbreytingar í textanum gera það líka og hjálpa til við að leggja áherslur í upplestri en gera það einn- ig að verkum að stundum verður textinn eins og hluti af myndunum.“ Barna- og unglingabókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs eru yngstu verðlaun ráðsins, en þau voru fyrst veitt árið 2013. Norðurlandaráð veitir á hverju ári fimm verðlaun og eru þau auk barna- og unglinga- bókmennta á sviði bókmennta, kvik- mynda, tónlistar og umhverfismála. Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að auka áhuga á bæði norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um leið og viðurkenning er veitt fyrir framúrskarandi árangur á sviði lista og umhverfismála. Verðlaunaféð í hverjum flokki fyr- ir sig er 350.000 danskar krónur, sem samsvarar tæplega 5,7 milljónum ísl. kr. Verðlaunin verða afhent við há- tíðlega athöfn í Norsku óperunni 30. október þegar Norðurlandaráð þing- ar í Ósló. silja@mbl.is Skrímsli og Ishmael tilnefnd  Barna- og ung- lingabókmennta- verðlaun Norður- landaráðs 2018 Morgunblaðið/Hari Fulltrúar Íslands Höfundarnir Áslaug Jónsdóttir og Kristín Helga Gunn- arsdóttir í Norræna húsinu í gær þegar tilkynnt var um tilnefningarnar. Iceland Airwaves-hátíðin 2018 verður haldin dagana 7. til 10. nóv- ember á ýmsum tónleikastöðum í Reykjavík. Aðstandendur hátíð- arinnar hafa gefið út fyrsta listann yfir þá listamenn og hljómsveitir sem koma fram og meðal erlendu gestanna verða sveitir víða að, frá Norðurlöndum, fleiri Evrópu- löndum og Bandaríkjunum, svo sem: Fontaines D.C., Girlhood, Girl Ray, Jade Bird, Jockstrap, Mavi Phoenix, Naaz, The Orielles, Sassy 009, Scarlet Pleasure, Soccer Mommy, Superorganism og Tommy Cash. Þá var greint frá því að eftirfar- andi íslenskir flytjendur træðu upp: Agent Fresco, Auður, Between Mountains, Bríet, Cyber, Hugar, Júníus Meyvant, Kiriyama Family, Rythmatik, Snorri Helgason, Syk- ur, Úlfur úlfur, Una Stef, Valdimar og Warmland. Í tilkynningu frá Iceland Air- waves segir að á næstu mánuðum verði allt að 100 aðrir flytjendur og hljómsveitir kynnt til leiks. Koma fram á Iceland Airwaves Troða upp Agent Frensco er ein hljóm- sveitanna sem koma fram. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.