Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 32

Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Ateria fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum á laugardag- inn en hún er skipuð þremur ungum konum, þeim Ásu Ólafsdóttur sem verður 18 ára í næsta mánuði, systur hennar Eiri sem er 15 ára og frænku þeirra Fönn sem er aðeins 12 ára en verður 13 ára eftir tæpan mánuð. Ása og Eir hafa verið áður í hljóm- sveitum, Eir í Umbru og Ása í Kyrrð fyrir um ári. Ateria er hins vegar fyrsta hljómsveit Fannar. Ateria leikur „einhvers konar ný- goth“, eins og Ragnheiður Eiríks- dóttir, ein dómnefndarmanna Mús- íktilrauna, komst að orði í pistli sín- um um úrslitakvöldið hér í Morgunblaðinu í gær og lýsti lögum og textum sem dimmum og djúpum. Þríeykið lék á trommur, selló, bassa, gítar, hljómborð og Eir sá um söng- inn en Ása raddaði með og voru raddanirnar dularfullar og settu ís- lenskan þjóðlagablæ á lagasmíð- arnar, eins og Ragnheiður lýsti því í pistli sínum. Úr latnesku heiti æðarfuglsins Blaðamaður sló á þráðinn til Ásu í gær og spurði hana fyrst hvaðan nafn hljómsveitarinnar kæmi. „Það kemur af latnesku heiti æðarfugls- ins, Somateria mollissima,“ svarar hún og er í kjölfarið spurð hvers vegna heiti æðarfuglsins hafi orðið fyrir valinu. „Af því við stundum æð- arrækt á sumrin uppi í sveit og höf- um mjög gaman af æðarfuglum,“ er svarað um hæl. Ása, Eir og Fönn og stofnuðu hljómsveitina í haust og segir Ása þær hafa komið einu sinni fram fyrir áhorfendum áður en þær tóku þátt í Músíktilraunum. Það var helgina áð- ur en tilraunirnar hófust. „Við vorum að hita upp fyrir Hellidembu á Loft,“ segir hún og er spurð að því hvort þær hafi verið taugaóstyrkar. „Nei, ég held ekki, við vorum allar frekar rólegar.“ Það hefur varla farið fram hjá þeim sem fylgdust með úrslitum Músíktilrauna að stúlkurnar þrjár urðu heldur betur hissa þegar til- kynnt var um sigursveitina. Áttu þær alls ekki von á þessu? „Ég hélt að þetta gæti ekki gerst,“ segir Ása. Þær hafi talið sig kannski eiga mögu- leika á þriðja sætinu en alls ekki því fyrsta. Þrjú og hálft lag Ása er spurð að því hversu mótuð lögin þeirra séu. „Tvö þeirra eru nokkuð mótuð en eitt er frekar nýtt þannig að við munum móta það að- eins meira,“ segir hún og er í kjölfar- ið spurð að því hversu mörg lög sveit- in eigi. „Þrjú og hálft, eiginlega,“ svarar Ása og að til standi að full- klára hálfa lagið fyrir tónleika hljóm- sveitarinnar á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. Fleiri hátíðir eru svo fram- undan hjá Ateria, Secret Solstice í júní og Iceland Airwaves í byrjun nóvember. „Maður er náttúrlega alltaf undir áhrifum frá þeim sem maður hefur hlustað á,“ segir Ása, spurð út í áhrifavalda Ateria. „Svo erum við með frekar ólíkan tónlistarsmekk, við Eir hlustum svolítið á það sama en Fönn á allt aðra tónlist,“ segir hún. Og hvaða tónlist skyldi það vera? „Bara alls konar, frá Led Zeppelin til Bach,“ svarar Ása og blaðamaður verður býsna hissa, varla mörg ungmenni að hlusta á Led Zeppelin og Bach á vorum tímum. Kvíði, grámi og ragnarök Ása á að baki átta eða níu ára píanónám og er byrjuð að læra á org- el. Hún lék á gítar í Músíktilraunum og byrjaði að læra á það hljóðfæri í haust, fyrir aðeins hálfu ári eða svo. Geri aðrir betur! Og Ása er aðallaga- og textasmiður Ateriu. Hún er beðin um að segja frá því um hvað textar hennar fjalla. „Fyrsta lagið sem við spiluðum á Músíktilraunum, ég samdi grunninn að því fyrir um tveimur árum og ég er ekki alveg viss hvað ég var að spá en ég held að það sé um kvíða. Hugmyndina að text- anum við þriðja lagið sem við spil- uðum bjuggum við til saman og vor- um að spá í gráan hversdagsleikann í því. Annað lagið sem við spiluðum er nýjast og í því eru nokkrar vísanir í Völuspá, eins og ragnarök séu að koma í versunum og völvan í viðlag- inu,“ segir Ása og að tónlistin sé í takt við yrkisefnin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alsælar Fönn, Eir og Ása voru hæstánægðar og hissa þegar þær tóku við verðlaunum fyrir 1. sæti Músíktilrauna árið 2018, laugardaginn 24. mars. Kvíði, hversdags- leiki og ragnarök  Ateria er sigursveit Músíktilrauna Morgunblaðið/Hari Sigursveitin Ateria í undankeppni Músíktilrauna 20. mars. The Florida Project Hin sex ára gamla Moonee elst upp í skugga Disney World ásamt uppreisnar- gjarnri og ástríkri móður sinni. Uppvaxtarsaga sem fær hjartað til að slá. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 92/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.30 Loveless Morgunblaðið bbbbm Bíó Paradís 17.30 Spoor Metacritic 61/100 IMDb 6,4/10 Bíó Paradís 22.00 Kobieta sukcesu Bíó Paradís 20.00 Pacific Rim: Uprising 12 Metacritic 46/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Smárabíó 17.10, 19.30, 19.50, 22.20, 22.30 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.40 Víti í Vestmanna- eyjum Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.40, 14.00, 15.20, 16.00, 16.20, 17.40, 18.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 14.30, 15.00, 17.20, 19.40, 22.20 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 Black Panther 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 87/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Álfabakka 17.10, 20.40 Sambíóin Egilshöll 17.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 Death Wish 16 Metacritic 31/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 17.40, 20.00, 22.20 Smárabíó 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Gringo 16 Metacritic 46/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 20.00 Háskólabíó 18.00 Game Night 12 Metacritic 70/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Fullir vasar 12 Morgunblaðið bmnnn Smárabíó 15.30, 17.50, 20.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Háskólabíó 20.40 The Shape of Water 16 Morgunblaðið bbbnn Metacritic 86/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 21.00 Bíó Paradís 20.00, 22.15 The Greatest Showman 12 Metacritic 68/100 IMDb 6,4/10 Háskólabíó 18.10 Steinaldarmaðurinn Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 13.40, 15.40 Smárabíó 13.10, 15.30 Lói – þú flýgur aldrei einn Morgunblaðið bbbbn Laugarásbíó 14.00, 16.00, 18.00 Smárabíó 13.00, 15.10, 17.30 Status Update Sambíóin Álfabakka 20.00 Bling Sambíóin Álfabakka 13.00 Ævintýri í undirdjúpum Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.30 Coco Metacritic 81/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 15.00 Sambíóin Kringlunni 14.20 Paddington 2 Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 13.00 Lara Croft, ævintýragjörn dóttir landkönnuðar sem týndist, gerir sitt ítrasta til að lifa af þegar hún kemur til eyjarinnar þar sem faðir hennar hvarf. Metacritic 47/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 14.40, 17.20, 20.00, 22.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.00, 19.40, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.20, 22.35 Smárabíó 14.10, 16.50, 19.50, 22.30 Tomb Raider 12 Red Sparrow 16 Dominika Egorova er elskuleg dóttir sem er staðráðin í að vernda móður sína, sama hvað það kostar. Hún er aðaldansmær sem í fólsku sinni er komin á ystu nöf. Hún er meistari í kænsku- brögðum. Metacritic 56/100 IMDb 5,4/10 Laugarásbíó 22.20 Smárabíó 22.40 Háskólabíó 17.50 Andið eðlilega Sögur tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfa- skoðun á Keflavíkurflugvelli, fléttast saman og tengjast þær óvæntum böndum. Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,3/10 Smárabíó 17.50 Háskólabíó 18.10, 20.50 Bíó Paradís 20.00 Borgarbíó Akureyri 18.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.