Morgunblaðið - 27.03.2018, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 86. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Madsen talaði um að gera …
2. Mataræðið breytti öllu
3. Fór holu í höggi og fékk tvo …
4. Ég hefði gefist upp án Þóris
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var
við setningu Blúshátíðar í Reykjavík
2018 um helgina útnefndur heiðurs-
félagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018.
Fyrstu tónleikar hátíðarinnar af
þrennum fara fram á Hilton Reykjavík
Nordica í kvöld. Þar koma m.a. fram
Laura Chavez og Ina Forsman. Annað
kvöld koma m.a. fram Larry McCray
og The Blue Ice band, en á lokakvöld-
inu á skírdag verður íslenskur blús.
Tryggvi Hübner heiðurs-
félagi Blúsfélagsins
Fiðluleikarinn Laufey Sigurðardóttir
stendur í 21. sinn fyrir tónlistarhátíð-
inni Músík í Mývatnssveit um bæna-
dagana. Fyrri tónleikarnir verða í
félagsheimilinu Skjólbrekku á
skírdag kl. 20 og þeir seinni í
Reykjahlíðarkirkju föstudag-
inn langa kl. 20. Með
Laufeyju koma fram Ei-
vør Pálsdóttir, Tróndur,
Elísabet Waage og Há-
varður Tryggvason.
Músík í Mývatnssveit
um bænadagana
Nýr fjölþjóð-
legur kvartett
trommuleikarans
Scott McLemore
leikur á vordag-
skrá Jazzklúbbs-
ins Múlans, á
Björtuloftum í
Hörpu, annað
kvöld kl. 21.
Sveitina skipa auk Scotts frönsku
gítarleikararnir Hilmar Jensson og
Pierre Perchaud og Norðmaðurinn
Mats Eilertsen á bassa. Kvartettinn
er á leið í hljóðver til að taka upp
nýja frumsamda tónlist hljómsveit-
arstjórans.
Kynna nýja músík á
leið sinni í hljóðverið
Á miðvikudag Austan 8-15 m/s, hvassast syðst. Él á Suðaustur-
og Austurlandi, annars þurrt og bjart veður. Hiti 1 til 6 stig að deg-
inum en í kringum frostmark norðaustantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-18 m/s, hvassast með Suður-
ströndinni. Úrkomulítið síðdegis en él suðaustan- og austanlands.
Hiti yfirleitt 0 til 7 stig að deginum.
VEÐUR
Keflavík lagði Hauka, 75:72,
í æsispennandi fjórðu við-
ureign liðanna í 8-liða úr-
slitum Dominosdeildar
karla í körfuknattleik í
Keflavík í gærkvöld. Þar
með tryggði liðið sér odda-
leik í rimmunni en Keflavík
hefur unnið tvo leiki í röð.
Oddaleikurinn fer fram ann-
að kvöld á heimavelli Hauka
og sker hann úr um hvort
liðið tryggir sér sæti í und-
anúrslitum. »3
Keflavík vann sér
inn oddaleik
„Eftir þetta var það í okkar höndum
að halda efsta sætinu með tveggja til
þriggja stiga forskot á næsta lið.
Þessi staðreynd hélt okkur við efnið
allt til loka,“ segir Sverre Andreas
Jakobsson, þjálfari Akureyrar hand-
boltafélags, sem hefur endurheimt
sæti sitt í Olísdeild karla í handknatt-
leik, ári eftir fall og uppstokkun inn-
an félagsins. Sverre ætlar að halda
áfram þjálfun liðsins. »1
Aftur í hóp þeirra bestu
ári eftir uppstokkun
Jefferson Farfán er þekktasti leik-
maður perúska landsliðsins í knatt-
spyrnu sem mætir Íslandi í vin-
áttulandsleik í New Jersey í nótt.
Þessi fljóti sóknarmaður hefur tví-
vegis þurft að taka út agabann hjá
landsliðinu, vegna lífsstíls sem ekki
er víst að hann hafi þroskast upp úr.
Hann er á leið með Perú á HM í fyrsta
sinn frá árinu 1982. »4
Baldinn sóknarmaður
sem mætir Íslendingum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ráðdeild, sparnaður og útsjónar-
semi hafa verið einkennandi fyrir
rekstur Grundar við Hringbraut í
Reykjavík. Einstök hrærivél, sem
tekin var í notkun 1945, og borð og
stólar frá 1932 eru meðal annars
til vitnis um það.
Sagan af stofnun Grundar og
uppbyggingunni allri er um leið
saga framsýnna atorkumanna – og
-kvenna, saga Samverja, nokkurra
góðtemplara, sem sinntu matar-
gjöfum til fátækra í átta vetur frá
1914, stóðu fyrir söfnun til að
kaupa húsið Grund vestan við
Sauðagerðistún skammt frá Kapla-
skjólsvegi og íþróttasvæði KR, og
opnuðu þar samnefnt elliheimili
1922. Það annaði ekki eftirspurn-
inni og sex árum síðar, eða 1928,
fyrir um 90 árum, var fyrsta
skóflustungan að Grund við Hring-
braut tekin. Þegar fyrir lá að Vest-
ur-Íslendingar ætluðu að fjöl-
menna á alþingishátíðina var
framkvæmdum flýtt svo þeir gætu
gist á nýja heimilinu, en sumir
fengu inni á Landspítalanum.
Góðir gestir
Sigurbjörn Á. Gíslason í Ási,
forgöngumaður Grundar, skrifaði
grein í Morgunblaðið 19. júní 1930.
Þar stendur meðal annars eftirfar-
andi:
„Okkur, sem að Elliheimilinu
stöndum, hefur verið hinn mesti
styrkur bæði beinlínis og óbeinlín-
is að komu Vestur-Íslendinga.
Ýmsir mikilhæfir valdamenn hjer í
bæ fóru þá fyrst að styðja bygg-
inguna með ráðum og dáð, er von
var til að landar að vestan gætu
búið í Elliheimilinu fyrstir manna.
Við hefðum blátt áfram aldrei ráð-
ist í að reisa austurálmu hússins, –
og við hefðum að líkindum orðið að
hálfhætta við bygginguna um hríð í
vetur, ef við hefðum ekki notið þess
á margan hátt, bæði hjá ríkisstjórn
og fleirum, að við ætluðum að hýsa
Vestur-Íslendinga.“
Gestirnir að vestan greiddu vel
fyrir gistinguna. Peningarnir voru
til dæmis notaðir til þess að kaupa
fyrrnefnd húsgögn sem enn eru í
notkun á Grund, 86 árum síðar, og
líta vel út. Nýlegar sessur eru á
mörgum þeirra og armstólarnir
hafa verið bólstraðir. „Við höfum
passað vel upp á að halda stólunum
við og meðal annars lakkað þá
reglulega,“ segir Guðrún Birna
Gísladóttir, forstjóri Grundar og
þriðji ættliðurinn sem stýrir heim-
ilinu.
Kristján Þ. Sigmundsson bakari
sér um allan bakstur sætabrauðs
fyrir Grund og Mörk. Hann er
ánægður með bandarísku hrærivél-
ina sem ákveðið var að kaupa 1941
en kom fjórum árum síðar en til
stóð til landsins vegna seinni
heimsstyrjaldarinnar. „Þessi Hob-
art-vél er með betri hrærivélum
sem ég hef unnið með og ég hef
verið í bakstri síðan 1984,“ seg-
ir hann. „Hún hefur ekki klikk-
að.“
Gamalt nýtt á Grund
Fyrsta skóflu-
stungan tekin fyr-
ir um 90 árum
Morgunblaðið/Hari
Í gömlum stólum Jóhanna Friðgeirsdóttir spjallar við Guðrúnu Eyjólfs-
dóttur, tengdamóður sína og íbúa á Grund. Stólarnir eru sem nýir.
Vél Sigríður (föðurnafn óþekkt)
hrærir í köku um miðja síðustu öld.
Ljósmynd/Kristinn Ómarsson
Bilar aldrei Kristján Þ. Sigmunds-
son bakari notar vélina vikulega.