Morgunblaðið - 28.03.2018, Side 2

Morgunblaðið - 28.03.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi hefst eftir tæpa þrjá mánuði og Ísland leikur sinn fyrsta leik í keppninni gegn Argentínu í Moskvu 16. júní nk. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var m.a. rætt um möguleika á beinni útsendingu frá leiknum á Garða- torgi. Bæjarráð samþykkti að gerð yrði kostnaðar- áætlun fyrir verkefnið og að áfram yrði unnið að mál- inu í samstarfi við hagsmunaaðila á Garðatorgi. Eflaust er í fleiri sveitarfélögum verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Í minnisblaði frá fundinum í Garðabæ kemur fram að árið 2016 voru beinar út- sendingar í a.m.k. fimm sveitarfélögum frá leik eða leikjum Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi; Reykja- vík, Akranesi, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjanesbæ. Í minnisblaðinu er m.a. bent á samlegðaráhrif við 17. júní. Þannig gæti umgjörð á torginu og tæknibúnaður sem yrði settur upp á Garðatorgi fyrir útsendinguna nýst áfram við hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn. Einnig er þar fjallað um leyfismál, tæknibúnað, kostnað og umgjörð. aij@mbl.is Gylfi og Messi á Garða- torgi í beinni frá Moskvu? AFP Á góðri stundu Lionel Messi og félagar í landsliði Arg- entínu. Vel verður fylgst með þeim í Moskvu 16. júní.  Víða beinar útsendingar frá Evrópumótinu 2016 Má heita Alparós og Bambus Karlmenn mega nú bera eigin- nöfnin Levý, Lóni, Líus, Bambus og Tóti og kvenmenn mega heita Alpa- rós, Nancy og Ýlfa. Nöfnin átta voru færð á mannanafnaskrá með úrskurðum Mannanafnanefndar frá 20. mars sem birtir voru í gær. Þá var þremur millinöfnum hafn- að af nefndinni, þar á meðal nafninu Pírati. Nafninu Lóni, sem var sam- þykkt sem eiginnafn, var hafnað sem millinafni þar sem millinöfn mega ekki hafa nefnifallsendingu. Beiðni um nafnið Pírati var hafnað þar sem það er ekki dregið af íslenskum orð- stofni og hefur nefnifallsendingu. Þykir það því ekki fullnægja skil- yrðum um mannanöfn. Beiðni um millinafnið Strömfjörð var hafnað á þeim grundvelli að nafnið er ekki dregið af íslenskum orðstofni. Þetta er annar úrskurður Mannanafna- nefndar á árinu en í janúar voru nöfnin Sólúlfur, Maríon og Bárðdal (sem millinafn) samþykkt en nöfn- unum Zelda, Theo, Zion og Alex (sem kvenmannsnafn) var hafnað. Mannanöfn Átta nöfnum var bætt á mannanafnaskrá.  Millinafnið Pírati ekki samþykkt Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Ekkert nýtt kom fram á fundi hjúkr- unarfræðinema og stjórnenda Land- spítala sem fram fór í gær. Þetta segir Hildur Holgeirsdóttir, út- skriftarnemi í hjúkrunarfræði, í samtali við Morgunblaðið. Boðað var til fundar í kjölfar yfirlýsingar sem hjúkrunarnemar, sem útskrifast sumarið 2018, sendu frá sér um að þeir ætli ekki að ráða sig á Landspít- ala nema þeim bjóðist grunnlaun upp á 450.000 krónur. Hildur segir að þeim hafi verið tjáð að ekki sé hægt að breyta grunnlaunum sökum þess að gerðardómur er á samning- um hjúkrunarfræðinga. Úrskurður gerðardómsins gildir út mars 2019. Þreytt á að heyra það sama Að sögn Hildar voru þrjú verkefni kynnt á fundinum sem þau hafi heyrt af áður. Þau feli ekki í sér hækkun á grunnlaunum sem sé þeirra helsta krafa. „Þetta er ekkert nýtt. Hljóðið í hópnum var ekki já- kvætt eftir fundinn vegna þess að þetta er svolítið það sama og maður er búinn að heyra áður,“ segir Hild- ur en bætir við að gott hafi verið að fá tækifæri til þess að hitta helstu stjórnendur spítalans og spyrja spurninga. „Okkur fannst gott að heyra í Páli (Matthíassyni forstjóra Landspítala) og öfugt, held ég.“ Hún segir skrýtið fyrir báða aðila að vera í þessari stöðu. Hjúkrunar- nemar ætli þó að standa fast á sínu og halda áfram baráttunni. „Þetta breytir í raun engu fyrir okkur. Þetta breytir ekki yfirlýsingunni, hún stendur enn. Við viljum fá hækkun á grunnlaunum án þess að þurfa að vinna meira fyrir því.“ Spurð um næstu skref segist hún ætla að leita til Félags hjúkrunar- fræðinga og fá ráðgjöf. Ekki náðist í Pál Matthíasson, forstjóra Landspít- ala, við vinnslu fréttarinnar. Grunnlaunin ekki hækkuð  Hjúkrunarnemar standa við fyrri yfirlýsingu  „Ekkert nýtt“ kom fram á fundi með stjórnendum  Ætla ekki að ráða sig á Landspítala nema grunnlaun hækki Morgunblaðið/Eggert Landspítali Hjúkrunarnemar ætla að standa á sínu í kjarabaráttu. Sauðburður er vorboði og vestur á Snæfellsnesi þar sem nokkur hefð er fyrir frístundabúskap í þéttbýlinu eru fyrstu ærnar bornar. Jón Andrésson á Rifi í Snæ- fellsbæ er einn þessara bænda og hér sést hann með fyrstu lömb þessa vors, hrúta tvo sem braggast vel en eru hafðir á húsi ennþá. Almennt hefst sauðburður þó ekki fyrr en komið er fram í byrjun maí og þá er mikill annatími í sveitum landsins. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Hrútlömb á Hellissandi eru vorboðar Sauðburður er hafinn vestur á Snæfellsnesi Í reglugerðardrögum mennta- málaráðherra sem birt voru á sam- ráðsgátt stjórnvalda í gær er lagt til að fellt verði niður ákvæði um forgang nemenda yngri en 25 ára við innritun í framhaldsskóla. Jafn- framt er tekið fram að niðurstöður samræmdra könnunarprófa ráði ekki við innritun nemenda í fram- haldsskóla, eins og verið hefur síð- ustu ár, öðlist önnur reglugerð sem komin er til umsagna formlegt gildi, eins og að er stefnt. Reglan um að fólk yngra en 25 ára væri aftar en aðrir í röðinni þegar kæmi að innritun í fram- haldsskóla var sett fyrir nokkrum árum og hefur verið umdeild. Menntamálaráðherra boðaði breyt- ingar á ákvæði um þetta fyrir nokkru og er málið nú komið í formlegt ferli umsagna sem hægt verður að senda inn fram til 5. apríl næstkomandi. Reglum um fram- haldsskóla breytt „Við viljum nálg- ast hluti í lausn- um,“ segir Guð- ríður Arnar- dóttir, formaður Félags fram- haldsskólakenn- ara. Samn- inganefnd félagsins fundaði í gær en kenn- arar setja nú aukinn þunga í kröfur sínar og vilja kjarasamning. Eftir páska fundar samninganefndin með trúnaðar- mönnum þar sem næstu skref verða rædd. Spurð hvort til verkfalls muni koma segir Guðríður það vera síðasta kostinn. Framhaldsskólakennarar vilja skerpa á ýmsu í skólareglum. Það eigi sér í lagi við um nemendur undir átján ára aldri, en um þá gilda lög um fræðsluskyldu. „Það er hættuleg braut ef skóla- meistarar eru úrræðalausir og skólareglur virka ekki þegar nem- endur brjóta reglur,“ segir Guð- ríður sem vill að menntamálaráðu- neytið marki stefnu í þessum málum. Hún nefnir sem dæmi tilvik þar sem teknar voru myndir af kennurum og þeim svo dreift með ósmekklegum ummælum. Nemand- inn hafi hins vegar sloppið enda hafi reglur ekki náð utan um málið. Það séu vond skilaboð. Verkfall síðasti kostur Guðríður Arnardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.