Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
dóttir kom inn í Drangey á Lauga-
vegi til Maríu Ammendrup og tóku
þær tal saman en hún var þá nýlega
orðin ekkja. Okkar kona var þá fljót
að hugsa. „Ég sá að þarna væri tæki-
færi til þess að fara út í eigin rekstur.
Tíu dögum eftir að kaup voru nefnd
var ég tekin við,“ segir María, sú
þriðja með því nafni sem rekur versl-
unina. Hún var með rekstur á Lauga-
veginum í níu ár, færði út kvíarnar
þegar Smáralind var opnuð árið 2001
og lokaði á Laugavegi ekki löngu síð-
ar.
Smáralindin mun dafna
„Smáralindin mun dafna en ég hef
áhyggjur af miðbænum. Þangað
koma fáir Íslendingar lengur til þess
að kaupa inn, nema í sérstakar versl-
anir,“ segir María. Verslunarrekstur
almennt segir hún kalla á einbeit-
ingu, kjark, úthald og hugmyndaflug.
„Kaupmaðurinn þarf að hafa puttann
á púlsinum og vera á gólfinu til þess
að átta sig á því hvað þarf í sam-
keppni sem breytist sífellt. Þetta er
endalaus vinna og eftir þessi 23 ár
mín er ég stoltust af því að hafa kom-
ið fyrirtækinu í gegnum hrunið. Það
tókst með vinnu og útsjónarsemi og
því að ég hafði persónulegt samband
við birgja sem treystu mér og hjálp-
uðu yfir hjallann,“ segir María sem
telur nú tímabært að róa á ný mið.
„Ég hlakka til að komast í vorið.
Ætla að sá matjurtum enda á maður
að rækta garðinn sinn. Svo er á
stefnuskrá að fara um og skoða land-
ið betur. Þá kemur Skagafjörður
sterkur inn og mig langar til að fara
út í Drangey,“ segir María að lokum.
1936 keypti María Samúelsdóttir
Ammendrup verslunina, sem var í
eigu fjölskyldu hennar í 59 ár. Það
fólk flutti verslunina árið 1941 á
Laugaveg 58 og verslaði aðallega
með vefnaðarvöru en þegar Tage
heitinn Ammendrup, sonur Maríu,
varð hluthafi var höndlað með hljóm-
plötur, hljóðfæri og slíkt. Árið 1975
voru leðurvörur svo settar í öndvegi
og þá var María Magnúsdóttir Amm-
endrup, kona Tage, tekin við.
Það var 1995 sem María Maríus-
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ferðatöskur eru þessa dagana í
framlínunni í versluninni Drangey í
Smáralind. Margir ætla að bregða
undir sig betri fætinum um páska-
helgina og þá eru góðar töskur þarfa-
þing. „Páskarnir eru núna um mán-
aðamótin mars-apríl og það er
hentugur tími ef fólk ætlar til út-
landa. Sem betur fer tíðkast líka enn
að fermingarbörn fái eigulegar gjafir
en ekki bara peninga. Góð ferðataska
er sígild gjöf,“ segir María Maríus-
dóttir kaupmaður.
Athygli vakti þegar María auglýsti
verslun sína til sölu í dagblöðum fyrir
skemmstu. Hún segist hafa fengið
talsverð viðbrögð þótt kaup séu enn
ekki gengin í gegn. Sjálf segist María
vera komin á þann stað í lífinu, sjötug
að aldri, að sig langi ekki lengur til að
standa sjálf í rekstri með öllum þeim
erli sem því fylgi. Eigi þó næga orku
eftir en nú vilji hún einfaldlega snúa
sér að áhugamálum og afkomendum.
Töskur, hanskar og veski
Í Drangey má finna ýmsar leður-
vörur, svo sem töskur af ýmsum
gerðum og stærðum, hanska, veski
og fleira. Koma þessar vörur frá
framleiðendum í Hollandi, Ítalíu,
Belgíu, Danmörku og Þýskalandi.
Orðspor verslunarinnar er gott enda
á hún marga trygga viðskiptavini,
segir María, sem tók við rekstri
Drangeyjar árið 1995.
Sagan nær þó allt aftur til ársins
1934 en þá var Drangey stofnuð sem
matvöruverslun við Grettisgötu. Árið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Smáralind Kaupmaðurinn þarf að vera á gólfinu til að átta sig á því hvað þarf í samkeppninni, að sögn Maríu.
Verslunin til sölu en
stefnir sjálf í Drangey
Á útleið eftir 23 ár við búðarborðið Þrjár Maríur
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Skjálftavirkni er enn viðvarandi í Öræfajökli.
Það sem af er þessum mánuði hafa þar mælst
alls fjórtán jarðskjálftar yfir 1,2 að stærð. Að-
eins tvisvar áður hafa fleiri skjálftar mælst í
mánuði, það var í haust. Þá lýstu almanna-
varnir yfir óvissustigi vegna hættu á elds-
umbrotum og flóðum og hefur því ekki verið
aflétt. Skjálftavirkni hefur farið hægt vaxandi í
Öræfajökli síðan haustið 2016 og síðustu mán-
uðina hefur hún verið meiri en nokkru sinni
síðan mælingar hófust fyrir fjórum áratugum.
„Yfirleitt hafa hræringar
verið litlar í Öræfajökli og
öskju hans svo þessir
skjálftar nú segja okkur að
full ástæða er til að fylgjast
vel með framvindunni,“
sagði Páll Einarsson jarð-
eðlisfræðingur í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
„Þegar sigketill myndaðist í
jöklinum síðasta haust var
það hluti af stórri atburða-
rás. Mér virðist sem kvikusöfnun í eldstöðinni
sé að aukast. Ástandið núna er sambærilegt
við það sem var í Eyjafjallajökli árið 1992. Þar
gaus þó ekki fyrr en átján árum síðar. Eldgos í
eldstöðvum sem þessum geta haft mjög langan
aðdraganda“
Nýjum mælum komið upp
Ástandið núna segir Páll gefa tilefni til að
vakta fjallið, gera ítarlegri mælingar og draga
ályktanir af þeim. Í því skyni var um síðustu
helgi komið upp GPS-mæli í svonefndum Rót-
arfellshnjúk, sem er uppi á öskjubrún eldfjalls-
ins. Mælanetið í Öræfasveit og víðar við
Vatnajökul sé orðið mjög þétt og svo þurfi líka
að vera aðstæðna vegna.
Mikil skjálftavirkni í Öræfajökli
Alls 14 jarðskjálftar yfir 1,2 að stærð í mars Full ástæða til að fylgjast með Aukin kvikusöfnun
Morgunblaðið/RAX
Öræfajökull Meira skelfur en verið hefur.
Páll
Einarsson
María Maríusdóttir á fjölbreyttan
starfsferil að baki. Hún vann fyrr
á árum að dagskrárgerð í útvarpi
og sjónvarpi og var meðal annars
framleiðandi frægra matreiðslu-
þátta Sigga Hall á Stöð 2 sem
urðu meira en 100 talsins.
„Þar kynntust Íslendingar
matargerðarlist; nýjum hráefn-
um og aðferðum svo þeim opn-
aðist alveg nýr heimur. Þetta var
á árunum upp úr 1990 þegar Ís-
land var allt öðruvísi en nú og
samfélagið ekki jafn opið. Metn-
aður íslenskra matreiðslumanna
varð meiri enda hafði þjóðin
fengið áhuga á matreiðslu og
gerði kröfur,“ segir María.
Nýr heimur
opnaðist
FJÖLBREYTTUR FERILL
Þrjár kærur hafa verið lagðar fram
til héraðssaksóknara um mögulega
refsiverða háttsemi Magnúsar Garð-
arssonar, fyrrverandi forstjóra og
stofnanda kísilvers United Silicon í
Helguvík. Líkur eru á því að rann-
sóknir verði sameinaðar, að sögn
Ólafs Þórs Haukssonar héraðssak-
sóknara.
Stjórn United Silicon kærði
Magnús til héraðssaksóknara í sept-
ember sl. vegna gruns um stórfelld
auðgunarbrot, það er að hafa dregið
sér rúman hálfan milljarð króna frá
stofnun United Silicon, m.a. með því
að senda út tilhæfulausa reikninga
sem litu út fyrir að vera uppgreiðsla
á verksamningi. Stuttu síðar var
lögð fram kæra af hálfu Arion banka.
Ólafur Þór segir einn legg málsins
vera erlendis. Greint hefur verið frá
niðurstöðum rannsóknar KPMG um
að rökstuddur grunur sé um að
Magnús hafi svikið eða dregið að sér
verulegar fjár-
hæðir í tengslum
við samninga
United Silicon og
suður-afríska fé-
lagsins Tenova
Minerals, sem
keypti bræðslu-
ofn fyrir verk-
smiðjuna.
Þá hafa lífeyr-
issjóðirnir fimm
sem komu að fjármögnun kísilverk-
smiðju United Silicon lagt inn kæru
til héraðssaksóknara og óska eftir
því að embættið taki til lögreglu-
rannsóknar nokkur atriði sem grun-
ur leikur á að feli í sér refsiverð brot
af hálfu Magnúsar Garðarssonar.
Lífeyrissjóðirnir eru Festa, Eftir-
launasjóður FÍA, Frjálsi lífeyrisjóð-
urinn, Lífeyrissjóður starfsmanna
Búnaðarbanka Íslands og Brú lífeyr-
issjóður. sbs@mbl.is / tfh@mbl.is
Margar kærur
vegna Magnúsar
Rannsóknir á málum sameinaðar
Magnús
Garðarsson
Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent
heilbrigðisráðherra bréf vegna
orða framkvæmdastjóra Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands um að það
geti verið ódýrara fyrir heilbrigð-
isstofnanir að ráða heilsugæslu-
lækna sem verktaka en sem launa-
menn.
Í frétt á heimasíðu Læknafélags-
ins segir m.a.: „Vandséð er hvernig
sú fullyrðing getur staðist nema
heilbrigðisstofnanir séu í raun að
greiða verktakagreiðslur sem eru
lægri en sem nemur launum sam-
kvæmt kjarasamningi að við-
bættum launatengdum gjöldum.
LÍ hefur óskað eftir fundi með
ráðherra til að ræða þessi mál.
Mikilvægt er að LÍ hafi sem
gleggsta stöðu yfir þá samninga
sem tíðkast í heilsugæslu við lækna
sem starfa þar í verktöku. Umræð-
an bendir til að verið sé að greiða
lægra fyrir þessi störf en eðlilegt
er.
LÍ hvetur lækna sem starfa sem
verktakar í heilsugæslu að snúa sér
til félagsins áður en þeir semja við
heilbrigðisstofnanir um verktaka-
laun í heilsugæslu.“ agnes@mbl.is
LÍ efast um að verktaka kosti minna