Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 12
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Undanfarin ár hefur máttgreina að viskíáhugilandsmanna hafi fariðvaxandi og raunar hefur
sama þróun átt sér stað um allan
heim. „Það kom niðursveifla í viskí-
drykkju á 8. og 9. áratugnum og
mörgum viskíverksmiðjum var lokað,
en undanfarin 10-20 ár hefur viskí-
geirinn verið í uppsveiflu, mikil eft-
irspurn verið eftir gæðaviskíi og
vakning á meðal almennings um
þennan einstaka drykk,“ segir Jakob
Jónsson, viskífræðingur hjá Royal
Mile Whiskies í London og ritstjóri
veftímaritsins Viskihornid.com.
Jakob er væntanlegur til lands-
ins um miðjan apríl til að halda eins
dags námskeið um viskí hjá Endur-
menntun Háskóla Íslands. Hann seg-
ir námskeiðinu ætlað að koma til
móts við þá sem eru forvitnir um viskí
og vilja fræðast betur um undir-
stöðuatriðin. „Kalla mætti nám-
skeiðið Viskí-101. Við förum yfir sögu
drykkjarins, lærum hvernig viskí er
búið til og hvað þarf til, til að viskí sé
kallað viskí. Svo verðum við með
smökkun þar sem nemendur fá að
bera saman skoskt eðalviskí.“
Hvað er svona gott við viskí?
Jakob grunar að margir vilji
læra betur um þennan eðla drykk, en
þyki viskíheimurinn flókinn og viti
ekki hvar á að byrja. Svo eru líka
sumir sem eiga jafnvel bágt með að
skilja hvernig sumum getur þótt viskí
góður drykkur. „Þegar ég smakkaði
viskí í fyrsta sinn fannst mér það
fremur óaðlaðandi og gróft, enda
ungur að árum og óreyndur. Ég hélt
að viskí væri bara Jack Daniels og
Blæbrigðaríkur og
glúrinn drykkur
Þegar Jakob Jónsson, viskísali með meiru, smakkaði viskí í fyrsta sinn fannst hon-
um drykkurinn frekar óaðlaðandi og grófur. Það breyttist þegar hann smakkaði
skoskan einmöltung og hefur hann síðan þá kafað djúpt ofan í heillandi heim
viskísins. Hann heldur byrjendanámskeið um viskí hjá EHÍ í apríl.
Ljósmynd/Eva Vestmann
Ástríða Jakob segir ódýrustu blönduðu viskíin ekki endilega henta til að
upplifa bestu eiginleika drykkjarins. Með á myndinni er hundurinn Dúddi.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
STÆRSTA OG AFLMESTA
AVANT VÉLIN
Avant 760i er meðal annars í notkun
hjá Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ,
Norðurþing, Borgarbyggð, Skútustaða-
hreppi og víðar.
FRÁBÆR VÉL FYRIR
BÆJARFÉLÖG
Verð miðast við gengi EUR 125
Sjá nánar á ÍSLENSKU AVANT síðunni:
www.avanttecno.com/www/is
760i
Kohler KDI 1903, 57 hö, díeselmótor
80 l/min vökvadælu, 225 bar, vatnskæld
Lyftigeta: 1400 kg
Lyftihæð: 310 cm
Þyngd: 2100 kg
Lengd: 306 cm
Breidd: 145 cm
Hæð: 211 cm
Fáanlegur með L, LX eða DLX húsi
Saga Eyrarbakka og náttúran með
fuglafriðlandinu allt um kring varð
kveikjan að Fuglatónleikum Valgeirs
Guðjónssonar, sem nú er orðin hefð
fyrir um páska. Frá því hann og kona
hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir,
fluttust til Eyrarbakka hafa þau verið
hugfangin af sögu þorpsins, umhverfi
þess og fuglalífi.
Valgeir hefur samið mörg falleg og
grípandi lög um íslenska fugla við
kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Á
Fuglatónleikunum, sem haldnir verða
í Eyrarbakkakirkju kl. 15 á morgun,
skírdag, og á sama tíma laugardag-
inn 31. mars, geta tónleikagestir
kynnst þekktum íslenskum fuglum
og lært örlítið um líf þeirra og kúnstir
gegnum lög og texta.
„Líf fugla höfðar til allra aldurs-
hópa, enda eru þeir um margt mann-
legir í hegðun. Þannig er upplagt að
tengja kynslóðir saman með tónlist
og fuglum nú í páskafríinu, með vorið
handan við hornið,“ segir í tilkynn-
ingu.
Valgeir Guðjónsson fagnar páskum með Fuglatónleikum
Tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson hefur samið mörg lög um íslenska fugla.
Örlítið um líf og kúnstir
fuglanna gegnum lög og texta
Æðarkóngur Í fuglafriðlandinu.
Miðasala er á tix.is og við inngang-
inn.
Kjallarabandið, sem gerði mánudaga spennandi í
fyrsta sinn í sögunni með Mánudjass á Húrra, ætlar
að sanna að miðvikudagar eru hinir nýju fimmtu-
dagar. Liðsmenn munu tvinna litríka samba-ryþma
og almenna gleði inn í grámóskulegt háskólasamfé-
lagið í Stúdentakjallaranum frá kl. 21-23 í kvöld,
miðvikudaginn 28. mars. Eftirleiðis er svo mein-
ingin að vera þar með miðvikudjass fyrsta mið-
vikudagskvöld hvers mánaðar. Kvöldin eru með
frjálslegu ívafi og allir sem vilja syngja, dansa eða
spila á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að
stíga í sviðsljósið og taka þátt. Aðgangur ókeypis.
Stúdentakjallarinn
Miðvikudjass með Kjallarabandinu
Ljósmynd/iconfinder.com
Þótt mars sé brátt á enda standa
ennþá yfir nokkrar sýningar sem
settar voru upp í tilefni af Hönn-
unarmars 2018 um miðjan mán-
uðinn. Senn fer þó hver að verða
síðastur að skoða sýningarnar því
tjöldin munu falla laugardaginn 31.
mars. Til dæmis tvær sýningar sem
Hönnunarstofan Portland, Bald-
ursgötu 36, kynnir. Annars vegar
Hljómhrif, hátalari án rafmagns,
sem Sölvi Kristjánsson vöruhönn-
uður hannaði þegar hann rannsak-
aði hljóð og áhrif þess. Hins vegar
er sýningin Innriinnri þar sem
Raphael hönnuður og Ylona Supèr
listamaður leika sér að mismun-
andi nálgun við hönnun.
Síðasti dagur Forms of life/
Lifnaðarhættir í Norræna húsinu er
líka á laugardaginn. Sýningin er lif-
andi leikmynd nýlegra verka hönn-
uða og listamanna sem tengjast
Listaháskóla Íslands og var sett
upp í samtali við hátíðarsýningu
Norræna hússins, Innblásið af
Aalto.
Sýningar af Hönnunarmars, sem
verða opnar til apríloka, eru Ðyz-
lexiwhere í Hönnunarsafninu, Önn-
ur sæti í Arion banka og Ex-libris í
Borgarbókasafninu Grófinni. Þá
verða sýningarnar Innblásið af
Aalto í Norræna húsinu, Undraver-
öld Kron by Kronkron og Safnið á
röngunni með Einari Þorsteini Ás-
geirssyni í Hönnunarsafninu opnar
til hausts.
Hönnunarmars 2018
Sýningarnar Hljómhrif, Innri-
innri og Lifnaðarhættir út mars
Hönnun Hátalari án rafmagns, leikur að mismunandi nálgun í hönnun og lifandi
leikmynd eru viðfangsefni sýninga frá Hönnunarmars sem opnar verða til páska.