Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Samstaða Evr-ópusam-bandsins með Bretum í að- gerðum gegn Rúss- um vegna tauga- eitursárásarinnar á njósnarann fyrrverandi Sergej Skripal og Júlíu dóttur hans á Bretlandi kom ýmsum á óvart, einkum og sér í lagi vegna þess að eftir fund utanríkisráðherra sambandsins í Brussel í liðinni viku virtist ESB hálfvolgt í undirtekt sinni. Frakkar og Þjóðverjar höfðu reyndar lýst yfir því að þeir tækju undir mat Breta, en Grikkir voru annarrar hyggju og sögðu að bíða yrði endanlegrar niður- stöðu áður en Rússar yrðu for- dæmdir. Í yfirlýsingu, sem gef- in var út í kjölfar fundarins, réð afstaða Grikkja því för. Sú regla gildir innan ESB að stefnuyfirlýsingar í utanríkis- málum skuli samþykktar ein- róma. Þetta pirrar æðstu emb- ættismenn ESB sem finnst að þetta leiði til að sambandið skorti slagkraft. Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, er þetta fyrirkomulag þyrnir í augum og í febrúar sagði hann á öryggisráðstefnu, sem árlega er haldin í München, að Evr- ópa yrði að vera gjaldgeng í heimspólitíkinni. „Hvað eftir annað kemur í ljós að við erum ekki hæf til að taka einróma ákvarðanir,“ sagði hann. Í nýjasta tölublaði Der Spiegel kemur fram að emb- ættismenn framkvæmda- stjórnarinnar vinni nú að því að útfæra hugmyndir um það hvernig breyta megi grund- vallarreglunni um að sam- bandið skuli einróma í utan- ríkismálum. Ýmsu er borið við, þar á meðal að eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna geti ESB ekki lengur treyst á gamla verndar- ann. Þá þykir auðvelda málið að ekki þurfi að breyta stofn- gerðum bandalagsins því að í grein 31 í Lissabon-sáttmál- anum segi að leyfilegt sé að taka ákvarðanir með einföldum meirihluta fallist aðildarríkin á það. Ekki eru þó allir sammála embættismönnunum. Sósíal- demókratar í Þýskalandi taka undir þessar hugmyndir á þeirri forsendu að þá verði ESB atkvæðameira á alþjóða- vettvangi og slíkar raddir má einnig heyra hjá kristilegu flokkunum, en Angela Merkel kanslari hefur sínar efasemdir. Einn háværasti andstæðing- urinn er Jean Asselborn, utan- ríkisráðherra Lúxemborgar. Hann telur að verði hægt að þvinga fram ákvarðanir með einföldum meirihluta muni það frekar kljúfa sambandið en styrkja það. Hann spyr hvern- ig eigi að koma í veg fyrir að aðild- arríki fari sína leið á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna líkt og í desember. Þá sátu sex aðild- arríki hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um að fordæma ákvörðun Trumps um að færa bandaríska sendiráðið í Ísrael til Jerúsalem þrátt fyrir að Evrópuráðið í Brussel hefði einróma gagnrýnt ákvörð- unina. Áhrif minni ríkja í Evrópu- sambandinu hafa minnkað jafnt og þétt. Ef ákvörðun er hafnað í þjóðaratkvæði er einfaldlega látið kjósa aftur. Hugmyndin um að samþykkja þurfi ákvarð- anir einróma er ekki úr lausu lofti gripin. Hún er sett fram til þess að ríki verði ekki dregin í leiðangra, sem þau hafa engan áhuga á, burtséð frá hvaða skoðun embættismenn hafi á málinu. Þótt embættismennirnir í Brussel séu farnir að leggja á ráðin er þó alls óvíst að þetta skref í átt að Bandaríkjum Evrópu verði stigið. Erfiðleikarnir gætu orðið af ýmsum toga. Það er ankanna- legt þegar Evrópusambandið hótar að stefna ríkjum, sem kinoka sér við að lúta fyrirskip- unum frá Brussel. Í desember ákvað framkvæmdastjórn ESB að kæra Pólverja, Tékka og Ungverja til Evrópudómstóls- ins fyrir að taka ekki á móti sínum kvóta af flóttamönnum. Það mál er ein birtingarmynd ágreinings milli nýrra og gam- alla aðildarríkja um ýmis mál, allt frá flóttamönnum til lýð- ræðisspurninga. Der Spiegel bendir síðan á að Frakkar gætu reynst óvænt- ir bandamenn þeirra, sem vilja stöðva þessi áform. Við út- göngu Breta úr Evrópusam- bandinu verði Frakkland eina aðildarríki Evrópusambands- ins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erfitt sé að gera sér í hugarlund að á vettvangi þess muni Emmanuel Macron for- seta fýsa að lúta í einu og öllu forskrift Evrópusambandsins. Þá er full ástæða til að velta fyrir sér hvort og hvers vegna Evrópusambandið þurfi að tala einni röddu um utanríkismál. Oft er vitnað til þess að Henry Kissinger hafi spurt í hvern hann ætti að hringja þegar hann vildi ná sambandi við Evrópu og er það notað til að færa rök að því að Evrópusam- bandið þurfi að hafa slíkan síma. Kissinger mun þó aldrei hafa látið þessi orð falla og það er spurning hversu mikils virði er að geta gefið út yfirlýsingar ef ekki ríkir eining um innihald þeirra. Það getur tæplega orðið til að auka slagkraft Evrópu- sambandsins. Embættismenn í Brussel vilja að meirihluti dugi í utanríkismálum} Slagkraftur ESB? N ý námsleið á meistarastigi, sjáv- arbyggðafræði, verður í boði fyrir nemendur á vegum Há- skólaseturs Vestfjarða á Ísa- firði frá og með næsta hausti. Það er fagnaðarefni en fjármögnun til þess að hefja þetta verkefni er tryggð og ráðgert að um 20 nemendur innritist í námið árlega. Háskólasetur Vestfjarða hefur sannað gildi sitt fyrir samfélögin á norðanverðum Vest- fjörðum og hafa nemendur og kennarar auðg- að samfélagið með þekkingu sinni, nærveru og rannsóknum en yfir 100 nemendur hafa út- skrifast með meistaragráðu í haf- og strand- svæðastjórnun frá árinu 2008. Bæði haf- og strandsvæðastjórnun og nýja námsleiðin í sjáv- arbyggðafræði eru alþjóðlegar og kenndar á ensku, en áhersla er lögð á að nýta sérstöðu Vestfjarða m.t.t. nálægðar við hafið og strandbyggðirnar. Það er því mjög gleðilegt að hafa tryggt þennan áfanga og þar með festa Háskólasetur Vestfjarða enn betur í sessi sem öfluga menntastofnun. Sjávarbyggðafræði er þverfræðilegt nám sem byggist á inntaki og aðferðum félagsfræði, hagfræði, landfræði og skipulagsfræði. Námsleiðin var ein af tillögum starfshóps forsætisráðherra um aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var árið 2016 og samþykkt af þáverandi ríkisstjórn. Öll kennsla fer fram við Háskólasetur Vest- fjarða á Ísafirði en nemendur eru formlega skráðir í Háskólann á Akureyri og útskrifast þaðan. Stuðningur við menntun, vísinda- og rann- sóknarstarf um allt land er gífurlega mikil- vægur. Það eru sóknartækifæri í að byggja upp þekkingarstarfsemi vítt og breitt um land- ið sem tekur mið af sérstöðu hvers landsvæðis fyrir sig. Þessi nýja námsleið er gott dæmi um hvernig staðhættir geta nýst í kennslu til þess að byggja upp verðmæta þekkingarstarfsemi á svæðinu. Það skilar árangri að efla svæðis- bundna rannsókna- og þekkingarkjarna og stuðla að faglegum tengslum bæði þeirra á milli og við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Með auknu samstarfi má nýta mann- auð og aðstöðu betur og stórauka aðgengi nem- enda og fræðimanna að auðlindum menningar og náttúru landsins. Slíkt stuðlar að fleiri starfstækifærum á lands- byggðinni og að fjölbreyttari og sterkari samfélögum. Ég óska forráðamönnum Háskólaseturs Vestfjarða og íbúum á svæðinu til hamingju með áfangann og hlakka til að fylgjast með starfseminni eflast og dafna. liljaalf@gmail.com Vísinda- og rannsóknastarf eflt á landsbyggðinni Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Hörð gagnrýni kemur framá stjórnvöld í ýmsumumsögnum um drög aðfrumvarpi til nýrra persónuverndarlaga, sem nú er í kynningu í svonefndri samráðsgátt stjórnvalda á netinu og er áformað að lögfesta í vor. Frumvarpinu er ætlað að inn- leiða reglugerð Evrópuþingsins og Evrópusambandsins (ESB) frá árinu 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýs- inga og um frjálsa miðlun slíkra upp- lýsinga. Markmið væntanlegra laga er að auka vernd og réttindi ein- staklinga á Evrópska efnahagssvæð- inu (EES). Einstaklingar munu, inn- an ákveðinna marka, eiga rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir aðgangi, afriti, flutn- ingi, leiðréttingu, takmörkun og eyð- ingu persónuupplýsinga um sig. Þá munu þeir geta afturkallað sam- þykki sitt fyrir vinnslu persónu- upplýsinga, í þeim tilvikum þar sem vinnsla persónuupplýsinga styðst við samþykki. Fyrirtækjum verður gert skylt að halda skrá yfir vinnslu persónu- upplýsinga, setja sér auðskiljanlega persónuverndarstefnu og sjá til þess að persónuvernd sé innbyggð í nýjan hugbúnað og upplýsingakerfi. Einn- ig verði gert mat á áhrifum á per- sónuvernd ef vinnsluaðferð er áhættusöm. Öll öryggisbrot verður að tilkynna Persónuvernd tafar- laust. Ströng viðurlög verða við brotum á ákvæðum reglugerðar- innar um miðlun persónuupplýsinga og geta stjórnvaldssektir numið frá 100 þúsund krónum til 1,2 milljarða króna að því er kemur fram í frum- varpsdrögunum. Dómsmálaráðuneytið tekur fram, að persónuverndarreglugerð ESB hafi ekki verið tekin upp í EES-samninginn með formlegum hætti. Enn sé unnið að upptöku reglugerðarinnar í samninginn og stefnt að því að ljúka því ferli eins hratt og mögulegt er svo að reglu- gerðin komi til framkvæmda fyrir Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES frá sama tíma og fyrir aðild- arríki ESB eða þann 25. maí nk. Í sameiginlegri umsögn, sem Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrir- tækja í sjávarútvegi, Samtök iðn- aðarins, Samtök verslunar og þjón- ustu og Viðskiptaráð hafa sent frá sér um frumvarpsdrögin, er lýst miklum vonbrigðum með að nær ekkert tillit hafi verið tekið til þeirra fjölmörgu athugasemda sem bárust eftir sérstaka kynningu sem var á fyrri frumvarpsdrögum í febrúar. Stjórnvöld hefðu þurft á fyrri stig- um að eiga virkt samtal við atvinnu- lífið um útfærslu reglugerðarinnar og innleiðingu hennar í íslenskan rétt. Auknar byrðar Þá segja samtökin að Evrópu- reglugerðin feli í sér auknar byrðar á atvinnulífið og leiði af sér aukinn kostnað, sér í lagi í upphafi þegar fyrirtæki séu að aðlagast nýjum reglum. Hafi því innleiðing reglu- gerðarinnar áhrif á samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs og það sé hlutverk stjórnvalda að gæta þess að ekki sé gengið lengra en þörf sé á samkvæmt EES-reglum. Sú leið sem sé farin í frum- varpsdrögunum við að lögfesta reglugerðina muni fyrirsjáanlega valda mikilli réttaróvissu og mis- skilningi í framkvæmd. Raunar leiki vafi á að innleiðingaraðferðin stand- ist kröfur íslenskrar stjórnskipunar og EES-samninginn. Ný persónuverndar- lög í brennidepli Thinkstock.com Gagnrýni Helstu samtök á sviði atvinnulífsins gagnrýna stjórnvöld fyrir undirbúning undir fyrirhugaðar breytingar á lögum um persónuvernd. Samband íslenskra sveitar- félaga gagnrýnir einnig undir- búning stjórnvalda við innleið- ingu reglugerðar Evrópusam- bandsins um persónuvernd. Segir sambandið í umsögn að undirbúningurinn sé allt of skammt á veg kominn til að raunhæft sé að lögin taki gildi 25. maí næstkomandi. Afar óheppilegt sé að frumvarpið sé ekki tilbúið rúmum tveimur mánuðum fyrir áætlaða gildis- töku. Ljóst sé að ESB-reglu- gerðin feli í sér einhverjar um- fangsmestu breytingar á lög- gjöf frá Evrópusambandinu undanfarin ár og því verði að gera þá kröfu að innleiðing sé vönduð og samráð haft við þá sem hagsmuna eiga að gæta. Innleiðing á lögunum sé sér- staklega umfangsmikil fyrir sveitarfélög. Raunar sé í ís- lenska frumvarpinu gengið lengra við innleiðingu reglu- gerðarinnar en krafa er gerð um í Evrópusambandinu. Undirbún- ingur of lítill SVEITARFÉLÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.