Morgunblaðið - 28.03.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.03.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 lausan engil og taldi ekki að allt væri öðrum að kenna. Hann nennti engu sjálfsvorkunnarpípi. Hann nennti hinsvegar að endasendast einsog þeytispjald um bæinn þver- an og endilangan til að gera mönn- um greiða og snatta og snúast fyrir Pétur og Pál, jafnvel fyrir fólk sem kunni ekki að meta hjálpsemi hans og góðmennsku. Það var ekki vottur af óheilind- um og skítmennsku í hans barns- legu og hrekklausu sál. Hann var gegnheilt ljúfmenni. Góður vinur vina sinna. Einn besti drengur sem ég hef kynnst. Fjölskyldu hans og ástvinum færi ég innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Stormsker. Elsku vinur minn … Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Við kynnt- umst almennilega á unglingsaldri og urðum góðir vinir upp frá því. Þú varst líflegur, uppátækjasamur og skemmtilegur og mér þótti ótrúlega vænt um þig. Þú varst uppspretta svo margra ótrúlega skemmtilegra uppátækja. Sumar- nóttin 1987 þegar þú, ég, Doddi, Dódó og fleiri tókum upp „skets- ana“ okkar var ótrúlega skemmti- leg og líklega eina hreyfimyndefn- ið sem er til af mér og Dodda á unglingsaldri. Ég fór svo í Versló en þú í FÁ þar sem útvarpsstöð framhaldsskólanna, Útrás, var til húsa um nokkurt skeið. Ég hafði mikinn áhuga á útvarpsmennsk- unni eins og þú en þar sem Versló ákvað að taka ekki þátt í rekstri stöðvarinnar átti ég ekki að geta fengið aðgang en þú auðvitað tróðst mér bara inn með þér og bú- in til einhver Ármúlaskólasaga og gott ef mér var fyrst um sinn ekki ráðstafað röngu nafni svo það kæmist ekki upp um „skímið“ okk- ar. Ég tengdist svo stöðinni í lengri tíma og til margar skemmtilegar sögur tengdar henni. Þessi sem hringdi inn reglulega og bað um „jákvæða tónlist“ var eftirminni- legur og þrátt fyrir að inna hann í þaula um hvaða tónlist flokkaðist undir „jákvæða“ fengum við það í raun aldrei útskýrt frá honum. Hann hélt þó alltaf áfram að hringja og vildi í framhaldinu endi- lega fá að koma til okkar í heim- sókn þar sem hann sagði okkur að hann væri í því að „mixa tónlist“ og hefði undir höndum glænýja út- gáfu af nýju lagi meistara Prince sem hann hefði endurhljóðblandað sjálfur. Þér þótti þetta mjög spennandi, taldir að þarna væri á ferð óuppgötvaður snillingur og bauðst hann velkominn til okkar en tókst það jafnframt fram að hann yrði að koma til okkar fyrst og bjóða undir engum kringumstæð- um öðrum útvarpsstöðvum „mixið“ til spilunar. Þessi ágæti maður kemur svo í stúdíóið til okkar með kassettu sem á var hið „jákvæða“ lag Prince „Get off“ (sem verður ekki þýtt hér), „mixað“ þannig að hann hafði verið með tvö kassettu- tæki og spilað setninguna „Get off“ aftur og aftur og ýtt á pásu á „mix spólunni“ á meðan þannig að þessi snilld var semsagt orðin „Get off, get off, get off, get off“ sungin aft- ur og aftur og aftur og með tilheyr- andi „pásutakkahljóði“ mjög greinilegu. Það kom nú smá svipur á þig þarna því væntingarnar voru miklar. Man ekki hvort þú spilaðir lagið einu sinni eða bjóst til afsök- un fyrir því að spila það ekki en ég man að þér var létt þegar náung- inn fór (stóð yfir okkur á meðan við hlustuðum) enda jasi allnokkur, stór og mikill. Þetta var fyndið því þú ætlaðir að tryggja stöðinni þetta glænýja „mix“ á undan öllum öðrum og ég man hvað við hlógum að þessu eftir að náunginn var far- inn og í raun alltaf þegar þetta var rifjað upp sem var gert reglulega því þú varst ótrúlegur í að muna gömul atvik sem ég var sjálfur bú- inn að steingleyma, jafnvel þó ég hefði stundum verið aðalefni frá- sagnanna. Citroëninn, kóperuðu vídeóspólurnar, Forljótt naut, Elma, Granaskjólið, leikvöllurinn og unglingsárin. Þú áttir stóran hluta í þeim. Takk fyrir allt. Við sjáumst síðar. Bjarni Jóhann Þórðarson. ✝ Garðar Guð-jónsson fæddist 7. júní 1925. Hann lést 14. mars 2018. Foreldrar Garðars voru Guðjón Guð- mundsson, f. 1884, d. 1975, og Lilja Gamalíelsdóttir, f. 1894, d. 1993. Þau áttu tíu börn en þrjú af þeim dóu ung. Þau ólu upp eitt fósturbarn. Systkini Garð- ars eru Laufey, f. 1915, d. 1998, Svanhvít, f. 1917, d. 1980, Har- aldur, f. 1920, d. 1989, Garðar, f. 1922, d. 1924, Gunnar, f. 1924, d. 2016, Guðmundur Kr., f. 1926, d. 1927, Guðmundur Kristinn, f. 1928, d. 2013, Esther Inga Guð- mundsdóttir (fóstursystir), f. 1932, Valur Varmar, f. 1933, d. 1933, og Sverrir, f. 1945. Eftirlifandi eiginkona Garð- ars er Kristín Jóhannesdóttir, f. 1928. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Steinn Sveinsson, f. 1903, d. 1960, og Margrét Jó- hannsdóttir, f. 1906, d. 1993. Garðar og Kristín giftust þann 3. apríl 1947. Þau eign- uðust fjögur börn. 1) Sævar, f. 1946, kvæntur Jónu Fríðu Gísla- dóttur, f. 1948, sonur þeirra er Garðar f. 1986, maki Margrét ur, f. 1958, barn þeirra er Matt- hías Rúnar, f. 2013, e) Hulda Rún, f. 1978, maki Benedikt Þór Bárðarson, f. 1976, börn þeirra eru Elísa Mist, f. 2005, Viktor Berg, f. 2008, og Milla Dís, f. 2016. 3) Hrefna, f. 1951, gift Hildibrandi Bjarnasyni, f. 1936, d. 2017), börn a) Guðjón, f. 1980, b) Hulda, f. 1984, maki Hreiðar Már Jóhannesson, f. 1984, börn þeirra eru Hrefna María, f. 2014,og Hildur Birna, f. 2017, og c) Kristján, f. 1987, fyrir átti Hildibrandur Brynjar, f. 1959, kvæntur Herborgu Sigríði Sig- urðardóttur, f. 1973, þau eiga eitt barn. 4) Úlfar, f. 1955, ókvæntur. Garðar var fæddur og uppal- inn á Kárastíg 1 í Reykjavík. Hann gekk í Austurbæjarskóla. Fimmtán ára hóf hann störf hjá breska hernum á Reykjavík- urflugvelli en síðan sem verk- stjóri hjá Pósti og síma á Rjúpnahæð. Þar starfaði hann við vélgæslu og uppsetningu á loftnetum og möstrum til starfs- loka. Garðar og Kristín hófu sinn búskap á Brúarlandi í Blesugróf og bjuggu þar í tvö ár, fluttu þá á Hjallaveg 64 og bjuggu þar í 65 ár. Árið 2014 fluttu þau í Fróðengi 5 og þaðan fluttu þau bæði á Hjúkrunar- heimilið Eir. Útför Garðars fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 28. mars 2018, kl. 13. Aðalbjörg Blængs- dóttir, f. 1988, synir þeirra eru Sævar Hrafn, f. 2013, og Sölvi Viktor, f. 2017, fyrir á Sævar Sigurð Rúnar, f. 1971, kvæntur Monu Erlu Ægis- dóttur, f. 1972, barn Kristrún Erla, f. 2012, fyrir á Sig- urður Rúnar Einar Snorra, f. 1992, og Heiðrúnu Ósk, f. 1994, fyrir á Mona Erla fjögur börn, fyrir á Jóna Fríða Jón Birgi Valsson, f. 1970, kvæntur Maríu Pálsdóttur, f. 1964, þau eiga tvö börn. 2) Rún- ar, f. 1949, maki Þóra Einars- dóttir, f. 1955. Rúnar var kvænt- ur Helgu Bergsdóttur, f. 1945, d. 2000, börn þeirra eru a) Mar- grét, f. 1971, maki Geir Guð- jónsson, f. 1967, börn þeirra eru Sindri, f. 1991, Tumi, f. 1993, Bjartur, f. 1999, og Kári, f. 2004, b) Kristinn, f. 1973, maki Júlía Þorsteinsdóttir, f. 1975, börn þeirra eru Ívar, f. 2001, og Þor- steinn, f. 2002, c) Þórhildur, f. 1973, maki Jón Elías Gunnlaugs- son, f. 1971, börn þeirra eru Hugi Snær, f. 2001, Elías Örn, f. 2003, og Garðar Þór, f. 2010, d) Birna Pála, f. 1975, maki Þórð- Eftir langa og gæfuríka ævi hefur þú nú kvatt okkur í hinsta sinn elsku afi. Þegar ég kom að heimsækja þig upp á Eir hinn 13. mars síðastliðinn var mér það ljóst að endalokin væru ekki langt und- an, en nokkuð er um liðið síðan þú tjáðir mér að þú værir orðinn sátt- ur við allt þitt. Það var því tilfinn- ingaríkur dagur sem rann upp hinn 14. mars þegar ég vaknaði upp við símtal um að þú hefðir andast um nóttina en síðar sama dag héldum við fjölskyldan upp á eins árs afmæli Sölva Viktors son- ar míns og næstyngsta afkom- anda ykkar ömmu. Ég á fallegar og góðar æsku- minningar um það sem við tókum okkur fyrir hendur og áttum við margar góðar stundir saman. Þín aðaláhugamál voru bílar og fót- bolti og gátum við rætt hvort tveggja alveg fram á síðustu stund. Við stunduðum mikið að skoða bíla og fara á bílasýningar þegar ég var yngri en frá ung- lingsárum var það þó fótboltinn sem átti hug minn allan og sýndir þú honum alltaf mikinn áhuga, hvort sem um var að ræða um- ræðu um enska boltann eða þegar ég var að æfa og keppa með yngri flokkum Þróttar. Í seinni tíð, þeg- ar ég fór að stýra bílaleigu, vakn- aði áhugi minn á bílum aftur og þrátt fyrir að þú hafir hætt að keyra þegar þið amma fluttuð af Hjallaveginum upp í Eirborgir fannst þér alveg sérstaklega skemmtilegt að ræða við mig um nýjustu strauma og stefnur í bíla- iðnaðinum og ekki skemmdi fyrir þegar ég fór með þig og sýndi þér bílaflota bílaleigunnar og þá eðal- vagna sem þar leyndust inn á milli. Mér verður alltaf sérstaklega minnisstætt hvað þú gafst þér allt- af mikinn tíma fyrir mig og kennd- ir mér að skynsemi í fjármálum, samviskusemi og dugnaður kem- ur manni langt í lífinu. Heim til ykkar ömmu á Hjallaveg 64 var maður alltaf velkominn og átti ég þar nánast mitt annað heimili enda stutt að skreppa í heimsókn þaðan úr foreldrahúsum á Hjalla- vegi 16. Ferðir okkar að heim- sækja fjölskylduna í Bjarnarhöfn verða mér alltaf mjög eftirminni- legar enda mikil upplifun fyrir strák úr Reykjavík að fá að sjá og upplifa sveitalífið í nokkrar vikur á hverju sumri. Hún mun einnig lifa með mér lengi sú minning að þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann og sérstaklega þótti þér vænt um hana ömmu og afkom- endur þína, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi, sam- band okkar nafna var alltaf ein- staklega gott og kveð ég þig nú með miklum söknuði en að sama skapi skilurðu eftir þig fallegar og góðar minningar sem verða mér alltaf mjög kærar. Garðar Sævarsson. Nú er afi minn Garðar fallinn frá, mig langar að segja frá upp- vexti hans í stórri og ástríkri fjöl- skyldu á Kárastígnum og harð- neskjulegum Austurbæjarskól- anum sem kenndi honum helst að hann væri ekki nógu góður. Frá honum og ömmu, börnunum, Hjallaveginum, ferðalögunum sem þau amma fóru í og vinnunni á Rjúpnahæð öll þessi ár. 93 ár í lífi manns. Þar er margt sem ber við og ýmislegt fer öðru- vísi en ætlað var. Það sem er þó mikilvægast er hvernig unnið er úr ævibaslinu. Afi var að upplagi samviskusamur og vandvirkur og hann varð líka frábær sem afi. Þolinmæði hans og góðsemi gagnvart barnabörnum og síðar barnabarnabörnum var endalaus. Tíminn sem hann gaf okkur var gull. Afi sem smíðar kofa, afi sem smíðar kassabíl, afi sem fer í bíla- leik og lagði þannig grunninn að bílaáhuga margra. Þegar áhugi minn á heimilis- störfum var kominn á hættulegt stig um fjögurra ára aldurinn og ég vildi endilega hjálpa honum með uppvaskið, því hann sá oftast um það, taldi hann mér trú um að sér þætti svo leiðinlegt að þvo pottana og hvort ég gæti ekki gert það fyrir sig og auðvitað varð ég himinsæl með það og framlag mitt mikils virði. Það er góð til- finning, en þarna var afi sniðugur að bjarga brothættum diskum og glösum. Afi sem hlustar, hann var góð- ur í því sem öðru. Amma talaði og afi hlustaði, honum fannst hún oft svo klár, þetta var ágætis fyrir- komulag. Það er heldur ekki oft sem fullorðnir hlusta á krakka en afi hlustaði á krakka, það er góð tilfinning að það sé tekið mark á manni. Ég mun sakna þess hve vel hann hlustaði. Ég mun sakna hans. Klettsins í hafinu. Leiðirnar í lífinu eru margar en endastöðin er sú sama og 14. mars var fyrsti dagurinn í lífi mínu án afa míns, mér finnst ég alein. Hann er farinn þangað sem góðmennska og hæverska er að sönnu metin. Það verður það sem hann kenndi okkur helst og það verður okkar að stunda það hérna megin núna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Margrét. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég minnist afa míns. Þegar ég var yngri var svo gaman þegar afi og amma komu í heimsókn í sveitina. Afi smíðaði einu sinni kofa fyrir okkur systkinin, litla kofa sem voru klæddir með tjörupappa, þetta voru flottustu kofar sem ég hafði nokkurn tímann séð, svo komu kýrnar á næsta bæ og átu pappann utan af kofunum, ég held ég hafi aldrei fyrirgefið beljunum þetta skemmdarverk. Hann hafði gaman af að hjóla og hjálpaði okk- ur oft að dytta að hjólunum og sendi okkur bætur og pumpu þeg- ar það vantaði. Afi var alltaf mjög barngóður og hafði góða nærveru. Ég er einstaklega þakklát fyrir að börnin mín fengu tækifæri til að kynnast þessum góða manni. Það var gaman að kynna nýja fjöl- skyldumeðlimi fyrir afa og hann var svo innilega ánægður að hitta afkomendurna og fylgjast með þeim stækka. Á Hjallaveginum passaði afi upp á að börnin færu ekki í stigann og hjálpaði þeim upp og niður eftir þroska, stiginn á Hjallaveginum var svona eins konar þroskamæling, hvenær börnin kæmust í fyrstu tröppuna og svo alveg upp, stiginn hafði líka alveg einstakt aðdráttarafl fyrir börnin, ekki síst vegna einskorð- aðrar athygli afa. Hann hafði inni- legan áhuga á öllu sem maður tók sér fyrir hendur, það var alveg sama hvað það var, alltaf fannst honum það áhugavert og spurði nákvæmlega út í allt því viðkom- andi. Minningar um afa eru eins og þráður í gegnum allt lífið og ég get ekki komið því öllu í eina minning- argrein, en þau orð sem koma í hugann eru fótbolti, ferðalög, hjól, bílar, Hjallavegur, Kárastígur, börn, ís, kex, lítil mjólkurglös, hlátur, bílateppi, besti afi í heimi. Þórhildur. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn á Hjallaveginn til ömmu og afa. Hjallavegurinn var okkar samastaður þegar við fórum í bæj- arferð og þá stjanaði afi við okkur. Þarna kynntumst við öll kókó- puffsi í fyrsta skiptið því það var alltaf til fyrir barnabörnin. Hann fór í bakaríið snemma á morgnana svo við fengum nýbakaða snúða þegar við vöknuðum. Á kvöldin eldaði hann oft ömmu-pitsu fyrir okkur sem hann bar alltaf fram sem pissa, það hvarflaði aldrei að okkur að leiðrétta þann framburð. Hann afi átti einmitt mörg karakt- ereinkenni, eins og þegar hann átti það til að purra vélarhljóð þegar hann var að keyra, sama hljóð og hann gerði þegar hann var að leika með okkur í bíló. Amma og afi heimsóttu okkur oft í sveitina, þau áttu hjólhýsi sem var lagt hérna, það var þeirra samastaður þegar þau komu á sumrin og það var alltaf æðislegt að fá þau í heimsókn. Í nokkur ár var meira að segja keppni á milli okkar systkinanna, sem við tókum mismikinn þátt í, hver væri með snyrtilegasta herbergið því sigur- vegarinn fékk verðlaun frá ömmu og afa. Þó að eitt okkar fengi verð- laun þá fengu hin gjafir svo það kom á endanum á sama stað niður. Í þessum heimsóknum var afi ótrúlega iðinn við að gera eitthvað með okkur hvort sem það var að draga okkur á kassabílnum, leika í bíló, fara í hjólatúra og svo margt fleira. Það var alla vega ekki erfitt að finna eitthvað að gera. Hjóla- ferðirnar voru eftirminnilegastar á haustin því þá gengu þær út á að hjóla á vel valin svæði til þess að fara í berjamó. Vegna aldursmunarins á okkur systkinunum þá upplifðum við allt þetta með afa en á mismunandi tíma. Það er skondið hvernig áhugamál afa og ömmu dreifðust á okkur systkinin. Guðjón fékk áhuga á bílum, Hulda á hestum og Kristján á fótbolta. Afi var iðinn við að sinna þessum áhugamálum með okkur. Hann fór oft á bíla- sölurúnt með Guðjóni, fór með Huldu í hesthúsið til ömmu og spilaði fótbolta við Kristján. Nær- veran sem afi okkar hafði var ein- stök. Það var svo gott að vera ná- lægt honum og að fara í heimsókn á Hjallaveginn. Við systkinin erum svo heppin að hafa átt besta afa í heimi en hann var stór partur af æskuárum okkar. Það var aldrei neinn æsing- ur í afa og hann kenndi okkur að taka lífinu með ró. Hann hefur gefið okkur margar ómetanlegar minningar í gegnum árin og mun- um við sakna samverustundanna með honum. Barnabörnin í Bjarnarhöfn, Guðjón, Hulda og Kristján. Ég mun alla tíð minnast Garð- ars föðurbróður míns fyrir fölskvalausan og dillandi hlátur hans, svo smitandi að öll depurð rauk út í veður og vind. Það var eins og áður óþekkt gleði flæddi um mann og herbergið iðaði af kæti. Þannig hlógu þau reyndar öll í fjölskyldunni við Hjallaveg 64 og gera vonandi lengi enn. Við sáumst í gamla daga fyrst og fremst á Kárastíg eitt í Reykja- vík, húsinu sem afi byggði og fjöl- skyldan bjó í. Ég man eftir róandi djassi sem barst upp úr stráka- herberginu undir stiganum, drossíunni hans afa á fleygiferð austur úr bænum, troðinni af bræðrum og smápollum á leið upp í sandgryfjur til að sparka bolta fram á nótt. Ég man kaffiboð í lautinni austan við sumarbústað- inn í landi Varmadals á Kjalarnesi og við töldum bílana sem komu of- an brekkuna við Leirvogsána. Vegurinn, nákvæmlega eins og hver önnur heimreið mótuð af hestvögnum, taldist samt þjóð- vegur númer eitt milli Reykjavík- ur og Norðurlands. Frumstætt land, vissulega, en skemmtilegt. Það fannst okkur börnunum og fullorðna fólkið virtist líka skemmta sér, að minnsta kosti bræðurnir af Kárastíg eitt. Þegar ég komst til vits og ára bjuggu Garðar og Stína í smáhýsi í Blesugrófinni. Þar rámar mig í hlátrasköll og að ég hafi setið í oln- bogabót pabba í svartamyrkri á leið út í bíl. Skömmu seinna voru þau Stína flutt á Hjallaveginn. Þar voru þau svo alla tíð með börnin fjögur. Garðar var starfsmaður Landsímans, lengst af á verk- stæðinu á Rjúpnahæð þar sem gnæfðu há útvarpsmöstur. Stína var saumakona, sneið og saumaði buxur á stráka, kjóla á stelpur. Fyrir fimmtíu árum saumaði hún brúðarkjólinn á hana Hildi mína. Á þessum árum var svo óskap- lega langt á milli hverfa í bænum. Húsin voru dreifð um holt og hæð- ir. Þétting byggðar var óþekkt hugtak. Kaffiboðin voru sótt á Laugarnesveginn, í Smáíbúða- hverfið, Kleppsholtið, heim á Kárastíg, vestur á Haga, suður í Silfurtún, og á mig og mína bætt- ist Hafnarfjörður. Það byggðarlag var langt í burtu frá Kárastígnum. Þar bjó öðruvísi fólk. Maður fór þangað til að gista. Þegar ég kom úr slíkum leiðöngrum inn í stofu til ömmu á Kárastígnum brást það varla að einhver liti til mín og þættist finna af mér torkennilega lykt. Hvað er þetta, drengur, varstu í Hafnarfirði? Og væri Garðar nærri iðaði stofan allt í einu af hlátri. Þau Kárastígssystk- in voru gegnheilir Reykvíkingar. Reykjavík, hvernig sem hún var; veglaus, dimm, forug í vætutíð, rykug í sólskini, fjörur útbíaðar í skolpi og skít og eiginlega hundl- jót, borgarskarnið. En hún var okkar staður og við vorum í Val, flest á Kárastígnum, eða héldum með Val ef við mættum þar ekki á æfingar – allir nema Garðar. Hann skar sig úr. Hann var KR-ingur. Mér var það algerlega óskiljanlegt. Hvers vegna var Gæi í KR? spurði ég pabba einhvern tíma. Það er og verður ein af ráðgátum lífsins, sagði faðir minn. Ég ætla mér ekki að reyna að leysa þá gátu. Gunnar Gunnarsson. Nú er hann Garðar fallinn frá, gamall vinur og starfsfélagi. Þeg- ar ég kom til starfa á Rjúpnahæð radíó sendistöðinni árið 1947 kynntist ég Garðari Guðjónssyni. Við vorum að vísu ekki saman á vakt fyrstu árin en kynntumst samt vel bæði í og utan vinnu. Garðar var bæði góður og traust- ur samstarfsmaður og vinur og geymi ég margar góðar minning- ar um hann. Við hjónin sendum Kristínu, eftirlifandi eiginkonu, og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Hannes G. Jónsson. Garðar Guðjónsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.