Morgunblaðið - 28.03.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.03.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 Í dag, 28. mars, er nítugasti afmælis- dagur elsku hjart- ans yndislegu móður minnar. Það eru orðin rúmlega níu ár síðan hún varð bráðkvödd. Tíminn staðnaði skyndilega. Pabbi minn hafði einu og hálfu ári áður kvatt þetta líf, saddur líf- daga, og náðum við að kveðja hann hinstu kveðju. En svo lán- söm vorum við systkinin ekki þegar mamma okkar féll frá. Að geta kvatt ástvin er ómetanlegt. Skyndilegt fráfall skilur eftir margar spurningar og svo djúpa sorg að auðnast ekki að kveðja. Árið 2006 var æskuheimilið til nær 50 ára selt og mamma festi kaup á fallegri íbúð á 7. hæð í Ból- staðarhlíð 41. Hvert sem litið var sá hún til fjalla og út á sjó. Útsýn- ið sem hana hafði dreymt um að hafa, enda naut hún þess að sitja á svölunum sínum, sveitastúlkan sem alin var upp í faðmi fagurrar náttúru í Grafningnum sem seinna varð griðastaður okkar fjölskyldunnar þegar byggður var þar bústaðurinn Bjarkarhlíð árið 1968. Þar áttum við ómetan- legar stundir ásamt yndislegu móðurömmu minni Kristínu, sem bjó hjá okkur. Þvílík forréttindi að fá að alast upp með ömmu sinni fram að 21 árs aldri. Amma var fjársjóður, hafsjór af fróðleik og lífsreynslu. Þremur og hálfu ári eftir frá- fall mömmu varð yndið mitt hann bróðir minn einnig bráðkvaddur aðeins fimmtugur. Veröld mín hrundi þá endanlega á einu auga- bragði. Það gat ekki átt fyrir mér að liggja rúmlega fertugri að lifa einnig án hans. Það er sárt og tómlegt á afmælis- og tyllidögum að lifa án þeirra. Skrefin mín þung og söknuður við hvern and- ardrátt. Það skilja þeir einir sem hafa misst svo skyndilega og átt einstakt og svo innilega kærleiks- ríkt fjölskyldusamband eins og Þórdís Todda Guðmundsdóttir ✝ Þórdís Todda Guðmunds- dóttir fæddist 28. mars 1928. Hún lést 3. janúar 2009. Útför Þórdísar Toddu fór fram 14. janúar 2009. við, litla fjölskyldan, áttum. Svo innilegt að um var talað. Við mamma vor- um ekki bara mæðgur heldur líka bestu vinkonur. Ef við vorum ekki sam- an þegar tími gafst til þá heyrðumst við, stundum oft á dag. Buðum hvor annarri ávallt góðan dag og góða nótt. Ég var og er svo stolt af móður minni. Þessari kærleiksríku, ósérhlífnu, fallegu, tignarlegu, gullhærðu konu sem gerði það að ævistarfi sínu að líkna öðrum. Hún var ævintýragjörn. Fór til Ameríku og bætti þar við skurð- stofuhjúkrunarnám sitt og eftir heimkomuna vann hún og kenndi nemum á skurðdeild Landspítal- ans. Það var lán í óláni að hún var í tveimur hollum; mamma smit- aðist af berklum í námi sínu en eignaðist í kjölfarið fleiri holl- systur sem voru alla tíð eins og einn maður. Traustar og einstak- lega góðar vinkonur alla tíð. Mamma var sterk kona sem gekk í gegnum ýmsa erfiðleika. Eitt af því sem hún fór í gegnum og ég hugsa oft um þessa dagana er að árið 1964 fæddi hún and- vana dreng komin sjö mánuði á leið. Þetta áfall reitir mig til reiði því þetta átti sér óafsakanlega ástæðu og hefði ekki þurft að ger- ast. Ég spyr mig hvort ég ætti kannski bróður á lífi í dag eða ef svo væri hefði ég ekki orðið til. Ég var svo lánsöm að eignast tvíbura árið 1997 sem móðir mín sá ekki sólina fyrir. Stúlkan var skírð í höfuðið á mömmu og drengurinn í höfuðið á föðurafa sínum Steinari. Sterkt og innilegt samband var á milli Toddanna beggja. Ég bið algóðan Guð að varð- veita fjölskylduna mína sem farin er. Ég mun sakna þeirra á meðan ég lifi en ylja mér við fallegar og góðar minningar og hlakka óend- anlega mikið til endurfundanna þegar minn tími kemur. Minning- in um yndislega fólkið mitt og einstaka ástríka móður lifir. Þín elskandi dóttir, Guðrún Kristín Erlingsdóttir. og var óhræddur að fela öðrum forystu á ýmsum sviðum starf- seminnar. Þannig hnýtti hann saman öfluga liðsheild. Eins var hann öllum hnútum kunnugur í skólahúsinu og þekkti þar hvern krók og kima. Þá vann hann náið með foreldrum hverfisins. Sam- starf hans við Héðin Pétursson aðstoðarskólastjóra var farsælt. Eftir hrun þrengdi mjög að rekstri skólans. En Guðmundur barðist einarðlega fyrir því að halda uppi lögbundinni þjónustu við nemendur við misgóðar und- irtektir embættismanna. Það tók á. Þrotinn að kröftum lét hann af störfum fyrir fáeinum árum. Eftir það lét hann til sín taka í Hollvina- félagi Austurbæjarskóla og varð fljótt formaður þess. Þegar horft er um öxl er ljóst, að ungi mað- urinn úr Hvalstöðinni reyndist hvalreki. Hann var næmur á sér- stöðu skólans og byggði á löngum ferli brú milli kynslóða ungra og gamalla kennara, brú sem ekki má brjóta. Þökk sé Hjalta Jónassyni sem réð hann ungan til starfa. Sömuleiðis Birni Bjarnasyni, þá- verandi menntamálaráðherra, sem fór að óskum kennara og veitti honum stöðu skólastjóra á sínum tíma, þó fleiri væru um hit- una. Þökk sé Guðmundi Sighvats- syni fyrir gæfuríka samvinnu, ein- staka vináttu og ótal ánægju- stundir í leik og starfi. Fyrir hönd gamalla samstarfs- manna, Erling Aðalsteinsson, Jón Gunnar Sveinsson, Héðinn Pétursson, Jason Ívarsson, Pétur Hafþór Jónsson. Í Skólavörðuholtið hátt hugur- inn skoppar núna kvað Þórbergur eitt sinn. Þegar ég minnist fyrr- verandi starfsfélaga míns og vinar Guðmundar Sighvatssonar, fyrr- verandi skólastjóra í Austurbæj- arskóla, er ekki laust við að hug- urinn skoppi upp á Skóla- vörðuholt. Guðmundur starfaði í Austurbæjarskóla í 42 ár, frá 1973-2015. Við Guðmundur vorum sam- ferða í gegnum starfsævina sem kennarar og skólastjórar í Reykjavík. Við kynntumst fyrst vel 1996, þegar við störfuðum saman í kröftugum hópi skóla- stjóra sem höfðu þann metnað að gera reykvíska grunnskóla að bestu skólum. Hvert sem málefnið var og hver sem umræðan var lagði Guðmundur alltaf inn í hana sjónarmið nemenda, þar sem hann stóð ætíð vörð um velferð þeirra og réttindi. Á þessum árum var Austurbæjarskóli einn af fáum skólum í Reykjavík sem tóku við börnum af erlendu bergi brotnum, sem voru nýflutt til landsins. Guðmundur gerði allt sem hann gat til að taka vel á móti þessum börnum og aðlaga þau að íslensku skólakerfi. Ég man eitt sinn umræðu um að börnin yrðu að hafa íslenska kennitölu til að komast inn í reykvíska skóla. Stundum vildi það dragast úr hömlu að kerfið afgreiddi mál þessara bana. Guðmundur varð verulega pirraður yfir þessum seinagangi og sagðist ekki vita til þess að neinar rannsóknir sýndu að börn gætu ekki gengið í skóla eða lært nema að þau hefðu kenni- tölu og því væru öll börn velkomin í Austurbæjarskóla með eða án kennitölu. Það sem einkenndi Guðmund sem skólamann var hversu mikill mannvinur hann var, hve sterkt hann barðist fyrir réttindum allra barna og hversu vel hann treysti sínu nánasta samstarfsfólki. Hann var lausnamiðaður og sá alltaf léttu hliðarnar á öllum málum þó að hann hefði ákveðin viðmið sem hann hvikaði ekki frá. Guðmundur var vinsæll meðal nemenda sinna vegna þess hve réttlátur hann var og alþýðlegur í framkomu. Þegar Austurbæjarskóli hélt upp á 80 ára starfsafmæli sitt árið 2010 og nemendafélagið ákvað að láta út- búa einkennandi skólapeysur kom ekki annað til greina en að hafa mynd af Guðmundi skólastjóra framan á. Í starfi mínu sem fræðslustjóri í Reykjavík frá 2007-2016 leitaði ég oft ráða hjá Guðmundi og þá sérstaklega er kom að erfiðri ákvörðunartöku í hruninu. Ég vissi að hægt var að treysta innsæi hans og reynslu hvernig best væri staðinn vörður um velferð nem- enda og menntun á erfiðum tím- um. Hafðu þakkir fyrir öll þín góðu ráð, minn kæri vinur. Um leið og ég þakka Guðmundi fyrir samstarfið og samveruna í yfir fjóra áratugi vil ég fyrir hönd fræðsluyfirvalda í Reykjavík þakka fyrir öll þau ár sem hann helgaði starfskrafta sína börnum og ungmennum í borginni og þá sérstaklega fyrir árin hans í Aust- urbæjarskóla. Með Guðmundi er fallinn frá einstakur mannvinur og einlægur talsmaður barna. Ég kveð þig, kæri vinur, með orðum Bólu-Hjálmars: Far svo til æðri farsældar úr félagi voru blessaður, önd þinni héðan álengdar andi vor fylgir þakklátur. Ég sendi fjölskyldu Guðmund- ar innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Þorsteinsson. Í dag er Guðmundur vinur minn kvaddur eftir rúma 66 ára jarðvist. Gaman hefði verið að njóta lengri tíma með honum en það var ekki í boði. Ég vil trúa því að við getum tekið aftur upp reglulega fundi, þó síðar verði! Við hittumst fyrst haustið 1969 í Kennaraskólanum. Kennó var stundum kallaður „súper-gaggó“, þar sem hægt var að útskrifast með íþróttakennarapróf 18 ára gamall og tvítugur með almennt kennarapróf! Við vorum í stærsta árgangi kennaranema en jafn- framt þeim síðasta áður en Kenn- araháskólinn varð til. Þá vantaði ekki kennaraáhugann og drengir- voru álíka margir og stúlkur í skólanum. Þessi árgangur skilaði sér vel út í skólana og tiltölulega margir úr árganginum urðu stjórnendur. Tilviljun réð því að við Guð- mundur lentum í sama bekk. Næstu sex árin voru við meira eða minna saman í leik og starfi. Í Kennó, í Hvalnum og í Austur- bæjarskóla. Guðmundur var lítið fyrir að skipta um vinnustað. Á plani var hann sextán eða sautján vertíðir og sem kennari/skóla- stjóri í Austurbæjarskóla rúm 40 ár. Guðmundur var einstakur mað- ur. Vel skarpur og réttsýnn. Fylgdist vel með stjórnmálum og hafði ákveðnar skoðanir. Einstakt jafnaðargeð einkenndi Guðmund og mikil hlýja, hann virtist alltaf vera í góðu skapi og sá spaugileg- ar hliðar á flestu því kímnigáfu hafði hann ríka. Jákvæður og vel- viljaður, löngu áður en menn fundu upp á því að hafa það sem einhverja skólastefnu. Honum var það eðlilegt. Öllum nemendum var hann sanngjarn og góður kennari. Hann kunni þá list að mismuna engum. Þar áttu nemendur Aust- urbæjarskóla hauk í horni, sem stóð með þeim í einu og öllu. Hann var afar minnugur, t.d. þekkti hann alla nemendur skólans með nafni og mundi afmælisdag og fæðingarár allra starfsmanna sinna á hverjum tíma. Eftir að hann varð stjórnandi í Austurbæj- arskóla mætti hann fyrstur í vinn- una og fór síðastur heim. Lengi væri hægt að telja upp kosti Guðmundar og afrek en þar sem það yrði ekki gert í hans þágu fær það að liggja milli hluta. Hafðu þökk fyrir samfylgdina og vináttu sem aldrei bar skugga á. Elsku Guðrún, Gunnhildur, Sigga Hrönn, Atli Örn, Soffía og börn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þið hafið misst mikið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elmar Þórðarson. Hljóður varð ég, sem heyrði blæinn segja hvarf þitt úr leiknum mitt í sumarskini; fer nú að verða fátt um kæra vini, forsæla í dal og nokkur raun að þreyja … Höfgar daggir brúði þína beygja, bregður nú húmi á glókollana þína. Eitt er þó víst, að æskan þekkir sína. Áfram mun hún þitt stríð til sigurs heyja. Gullhamrar yfir góðum manni þegja grætur í hjarta lítil rós úr blóði. Líf þitt var stef úr Íslands unga ljóði, ástríkur tónn sem skírðist við að deyja. (Jóhannes úr Kötlum) Í dag er til moldar borinn mikill öðlingur, Guðmundur Sighvats- son, kennari, skólastjóri og nú síð- ast formaður Hollvinafélags Aust- urbæjarskóla. Mikill er okkar missir og vand- séð hvernig við komumst af án Guðmundar, sem verið hefur lífið og sálin í þessum félagsskap frá upphafi og lykilmaður í öllu sem gert hefur verið. Skólamunastof- an, sem félagið hefur komið upp, byggist að mestu á hans starfi við að halda saman og varðveita muni og gögn úr sögu skólans. Ótaldar eru vinnustundir hans við það og þekking hans á kortum, myndum, gömlum kennslutækjum og bók- um var óþrjótandi. Það var auðvelt að hrífast með af brennandi áhuga hans fyrir málefnum skólans bæði fyrr og síðar. Draumur hans var að saga skólans yrði sem sýnilegust í skólamunastofunni og þá allar hliðar skólastarfsins í tímans rás. Þær voru í hans huga allar jafn- réttháar og allar jafnmerkilegar. Það sama gilti um fólk. Guð- mundur var mannvinur og fólki leið vel í návist hans. Hans verður sárt saknað af fjöldamörgum. Guðmundur Sighvatsson var merkilegur maður; ljúfmenni en þó stefnufastur, enginn hávaða- maður en þó heyrðu allir hvað hann sagði, skipaði engum fyrir en samt gerðu allir eins og hann vildi, var ekki með nein sérstök blíð- mæli við nemendur en samt þekktu þeir hann allir og elskuðu hann og virtu. Margir hafa tárfellt þessa síðustu daga. Við höfum misst kæran vin og ógleymanlegan, göfugan mann. Hollvinafélag Austurbæjar- skóla færir Guðmundi Sighvats- syni hinstu kveðju með djúpri virðingu og hjartans þökk og að- standendum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Stjórnin: Nína, Sigrún Lilja, Pétur, Halldór, Jón Gunnar, Dagný.Mig setur hljóða, kær félagi til margra ára er skyndilega fallinn frá, hafði ný- lokið ævistarfinu og ætlaði að njóta lífsins. Guðmund kannaðist ég laus- lega við þegar ég sem nýr stjórn- andi við Einholtsskóla fékk hann sem mentor. Ég hafði aldrei unnið með unglingum sem áttu í þeim gríðarlega vanda sem nemendur skólans voru að glíma við. Við Guðmundur áttum margar góðar stundir saman og hann gaf mér það veganesti að ætíð skyldi ég hafa velferð nemenda minna að leiðarljósi, sama hversu stór stafl- inn á skrifborðinu væri, nemendur væru nr. 1, 2 og 3. Vandi nemend- anna væri stór en allir ættu þeir jákvæðar hliðar og það þyrfti að finna þær og styrkja og ég skyldi ætíð hafa trú á nemendum. Ég man að eitt sinn hringdi ég í Guð- mund og var með vangaveltur um hvert ég ætti að leita vegna alvar- legra erfiðleika eins nemanda. Guðmundur sagði við mig, láttu hjartað ráða för, það er oftast besta leiðin, kerfið er kannski ekki sátt við þá leið en nemandinn mun eflaust hagnast á því. Alltaf þegar við hittumst þá spurði Guðmund- ur um nemendurna og hvernig mér gengi í samskiptum við þá, ekki hvernig bókhaldið eða skrif- finnskan gengi. Honum var mikið í mun að leiðbeina mér í þessum samskiptum og tókst það svo sannarlega. Guðmundur var alltaf hress og reyndi að sjá það já- kvæða í aðstæðunum hverju sinni. Ég minnist Guðmundar með miklu þakklæti fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þurfti á honum að halda. Ég bý enn að því leiðarljósi sem lýsti mína leið í Einholtsskóla að huga ætíð að vel- ferð nemenda og jákvæðu hliðum þeirra og að hafa trú á þeim. Ég kveð Guðmund með sorg í hjarta og þakka honum leiðsögn- ina sem nýtist mér enn í dag. Elsku vinur, hvíldu í friði. Björk Jónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guðmund Rúnar Sig- hvatsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samhug og vinarhug við andlát og útför okkar kæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, Langholti 27, Akureyri. Stefanía Traustadóttir Maríanna Traustadóttir Ásgeir Adamsson Ólafur Traustason Brian Mernic Gestur Traustason Hulda Gunnarsdóttir Ingveldur Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til allra sem sýndu samkennd og hlýhug við andlát SALÓMONS GUNNLAUGS GÚSTAFS KRISTJÁNSSONAR, Erluhrauni 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fá Gunnar Bjarni og Örvar krabbameinslæknar svo og Kristjana og starfsfólk 11C. Heimahjúkrun Landspítalans og starfsfólk Líknardeildar Kópavogs. Guð blessi ykkur. Ingibjörg Kjartansdóttir G. Margrét Salómonsdóttir Júlíus Jóhannesson Hulda S. Salómonsdóttir Steingrímur Ólason Kjartan F. Salómonsson Kolbrún K.B. Alexandersdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR KRISTINSSON símvirki, Háaleitisbraut 47, sem lést þriðjudaginn 13. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. apríl klukkan 16. Guðrún Margrét Jóhannsdóttir Matthildur Birgisdóttir Jóna Hanna Birgisdóttir Ása Birgisdóttir Páll Heiðar Högnason barnabörn og aðrir aðstandendur Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, lést föstudaginn 16. mars. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Líknardeild Landspítalans. Halldór Th. Lárusson Lárus Gísli Halldórsson Guðríður Sverrisdóttir Brynjar J. Halldórsson Kristjana Friðbjörnsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.