Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 Undanfarin ár hafa Gummi Hjalta, Stebbi Jóns og fé- lagar boðið upp á heiðurstónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og að þessu sinni verða þau Janis Joplin og Joe Cocker heiðruð með tvennum tónleikum, í kvöld og ann- að kvöld kl. 21. Flytjendur verða söngkonan Þórunn Snorradóttir, Hjörtur Traustason sem leikur á gítar og syngur, líkt og Jón Hallfreð Engilbertsson, Tumi Þór Jó- hannsson leikur á trommur, Stefán Steinar Jónsson syngur og leikur á hljómborð og Guðmundur Hjaltason leikur á bassa og syngur. Janis Joplin Tónleikar Joplin og Cocker til heiðurs Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hef það alltaf að markmiði að bjóða upp á mjög ólíka stemningu milli ára. Í fyrra var ég með háklassíska dagskrá, en í ár fæ ég til liðs við mig hina mögnuðu tónlistar- konu Eivøru Pálsdóttur og tón- skáldið og píanóleikarann Trónd Bogason frá Færeyjum,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, sem í 21. sinn stendur fyrir tónlistar- hátíðinni Músík í Mývatnssveit um bænadagana. Fyrri tónleikar hátíð- arinnar verða í félagsheimilinu Skjólbrekku á morgun, skírdag, kl. 20 og þeir seinni í Reykjahlíðar- kirkju föstudaginn langa kl. 20. Mið- ar eru seldir við innganginn á báðum stöðum og veitingar í hléi á tónleik- unum í Skjólbrekku. Eivør eins og náttúruafl Auk Eivarar og Tróndar koma fram með Laufeyju hörpuleikarinn Elísabet Waage og kontrabassaleik- arinn Hávarður Tryggvason. „Á þeim rúmum tveimur áratugum sem ég hef staðið fyrir Músík í Mývatns- sveit um bænadagana hefur Elísa- bet aðeins einu sinni áður komið fram en Hávarður margoft,“ segir Laufey og tekur fram að það hafi í raun verið sambýlismaður hennar heitinn, rithöfundurinn Þorsteinn frá Hamri, sem hafi hvatt sig til að fá Eivøru til að koma fram í Mývatns- sveit. „Hann var svo hrifinn af því hvernig hún nýtir sér færeyska menningararfinn í sinni tónlist og vísar markvisst í þjóðlögin. Ég hef líka verið aðdáandi hennar lengi, því hún er einstök – eins og náttúruafl. Ég er afskaplega þakklát fyrir að Eivør og Tróndur skuli gefa sér tíma til að vera með, enda er hún bókuð í tónleikahald út um allan heim,“ seg- ir Laufey og tekur fram að ekki spilli fyrir að Eivør hafi tengsl við Mý- vatnssveitina í gegnum tónlistar- hjónin Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur og Jón heitinn Stefánsson, sem Eivør bjó hjá þegar hún fluttist til Íslands á sínum tíma til að nema söng hjá Ólöfu Kolbrúnu. Tangóar og velskt þjóðlag Að vanda verður boðið upp á ólík- ar efnisskrár kvöldin tvö í dymbil- viku. „Á tónleikunum í Reykja- hlíðarkirkju á föstudaginn langa reynum við að mynda eina heild þar sem ekki er klappað á milli verka. Þar mun ríkja íhugul stemning. Tón- leikarnir í Skjólbrekku á skírdag eru venjulegir kammertónleikar. Þar mun hljóma ástríðufyllri tónlist,“ segir Laufey en meðal þess sem verður flutt eru tangóar eftir arg- entínska tónskáldið Astor Piazzolla sem útsettur er fyrir fiðlu og kontra- bassa. „Við Hávarður höfum haft gaman af því að spreyta okkur á tangóunum í dúettformi.“ Af öðrum tónskáldum á efnis- skránni má nefna Frakkann Gabriel Fauré, Rússann Reinhold Glière sem samdi mikið fyrir hörpu og bassa, Ítalann Giovanni Bottesini og Argentínumanninn Alberto Ginastera auk þess sem Elísabet spilar velskt þjóðlag með tilbrigðum fyrir hörpu. „Síðan mun Eivør flytja eigið efni bæði ein og með okkur í út- setningum sem Tróndur hefur gert.“ Að sögn Laufeyjar eru heima- menn í ríkari mæli að taka þátt í Músík í Mývatnssveit. „Þess má geta að vinkonur mínar í Vogafjósi hafa gefið mat sem boðið er upp á í hléinu í Skjólbrekku, sem ég er mjög þakklát fyrir.“ Aðspurð segir hún tónleikagesti að stórum hluta vera Mývetninga og nærsveitamenn, auk þess sem ferðamenn mæti auðvitað líka. „Tónleikarnir eru svo ólíkir og því eru mjög margir sem mæta bæði kvöldin, sem er afskaplega ánægju- legt,“ segir Laufey að lokum. Ólík stemning milli ára  Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit haldin í 21. sinn í dymbilviku  Á efnis- skránni eru verk eftir Fauré, Piazzolla og Eivøru Pálsdóttur sem er meðal flytjenda Morgunblaðið/Hari Strengir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari á æfingu fyrr í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Eftirsótt Eivør Pálsdóttir flytur eigið efni á tónleikunum tveimur. Ljóðskáldið Linda Vilhjálmsdóttir hreppti um liðna helgi verðlaun sem kallast upp á ensku „European Poet of Freedom“, og mætti kalla „Evr- ópska frelsisskáldið“, á alþjóðlegu ljóðahátíðinni í Gdansk í Póllandi sem kennd er við ljóðagerð um frelsi og haldin var í fimmta sinn. Verðlaunin hlaut Linda fyrir ljóðabókina Frelsi, sem kom út árið 2015. Átta skáld víðsvegar að úr Evrópu kepptu um verðlaunin og höfðu tilnefndar bækur þeirra allra verið þýddar á pólsku. Jacek Godek þýddi Frelsi og nefnist bókin Wolnoœæ á pólsku. Linda og Godek tóku saman við verðlaununum á hátíðinni. Verð- launaféð sem Linda hlaut nemur 100.000 zloty, nær þremur millj- ónum króna, og þá fékk þýðandinn 20.000 zloty í sinn hlut. Þess má geta að Godek hefur þýtt allnokkrar íslenskar bækur á pólsku, meðal annars verk eftir Steinar Braga, Hallgrím Helgason, Jón Kalman Stefánsson og Viktor Arnar Ingólfsson, auk ljóða eftir Jónas Hallgrímsson. Markmið hátíðarinnar er að heiðra og kynna þann þátt ljóðlistar sem, eins og segir í stefnuskrá hátíð- arinnar, fæst við eitt mikilvægasta viðfangsefnið fyrir lesendur í dag – frelsi – á afgerandi listrænan hátt. Verðlaun Þýðandinn Jacek Godek og Linda Vilhjálmsdóttir í Gdansk. Hreppti frelsis- verðlaun Bók Lindu Vilhjálms- dóttur verðlaunuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.