Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Verkið Crescendo eftir Katr-ínu Gunnarsdóttur varfrumsýnt í Tjarnarbíói síð-astliðinn fimmtudag. Titill-
inn hefur tilvísun til tónlistar og end-
urspeglar þá byggingu verksins að
það vex og hnígur frá einum hluta til
þess næsta. Ekki er stefnt að
ákveðnum hápunkti eða úrlausn
heldur skynjum við heildina eins og
hægan öldugang í hreyfingu og söng.
Við smíði verksins leitar höfund-
urinn í reynsluheim kvenna, lík-
amlega vinnu þeirra og endurtekn-
ingu í hreyfingum, með það að
markmiði að skapa aðstæður fyrir
nána kvenlæga samveru, samhug og
samruna.
Katrín Gunnarsdóttir hefur fengið
verðskuldaða athygli fyrir verk sín
sem hafa verið sýnd bæði hér heima
og erlendis, en í fyrra hlaut hún
Grímuna sem dansari ársins fyrir
verkið Shades of History.
Crescendo er ljóðrænt og draum-
kennt verk og það kallar fram hug-
renningar um einhvers konar hand-
anheim. Formið er skýrt og einfalt,
þar sem hver hluti eða þáttur opnast
og lokast inn í sjálfan sig eins og
hringur, og heildin sömuleiðis. Á
sviðsgólfinu er ferningslaga dúkur
úr velúr eða ull sem eins og sandur
ýmist ýfist upp eða þjappast með
dönsurunum í gegnum verkið. Í byrj-
un sér áhorfandinn fótspor í dúkn-
um, sem er hægt að túlka sem um-
merki eftir manneskjuna í gegnum
söguna. Lýsingin er einföld og falleg
og styður vel við verkið.
Það er undirliggjandi grunnpúls í
verkinu sem minnir á hægan hjart-
slátt og leiðir áhorfendur inn í trans
eða hugleiðslu. Dansararnir þrír,
táknræn þrenning, dansa sem ein
manneskja og persónuleiki þeirra er
þannig afmáður. Þær eru heild sem
túlka má sem fulltrúa fyrir konur al-
mennt eða mannkynið allt. Þetta er
afskaplega krefjandi verk fyrir dans-
ara, og þær gerðu þetta mjög vel.
Það þarf mikla nákvæmni til að vera
svona samtaka í hreyfingum og ofan
á allt skapa þær líka stóran hluta af
hljóðmyndinni með söng sínum og
andardrætti. Hljóðmyndin grípur
síðan tónana og bergmálar þá. Í
miðju verkinu mátti heyra eins og úr
fjarska seiðandi drónakennd hljóð
sem kallaði fram ógn í huga áhorf-
andans. Það er mikil kúnst hjá hljóð-
myndahöfundi að skapa þessa fjar-
lægð með hljóði sem víkkaði sviðið og
gaf því óendanlega dýpt – eins og
sviðið væri allur heimurinn. Í bland
við appelsínurauða lýsingu minnti
þetta á heimsendi, eins og bjarmi frá
kjarnorkusprengju; eitthvað hefur
gerst, og þetta er eftirhljómur enda-
lokanna. Sviðsmynd, hljóðmynd, lýs-
ing og búningar unnu vel saman í að
búa til andrúmsloft sem hrífur áhorf-
andann með. Reykurinn sem kom
inn á nokkrum stöðum var þó klisju-
kennt stílbrot og tók athygli frá
dansinum.
Í kynningu á verkinu er lögð
áhersla á að það sé byggt á tilvís-
unum til líkamlegrar vinnu kvenna
og minnst á að það hafi tengingu inn í
menningarlandslagið í dag í ljósi
meðal annars #metoo-byltingar-
innar. Verkið skapar hugrenninga-
tengsl við baráttu kvenna í gegnum
tímann. Konur hafa löngum verið
tengdar við jarðbundnari þætti, sem
endurspeglast í verkinu með því að
dansararnir dansa stóran hluta
verksins á hnjánum. Rauði liturinn
og áferðin minnir okkur á blóðið sem
úthellt hefur verið í tímans gangi.
Konurnar þrjár verja hver aðra,
hughreysta, elska, styðja, bæla,
þora, hreyfa og breyta heiminum.
Það er auðvelt að tengja við þær um-
byltingar sem eiga sér stað núna
þegar kemur að baráttu fyrir jafn-
rétti, kynvitund og betri samskiptum
kynjanna. En verkið er einnig um
manneskjuna og mannkynið allt,
samkenndina og hið sammannlega.
Það er því í raun óþarfi að tengja
verkið fyrirfram við feminískar bylt-
ingar, því það talar fyrir sig sjálft.
Það er ljóð sem við skiljum án þess
að vita neitt fyrirfram. Ekki skal
gera lítið úr allri rannsókninni sem
liggur að baki, en hún skiptir áhorf-
endur þannig séð ekki máli og það er
einn styrkur verksins. Við finnum
fyrir öldunum í verkinu, bæði í hreyf-
ingum og hugmyndafræði, og við
sem áhorfendur fáum að fljóta með.
Hér fær einfaldleikinn að njóta sín
og fyrir vikið verður hver hreyfing
eða söngtónn mun mikilvægari. Þeg-
ar fer að líða að lokum verða hreyf-
ingarnar hægari og birtan í dúr-
hljómum söngsins tekst á við
skuggana og tregann sem má lesa úr
svip dansaranna. Síðan fæðist ein-
staklingurinn í örstutta stund þegar
konurnar þrjár bráðna inn í brosið
og vitund þeirra hverrar um aðra
kviknar. Sú stund fékk mikilvægi sitt
út af einlægni og einfaldleika verks-
ins. Án hennar hefði það fengið á sig
annan blæ og setið eftir sem draum-
ur og heimur öldufalls og endurtekn-
inga. Það hefði líka verið áhugavert
en þessi endir leyfði áhorfendum að
dvelja eftir með gleðitilfinningu. Með
því að fara síðan aftur í byrjunar-
hreyfinguna bindur endirinn verkið
saman í hring og gefur tilfinningu
fyrir eilífðinni.
Það er ferskur andvari fyrir sviðs-
listasenuna að fá verk þar sem feg-
urð og blíða ríkir með list dansarans,
og gott að sjá líkamlegan dans í
svona ljóðrænni framsetningu.
Kannski er það hin nýja róttækni að
taka burt allt skraut og fara aftur í
kjarnann, það virkar allavega vel
hér. Crescendo er tregafullt, sæt-
súrt, einlægt, sárt og blítt – allur
skalinn, eins og manneskjan.
Ljósmynd/Owen Fiene
Kjarninn „Crescendo er tregafullt, sætsúrt, einlægt, sárt og blítt – allur skalinn, eins og manneskjan,“ segir rýnir
um dansverk Katrínar Gunnarsdóttur og að gott sé „að sjá líkamlegan dans í svona ljóðrænni framsetningu.“
Tjarnarbíó
Crescendo bbbbn
Danshöfundur: Katrín Gunnarsdóttir.
Dansarar: Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja
Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir.
Sviðsmynd og búningar: Eva Signý
Berger. Hljóðmynd: Baldvin Þór Magn-
ússon. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústs-
son. Dramatúrgía: Alexander Roberts
og Ásgerður G. Gunnarsdóttir.
Sýnt í Tjarnarbíói 22. mars 2018.
NÍNA
HJÁLMARSDÓTTIR
DANS
Öldur eilífðarinnar
Formleg vígsla og opnun bættra og
aukinna salarkynna Listasafnsins á
Akureyri mun tefjast frá því sem
áður var tilkynnt og verður á Ak-
ureyrarvöku í lok ágúst. Sömu helgi
verður 25 ára afmæli safnsins fagn-
að.
Viðamiklar breytingar standa yf-
ir í Listasafninu. Heilli hæð er bætt
við safnið og tengt yfir í Ketilhúsið.
Áður hafði verið stefnt að því og
kynnt hér í blaðinu að nýju húsa-
kynnin yrðu vígð um miðjan júní en
í tilkynningu frá Hlyni Hallssyni
safnstjóra segir að „fyrir allnokkru
varð ljóst að þær væntingar gætu
ekki staðist“. Starfsemi safnsins
heldur engu að síður áfram í Ket-
ilhúsinu í sumar, eins og síðustu
misseri. Í ágústlok verður síðan
blásið til mikillar listahátíðar með
opnun sex nýrra sýninga í sölum
safnsins, auk þess sem nýtt kaffihús
og safnbúð taka til starfa.
Hlynur bindur vonir við að
stækkun Listasafnsins verði ferða-
þjónustu á Akureyri mikil lyftistöng
og bæjarbúum ánægjuefni. „Í öllum
stærri borgum heims eru góð lista-
söfn meðal þess sem ferðamenn
vilja helst heimsækja … Ég held að
með þessum framkvæmdum komist
Listasafnið á Akureyri í slíkan flokk
safna og verði eitt helsta aðdráttar-
afl og skrautfjöður bæjarins.“
Listasafnið opnað í ágúst
Ljósmynd/Ragnar Hólm
Frankvæmdir Listasafnið á Akur-
eyri mun stækka verulega.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Þri 15/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s
Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s
Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s
Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas.
Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s
Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s
Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s
Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s
Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s
Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s
Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s
Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s
Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s
Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s
Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s
Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas.
Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn
Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn
Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn
Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn
Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Nýtt leikverk byggt á hrífandi skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur.
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Efi (Kassinn)
Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu Fös 6/4 kl. 19:30 Auka
Margverðlaunað og spennandi verk !
Faðirinn (Kassinn)
Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 32.sýn
Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 33.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Þri 10/4 kl. 11:00
kirkjub.klaustur
Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss
Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00
Hveragerði
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00
Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið)
Fös 20/4 kl. 10:00 Ég get Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og
úlfurinn
Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og
Siggi
Fös 20/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og
Siggi
Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og
úlfurinn
Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get
ð
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Matur