Morgunblaðið - 28.03.2018, Page 36

Morgunblaðið - 28.03.2018, Page 36
„Lokakafli deildakeppninnar var erf- iður fyrir okkur því síðustu sjö eða átta leikirnir voru leikir þar sem mik- ið var undir. Það var erfitt að þurfa að vinna marga leiki á þessum kafla en ákveðinn léttir fyrir liðið að það skyldi takast og að liðið sé komið í úrslitakeppnina,“ segir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, ein traustasta stoðin í körfuknattleiksliði Skallagríms sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts- ins eftir mikinn endasprett. »4 Mikil pressa á liðinu á lokasprettinum MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 87. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Gekk í veg fyrir bíl 2. Göngustígurinn er eitt drullusvað 3. Sá fjórtán ísbirni á sólarhring 4. Bauð annarri konu í kafbátinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst á morgun á Ísafirði og stendur yfir í þrjá daga og er hátíðin nú haldin í fimmtánda sinn. Hljómsveitir og plötusnúðar munu troða upp og fer aðaldagskráin fram í Kampa- skemmunni á föstudaginn langa og á laugardaginn. Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Kolrassa krók- ríðandi, Dimma, 200.000 naglbítar, Auður, Hatari, Between Mountains, Á móti sól, Une misére, Kuldaboli og sigursveit Músíktilrauna í ár, Ateria. Af plötusnúðum má svo nefna DJ Mugison og DJ Jón Pál sem er bæj- arstjóri í Bolungarvík. Frekari upplýs- ingar um hátíðina má finna á aldr- ei.is. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Aldrei fór ég suður í fimmtánda sinn  Skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör, sem í enskri þýðingu ber titilinn Hotel Silence, hlýtur prýðilegan dóm í dagblaðinu Financial Times og segir m.a. í honum að taktinum í skrifum Auðar og stemningunni sé ágætlega lýst sem bjöguðum. Auður skrifi í bókinni um góðan karlmann í kreppu og þau skrif einkennist af hrárri feg- urð. Auður hlaut Ís- lensku bókmennta- verðlaunin í flokki fagurbókmennta í fyrra fyrir Ör og er tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs fyrir Ís- lands hönd í ár fyrir skáld- söguna. Gagnrýnandi FT hrif- inn af bók Auðar Övu Á fimmtudag (skírdagur) Hæg austlæg eða breytileg átt, en norðaustan 8-13 syðst. Slydda eða rigning SA-til framan af degi, þurrt annars staðar og víða bjart veður. Hiti 1 til 8 stig að deginum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 13-20 á morgun, en 20-25 á Suðausturlandi og syðst á landinu. Rigning eða slydda um landið austanvert og snjókoma til fjalla, en þurrt að kalla vestantil. VEÐUR „Mér finnst vera á teikn á lofti um að Keflavíkurliðið muni klára dæmið og fara í undanúrslitin. Ég hef ein- hvern veginn þá tilfinningu því þeir eru fullir sjálfs- trausts og það sem þeir gera virkar inni á vell- inum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hatt- ar, um oddaleik Hauka og Keflavíkur á Íslands- mótinu í körfuknattleik í kvöld. »3 Keflvíkingar eru fullir sjálfstrausts Tíu af sextán liðum sænsku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu karla munu spila áttatíu prósent leikja sinna á komandi leiktíð á gervigrasi. Þessi tíu félög eru öll með gervigras á sínum heimavelli og leika því sam- tals 24 af 30 leikjum sínum í deild- inni, fimmtán heimaleiki og níu úti- leiki, á þannig undirlagi. Þetta er met í sænsku knattspyrnunni. »2 Aldrei fleiri leikir á gervigrasi í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Teresusystur, kærleiksboðberar, sem helga sig því að sinna hinum fá- tækustu meðal fátækra, hafa unnið mikilvægt mannúðarstarf á Íslandi í rúm 20 ár. Þeim ber að vinna starf sitt í kyrrþey og halda sig því frá kastljósi fjölmiðla, en Morgunblaðið fékk undanþágu frá reglunni og skyggndist á bak við tjöldin. Gonxha Bojaxhiu, síðar þekkt sem Móðir Teresa frá Kalkútta, þar sem hún kom á fót trúarsamfélaginu Kærleiksboðberunum, fæddist í Skopje, núverandi höfuðborg Make- dóníu, 1910 og lést 1997. Hún var albönsk að uppruna og varð heims- þekkt fyrir störf sín, hlaut meðal annars friðarverðlaun Nóbels 1979 og var tekin í dýrlingatölu 2016. Yfir 4.500 kærleiksboðberar starfa í um 130 löndum, þar af sex á Íslandi hverju sinni síðan í árslok 1996, samkvæmt ákvörðun Móður Teresu. Núverandi systur hér eru frá Filippseyjum, Írlandi, Indlandi og Kenía. Þær lifa einföldu lífi, byrja daginn með bænastund klukkan fimm á morgnana, útbúa morgun- mat fyrir fátæka og þurfandi alla virka morgna, sinna öðru líknar- starfi eftir hádegi og ljúka deginum með bænastund klukkan níu á kvöld- in. Starfið hófst í Breiðholti í Reykjavík fyrir um tveimur áratug- um en fyrir sjö árum keyptu syst- urnar hús við Ingólfsstræti og sinna starfinu þar og þaðan. Mikilvægt starf Tugir fólks mæta í morgunmatinn hjá þeim hverju sinni, jafnt Íslend- ingar sem útlendingar, heimilislaust fólk, fólk í óreglu, flóttamenn og aðr- ir einstaklingar í biðstöðu. Fólk sem þarf aðstoð. Karlar og konur sem eru þakklát fyrir umhyggjuna. Sjá má ánægju í augum þeirra og í sam- tölum kemur fram að von er til stað- ar. Kærleikurinn skilar sér. Í nógu er að snúast en systurnar taka á móti gestunum með brosi á vör og ekki síður aðstoðarmönnum úr kaþ- ólska söfnuðinum. Einn þeirra er Bjarni Halldórsson. „Ég reyni að mæta á föstudagsmorgnum og geng í hvaða verk sem er,“ segir hann á meðan hann sinnir uppvaskinu. „Systrunum þykir líka vænt um að við gefum okkur tíma til þess að tala við fólkið.“ Elínrós Líndal segir starf kærleiksboðberanna hérlendis ein- stakt. Systurnar mæti Guði í öllum, jafnvel þeim sem aðrir hafa gefist upp á að hjálpa, og geri það með elsku, virðingu og umhyggju. „Það er oft meðalið sem þeir allra veik- ustu þurfa en við samfélagið eigum ekki alltaf nóg af,“ segir hún og heldur áfram að skera ost ofan á brauð. ,,Ég þekki það af eigin reynslu, en einn afar dýrmætur fjöl- skyldumeðlimur átti um sárt að binda um tíma og fékk systraþel, ást og kærleik hjá systrunum þegar enginn annar gat gefið það. Læknar, stofnanir og ég vorum búin að gefast upp, en líklegast ekki Guð. Nú hefur þessi fjölskyldumeðlimur fengið full- an bata og heldur áfram að gefa hann til baka til samfélagsins. Ég starfa stundum með kærleiks- systrum til að launa þeim greiðann, en í sannleika sagt gefur þetta starf okkur meira en orð fá lýst. Það að vera til staðar fyrir okkar minnstu bræður er hluti af tilgangi lífsins.“ Kærleikurinn ofar öllu  Mannúðarstarf Teresusystra á Íslandi í rúm 20 ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Í eldhúsinu Bjarni Halldórsson og Elínrós Líndal aðstoða stundum systur, fara í uppvaskið og annað tilfallandi. Bænaherbergi Bænahald er mikilvægt í lífi systranna í Ingólfsstræti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.