Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 11
Kæra Svandís.Eins og þér er kunnugt um er ég taugalæknir með sérmenntun í Parkinsonsjúkdómi og öðrum hreyfiröskunum. Ég hef lokið 12 árum af formlegu háskóla- námi til að sérmennta mig í með- ferð Parkinsonsjúklinga nú síðast á Duke háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Á Íslandi má ætla að um 820 sjúklingar séu með Parkinson- sjúkdóm. Um 55 greinast árlega með sjúkdóminn og ætla má að fjöldi sjúklinga muni aukast vegna vaxandi aldurs þjóðarinnar. Sjúklingar með Parkinsonsjúk- dóm lifa jafnlengi og aðrir en við lakari lífsgæði m.a. vegna skertrar hreyfigetu. Góður fréttirnar eru þær að það er til frábær meðferð gegn einkennum sjúkdómsins. Rétt lyfjameðferð getur gert sjúklinginn nær einkennalausan í nokkur ár eftir greiningu. Þegar á líður verð- ur meðferð sjúkdómsins oft afar flókin og sjúklingarnir þurfa jafn- vel að taka lyf 6-8 sinnum á dag. Þá getur svokölluð DBS skurðaðgerð, þar sem rafskautum er komið fyrir í heila sjúklings, verið kjörmeðferð og aukið lífsgæði sjúklingsins ótrú- lega. Nú gætir þú spurt: Af hverju skiptir það máli að Parkinson- sjúklingar fái sérhæfða meðferð hjá taugalæknum með sérhæfingu í sjúkdómnum? Það er vegna þess að greining og meðferð sjúkdóms- ins er einungis byggð á viðtali og skoðun taugalæknis. Engin blóð- rannsókn eða myndgreining getur greint sjúkdóminn eða metið með- ferðarárangur. Þekking á einkenn- um sjúkdómsins, þróun hans, lyfj- unum og aukaverkunum þeirra eru grundvöllur þess að sjúklingur fái sem besta meðferð. Þó allir Parkin- sonsjúklingar ættu að hitta tauga- lækni einu sinni á ári þurfa margir að koma mun örar til endurmats. Sé sjúklingunum ekki sinnt af kostgæfni getur þeim hrakað hratt. Ef þeir detta og beinbrotna er mikil hætta á hraðri afturför því sjúklingarnir eru mjög viðkvæmir fyrir hreyfingarleysi og löngum innlögnum á sjúkrahús sem oft veldur því að sjúklingar þarfnast langtímahjúkrunar á hjúkrunar- heimilum. Þess vegna er gríðar- lega mikilvægt að sjúklingarnir fái viðeigandi meðferð frá byrjun til að fyrirbyggja fylgikvilla á borð við föll. Enginn Parkinsonsjúklingur ætti að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús til mats og meðferðar Parkinson- sjúkdómsins sjálfs heldur ætti þeim öllum að vera sinnt á göngu- deild. Þetta er því miður ekki raun- in á Íslandi í dag þar sem aðgengi Parkinsonsjúklinga að taugalækn- um er afar slæmt. Í verstu tilvikum þurfa sjúklingar með versnun á langvinnum sjúkdómi á borð við Parkinsonsjúkdóm að leita á bráðamóttöku Landspítala til þess eins að fá brátt viðtal við tauga- lækni. Þetta er afskaplega slæm nýting á úrræðum bráðamóttöku- nnar, býður ekki upp á eftirfylgd eða samfellu í meðferð og er því afar slæmur kostur. Þú gætir verið að velta fyrir þér af hverju ég fari ekki að vinna á Landspítalanum? Svarið við því er einfalt: Staða taugalæknis er ekki laus á Landspítalanum. Spítalinn hefur einnig þurft að einbeita sér að meðferð bráðveikra á legudeild- um en þar á ekki að sinna Parkin- sonsjúklingum og sjúklingum með aðrar hreyfiraskanir. Það á að gera á göngudeildum. Þó að stefna heil- brigðisyfirvalda sé að slíkt gerist í vaxandi mæli á Landspítalanum er raunin ekki sú í dag. Kæra Svandís. Nú hefur ráðu- neyti þitt hafnað því að ég fái að starfa eftir samningi Sjúkratrygg- inga Íslands við sjálfstætt starf- andi sérfræðilækna við að sinna Parkinsonsjúklingum og öðrum taugasjúklingum. Þetta var gert án þess að taka tillit til fyrirliggjandi gagna frá Landlækni um skort á taugalæknum, álits Sjúkratrygg- inga um að brýn þörf væri á tauga- læknum og raka minna og annarra taugalækna. Ég hef ekki áhuga á málaferlum til að geta sinnt mínum sjúklingahópi á Íslandi. Það er ósanngjarnt að fólk þurfi að bíða svo mánuðum skipti til að komast til læknis eða að ákveðnir sjúklingahópar þurfi að bera meiri kostnað af sínum læknisheim- sóknum því að ráðuneyti þitt hefur ákveðið að hætta aðkomu ríkisins að kostnaði við læknisheimsóknir til nýrra sérfræðilækna, óháð þörf á þjónustu þeirra. Ég er fullviss um að við höfum báðar mikinn metnað til að standa okkur vel fyrir íslenska sjúklinga. Ég skora á þig að leyfa mér að koma heim til Íslands með þá þekkingu sem ég hef í farteskinu og sinna þjónustu sem er augljóslega mikill skortur á. Það væri Parkinsonsjúkl- ingum og öðrum taugasjúklingum til mikilla heilla. Opið bréf til heilbrigðisráðherra Anna Björnsdóttir taugalæknir Ég skora á þig að leyfa mér að koma heim til Íslands með þá þekkingu sem ég hef í fartesk- inu og sinna þjónustu sem er augljóslega mikill skortur á. Það væri Parkinsonsjúkl- ingum og öðrum taugasjúkl- ingum til mikilla heilla. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR Í DAG. Sheer Driving Pleasure BMW X5 xDrive40e / Verð: 9.870.000 kr. BMW X5 xDrive40e, með M pakka / Verð: 11.490.000 kr. BMW X5 PLUG-IN HYBRID. Nýi BMW X5 xDrive40e PLUG-IN HYBRID tengirafbíllinn sameinar nýjustu rafbílatækni og það besta sem völ er á í hefðbundinni vélartækni. Rafmótorinn er innbyggður í 8 þrepa sjálfskiptinguna sem tryggir fullkomna virkni xDrive fjórhjóladrifsins hvort sem bíllinn er í rafstillingu eingöngu eða knúinn bensínvél. BMW X5 xDrive40e skipar sér í hóp sparneytnustu jeppa í sama stærðarflokki með eldsneytisnotkun upp á einungis 3,3 l/100 km* í blönduðum akstri. Samanlagt skila rafmótorinn og bensínvélin 313 hestöflum. E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 6 4 2 B M W X 5 A lm e n n 5 x 2 0 j ú n í *M ið að vi ð up pg ef na r v ið m ið un ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í b lö nd uð um a ks tri . S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 6 . j ú n í 2 0 1 8 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 0 3 -0 B 6 8 2 0 0 3 -0 A 2 C 2 0 0 3 -0 8 F 0 2 0 0 3 -0 7 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.