Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 29
Suðurhrauni 1 | 210 Garðabæ | Sími: 59 50 300 | www.isafold.is Lára Ásgrímsdóttir, framleiðslustjóri og amma Ísafold er ein stærsta prentsmiðja landsins og þjónustar daglega stóran hóp viðskiptavina. Verkefni okkar eru jafn fjölbreytt og viðskiptavinir okkar eru margir. Allt frá einföldum nafnspjöldum til bæklinga sem dreift er í öll heimili landsins. Bækur, tímarit, bæklingar og umbúðir. Við komum hugmyndum þínum í framkvæmd. Hafðu samband og við klárum þetta saman. Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að Rammasamningi Ríkiskaupa og Rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. tækið gerði á bankanum í febrúar og Markaðurinn hefur undir höndum er verðmæti bankans metið á geng- inu 0,88 af eigin fé hans. Greinendur IFS töldu jafnframt í álitsgerð sem gefin var út í sama mánuði að undir- liggjandi rekstur bankans stæði vel undir genginu 0,8. Verðlagning Arion banka, eins og hún birtist í verðbili útboðsins, á milli 0,6 og 0,7 af eigin fé, er afar lág í alþjóðlegum samanburði. Þannig er meðalverð evrópskra banka með tilliti til eigin fjár rétt í kringum 1,0 og eru norrænir bankar, sem þykja að jafnaði vel reknir, enn dýrari en verð þeirra, miðað við eigið fé, er að meðaltali um 1,3 samkvæmt úrtaki tíu banka sem Capacent tók saman. Þó ber að hafa í huga að vaxtastig í Evrópu er, sem kunnugt er, lægra en hér á landi og hefur það áhrif á verð- lagninguna. Snorri segir ljóst að íþyngjandi lög og reglur, ekki hvað síst banka- skatturinn, hátt eiginfjárhlutfall og takmarkaðir vaxtarmöguleikar dragi úr söluvirði bankans. Þá gæti fengist umtalsvert hærra verð fyrir bankann með því að brjóta hann upp og selja einstakar einingar, til dæmis dóttur- félögin Stefni, Valitor og Vörð, frem- ur en að selja hann í einu lagi. Arðsemi kjarnarekstrar minnkað Arðsemi eigin fjár Arion banka hefur verið undir væntingum undanfarin ár. Í áðurnefndri skráningarlýsingu birtir bankinn afkomutölur eftir að þær hafa verið leiðréttar fyrir áhrifum af starfsemi og dótturfélögum sem varða ekki kjarnastarfsemi bankans og tengjast meðal annars endur- skipulagningu lánasafns hans í kjöl- far fjármálakreppunnar árið 2008. Umræddar tölur gefa, að mati stjórn- enda bankans, raunsannari mynd af rekstri hans enda hafa ýmsir óreglu- legir liðir litað uppgjör bankans undanfarinn áratug. Þannig reyndist arðsemi reglu- legrar starfsemi vera 8,7 prósent árið 2015, 4,7 prósent 2016 og 4,8 prósent í fyrra. Arðsemin var enn lakari á fyrstu þremur mánuðum þessa árs eða ein- ungis 2,6 prósent borið saman við 3,9 prósent á sama tíma á síðasta ári. Þess má geta að meðalarðsemi eigin fjár norrænna banka er í kring- um 11 prósent. Arðsemin er aðeins lægri eða um 9 prósent að meðaltali sé litið til álfunnar allrar. Kostnaðarhlutfall af reglulegum rekstri Arion hefur jafnframt farið hækkandi undanfarin ár. Hlutfallið var 68,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2018 borið saman við 61,9 prósent á sama tímabili í fyrra. „Bankinn hefur ekki verið að skila viðunandi arðsemi á eigin fé og því er hann verðlagður á verði sem er tölu- vert lægra en bókfært eigið fé hans,“ segir Snorri. Í alþjóðlegum saman- burði sé kostnaðarhlutfall íslensku bankanna enn fremur hátt. Svo virð- ist sem launakostnaður, opinberar álögur og skattar séu hærri hér en víða annars staðar. Ætli íslensku bank- arnir að ná fram viðunandi arðsemi af kjarnarekstri sínum þyrftu þeir að ná þessum kostnaði niður. Í skráningarlýsingunni kemur fram að ætlunin sé að lækka umrætt kostn- aðarhlutfalli í 50 prósent með því að leggja meðal annars áfram áherslu á straumlínustjórnun, sjálfvirkni og stafrænar lausnir og auk þess með aukinni útvistun verkefna. Til þess að ná arðseminni upp í tveggja stafa tölu stefnir bankinn að því að lækka kostnaðarhlutfallið, eins og áður sagði, draga úr eigin- fjárbindingu og ná lánavexti sem er í takti við nafnhagvöxt, að því er segir í lýsingunni. Bankaskatturinn áhættuþáttur Þeir sérstöku skattar sem lagðir eru á hérlenda banka, þar á meðal banka- skatturinn sem nemur um 0,376 pró- sentum af heildarskuldum banka, eru nefndir í lýsingunni sem sérstakur áhættuþáttur í rekstri Arion. Bent er á að skattarnir kunni að auka fjár- mögnunarkostnað bankans og skerða samkeppnisstöðu hans gagnvart lán- veitendum sem þurfa ekki að greiða slíka skatta. Tekið er fram að sé leiðrétt fyrir áhrifum skattlagningarinnar hafi arðsemi eigin fjár bankans verið 8,2 prósent í fyrra og 12,6 prósent árið 2016. Skattlagningin lækkaði þannig arðsemina um 1,6 prósentustig í fyrra og 2,1 prósentustig árið 2016. Viðmælendur Markaðarins eru sammála um að sértæka skattlagn- ingin dragi úr áhuga erlendra fjárfesta á að taka þátt í útboðinu og lækki þannig söluvirði bankans. Er talið að hluturinn sem Kaupþing hyggst selja verði seldur að lágmarki á 0,1 lægra gengi miðað við eigið fé en annars vegna bankaskattsins. Í skráningarlýsingunni eru jafn- framt útlistuð markmið bankans um að lækka almenna eiginfjárhlutfall (CET 1) hans úr 23,6 prósentum í 17 prósent. Slík lækkun er talin munu hafa „töluverð“ áhrif á arðsemi bank- ans. Er tekið sem dæmi í lýsingunni að ef almenna eiginfjárhlutfallið yrði lækkað í 17 prósent, viðbótareigin- fjárþáttur eitt (AT1) væri 1,4 prósent og eiginfjárþáttur tvö (Tier 2) 2,9 pró- sent, þá yrði arðsemi eigin fjár bank- ans um 8 prósent. Hins vegar taki það líklegast nokkur ár að lækka hlutfallið í sam- ræmi við áðurnefnt markmið. Til að byrja með muni bankann halda áfram að gefa út hefðbundin skulda- bréf en síðar meir gæti bankinn ráðist í meðal annars útgáfu víkjandi bréfa, ef markaðsaðstæður leyfa. Ekki er áætlað í lýsingunni hver möguleg arðgreiðslugeta bankans sé. Aðeins er sagt að hún sé „umtals- verð“ í ljósi mikils hagnaðar bankans, mögulegrar lækkunar á umfram eigin fé og frekari breytinga á fjármagns- skipan. „Fjármagnsuppbygging bank- ans hefur ekki verið hagkvæm að því leyti að eigið fé hefur verið fullmikið sem hefur dregið úr arðsemi eigin fjár,“ nefnir Snorri. Það væri „augljós ávinningur“ fyrir fjárfesta að greiða út umfram eigið fé. Þau íslensku fjármálafyrirtæki sem eru í hópi ráðgjafa í hlutafjárút- boði Arion banka gætu fengið á annað hundrað milljóna króna í þóknanir ef vel tekst til. Þar af fær fyrirtækjaráðgjöf Arion banka mest í sinn hlut en bankinn sölu- tryggir tæplega 5,8 prósent af útboðinu. Íslandsbanki og Lands- bankinn sölutryggja tæplega eitt prósent útboðsins hvor, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni. Fossar markaðir gegna aðeins hlutverki söluráðgjafa, en ekki sölutryggjanda, og munu fá í sinn hlut 0,04 prósent af söluandvirði útboðsins auk árangurstengdrar viðbótarþóknunar. Seljendurnir, Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor, munu greiða sölu- tryggjendum, sem eru níu bankar, þóknanir sem nema allt að 3,41 prósenti af söluandvirði útboðs- ins. Um er að ræða 2,08 prósenta grunnþóknun auk viðbótarþókn- unar sem getur í mesta lagi numið 1,33 prósentum. Stórbankinn Morgan Stanley sölutryggir hvað stærstan hluta út- boðsins eða sem nemur ríflega 31 prósenti. Citigroup sölutryggir um 23 prósent útboðsins, Carnegie tæp 17 prósent, Deutsche Bank 12 prósent, Goldman Sachs 6 prósent og sænski bankinn Svenska Hand- elsbanken ríflega 3 prósent. Söluandvirði útboðsins mun ráðast af því hver stór hlutur verður seldur og jafnframt því hvert útboðsgengið verður. Sölu- andvirðið getur að hámarki orðið ríflega 57 milljarðar en að lágmarki um 31 milljarður. Sé gert ráð fyrir því að hluturinn sem seldur verður í útboðinu sé mitt á milli 22,6 og 36,2 prósent af hlutafé bankans og útboðsgengið sé á miðju verðbilinu, það er mitt á milli 68 og 79 krónur á hlut, þá verður söluandvirði útboðsins um 43,2 milljarðar króna. Það þýðir að íslensku bankarnir þrír gætu samanlagt fengið greiddar þókn- anir upp á 115 milljónir. Til saman- burðar myndi Morgan Stanley þá fá allt að 460 milljónir í sinn hlut. Íslensku bankarnir gætu fengið á annað hundrað milljóna króna í þóknanir Verðið er tiltölulega lágt. Það fer ekki á milli mála. Snorri Jakobsson, hlutabréfagreinandi hjá Capacent markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 6 . j ú n í 2 0 1 8 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 0 3 -3 7 D 8 2 0 0 3 -3 6 9 C 2 0 0 3 -3 5 6 0 2 0 0 3 -3 4 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.