Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 32
Breska ríkið selur tæp átta prósent í Royal Bank of ScotlandSkotsilfur
Bresk stjórnvöld tilkynntu á mánudag um áform sín um að selja 7,7 prósenta hlut í Royal Bank of Scotland. Talið er að söluandvirðið geti numið allt
að 2,6 milljörðum punda eða sem jafngildir tæplega 365 milljörðum króna. Eftir söluna mun breska ríkið eiga 62,4 prósent í bankanum en hann var
þjóðnýttur að stórum hluta í bankakreppunni haustið 2008. Breski Verkamannaflokkurinn hefur gagnrýnt áformin en breskir íhaldsmenn vilja
hins vegar að ríkið losi hraðar um hlut sinn í bankanum. Breskir skattgreiðendur munu tapa milljörðum króna á sölunni. Nordicphotos/Getty
Dreifing rangra upplýsinga þarf ekki endilega að vera illa meint. Villandi umræða
er algeng varðandi fjármál við
starfslok og þegar hún nær flugi
getur reynst afar erfitt að leiðrétta
misskilninginn. Rangfærslur ganga
milli fólks, sem í góðri trú telur sig
vera að hjálpa vinum og vanda-
mönnum en getur því miður gert
bága fjárhagsstöðu sumra eftir-
launaþega enn verri.
Dæmi um þetta er umræðan um
skerðingar Tryggingastofnunar (TR)
vegna úttektar séreignarsparnaðar.
Því miður virðist þessi mýta vera
ansi útbreidd, en því er haldið
fram að stofnunin líti á séreign
sem tekjur og því borgi sig að taka
sparnaðinn út áður en sótt er um
greiðslur frá TR og komast þannig
hjá skerðingum.
Hið rétta er að úttekt séreignar
hefur engin áhrif á lífeyrisgreiðslur
TR. Úttekt hárrar upphæðar á einu
ári getur hins vegar hæglega fært
fólk upp í hátekjuskatt og aukið
skattgreiðslur um hundruð þús-
unda. Auk þess munu vaxtatekjur
utan séreignarkerfisins skerða
greiðslur TR og bera fjármagns-
tekjuskatt, en ávöxtun séreignar er
undanskilin slíku.
Önnur útbreidd mýta er að
greiðslur TR séu skertar vegna eigna
fólks. Sumir telja því betra að fela
fjármuni fyrir stofnuninni undir
koddanum. Eignir skipta hins vegar
engu máli, einungis vextirnir. Hluti
vaxtanna skerðir greiðslur TR, en
ekki um krónu á móti krónu, eins
og oft er talið. Þrátt fyrir að skerð-
ingarnar geti verið miklar er að sjálf-
sögðu betra að fá einhverja vexti en
enga.
Rót vandans er að alltof oft eru
umfangsmiklar breytingar gerðar á
kerfum sem þegar eru mjög flókin.
Við getum ekki ætlast til þess að
allir kynni sér þær en því fylgir
ábyrgð að ráðleggja öðrum.
Mýtur varðandi starfslok
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
Skólaslit grunnskóla eru í vikunni. Samkvæmt kjara-samningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eru skóladagar nemenda
í grunnskólum 180 á ári. Nem-
endur í grunnskólum eru því ekki í
skóla 185 daga ársins, en inni í því
eru helgarfrí, próf og lögbundnir
frídagar auk sumar- og jóla- og
páskaleyfis. Ef skóladagatöl nokk-
urra skóla í Reykjavík eru skoðuð
fyrir skólaárið 2017-2018, má telja
27 daga frá skólasetningu 22. ágúst
til skólaslita 7. júní þar sem skóla-
hald er ekki með hefðbundnum
hætti og sem eru utan almennra
frídaga á vinnumarkaði. Það eru
sem sagt dagar þar sem börn eru
annaðhvort í fríi eða ekki allan
daginn í skólanum og foreldrar
eru ekki í lögbundnu fríi og verða
að gera ráðstafanir. Samkvæmt
skóladagatalinu eru þetta; 5 dagar
í vetrarleyfi, 5 skipulagsdagar, 10
skertir dagar í kringum skóla-
setningu, skólaslit, jólaskemmt-
anir, öskudag og fleiri, auk 7 daga
í kringum jól og páska.
Við getum tekið dæmi um úti-
vinnandi foreldri sem á að meðal-
tali 25 frídaga á ári og er með barn
á aldrinum 6-9 ára í grunnskóla
í Reykjavík. Einstætt foreldri,
sem ekki getur fengið aðstoð frá
ömmu, afa eða öðrum nákomnum
er því fljótt að klára frídaga sína ef
það ætlaði að taka alla þessa daga
í frí. Til að eiga inni fleiri sumar-
frísdaga yfir sumarið verða for-
eldrar að grípa til frístunda yfir
vetrartímann. Mánuður á frí-
stundaheimili í Reykjavík kostar
17.285 krónur með hressingu fyrir
barnið. Ef viðvera er lengd t.d. á
þeim frídögum sem boðið er upp
á frístund bætast við 2.013 krónur.
Ef miðað er við frístundadagatöl
eru þessir heilu dagar 15 talsins
og kosta foreldra 30.195 krónur
sem er viðbótarkostnaður við
mánaðarleg gjöld frístundarinnar.
Þessi viðbótarkostnaður dugir þó
ekki til að leysa allan vandann.
Þeir dagar sem frístundin er lokuð
ásamt skólanum geta verið allt að
10 yfir skólaárið. Tíu daga á ári
hafa foreldrar því ekki annarra
kosta völ en að taka sér frí og ef
miðað er við 25 frídaga á ári sitja
eftir 15 dagar til að taka sumarfrí.
Í íslenskum grunnskólum er
sumarfrí mjög langt og telur rúm-
lega 14 vikur. Það gefur strax auga-
leið að foreldrar geta með engu
móti verið í jafn löngu fríi. Brúa
þarf langt tímabil yfir sumartím-
ann. Til þess verða foreldrar að
skrá börn sín á sumarnámskeið
eða finna aðra afþreyingu. Slík
námskeið eru ekki ódýr. Ef miðað
er við að eitt barn sé á námskeiði
hjá skátunum (ódýrasta nám-
skeiðið í boði) er kostnaðurinn 13
þúsund á viku, eða 52 þúsund fyrir
allan mánuðinn. Íþróttafélögin
bjóða einnig upp á ýmis sumar-
námskeið og þar eru tvær vikur
á 20 þúsund og mánuðurinn 40
þúsund krónur. Vika á frístunda-
heimili í Reykjavík kostar 8.910
yfir sumartímann eða 35.640
krónur á mánuði. Þetta er ein-
ungis miðað við eitt barn og því
hækkar kostnaðurinn ef börnin
eru fleiri, en þó er stundum veittur
systkinaafsláttur.
Ef allt er tekið saman og miðað
er við að barn sé í frístund um það
bil níu mánuði á ári auk allra heilu
daganna og að barnið sé t.d. á
sumarnámskeiði hjá íþróttafélagi
í 10 vikur yfir sumarið er heildar-
kostnaður foreldra 285.760 krón-
ur. Staðan er því ekki ákjósanleg
fyrir fjölskyldur. Lítið er eftir af
frídögum sem hægt er að nýta í frí
saman yfir sumarið og kostnaður
talsverður.
Staðan er þá enn verri fyrir for-
eldra sem eru með börn bæði á
leikskólaaldri og í grunnskóla, þar
sem oft er ekki samræmi á milli
frídaga í grunnskóla og starfsdaga
í leikskólum. Hið sama gildir um
sumartímann en leikskólarnir eru
yfirleitt lokaðir allan júlímánuð
en frístundin er líka lokuð í 3-4
vikur og ekki víst að samræmi sé
þar á milli. Sniðugt væri að lengja
skólaárið og stytta þar með sum-
arfrí barnanna. Börn í Danmörku
fá til að mynda 6 vikur í frí miðað
við þær 14 vikur sem íslensk börn
fá. Íslenskir grunnskólanemar
eru því nokkuð færri daga ársins
í skólanum en jafnaldrar þeirra á
hinum Norðurlöndunum. Með því
að bæta námið og lengja skólaárið
væri einnig hægt að stytta grunn-
skólann um eitt ár, eins og Samtök
atvinnulífsins hafa hvatt til.
Frídagar skóla fleiri en foreldra
Rót vandans er að
alltof oft eru um-
fangsmiklar breytingar
gerðar á kerfum sem þegar
eru mjög flókin.
halldór
Benjamín
Þorbergsson
framkvæmda-
stjóri Samtaka
atvinnulífsins
Kátur forstjóri
Verðið sem fjár-
festum býðst nú að
kaupa bréf í Arion
banka á – 0,6 til
0,7 sinnum bók-
fært eigið fé bank-
ans – er umtalsvert
lægra en verðið í
síðustu viðskiptum með bréf í bank-
anum. Skemmst er að minnast þess að
ríkið seldi, að tillögu Bankasýslunnar,
13 prósenta hlut sinn í bankanum til
Kaupþings á genginu 0,81 miðað við
eigið fé í febrúar síðastliðnum. Var það
í samræmi við kauprétt eignarhalds-
félagsins. Ríkið fékk þannig tveimur til
fjórum milljörðum meira í sinn hlut
fyrir söluna en ef miðað er við útboðs-
gengið. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri
Bankasýslunnar, getur leyft sér að
kætast yfir því.
Sylvía til
Icelandair
sylvía Kristín
Ólafsdóttir, sem
hefur starfað sem
deildarstjóri jarð-
varmadeildar á
orkusviði Lands-
virkjunar, hyggst
færa sig um set og mun vera að ganga
til liðs við Icelandair Group. Aðeins
eru fáeinir mánuðir síðan annar
lykilmaður Landsvirkjunar, Birna Ósk
Einarsdóttir, sem stýrði markaðs- og
viðskiptaþróunarsviði orkufyrir-
tækisins, fór yfir til Icelandair Group en
þar leiðir hún stefnumótunar- og við-
skiptaþróunarsvið. Sylvía hefur starfað
hjá Landsvirkjun frá 2015 en þar áður
var hún hjá netrisanum Amazon. Hún
situr meðal annars í stjórn Símans
og Ölgerðarinnar auk þess að vera í
starfshóp stjórnvalda sem vinnur að
hvítbók um framtíðarsýn og stefnu
fyrir fjármálakerfið á Íslandi.
Gunnar í
fjártæknina
Gunnar haralds-
son, doktor í
hagfræði og for-
maður fjármála-
ráðs, hefur gengið
til liðs við íslenska
fjártæknifyrirtækið
Monerium þar sem
hann mun sinna ráðgjafarstörfum
meðfram öðrum störfum. Gunnar
rekur meðal annars ráðgjafarfyrirtækið
Intellecon. Danielle Pamela Neben,
sem sat í bankaráði Landsbankans á
árunum 2013 til 2017, hefur auk þess
tekið sæti í stjórn Monerium í stað
Gísla Heimissonar, forstöðumanns
hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar.
Fyrir í stjórn sitja þeir Magnús E. Björns-
son og Eric Stubbs. Á meðal stofnenda
Monerium eru þeir Jón Helgi Egilsson
og Sveinn Valfells.
6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R10 maRkaðuRinn
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
0
3
-3
7
D
8
2
0
0
3
-3
6
9
C
2
0
0
3
-3
5
6
0
2
0
0
3
-3
4
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K