Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 6
ALÞINGI Fyrirhuguð lækkun veiði- gjalda mun lækka greiðslur lítilla útgerða um tæp 47 prósent. Lækkun veiðigjalds þeirra að teknu tilliti til afslátta mun miðað við áætlun Fréttablaðsins vera á bilinu 140 til 190 milljónir króna. Til samanburð- ar er varleg áætlun áhrifa fyrirhug- aðrar lækkunar á álögð veiðigjöld HB Granda um 200 milljónir króna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, biðlaði til for- sætisráðherra að finna lausn á þeim hnút sem málið er í inni á þinginu. „Á síðustu metrum þingsins er erfitt að fá svona frumvarp sem er keyrt beint í gegnum þingið, það á að keyra þetta ofan í kokið á okkur og við verðum að gleypa það hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þorgerður. Stíf fundahöld formanna flokk- anna sem og formanna þingflokka í gær skiluðu litlum árangri þar sem reynt var að miðla málum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins leituðust stjórnarflokkarnir við að ná lendingu í veiðigjaldamálinu og voru tilbúnir að semja um að frumvarpið yrði afturkallað að einhverju leyti. Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Lyon www.patti.is Skoðaðu úrvalið á VIÐ BÚUM TIL DRAUMASÓFANN ÞINN 900 útfærslur, engin stærðartakmörk og 3.000 tegundir af áklæðum Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 Forsendur útreikningsins Útreikningar Fréttablaðsins byggja á gögnum frá Fiskistofu um álagt veiðigjald frá september 2017 til mars 2018. Við útreikningana voru veiðigjöld fyrir afgang fisk- veiðiársins, það er fyrir tímabilið apríl til september 2018, hóflega áætluð. Eðli málsins samkvæmt liggja tölur um álagt veiðigjald vegna strandveiða ekki fyrir og var reiknað með að vegna þeirra hefðu komið í ríkissjóð frá 300 milljónum til 500 milljóna út frá fyrirliggjandi gögnum fyrir fiskveiðiárið 2016-17. Efri mörk þeirrar áætlunar eru í hæsta lagi. Niðurstöður útreikninganna stemma við þær forsendur sem fram koma í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Í útreikning- unum er ekki tekið tillit til mögu- legrar lækkunar einstakra útgerða vegna kvótakaupa. Við skiptingu útgerða í flokka var miðað við að litlar útgerðir væru þær sem greiddu veiðigjöld að 5,5 milljónum á fiskveiðiárinu 2017-18. Meðalstórar útgerðir eru þær sem koma til með að greiða 5,5 til 30 milljónir og stórar útgerðir þær sem greiða meira en það. 2017-18 Afsláttur* 2018-19 Afsláttur** Mismunur*** 4.560.000 kr. 912.000 kr. 3.465.600 kr. 1.039.680 kr. 1.222.080 kr. 9.120.000 kr. 1.596.000 kr. 6.931.200 kr. 1.381.600 kr. 1.974.400 kr. 50.000.000 kr. 1.596.000 kr. 38.000.000 kr. Enginn 10.431.000 kr. 200.000.000 kr. 1.596.000 kr. 152.000.000 kr. Enginn 46.431.000 kr. ✿ Raunhæft dæmi fjögurra ímyndaðra útgerða Hér að neðan má sjá dæmi um fjögur fyrirtæki. Fyrsti dálkurinn sýnir áætluð veiðigjöld hvers fyrirtækis yfirstandandi veiðiár. Sá þriðji sýnir álagt gjald fyrir hið næsta miðað við sama afla og að frumvarpið verði að lögum. *Samkvæmt gildandi reglugerð skal veita hverjum gjaldskyldum aðila 20 prósenta af- slátt af fyrstu 4,5 milljónunum og 15 prósenta afslátt af næstu 4,5 milljónum sem á eftir fylgja. Dálkurinn sýnir veiðigjald að teknu tilliti til afslátta. **Frumvarpið felur í sér 30 prósenta afslátt af fyrstu 5,5 milljónunum og 20 prósenta afslátt af næstu 5,5 milljónum. Sú breyting er lögð til nú að afslátturinn sé bundinn við útgerðir sem greiddu minna en 30 milljónir í veiðigjald fiskveiðiárið á undan. *** Dálkurinn fyrir mismun sýnir mismuninn á greiddu gjaldi að teknu tilliti til afslátta. Gríðarháar sporslur til útgerðarinnar Samherji 187.000.000 kr. Síldarvinnslan 116.000.000 kr. HB Grandi 214.000.000 kr. Ísfélag Vestmannaeyja 93.000.000 kr. Vinnslustöðin 73.000.000 kr. Stíft fundað um veiðigjaldahnútinn Stærstu útgerðarfyrirtækin fá langmesta afsláttinn af veiðigjöldum. Reynt var án afláts í gær að skera á hnútinn sem frumvarp atvinnu- veganefndar hefur komið þingstörfum í. Leiðtogar þingflokkanna funduðu langt fram eftir kvöldi í gær í von um að ná samkomulagi. Tímabært að yfirvöld gerðu sér grein fyrir skaðsemi hás veiðigjalds. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Landssamband smábátaeigenda lýsir ánægju sinni með frumvarpið. Landssamband smábátaeigenda Verið að létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind. Alþýðusamband Íslands Dæmi um hvernig hægt er að spila með mikilvægt mál í trássi við vilja þjóðarinnar án umræðu. Stjórnarskrárfélagið Fram hjá því verður ekki komist að lækkun veiðigjalda lendir hjá þessum stóru aðilum. Indriði H. Þorláksson Lækkun til meðalstórra útgerða nemur 43 prósentum að teknu tilliti til afslátta. Mun lækkunin til þeirra nema 250-290 milljónum. Því má gera ráð fyrir að 15 til 20 prósent fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda muni lenda í vasa lítilla og meðal- stórra útgerða en afgangurinn renni til stærri útgerða. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að um helming- ur lækkunarinnar skilaði sér til tíu stærstu útgerðanna. Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra var spurður hvort það væri ekki staðreynd að stærri fyrir- tækin fengju mestan afslátt í krónum talið. „Það er staðreynd að veiðigjald er lagt á hvert kíló af lönduðum afla en þannig hefur það verið frá því veiðigjaldið var fyrst lagt á árið 2004. Breytingar á álagningu gjaldsins koma því hlutfallslega jafnt út fyrir öll sjávarútvegsfyrirtæki. Hins vegar er sérstaklega komið til móts við litlar og meðalstórar útgerðir í þessu frum- varpi.“ Eðli málsins samkvæmt liggja tölur um álagt veiðigjald vegna strandveiða ekki fyrir og var reiknað með að þeir sem þær stunda myndu greiða frá 300 milljónum til 500 milljóna út frá fyrir- liggjandi gögnum fyrir fiskveiðiárið 2016-17 en efri mörk þeirrar áætlunar eru í hæsta lagi. Niðurstöður útreikn- inganna stemma við þær forsendur sem fram koma í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Í útreikningunum er ekki tekið tillit til mögulegrar lækk- unar einstakra útgerða vegna kvóta- kaupa. – sa, jóe, jhh Alþingi var nánast óstarfhæft lungann úr gærdeginum vegna stífra samningaviðræðna formanna flokkanna. Veiðigjaldafrumvarpið hefur farið þversum ofan í stjórnarandstöðuna og er sem þrándur í götu þingloka. Forseti þingsins lagði formlega til hliðar starfsáætlun þingsins í gær. FréttABlAðið/SiGtryGGur Ari Brim ehf. 100.000.000 kr. 6 . j ú N í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t A B L A Ð I Ð 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 0 3 -3 2 E 8 2 0 0 3 -3 1 A C 2 0 0 3 -3 0 7 0 2 0 0 3 -2 F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.