Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 44
6 lítraflöskur af vatni við stofu- hita 12litlar flöskur af vatni við stofuhita 1 pakki af piparmintutei (án koffíns) 1 hreinn trönuberjasafi 1 flaska af sódavatni 4 sítrónur 1 poki af hind-, bróm- og bláberjum 1 stórt, ferskt engifer 2 stórir pokar af grænmetis- flögum 1 poki af kasjúhnetum, létt- söltuðum 1 poki pistasíuhnetur 1 pakki af kókoshnetustöngum 1 poki sólblómafræ Stórstjarnan Jessie J heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hún kemur til Íslands. Lagið hennar Bang Bang hefur fengið yfir milljarðs áhorf á Youtube. Og eins og stórstjörnu sæmir er hún með kröfur um veitingar baksviðs. 1 pakki af tekexi 1 poki af ostapoppi 1 krukka af hummus 1 pakki af litlum gulrótum 1 gúrka 1 rauðvín, Pinot Noir Malbec 1 ferskur ananasdjús 6 bananar 6 litlar appelsínur 2 pakkar af mintutyggjói Raftæki: 1 ketill 1 ísskápur fyrir alla drykkina, nema vatnið 1 gufugæi 2 framlengingarsnúrur og straum- breytir fyrir enska hleðslu Það sem Jessie J vill baksviðs H in frábæra söng-kona, lagasmiður og ofurstjarna, Jessie J á meðal annars risasmell-ina Price Tag, Bang Bang, Domino, Do it Like a Dude, Flash light, Masterpiece og fleiri. Stutt er í nýja plötu frá listakonunni. Jessie J kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 2011 með fyrstu plöt- unni sinni Who You Are en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi en lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsti kvenmaðurinn sem nær sex lögum af sömu plötu inn á topp 10. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með ofur- smellinum Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjarna. Jessie J hefur af mörgum talin vera með eina albestu söngrödd popp- heimsins í dag. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaat- höfn Ólympíuleikanna í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari í bresku þáttunum The Voice. Hún semur flest lögin sín sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hefur hún m.a. samið fyrir Miley Cyrus. Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri. Yfir milljarður manna hefur horft á lagið Bang Bang á Youtube. Um 700 milljónir hafa horft á Price Tag, Domino hefur 260 milljón áhorf. Síðustu tónleikar Jessie J í Laugar- dalshöll voru algerlega frábærir en það seldist upp á þá tónleika á innan við sólarhring. benediktboas@frettabladid.is 6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R24 l í f I Ð ∙ f R É T T A B l A Ð I Ð Lífið 0 6 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :5 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 0 3 -2 D F 8 2 0 0 3 -2 C B C 2 0 0 3 -2 B 8 0 2 0 0 3 -2 A 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.