Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 2
Garðtraktorar
fyrir þá kröfuhörðu
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Veður
Hæg suðlæg eða breytileg átt í
dag, skýjað að mestu og sums
staðar þokuloft. Bjart með köflum
á Norður- og Austurlandi, en líkur á
þokumóðu við sjóinn. sjá síðu 18
Skrifað undir í sólinni
samfélag Innan Seðlabanka Íslands
er nú til skoðunar með hvaða hætti
skuli bregðast við kvörtun starfs-
manns um að nektarmálverk sem
prýða veggi bankans séu ósæmileg
og beri að fjarlægja. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins hefur
málið vakið nokkurn usla innan
bankans þar sem skiptar skoðanir
eru á réttmæti kvörtunarinnar.
Í Seðlabanka Íslands er að finna
nokkuð safn klassískra myndlistar-
verka eftir, meðal annars, marga af
meisturum íslenskrar málaralistar.
Á einhverjum þeirra, nánar tiltekið
myndum eftir Gunnlaug Blöndal, er
að finna nekt. Samkvæmt heimild-
um Fréttablaðsins gerði starfsmaður
bankans alvarlega athugasemd við
nektarmyndirnar á vinnustaðnum,
taldi þær ósæmilegar og fór fram á
að þær yrðu fjarlægðar.
Kvörtunin, sem kom í kjöl-
far #metoo-byltingarinnar og
þeirrar miklu umræðu sem skap-
aðist í kringum hana, var tekin
alvarlega og endaði inni á
borði stjórnenda þar sem
ákveðið var að setja
málið í ákveðið
ferli. Sú vinna
s t e n d u r
enn og
liggja örlög nektarverka hinna
gömlu meistara innan veggja Seðla-
banka Íslands ekki fyrir.
„Það er til umræðu innan bank-
ans hvar málverkum af þessu tagi
eftir gömlu meistarana á borð við
Gunnlaug Blöndal verður best
fyrir komið,“ segir Stefán Jóhann
Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka
Íslands, aðspurður um málið
en kvaðst ekki geta tjáð sig
frekar um það þar sem
um starfsmannamál
væri að ræða.
Einn helsti list-
spekúlant landsins,
Hilmar Einarsson
í Morkinskinnu, segir aðspurður
að sér hugnist þessi vegferð Seðla-
bankans illa. Vissulega geti fólk
haft skoðun á því hvað sé góð og
slæm myndlist en þegar umræðan,
í þessu tilfelli #metoo, snúist um að
ritskoða listina sé farið yfir strikið.
„Nei, þetta kemur ekki til mála
að mínu mati. Mér finnst þetta
út úr kortinu, því hvar á þetta að
enda? Hvar eigum við þá að draga
mörkin? Við yrðum þá bara að elta
uppi alla listasöguna eins og hún
leggur sig ef þú ætlar inn á þessi
svæði,“ segir Hilmar í samtali við
Fréttablaðið. Hann bendir á að
myndir Gunnlaugs, sérstaklega
þær sem skilgreindar eru frá Par-
ísartímabili listamannsins, séu afar
eftirsóttar og flottar.
mikael@frettabladid.is
Nektarlist veldur usla
innan Seðlabankans
Málverk Gunnlaugs Blöndal sem prýða veggi Seðlabanka Íslands fóru fyrir
brjóstið á starfsmanni sem kvartaði. Kvörtunin er nú til skoðunar hjá stjórn-
endum og óvíst hvort verkin fái að vera uppi eða úr augsýn. Sérfræðingur hissa.
Hilmar Einars-
son. Frétta-
blaðið/GVa
titringur er vegna myndlistar sem inniheldur nekt. Fréttablaðið/anton brink
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir skrifuðu undir málefnasamning, en framboðin hafa myndað meirihluta í Hafnarfirði. Í samningnum
er kveðið á um gerð stjórnsýsluúttektar með það að markmiði að auka skilvirkni í þjónustu og byggingu hjúkrunarheimilis. Fréttablaðið/Ernir
lögreglumál Fulltrúar embættis
héraðssaksóknara gerðu húsleit
á heimili hjónanna Guðmundar
Arnar Þórðarsonar og Svanhildar
Nönnu Vigfúsdóttur í síðustu viku
og lögðu hald á gögn sem tengjast
rannsókn embættisins á kaupum
þeirra á hlutum í Skeljungi 2008
og í færeyska olíufélaginu P/F
Magn 2009, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Hjónin eru í dag
meðal stærstu hluthafa í VÍS og
Kviku banka.
Þá herma heimildir blaðsins að
að minnsta kosti þrír einstaklingar
til viðbótar séu til rannsóknar hjá
embættinu vegna viðskiptanna,
Halla Sigrún Hjartardóttir, Einar
Örn Ólafsson og Kári Þór Guðjóns-
son, en þau störfuðu öll samtímis
í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
sem hafði umsjón með sölu á Skelj-
ungi til Svanhildar og Guðmundar.
Fyrst var greint frá rannsókn
embættisins á kaupum hjónanna á
hlutum í olíufélögunum tveimur á
frettabladid.is í gær. Rannsóknin er
til komin vegna kæru sem Íslands-
banki lagði fram árið 2016.
Í yfirlýsingu sem hjónin sendu
Fréttablaðinu í gær sögðu þau
kaupin í umræddum félögum hafa
borið að með eðlilegum hætti og
einsýnt að opinber rannsókn á við-
skiptunum muni eyða öllum vafa
um réttmæti þeirra. – ósk, hae
Húsleit vegna
Skeljungssölu
Svanhildur nanna Vigfúsdóttir.
Fréttablaðið/anton
DÓmsmál Karlmaður á sjötugsaldri
var í Héraðsdómi Austurlands í
síðasta mánuði dæmdur til greiðslu
110 þúsund króna sektar vegna
ölvunaraksturs. Maðurinn hafði ekið
bifreið sinni utan í kyrrstæða bifreið
í Fjarðabyggð.
Þegar lögreglu bar að garði var
maðurinn látinn blása í vínandamæli
og mældist áfengismagn í útblæstri
2 prómill. Maðurinn sagði að hann
hefði drukkið einn bjór og krafðist
sýknu á þeim grundvelli að hann
hefði neytt áfengis eftir að akstri
lauk. Slysið hefði mátt rekja til þess að
hann missti bita af hákarli frá sér sem
hann var að snæða undir stýri. Blóð-
sýni sem tekin voru úr manninum
leiddu í ljós að áfengismagn í blóði
mældist yfir 1,6 prómill.
Maðurinn var sviptur ökurétt-
indum í tíu mánuði og dæmdur
til greiðslu rúmlega 640 þúsund
króna sakarkostnaðar. – jóe
Sakarkostnaður
sexföld sektin
6 . j ú n í 2 0 1 8 m I ð V I K u D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
0
3
-0
B
6
8
2
0
0
3
-0
A
2
C
2
0
0
3
-0
8
F
0
2
0
0
3
-0
7
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K