Fréttablaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 30
Smásöluverslun á Bretlandseyjum á undir högg að sækja um þessar mundir en stjórnendur nokkurra af stærstu verslanakeðjum Bretlands
hafa á síðustu vikum tilkynnt áform
sín um að loka hundruðum verslana.
Sumar keðjur hafa einnig leitað leiða
til þess að þrýsta á leigusala sína um
að lækka leiguna til þess að ná kostn
aði niður.
Búist er við því að keðjurnar House
of Fraser og Marks and Spencer loki
tugum verslana á komandi mán
uðum. Þá hafa stjórnendur fata
keðjunnar Next áform um að setja í
leigusamninga sína sérstakt ákvæði
sem gæti lækkað verulega leiguna
sem keðjan greiðir.
Forsvarsmenn House of Fraser
staðfestu fyrr í vikunni að kín
verski skórisinn C. Banner, sem á
leikfangakeðjuna Hamleys, myndi
eignast meirihluta, 51 prósents hlut,
í verslanakeðjunni. Vilji nýs meiri
hlutaeiganda stendur meðal annars
til þess að sett verði sérstakt ákvæði
í leigusamninga keðjunnar sem gerir
henni kleift að loka verslunum sem
eru reknar með tapi og lækka leigu
verðið á öðrum verslunarrýmum.
Slík samningsákvæði hafa notið
vaxandi vinsælda í breskri verslun
en þeim er ætlað að hjálpa verslunum
sem eiga við skuldavanda að glíma
að losa um fjármagn og greiða niður
skuldir sínar.
Um leið vísuðu stjórnendur House
of Fraser á bug fregnum um að versl
anakeðjan stæði á barmi gjaldþrots.
Slíkar fregnir væru „ónákvæmar“ og
hjálpuðu ekki til. Það væri vissulega
krefjandi verkefni að endurskipu
leggja reksturinn á nýjan leik en sú
vinna gengi vel.
Verslanir House of Fraser eru 59
talsins í Bretlandi og á Írlandi en
yfir sex þúsund manns starfa hjá
keðjunni. Forsvarsmenn verslana
keðjunnar hafa ekki sagt opinberlega
hvað komi til greina að loka mörgum
verslunum en heimildarmenn Fin
ancial Times telja ekki ósennilegt að
allt að 30 verslunum verði lokað áður
en langt um líður.
„Ef við ætlum að stuðla að sjálf
bærum rekstri til lengri tíma verðum
við að taka erfiðar ákvarðanir,“ sagði
Alex Williamsson, forstjóri House of
Fraser, við fjölmiðla fyrr í vikunni.
Nýi meirihlutaeigandinn, C. Bann
er, hyggst auka hlutafé keðjunnar
gegn því skilyrði að keðjunni takist
fyrst að ná samkomulagi við leigusala
sína um að leiguverð verði lækkað
eða að íþyngjandi leigusamningum
verði sagt upp og óarðbærum versl
unum í kjölfarið lokað. Annað kín
verskt fyrirtæki, Nanjing Cenbest, í
eigu samstæðunnar Sanpower, hefur
haldið um 89 prósenta hlut í House of
Fraser undanfarin fjögur ár.
Rótgrónar keðjur í vanda
Margar breskar verslanakeðjur hafa
átt erfitt uppdráttar undanfarna mán
uði. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi,
með stóraukinni netverslun, minna
trausti neytenda og breyttri hegðun
nýrrar aldamótaskynslóðar, hefur
valdið því að ýmsar rótgrónar versl
anir hafa þurft að leita leiða til þess
að hagræða í rekstri og ná kostnaði
niður.
Leikfangakeðjan Toys’R’Us og raf
tækjakeðjan Maplin voru sem dæmi
teknar til gjaldþrotaskipta í Bretlandi
í febrúar síðastliðnum og lokuðu um
leið fjölmörgum verslunum sínum.
Fyrrnefnda keðjan hefur þegar lokað
öllum 100 búðum sínum í landinu en
þrotabú Maplin hyggst halda um 200
verslunum opnum á meðan það leitar
að nýjum kaupanda að keðjunni. Þá
hafa smásalar á borð við New Look,
Carpetright og Mothercare enn frem
ur leitað á náðir leigusala sinna í því
skyni að losna undan óhagstæðum
leigusamningum.
Samdráttur í einkaneyslu
Samkvæmt úttekt breska ríkisút
varpsins hefur hundruðum verslana
og veitingastaða verið lokað í Bret
landi það sem af er árinu. Bryan
Roberts, greinandi hjá TCC Global,
segir að sumar verslanir geti sjálfum
sér um kennt fyrir að hafa ekki brugð
ist í tæka tíð við breyttri hegðun neyt
enda. Miklar kostnaðarhækkanir hafi
þó einnig sett strik í reikninginn.
Sérfræðingar benda einnig á að
ákveðnar vísbendingar séu um að
einkaneysla hafi dregist saman.
Hækkandi vöruverð og veikur kaup
máttarvöxtur hjálpi ekki til. Frétta
skýrandi breska ríkisútvarpsins
nefnir einnig að um fimmtán pró
senta gengislækkun breska pundsins
– eftir að Bretar greiddu atkvæði gegn
veru landsins í Evrópusambandinu
sumarið 2016 – hafi stuðlað að auk
inni verðbólgu og hækkað verð á inn
fluttum vörum, neytendum til tjóns.
„Þetta hefur reynst mörgum smá
sölum erfitt,“ segir Samuel Tombs,
hagfræðingur hjá Pantheon Macro
economics. „Verslun í landinu glímdi
þegar við ýmis kerfislæg vandamál,
líkt og aukna netverslun og háa vexti.
En aukin verðbólga í kjölfar Brexit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur
dregið úr kaupmætti og leitt til mun
minni söluvaxtar en smásalar höfðu
reiknað með,“ nefnir hann.
kristinningi@frettabladid.is
Breskar verslanir berjast í bökkum
Breskar verslanakeðjur glíma við gjörbreytt samkeppnisumhverfi. Stjórnendur House of Fraser hafa vísað á bug fregnum
um að keðjan standi á barmi gjaldþrots. Búist er við því að hundruðum verslana í landinu verði lokað á næstu mánuðum.
30
verslunum House of Fraser
gæti verið lokað á næstu
vikum.
Stjórnendur bresku verslanakeðjunnar House of Fraser endurskipuleggja um
þessar mundir rekstur keðjunnar. Til greina kemur að loka tugum verslana.
NoRdicpHoToS/GeTTy
6 . j ú n í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R8 markaðurinn
0
6
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:5
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
0
3
-3
C
C
8
2
0
0
3
-3
B
8
C
2
0
0
3
-3
A
5
0
2
0
0
3
-3
9
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K