Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Þing Kennarasambands Íslands
hófst á þriðjudaginn og setti fjöl-
miðlaumfjöllun um verðandi for-
mann Kennarasambandsins svip á
þingið í gær. „Þetta er starfsamt
þing eins og venjulega þegar kenn-
arar koma saman en það verður
ekki framhjá því litið að það hvílir
skuggi yfir þinginu út af málefnum
verðandi formanns,“ segir Guðríð-
ur Arnardóttir, formaður félags
framhaldsskólakennara.
Fréttamiðillinn Stundin birti í
gær yfirlýsingu tveggja fyrrver-
andi nemenda Ragnars Þórs Pét-
urssonar, verðandi formanns
Kennarasambandsins, þar sem
hann er sakaður um að hafa borið
rangt um ýmsar staðreyndir þegar
hann varðist ásökunum fyrrverandi
nemanda síns um blygðunarsem-
isbrot á Tálknafirði. Vísir birti í
desember sl. viðtal við nemandann
þar sem hann sakaði Ragnar Þór
um að hafa sýnt sér gróft klám á
heimili sínu fyrir rúmum tuttugu
árum.
Ragnar Þór sagði í samtali við
Morgunblaðið að sín mál hefðu
ekki verið rædd sérstaklega á
þinginu eða verið uppi á borðum.
Hann vildi ekki tjá sig um nýjar yf-
irlýsingar tveggja fyrrverandi
nemenda en vísar í yfirlýsingu sem
hann sendi Stundinni í gær þar
sem hann ítrekar að ásökun á
hendur honum um blygðunarsem-
isbrot gagnvart nemanda sé ósönn.
„Ég hef líka reynt að hafa allar
upplýsingar í málinu uppi á borð-
um frá upphafi. Ásökunin, sem er
kjarni þessa máls, er röng,“ ritar
Ragnar á Stundinni.
Möguleiki um
áskorun á þinginu
Umræða hefur verið meðal þing-
fulltrúa um mögulega áskorun á
Ragnar að stíga niður en hann á
ekki að taka við embætti fyrr en á
föstudaginn. Aðspurður segist
hann hafa heyrt að slík áskorun
gæti verið líkleg. „Ég skrifaði um
þetta því mér bárust upplýsingar
um að mögulega stæði eitthvað
svoleiðis til. Ég hef samt ekki hug-
mynd um það,“ segir Ragnar.
Skuggi hvílir yfir þingi kennara
Málefni verðandi formanns Kennarasambands Íslands setja svip á þing kennara
Nýr formaður ítrekar í yfirlýsingu að ásakanir á hendur sér séu ósannar
Ragnar Þór
Pétursson
Guðríður
Arnardóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Við erum búin að undirbúa þetta
vel og viljum að þessu fólki líði vel
hérna í bænum,“ sagði Haraldur
Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells-
bæjar, í samtali við blaðamann í
gær eftir ávarp hans í móttöku
flóttafólks frá Úganda sem kom til
landsins 19. mars síðastliðinn.
„Við erum mjög hreykin og stolt
af því að fá þetta tækifæri til að
taka á móti þessu fólki frá Úganda.
Við finnum það líka á bæjarbúum að
þeir eru glaðir að fá nýja íbúa.“
Móttakan hófst eins og áður sagði
á ávarpi frá Haraldi, en þar á eftir
tók Ásmundur Einar Daðason fé-
lags- og jafnréttismálaráðherra til
máls. Hann hrósaði Samtökunum
’78 sérstaklega fyrir störf sín og
minntist þess að fyrir stofnun þeirra
hefði þekkst að hinsegin Íslending-
ar flyttu af landi brott. Ótrúlegt
væri að nú væri Ísland áfangastaður
fyrir hinsegin flóttafólk.
Læra að mæta tímanlega
Eva Rós Ólafsdóttir er verkefnis-
stjóri móttöku flóttafólks hjá Mos-
fellsbæ. Hún flutti einnig stutt
ávarp á móttökunni í listasal bæj-
arins, en þar minntist hún þess að
hún hefði ekki getað borðað daginn
sem hún átti að taka á móti hópn-
um. Hvernig ætti hún að geta séð
um þetta fólk? Nokkur barnanna í
hópnum hefðu síðan hlaupið í fangið
á sér og þá hefði hún vitað að allt
yrði í lagi.
„Mér finnst þau alveg ótrúlega
dugleg. Þetta er rosaleg breyting að
vera komin frá Kenía og yfir í
Mosó,“ sagði Eva Rós í samtali við
blaðamann, en hópurinn bjó í flótta-
mannabúðum í Kenía eftir að hafa
sætt ofsóknum í heimalandinu þar
sem samkynhneigð er ólögleg.
„Þau eru að gera litlar breytingar
eins og að mæta á réttum tíma.
Þeim finnst fáránlegt hvað við mæt-
um snemma hérna. Það eru þessar
litlu breytingar sem við horfum á
sem mjög jákvæð skref,“ sagði Eva
Rós. Þótt þau hafi aðeins verið hér í
stuttan tíma finnst henni þeim
ganga vel að aðlagast.
„Þau byrja svo í íslenskunámi í
næstu og þarnæstu viku. Þau fá
bráðum meiri rútínu og meiri dag-
skrá, en þau eru öll mjög áhugasöm
um að fara að vinna.“
Eva Rós segir þau jafnvel geta
byrjað að vinna samhliða íslensku-
náminu. „Svo hafa þau verið í mjög
góðu samstarfi við Samtökin ’78,
sem hafa stutt mjög við bakið á
þeim. Það er mjög mikilvægt fyrir
þau að upplifa að mega vera og hvað
þau eru samþykkt hérna í þessu
samfélagi.“
Stuðningurinn kom á óvart
Blaðamaður tók einnig tali tvo
flóttamannanna, þá James Keneth
Katwere og Hakim Abramz. Þeir
kváðust báðir hafa haft það gott síð-
an þeir komu hingað til lands fyrir
rúmlega þremur vikum.
„Ég held ég sé að aðlagast vel.
Allir hafa látið okkur líða vel og
veitt okkur stuðning. Við finnum að
fólk er til staðar fyrir okkur,“ sagði
Keneth og Hakim tók undir með
honum.
Aðspurðir sögðu þeir ekkert hafa
komið sér sérstaklega á óvart eftir
komuna til landsins, það væri einna
helst veðrið sem þeir þyrftu að venj-
ast. „Við höfum bara séð góða hluti.
Það er engin leið að bera saman Ís-
land og Afríku,“ segir Hakim.
„Það eina sem kemur á óvart er
ástin, umhyggjan og stuðningur-
inn,“ sagði Keneth að lokum.
Í góðu samstarfi
við Samtökin ’78
Hinsegin flóttafólk frá Úganda aðlagast vel í Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Velkomnir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra á spjalli
við nokkra úr flóttamannahópnum. Keneth og Hakim sögðu koma á óvart hversu mikinn stuðning þeir hafa fengið.
„Stjórn Læknaráðs Landspítalans
lýsir yfir miklum viðvarandi skorti á
legurýmum á gjörgæsludeild spítal-
ans og ítrekuðum frestunum stærri
aðgerða í kjölfarið.“ Svona hefst yf-
irlýsing sem Læknaráð Landspítal-
ans sendi frá sér í gær.
Þar kemur fram að sjúklingar á
leið í stærri aðgerðir á borð við
hjartaaðgerðir hafi þurft að þola
endurteknar frestanir á síðustu
stundu og að á síðasta ári hafi 36%
allra hjartaaðgerða verið frestað
vegna skorts á legurýmum á gjör-
gæslu og 20% vegna annarra þátta.
Dæmi séu um að fresta hafi þurft
hjartaaðgerð hjá sama sjúklingi sex
sinnum.
Í yfirlýsingunni segir að ástæður
ítrekaðra frestana á stórum aðgerð-
um séu meðal annars skortur á
starfsfólki, skortur á legurýmum og
þröngur og úreltur húsakostur sem
ekki samræmist nútímakröfum.
„Endurteknar frestanir aðgerða
leiða til mikillar sóunar á dýrmætum
skurðstofutíma og starfskröftum
sem mætti nýta mun betur.“
Þá hvetur læknaráð stjórnvöld til
þess að leggja þegar í stað fram
fjármagn til stækkunar og breyt-
inga á núverandi húsnæði, þar sem
ljóst þyki að nýr spítali verði ekki
tilbúinn til notkunar á allra næstu
árum.
„Sértækar aðgerðir þarf til að
laða fleiri hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða til starfa á gjörgæslu-
deildum Landspítalans með því að
bæta kjör þeirra. Viðvarandi álag
hefur valdið því að veikindi hjá
starfsfólki hafa aukist, það leitar í
önnur störf og nýliðun verið lítil sem
engin.“
Núverandi ástand segir ráðið
hvorki boðlegt sjúklingum né starfs-
fólki spítalans. „Gjörgæsludeildir
Landspítalans annast veikustu
sjúklinga landsins, ekki er hægt að
vísa þeim sjúklingum áfram á önnur
sjúkrahús eða stofnanir.“
Aðgerðum frestað
allt að sex sinnum
Viðvarandi skort-
ur er á legurýmum
Morgunblaðið/Ómar
Legurými Skortir á gjörgæsludeild.
Pistill eftir Ragnar birtist á
Stundinni í fyrradag þar sem
hann fjallar um hvernig hann
ætlar að vinna sem formaður
Kennarasambandsins. Guðríður
skrifar harðorða athugasemd
þar við sem formaður félags
framhaldsskólakennara þar sem
hún fjallar um ásakanirnar á
hendur Ragnari og að hún óttist
ekki komu hans í kennarahúsið,
auk þess að gera athugasemd
við klæðnað Ragnars á þinginu.
Harðorð
athugasemd
SKIPTAR SKOÐANIR
SLÓVENÍA
8. júní í 10 nætur
Innifalið: Flug og skattar. Gisting á 4* hótelummeð morgunverði alla daga
og 7 kvöldverðir innifaldir. Einnig innifalið aðgangseyrir á söfn, sigling á Bled,
kynnisferðir o.fl. Nánari upplýsingar á heimsferdir.is
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
229.995
Fagra
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.