Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 væri enn óafgreiddur hjá embætt- inu, eða um fimm þúsund umsóknir: Skilyrðin eru ströng „Það er reyndar verið að af- greiða þessar umsóknir hjá embætt- inu og við gerum okkur vonir um það Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskatt- stjóri, á von á því að starfsmönnum ríkisskattstjóra takist fyrir næstu mánaðamót að afgreiða kúfinn af um fimmþúsund óafgreiddum umsókn- um um úrræðið „Fyrsta fasteign“ sem kom fyrst til framkvæmda á miðju ári í fyrra. Aukinn mannafli vinni nú að afgreiðslu umsóknanna hjá embættinu og tilskilinn tölvu- búnaður, sé farinn að virka rétt. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá- verandi forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, þáverandi fjár- málaráðherra, kynntu um miðjan ágúst 2016 leiðréttinguna svonefndu og þá um leið kynntu þeir úrræðið, „Fyrsta fasteign“. Það úrræði stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Samkvæmt úrræðinu geta þeir sem hyggj- ast kaupa sína fyrstu fasteign nýtt séreignarlíf- eyrissparnað sinn til að safna fyrir innborgun á fyrstu íbúðarkaupin og er heimilt að ráðstafa 500 þúsund krónum á ári í tíu ár með þeim hætti, og verða þeir fjármunir ekki skatt- lagðir, samkvæmt skilmálum „Fyrstu fasteignar“. Skúli Eggert var í gær spurður hvers vegna svo mikill fjöldi um- sókna um úrræðið „Fyrstu fasteign“ að í þessum mánuði munum við fara mjög langt með afgreiðslu umsókn- anna,“ sagði Skúli Eggert. Hann segir að nokkrar skýr- ingar séu á því að ekki hafi tekist að afgreiða umsóknirnar hraðar. „Það er takmarkaður mannafli hjá okkur sem vinnur við afgreiðslu umsókn- anna, en meginskýringin á því að þetta hefur dregist, er sú að það tafðist að setja upp það tölvukerfi, sem afgreiðsla umsóknanna krefst. Þetta er samspil margra aðila. Það koma að þessu lífeyrissjóðir, það koma að þessu fjármálafyrirtæki, við þurfum að fá upplýsingar frá Þjóðskrá til að fá það staðfest að um fyrstu fasteign hjá umsækjanda sé að ræða. Það þarf sem sagt að vinna hverja umsókn mjög mikið, því þetta er mun flóknari aðgerð en fram- kvæmdin var í sambandi við leiðrétt- inguna og skilyrðin sem sett eru fyr- ir því að mega nota þetta úrræði eru ströng,“ sagði Skúli Eggert. Hann segir að annað sem hafi gert það að verkum, að teygst hafi á afgreiðslunni, sé að hver umsækj- andi þurfi mun meiri þjónustu og leiðbeiningar, en gengur og gerist, og því sé um mjög tímafrekt ferli að ræða. Um 5 þúsund umsókna bíða afgreiðslu Morgunblaðið/Ófeigur Annir Afgreiðsla umsókna um „Fyrstu fasteign“ er afar krefjandi.  Ríkisskattstjóri vonar að mesti kúfurinn verði farinn á næstu vikum Skúli Eggert Þórðarson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það þarf að bæta framkvæmd ADHD-greininga hjá fullorðnum hér á landi því eins og þetta er núna þá er framkvæmdin ekki nógu formföst og oft ekki nógu skýrt fyr- ir fólk hvert það á að leita,“ segir Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélags Íslands. Í Morgunblaðinu í gær sagði Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, það vera „alveg klárt mál“ að eitt- hvað væri að þegar kæmi að grein- ingum á ADHD á Íslandi. Nefndi hann meðal annars að margir hefðu leitað til ADHD-teymisins á Land- spítalanum og fengið neikvæða greiningu þar eftir að hafa fengið jákvæða greiningu hjá sálfræð- ingum eða öðrum sérfræðilæknum. „Þannig að það er eitthvað að í þessu greiningarferli,“ sagði Ólafur B. Aðspurð segir Þórgunnur það geta verið flókið að greina ADHD hjá fullorðnum, en einkennin geta líkst einkennum annarra sjúkdóma, fylgikvillar eru margir og leita þarf upplýsinga úr barnæsku, sem getur verið flókið þegar um fullorðinn ein- stakling er að ræða. „Til þess að greina þetta rétt þarf að gera mjög öfluga mismuna- greiningu og samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis er mælt með að greiningar séu gerðar í þverfaglegum teymum. Hjá Land- spítala má finna slíkt teymi og einn- ig á sumum stofum, en það þyrfti hins vegar að skilgreina þetta betur svo fólk viti hvert best sé að leita og fái um leið rétta greiningu,“ segir hún. Ekki til mannskapur í verkið Hér á landi veita sérfræðilæknar fyrsta lyfjaskírteinið fyrir ADHD- lyfjum til einstaklinga, en í kjölfarið geta heilsugæslulæknar ávísað lyfj- unum, ólíkt því sem gerist t.a.m. í Svíþjóð. Þar sjá geðlæknar alfarið um ávísanir ADHD-lyfja. „Hjá fullorðins ADHD-teymi Landspítalans er fyrirkomulagið þannig að yfirleitt eru það heim- ilislæknar sem vísa fólki til okkar í mat og við hefjum oft lyfjameðferð samhliða annarri meðferð. Ef fólk er í lyfjameðferð þá fer það aftur seinna í lyfjaeftirlit til þess heimilis- læknis sem upphaflega vísaði því til okkar. Ástæðan fyrir þessu er sú að teymið er ekki nógu stórt til að geta annað framhaldsmeðferð og eftirliti fyrir alla. Ef það á að vera þá þyrfti að auka fjármagn til verksins veru- lega,“ segir Þórgunnur og heldur áfram: „ADHD-teymi Landspítala ræður sökum fámennis ekki við að halda utan um eftirfylgnina né heldur eru geðlæknar á stofu nógu margir til að ná að sinna allri eftirfylgd.“ Þörf á meiri formfestu við greiningarnar  Bæta þarf framkvæmd ADHD- greininga hjá fullorðnum hér á landi Morgunblaðið/Frikki Lyf Það er vandasamt verk að greina fólk með ADHD-röskun. ADHD-lyf » Þrjátíu læknar voru með 64% af öllum samþykktum lyfjaskírteinum fyrir metýlfení- datlyf árið 2017. » Alls fengu 6.965 einstak- lingar slík skírteini á árinu og voru umsóknir samþykktar frá 357 læknum. » Íslendingar taka um þrefalt meira af örvandi lyfjum en íbú- ar nágrannalandanna. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Svokallaðar Skuggakosningar eru í framhaldsskólum landsins í dag og í gær var haldinn framboðsfundur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, þar sem nemendur spurðu fulltrúa níu framboða í Reykjavík spjörunum úr. Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæð- isflokksins í borginni, sagði við mbl.is eftir fundinn að ungt fólk væri ekki öðruvísi en annað fólk í borginni, það spyrði málefnalegra, góðra og gagn- legra spurninga. Dagur B. Eggerts- son, borgarstjóri Samfylkingar, tók í sama streng og sagðist afar ánægður með Skuggakosningarnar. „Mér finnst þetta vera að breyta áhuga fólks á framhaldsskólaaldri og hann er að kvikna líka fyrr, þetta startar svolítið umræðunni inni í skól- unum,“ sagði Dagur, en úrslit Skuggakosninga í framhaldsskólum landsins verða gerð opinber eftir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi. Reyndu að heilla unga fólkið Stjórnmálamennirnir níu reyndu hvað þeir gátu að sannfæra nemend- ur Fjölbrautaskólans við Ármúla um ágæti stefnu sinnar á fundinum, en Karl Berndsen frambjóðandi fyrir Flokk fólksins var reyndar ekki bjart- sýnn fyrir hönd unga fólksins. „Ég held því miður að miðað við nú- verandi ástand, elskurnar, eigið þið eftir að vera heima hjá mömmu og pabba næstu 20 til 30 árin,“ sagði Karl um stöðuna í húsnæðismálum innan borgarmarkanna. Tveir pólar í samgöngumálum Í umræðum um lausnir í sam- göngumálum voru nokkuð skörp skil í málflutningi fulltrúa þeirra sem nú eru við völd í borginni, Viðreisnar og Alþýðufylkingarinnar annars vegar og fulltrúa minnihlutans í borgar- stjórn og annarra framboða hins veg- ar, hvað varðaði afstöðu þeirra til borgarlínu og annarra framkvæmda. Morgunblaðið/Hari Ungmenni Skuggakosningum er ætlað að auka lýðræðisvitund ungs fólks. Unga fólkið spurði gagnlegra spurninga  Frambjóðendur í borginni mættust í Fjölbraut við Ármúla Morgunblaðið/Hari Kosningar Fulltrúar níu framboða í Reykjavík voru spurðir spjörunum úr í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.