Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 10
fyrir árin 1981-1991 ekki fyllilega sambærilegar við tölur vinnumark- aðskönnunar Hagstofunnar enda þótt þær gefi ágæta vísbendingu um þróunina á þeim árum. Spáir 14 þúsund nýjum störfum Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, áætlar út frá hagspám að tæplega 14 þúsund störf verði til í hagkerfinu á árunum 2018-2022. „Miðað við hag- vaxtarspár, sem liggja til grund- vallar fjármála- áætlun ríkis- stjórnarinnar, má ætla að 2.600 til 3.000 ný störf geti orðið til á ári tímabilið 2018- 2022. Þetta bygg- ist á sögulegu samhengi hagvaxtar og fjölgunar starfa,“ segir Yngvi. Til samanburðar áætlar Hagstof- an að um 26.200 störf hafi orðið til í hagkerfinu 2012 til 2017. Gangi spá Analytica eftir munu tæplega 40.000 störf verða til á árunum 2012 til 2022. Yngvi segir aðspurður að það sé að líkindum met í hagsögu landsins. Hann segist reikna út frá hagvaxt- arspá fjármálaáætlunar. Á þessu tímabili geti orðið hagsveiflur í báðar áttir. Heildarfjölgun starfa sé þó raunhæf. Ekki sömu takmarkanir Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, bendir á að fyrri hagsveiflur hafi gjarnan endað með miklum vinnuaflsskorti, launa- þenslu, yfirborgunum og gengisfell- ingu og niðursveiflu í kjölfarið. Ávallt hafi vinnumarkaðurinn of- hitnað. Innflutningur vinnuafls sporni nú gegn launaþenslu sam- hliða því að auka framleiðslugetuna í hagkerfinu. Áður hafi takmarkað framboð af vinnuafli takmarkað vöxtinn. Mun minni líkur séu á að hagkerfið muni rekast á launa- eða framleiðsluþak á næstu árum. „Fyrir vikið getum við fengið meiri hagvöxt og í lengri tíma án þess að hagkerfið ofhitni,“ segir Ásgeir. Hann telur aðspurður að vöxtur þjónustugeirans muni fjölga störfum á næstu árum. Vöxtur útflutnings- greina, einkum ferðaþjónustu, muni kalla á ný störf við ýmsa þjónustu. Þá séu fjölmennir árgangar fólks að fara á eftirlaun sem sé mun efnaðra en eldri kynslóðir. „Með fjölgun eftirlaunaþega mun þjónustuhagkerfið taka við sér. Nú er eftirstríðskynslóðin að hefja eftir- launatöku en hún er fyrsta kynslóðin sem hefur náð að nýta sér núverandi lífeyriskerfi sem og jákvæða raun- vexti til þess spara fyrir góðum líf- eyri. Þetta fólk er líka heilbrigðara og virkara en áður þekktist.“ Ásgeir segir aðspurður horfur á heldur minni fjárfestingu í atvinnu- vegum. Á móti komi aukin umsvif í byggingariðnaði og aukin fjárfesting hins opinbera, til dæmis í innviðum. Þá sé útlit fyrir slakara taumhald á ríkisfjármálum, sem auki eftirspurn og örvi einkaneyslu. Þessir þættir skapi störf. Fjölgun starfa á Íslandi án fordæma Fjölgun/fækkun starfa 1981-2022* Áætlun 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 þúsund störf Útreikningar: Analytica Heimild: VMST (1981-1991) og Hagstofan (1992-2017) *Áætlun fyrir 2018-2022 á grunni hagvaxtarspár (fjárlagaáætlun 2018) 2009: -11.100 2006: 8.200 1998: 5.900 2016: 6.900 2022: 2.673* 2017: 3.000 1981: 5.402 1988: -3.309 2002: -2.300 1981 1984 1987 1990 1993 1996 1999 2002 2005 2008 2011 2014 2017 2018-2022 Yngvi Harðarson Ásgeir Jónsson  Mögulega lengsta skeið starfafjölgunar  Hagfræðingur spáir 14 þúsund nýjum störfum til 2022 Karl Sigurðsson Morgunblaðið/Ómar Byggt í miðborginni Umsvif byggingargeirans eru að aukast. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að núverandi hagsveifla muni leiða til lengsta sam- fellda tímabils starfafjölgunar á Ís- landi frá byrjun níunda áratugarins. Þetta segir Karl Sigurðsson, sér- fræðingur hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar, sem hefur verið gerð samfellt frá 1991, fjölgaði störfum frá 1994 til 2001 að árunum 1996 og 1997 undanskildum, þegar störfum fjölgaði lítið sem ekkert. Þá fjölgaði störfum í fjögur ár samfellt á árun- um 2005 til 2008, en fækkaði mikið á árunum 2009 og 2010. Störfum hefur síðan fjölgað ár hvert frá og með árinu 2012 og verður þetta að óbreyttu sjöunda árið í röð sem þeim fjölgar. Hagspár benda til hagvaxtar á næstu árum og því er útlit fyrir frekari fjölgun starfa næstu ár. Samræmdar mælingar frá 1980 Karl rifjar upp að atvinnuleysi hafi verið reiknað út hjá Vinnumála- stofnun og áður vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins með sam- ræmdum hætti frá 1980. Að baki þeim útreikningum liggi áætlun um vinnuafl frá og með árinu 1980. Sam- kvæmt þeirri áætlun hafi störfum fjölgað samfleytt árin 1981-1987, eða í a.m.k. sjö ár samfellt. „Síðan tók við niðursveifla og tók störfum ekki að fjölga að ráði fyrr en árið 1994.“ Karl segir ekki liggja fyrir sam- bærilegar upplýsingar um fjölgun starfa fyrir 1980. Þá séu tölurnar 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Megi raforkan verameð þér. 3.950.000 kr. Vistvænt tilboðsverð frá e-Golf á betra verði. Góð ástæða til að skipta um orkugjafa. Volkswagen e-Golf dregur allt að 300 km* og er fyrsti rafmagnsbíllinn með hreyfistýrðu upplýsinga- og afþreyingarkerfi. Þú þarft aldrei aftur að fara inn í kaldan bíl eða leita að honum á bílastæðinu. Komdu og finndu kraftinn í þessum magnaða bíl sem gengur 100% fyrir rafmagni. Stuttur afgreiðslutími! www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. *Skv. NEDC staðlinum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.