Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er gjarnan spurð aðþví hvernig slysasögurtengjast þjóðfræði, ogsvara því til að ég lít svo
á að áföll tengist menningu okkar
og sömuleiðis taka þau þátt í sköp-
un menningarinnar. Þau eru hluti
af okkar daglega lífi. Það eru t.d.
margar áfallasögur í þjóðsögunum
okkar, það sjáum við í þjóðsagna-
safni Jóns Árnasonar, Djákninn á
Myrká og Móðir mín í kví kví eru
dæmi um það. En þrátt fyrir að
slysasögur hafi breyst í gegnum
tíðina er kjarni þeirra áþekkur.
Þær þjóna því hlutverki að rekja
slysasöguna, deila sorg, missi og
sársauka,“ segir Vilborg Bjarka-
dóttir sem opnar n.k laugardag
sýningu sína Þjáning/tjáning: gildi
sagnamennsku í bataferli eftir
slys. Sýningin verður á Heilsu-
stofnun Náttúrulækningafélags Ís-
lands (heilsuhælinu í Hveragerði)
og er sýningin meistaraverkefni
Vilborgar í hagnýtri þjóðfræði.
Sýningin byggist á viðtölum við
fólk sem hefur lent í alvarlegum
slysum og hlutum sem fólkið teng-
ir við minninguna um slysið.
Að ná tökum á eigin sögu
„Ég var mjög innblásin af
þjóðsagnasöfnun nítjándu aldar,
mér fannst hrífandi þessi aðferð að
fara á vettvang, tala við fólk og
safna þannig sögum. Þegar ég átt-
aði mig á að slysa- og áfallasögur
eru allt í kringum okkur, þá fór ég
að velta fyrir mér af hverju fólk
væri að segja svona sögur og
hvaða gildi þær hafa í samfélaginu.
Ég vildi líka skoða hvort sögurnar
þjónuðu mögulega tilgangi í bata-
ferli fólks, og ég tel að svo sé. Til
dæmis vegna þess að við lítum svo
á að það sé í frásögur færandi þeg-
ar einhver lendir í slysi. Sjúkra-
skýrslur eru skrifaðar, sem eru
frásögn hins opinbera. Og aðstand-
endur eru með sitt sjónarhorn á
söguna. Hjá mér er áherslan á að
leyfa einstaklingnum sem lenti í
slysinu að segja sína sögu og inn í
það fléttast iðulega sagan af bata-
ferlinu sem hefst eftir slysið. Það
kemur fram í gögnum mínum að
úrvinnsla í bataferli felur í sér að
ná tökum á eigin sögu, þannig að
fólki fari að finnast það verða aftur
höfundar að eigin lífi. Að koma
reiðu á óreiðuna og láta heiminn
verða heilan aftur.“
Líf fólks umturnast
Vilborg segir að stundum séu
slys orðin að sögum áður en fólk
sem í þeim lendir vill deila reynslu
sinni, því fjölmiðlar koma oft strax
á vettvang og þeir sem verða vitni
segja líka frá því sem þeir sáu.
„Manneskjan sem lendir í
slysinu man jafnvel ekki sjálf eftir
atburðinum, og er þá í raun að fá
lánað minni annarra og kemur
þannig sögunni sinni saman. Ég
held að fólk noti sögur meira al-
mennt en það gerir sér grein fyrir,
til dæmis fer fólk á AA fundi og
deilir þar með öðrum sínum sög-
um, fólk fer til sálfræðinga í sam-
talsmeðferðir, les sögur og horfir á
kvikmyndir. Allt eru þetta ein-
hverskonar sögur og oft eru þær
hluti af bataferli.“
Vilborg segir að henni hafi
komið á óvart hversu vel slípaðar
sögur viðmælenda hennar voru.
„Sumir eru greinilega búnir
að miðla sinni sögu oft og búnir að
hugsa söguna mikið og lengi. Fólk
er að tala um sína dýpstu reynslu
og þetta eru sögur sem hafa með
sjálfsmynd viðkomandi að gera,
því eftir slys eru margir þvingaðir
til að breytast, hvort sem þeim lík-
ar betur eða ver. Sumir geta ekki
lengur gert hluti sem þeir voru
vanir að gera og þurfa fyrir vikið
að kúvenda sinni lífssögu. Líf
þeirra umturnast og fólk þarf að
finna sér nýjan tilgang og skapa
sér nýja sjálfsmynd. Það er stórt
verkefni að vinna úr öllum þeim
tilfinningum sem fylgja því þegar
fótunum er kippt undan fólki. Að
deila reynslunni getur dregið úr
tilfinningalegum sársauka.“
Magnaður kraftur fólks
Vilborg segist hafa mikinn
áhuga á hverskonar sögum, og
hún sá að slysasögur hafa sömu
byggingu og skáldsögur; upphaf,
ris og niðurlag: Lífið fyrir slys,
kúvending við slys, og svo hvernig
öllu er púslað saman aftur.
„Slysafrásagnir koma fyrir í
mjög mörgum skáldsögum, þær
eru stærri hluti af menningunni en
við gerum okkur grein fyrir. Ég er
ekki að skoða dauðaslys, en
gríðarlega alvarleg slys þar sem
fólk þarf virkilega að spyrna sér
upp frá botninum. Mér fannst
magnað að heyra af krafti fólks,
hvernig það nær sér upp, og fyrir
vikið er þetta alls ekki niðurdrep-
andi, heldur á margan hátt sögur
af sigri.“
Vilborg hefur skrifað ljóða-
bókina Líkham, þar sem líkaminn
í öllum sínum myndum er við-
fangsefnið. Hún viðurkennir að
vera mjög áhugasöm um manns-
líkamann.
„Mér finnst líka áhugavert
hvernig við aðgreinum sál og lík-
ama, til dæmis þá átti fólk áður
fyrr erfitt með að trúa að fólk
væri í áfalli ef það sá ekkert á
líkamanum. Í kjölfar lestarslysa
var fyrst farið að gefa andlegum
áföllum gaum, og sem betur fer
hefur aukist skilningur á því að
áföll geta fylgt fólki ævilangt. Lík-
ami og sál eru augljóslega ein
heild.“
Áföll tengjast menningu okkar
Vilborg Bjarkadóttir
skoðaði hvaða gildi slysa-
sögur hafa í samfélaginu
og hvaða tilgangi þær
þjóna í bataferli fólks sem
lendir í alvarlegum slys-
um og áföllum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vilborg Hún hefur mikinn áhuga á hverskonar sögum og söfnun sagna.
Sýningin byggist á 17 viðtölum við einstaklinga sem
hafa lifað af alvarleg slys. Fólkið er á breiðu aldurs-
bili, bæði konur og karlar. Einnig eru til sýnis munir
sem viðmælendur mínir hafa lánað á sýninguna.
Þessir gripir tengjast allir slysinu og bataferlinu með
beinum hætti og eru líkt og leikmunir eða sönn-
unargögn um það sem gerðist. Nöfn viðmælenda
koma hvergi fram, efnið er viðkvæmt og alls ekki
aðalatriðið að sýningargestir viti hvað sagnamenn-
irnir heita, það eru skilaboð sögunnar sem skipta
máli.
Í gegnum viðtalsbrotin má sjá mismunandi leiðir
sem viðmælendur hafa fetað í bataferlinu. Meðal
annars má sjá hvernig sumir sökkva sér í andleg
málefni, aðrir nota svartan húmor til að vinna með
sársaukann og enn aðrir líta á slysið sem þáttaskil
og jafnvel upphaf að nýju lífi. Þegar kjarni viðtalanna
er kannaður má sjá endurtekin stef. Þar eru efst á
blaði breytt líkamsímynd, einangrun, kvíði, yfirnátt-
úruleg reynsla, brostnir draumar og nýtt upphaf.
Sýningin stendur frá 14. apríl - 26. maí 2018 á
Heilsuhælinu í Hveragerði.
Sumir nota svartan húmor í bataferlinu
SÝNINGIN ÞJÁNING/TJÁNING: GILDI SAGNAMENNSKU Í BATAFERLI EFTIR SLYS
Þetta var náttúrlega mjög mikið. Ég
gat aldrei dansað á táskóm aftur af
því að þá ertu alltaf að dansa á rist-
inni. Það var búið að negla hana sam-
an og þó að naglarnir væru teknir
út eftir ellefu vikur og skrúfurnar
eftir átján vikur þá er það aldrei
eins. Ég á ekki þessa gömlu.
Ég var búin að henda þeim
því maður skiptir út mjög
reglulega. Ég var nýbúin að
kaupa mér nýja. Það sér að-
eins á þeim. Ég á þá ennþá,
en ég er ekkert að taka þá
upp og syrgja þá. Þetta var
bara einhvern veginn partur
af þessu. Ég hef ekki viljað
henda þeim.
Ég hef ekki vilj-
að henda þeim
Tvö brot úr slysasögum
Ég man bara að ég hugsaði
strax: Ókei sjitt, ég er í há-
hæluðum skóm. Þetta var
í desember og náttúr-
lega mjög kalt úti og
ég var í miklum föt-
um, með þykkan
trefil og í þykkum
jakka og á háum
hælum. Ég man að
ég hugsaði að ég þyrfti
að reyna að komast úr skónum
því ég ætlaði að reyna að sökkva
ekki á botninn.
Reyndi að
sökkva ekki
á botninn
Smart föt, fyrir smart konur.
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52