Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 24
Bauð flokkurinn einnig upp á sýn- ingu í danshúsi sem verið var að vígja og hlaut lof blaða fyrir skemmtanina. Í Frakklandi í 35 stiga hita Í aldarsögu ÍR frá 2007, Heil öld til heilla, segir að í skrúðgöngu um Calais-borg á síðasta degi þriggja daga hátíðarinnar, hinn 28. maí, hafi ÍR-flokkurinn gengið leik- fimiklæddur um aðalgötur borgar- innar undir íslenska fánanum. Fyrst fór einn frakkneskur flokkur, þá Íslendingar, en í broddi fylk- ingar 60 manna hermannahljóm- sveit. Á eftir íslenska flokknum fóru Belgar, þá ótal frakkneskir flokkar. Allar götur borgarinnar voru þétt- SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Skyldi nokkur íþróttaflokkur nú til dags afþakka boð um að keppa á Ólympíuleikum og taka hátíðar- samkomu í viðkomandi grein fram yfir? Ólíklega, en svo djarfa ákvörðun tók fimleikaflokkur kvenna hjá Íþróttafélagi Reykja- víkur fyrir 90 árum. Tók mikla fim- leikahátíð í Calais í Frakklandi vor- ið 1928 fram yfir Antwerpen- leikana í Belgíu sama ár. Lagði hópurinn upp til Frakklands hinn 15. maí 1928 og er óhætt að segja að það hafi verið frægðarför og það jafnvel meiri en árið áður er karl- og kvenflokkar ÍR lögðu Noreg og Svíþjóð að fótum sér, ef marka má hástemmdar frá sagnir dagblaða og lofsamleg dóma um sýningar þeirra. Þessar ferðir voru þær fyrstu sem íslenskir íþróttaflokkar fóru til útlanda og má segja, að þátttak- endur hafi verið frumkvöðlar útrás- ar íslenskra íþrótta. Í Calais- flokknum voru allar þær sömu og í Norðurlandaferðinni 1927 nema tvær. Til Frakklands fóru Guðbjört Ólafsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Hólm- fríður Jónsdóttir, Vilborg Jóns- dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Hanna V. Gísladóttir. Vilborg Ámundadóttir, Laufey Einars- dóttir, Gyða Sigurðardóttir, Jónína Jafetsdóttir og Sigríður Þorsteins- dóttir. Þjálfari þeirra, Björn Jak- obsson íþróttakennari, fylgdi flokknum og fararstjóri var Tryggvi Magnússon. Eftir förina 1927 langaði Björn mikið til þess að fara með hópinn á Ólympíuleikana í Amsterdam 1928. Það þótti stjórn ÍR fullmikið fyrir- tæki og auk þess æfði flokkurinn ekki með keppni fyrir augum. Því var ákveðið að senda hann fremur á hið mikla alþjóðlega fimleikamót sem haldið var í Calais. Þar tóku þátt 400 félög víðsvegar úr Frakk- landi og 30 frá öðrum löndum. Efnt var til mótsins til að fagna því að hálf öld var liðin frá því Frakkar hófu að iðka fimleika. Þar sem þarna voru eingöngu fimleikasýn- ingar taldi ÍR meira að læra fyrir flokka sína þar og til meiri frægðar að vinna í Calais en á Ólympíu- leikunum. Vegna mótsins „fjölgaði“ bæjarbúum í einni svipan um 50.000. Sýnt á ströndinni Íþróttasamband Íslands lagði reyndar mikið kapp á að senda þátttakendur á Antwerpen-leikana og batt vonir sínar við fimleika- flokka ÍR eftir að Alþjóðaólymp- íunefndin (IOC) hafnaði beiðni um að fá að senda þangað glímumenn. Fallið var hins vegar frá því vegna dræmra undirtekta Alþingis við sambandið. Samþykkti þingið reyndar sérstaka tillögu í apríl 1928 um 3.000 króna styrk til að senda fimleikaflokk ÍR á leikana. Sú hjálp þótti sambandinu koma of seint enda hafði ÍSÍ áður tilkynnt IOC að ekkert yrði af þátttöku Ís- lands vegna fjárskorts. Úrvalskvennaflokkur ÍR lagði af stað í förina með Gullfossi 15. maí 1928. Skipið kom við á Eskifirði, Norðfirði og Seyðisfirði. Sló flokk- urinn upp sýningu á öllum við- komustöðunum áður en lagt var yf- ir hafið til Aberdeen í Skotlandi. skipaðar fólki sem hyllti stúlkurnar með húrrahrópum. Við ráðhúsið fögnuðu 20.000 manns er þær heils- uðu með fánanum æðstu embættis- mönnum Calais-borgar. Í frásögn af setningarhátíðinni í Morgunblaðinu, segir að engum flokki var jafn vel tekið og íslenska kvennaflokknum, „sem fékk óslitið lófaklapp alla leiðina“. „Þennan dag var 35 stiga hiti í forsælunni og við í þykkum sokk- um! En það var óneitanlega hátíð- legt að ganga þarna um göturnar undir íslenska fánanum,“ segir í upprifjun um Calais-förina í páska- blaði Morgunblaðsins 1969. Dag- skráin riðlaðist og gátu ÍR-kon- urnar ekki sýnt á þeim tíma sem þeim var ætlaður. „Við þurftum að bíða nokkrar klukkustundir og hit- inn ætlaði alveg að gera út af við okkur. En fyrir bragðið fengum við miklu betri sýningartíma en okkur hafði verið ætlaður og sýndum á besta stað. Ef við hefðum sýnt á réttum tíma hefðum við alveg horf- ið inn í fjöldann. Sýningin tók um klukkustund með áhaldaæfingum og stökkum, og var það venjuleg sýningarlengd hjá okkur,“ segir í upprifjuninni. Óskeikul nákvæmni Fararstjóri bresku flokkanna, sem þátt tóku í mótinu í Calais, sýndi ÍR-konunum mikla athygli og bauð þeim að koma og sýna í London á heimleiðinni. Að við- stöddum fulltrúum m.a. breska kennslumálaráðuneytisins, borg- arráðs Lundúna, íþróttakennara- samtakanna sýndi flokkurinn í stórum og þéttsetnum sal við Tott- enham Court Road 30. maí. Sýn- ingunni var svo vel tekið að talið var að flokkurinn hefði getað fyllt stærsta sýningarsal í London hefði hann getað dvalið lengur í borginni. Var þetta í fyrsta sinn í sögu Eng- lands að flokkur leikfimiskvenna sýnir listir sínar undir íslenskum fána. Í tímaritinu „Physical Educa- tion“ sagði meðal annars svo um þessa samkomu: „Sýningin hófst á nokkrum mjög yndislegum, óþving- uðum æfingum, afbragðsvel sam- stilltum og leiknum af óskeikulli nákvæmni, án hljóðfærasláttar eða fyrirskipana. Jafnvægisæfingar voru frábærlega vel af hendi leyst- ar. Sýningunni lauk með nokkrum frjálsmannlegum æfingum sem einnig voru prýðilega samstilltar og fóru fram með óskeikulli nákvæmni  Fimleikaflokkar frá ÍR gerðu garðinn frægan í 28 daga sýningarferð til Norðurlanda 1927 og 23 daga för til Frakklands árið eftir  Kvennaflokkurinn fékk hlýjar móttökur í Calais fyrir 90 árum Æfing ÍR-flokkurinn fer í gegnum æfingar sínar fyrir blaðamenn, ljós- myndara og kvikmyndagerðaramenn í London á heimleið frá Calais 1928. Tóku fimleikahátíð fram yfir Ólympíuleika 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 FÆREYJAR 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK14.700 DANMÖRK 2 fullorðnir með fólksbíl. verð á mann frá ISK27.400 Vikulegar siglingar allt árið til Færeyja og Danmerkur. Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Taktu bílinn með til Færeyja eða Danmerkur Bæklingurinn okkar fyrir 2018 er kominn út. Í honum finnur þú fullt af tilboðum og verðdæmum. Hægt er að nálgast hann á www.smyrilline.is Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Tallinn, Vilnius og Riga Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá 11. og 12. öld og kynnumst miðaldastemningu sem er engri lík. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dóm- kirkjur, þröngar steini lagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveitaþorp með brosandi heimamönnum. Við förum aftur í tíma og rúmi. 15.-25. ágúst Eystrasaltið í sinni fegurstu mynd Verð 219.900 kr. á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, allar ferðir, aðgangur þar sem við á, hótel með morgunmat , íslensk fararstjórn Sími 588 8900 transatlantic.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.