Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 25
og fegurstu reglu. Síðan gekk flokkurinn hring á leiksviðinu og kvaddi með fánakveðju og voru það virðuleg leikslok á þessari glæsi- legu sýningu. Þögn sú, sem ríkti í salnum með- an á sýningunni stóð, bar vott um þá miklu athygli, sem áhorfendur sýndu íþróttum þessa þaulæfða flokks, en lófatakið, sem kom á eft- ir bar vott um aðdáun þeirra, sem á horfðu.“ Sátu um hótel ÍR-stúlkna Sýningin varð íslensku þjóðinni og Birni Jakobssyni til sóma. 120 atvinnuleikfimimenn og fleiri hæst- ráðandi menn innan vébanda leik- fimissambands Englands voru við- staddir. Samhuga lýstu þeir aðdáun sinni á hinni fullkomnu leikfimi hinna íslensku yngismeyja úr ÍR. Þær höfðu opinberað þá hugsjón stjórnanda síns að íslenskt leikfim- iskerfi öðlaðist viðurkenningu er- lendra sérfræðinga. Dvölin í London var ævintýri fyrir feimnar Reykjavíkurstúlkur. Eftir sýninguna komust þær varla út af hótelinu fyrir blaðamönnum. Af þeim voru birtar myndir í stór- blöðunum. Breskir blaðamenn og ljósmyndarar sátu um hótel stúlkn- anna og tóku hverja myndina af annarri af þeim. Losnuðu þær ekki úr klóm þeirra fyrr en maður frá kvikmyndafélaginu First National Pathé Fréres Cinema Ltd., fór með þær út á Queens Athletic Ground. Þar var talinn besti íþróttavöllur Lundúna og tók maðurinn þar kvikmyndir af staðæfingum flokks- ins. Flestöll blöð Lundúna birtu myndir af flokknum. Eins og hann hafði verið auglýstur hefði verið leikur einn að halda aðra sýningu og fylla stærsta sal heimsborg- arinnar. Tími vannst þó ekki til þess því snemma næsta morgun lögðu ÍR-konurnar af stað til Edin- borgar. Í skoska höfuðstaðnum Edinborg sýndi flokkurinn 31. maí, rétt áður en gengið var á skipsfjöl til heim- ferðar. Og sem fyrr var salurinn þéttskipaður áhorfendum sem létu í ljós aðdáun sína á leikni flokksins. Daginn eftir birtist langur dómur um sýningu þessa. Var hann á sömu lund og skrif um aðrar sýn- ingar ÍR-flokksins í þessari frægð- arför. Til Íslands höfðu fregnir bor- ist af frægðarför ÍR-kvennanna og því var mikill mannfjöldi saman kominn á hafnarbakkanum til að fagna þeim við heimkomuna. Mannfjöldi á hafnarbakkanum Hið besta veður var í Reykjavík að kvöldi 8. júní 1928. Á hafnar- bakkanum var mikill mannfjöldi saman kominn og beið þess að Gullfoss legðist að. Það átti að fagna vel íslensku fimleikastúlk- unum, sem voru að koma heim úr mikilli sigurför til Frakklands og Englands. Daginn eftir bar stærsta fréttin í Morgunblaðinu fyrirsögn- ina: „Frægðarför fimleikaflokksins til Calais – íslenska kerfi Björns Jakobssonar vekur aðdáun og at- hygli í Frakklandi og meðal enskra leikfimiskennara“. Óforsvaranleg meðferð á fé Í aðdraganda ferðarinnar var það erfiðleikum bundið að fjár- magna hana. Áætlaður farareyrir var 10 þúsund krónur og eftir 3.000 króna styrk Alþingis og 1.500 krón- ur frá Reykjavíkurbæ vantaði ennþá 2.500 krónur og var þá leitað til bæjarbúa um að brúa bilið. Þunglega gekk að fá aðstoð frá Reykjavíkurbæ. Fjárhagsnefnd bæjarins var meðmælt aðstoðinni, en Knud Zimsen borgarstjóri mót- fallinn. Gegn mótmælum hans var styrkveitingin samþykkt. Borgar- stjóri var einn á móti þessu. Fannst honum það óforsvaranleg meðferð á fé bæjarins, „því að þetta mót væri ekki merkilegra en ýmis svokölluð „alþjóðamót“, sem haldin eru víðsvegar árlega“. Þetta var fyrir daga prófkjöranna. Hætt við leikana í Berlín Í fyrrnefndir aldarsögu ÍR frá 2007 segir, að miðað við yfirlit yfir æfingar sem keppt skyldi í á Ól- ympíuleikunum í Berlín 1936 þótti sýnt að kvennaflokkur ÍR gæti með sæmilegum árangri tekið þátt í leikunum. Hafnar voru æfingar með þátttöku í huga en þeim var svo hætt í janúar 1936. Þótti ásig- komulag flokksins þess eðlis að litl- ar líkur væru til þess að hægt væri á þeim stutta tíma sem til stefnu var að gera hann hæfan til þátt- töku. Meðal annars þar sem áhöld vantaði og tekið hefði langan tíma að fá þau til landsins. Þá var það ófrávíkjanlegt skilyrði mótshaldara í Berlín að kona stjórnaði flokkn- um. Það eitt þótti Ólympíunefnd Ís- lands að myndi hafa verið nægjan- legt, eins og á stóð, til að hverfa frá hugmyndinni um að senda fim- leikakonurnar til leikanna. London 1928 Íslensku fimleikastúlkurnar kvikmyndaðar á gangi á götu í London. Þær eru klæddar ljósbláu sýn- ingarbúningunum og með rauðu flauelishúfurnar sem þær báru jafnan. Sannarlega flottir fulltrúar þjóðarinnar. Ljósmyndir/British Pathé FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Y L F A ANGÓRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.