Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Íbúar í Fjallabyggð greiða atkvæði
um nýja fræðslustefnu sveitar-
félagsins nk. laugardag, 14. apríl.
Kosningin, sem er aðeins ráðgefandi,
var knúin fram í fyrrasumar með
áskorun sem um 600 manns, 40%
íbúa, skrifuðu undir. Þeir voru eink-
um óánægðir með breytt fyrirkomu-
lag á kennslu sem tók gildi í haust og
felur í sér að öll börn í 1.-5. bekk fá
kennslu á Siglufirði en kennsla í 6.-
10. bekk fer fram á Ólafsfirði. Áður
fengu öll börn í 1. til 4. bekk kennslu í
sínu byggðarlagi, en 5. til 7. bekk var
kennt á Ólafsfirði og 8. til 10. bekk á
Siglufirði. Nemendur í grunnskólun-
um á hvorum stað eru um 100 og er
um 50 ekið í skólarútu á milli byggð-
arlaganna á hverjum degi. Breyting-
in fól í sér að skólaaksturinn jókst úr
þremur árum í fimm.
Nýja fræðslustefnan, sem sam-
þykkt var í bæjarstjórn Fjallabyggð-
ar 18. maí í fyrra, tekur til allra þátta
í uppeldis- og skólastarfi sveitar-
félagsins. Hún felur í sér fleiri breyt-
ingar en aksturinn milli byggðarlag-
anna, en það er hins vegar hann sem
einkum er umdeildur.
„Aksturinn hefur gengið vel,“ seg-
ir Jónína Magnúsdóttir, skólastjóri
grunnskólans. Hún segist ekki gera
sér grein fyrir því hvort íbúar hafi
skipt um skoðun eftir reynsluna í
vetur. Engar kannanir liggi fyrir um
það. Hún segir að eitt af því sem
valdið hafi óánægjunni hafi verið
áhyggjur foreldra af skólaakstri í
misjöfnu veðri. Í vetur hafi aðeins
þurft að fella akstur niður fimm sinn-
um, en skólayfirvöld fylgist grannt
með veðri og færð.
Eftir að Héðinsfjarðargöngin
komu til sögunnar er leiðin á milli
Ólafsfjarðar og Siglufjarðar aðeins
um 17 km, þar af 11 km innan gang-
anna, og tekur aksturinn yfirleitt
innan við 20 mínútur.
Breytingin verði felld
Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir er í
hópi þeirra foreldra sem undirituðu
áskorunina í fyrrasumar. Hún hefur
ekki skipt um skoðun á skólaakstr-
inum og ætlar að greiða atkvæði
gegn nýju fræðslustefnunni. Hún
segir að viðhorfin hafi ekkert breyst
nema síður sé frá því í haust þegar
áskorunin um atkvæðagreiðsluna
var send til bæjarstjórnar.
Sigríður segir börnin óánægð með
daglegu ferðirnar milli byggðarlag-
anna, en þetta komi líka niður á
vinnu foreldranna. Fólk sem eigi að
byrja að vinna klukkan átta sé farið
að mæta of seint í vinnu til að koma
börnunum í rútuna sem fer af stað
klukkan hálfníu.
„Það er enn mikil óánægja með
þetta fyrirkomulag og ég er sann-
færð um að nýja fræðslustefnan
verður felld í íbúakosningunni,“ seg-
ir Sigríður. Fólk sé þó alls ekki á
móti öllum þáttum fræðslustefnunn-
ar, margt sé gott í henni, en eins og
bæjarstjórnin hafi lagt málin upp sé
þetta eina leiðin til að fá breytingar
fram.
Hefur faglegt gildi
Vinnuhópur bæjaryfirvalda í
Fjallabyggð um hið breytta fyrir-
komulag kennslu á milli byggða-
kjarnanna taldi það m.a. hafa já-
kvætt gildi að nemendur myndu
kynnast verðandi bekkjarfélögum
þegar í 1. bekk og félagsleg tengsl
og tækifæri verða til frá upphafi
skólagöngu. Gamla fyrirkomulagið
fæli í sér uppstokkun í félagslegum
tengslum í 5. bekk þegar nemendur
úr báðum byggðarkjörnum samein-
uðust í einn bekk, oft með erfiðum
félagslegum afleiðingum fyrir nem-
endur. Fagleg þekking og sérþekk-
ing kennara myndi nýtast betur þar
sem yngsta stig væri á sömu starfs-
stöð og faglegt samstarf yrði auð-
veldara og skilvirkara. Þá fengist
rekstrarlegt hagræði með lengdri
viðveru eða skólavistun á einum
stað.
Íbúar kjósa um akstur skólabarna
Íbúar á Ólafsfirði og Siglufirði knúðu fram atkvæðagreiðslu vegna óánægju með daglegan flutning
nemenda á milli byggðarlaganna Gengið vel í vetur, segir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar
Siglufjörður Hér fer fram kennsla nemenda 1. til 5. bekk í Fjallabyggð.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ólafsfjörður Kennsla nemenda í 6. til 10. bekk í Fjallabyggð er í bænum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Stærsta skemmtiferðaskips heims-
ins, Symphony of the Seas, lagði
af stað í jómfrúrferð sína á laugar-
daginn. Lagt var upp frá Barce-
lona á Spáni. Þetta er sannkallað
risaskip, 228.081 brúttótonn. Það
er fimm sinnum stærra en Titanic,
svo einhver samanburður sé fund-
inn.
Symphony of the Seas mun sigla
um Miðjarðarhafið í sumar en fær-
ir sig yfir í Karíbahafið í haust. En
er mögulegt að þetta stóra skip
geti lagst að bryggju í Reykjavík?
„Það er alveg á mörkunum að
hægt sé að taka skipið að bryggju
hjá okkur vegna lengdar en er þó
mögulegt,“ segir Gísli Jóhann
Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá
Faxaflóahöfnum. Symphony of the
Seas er 362 metrar að lengd og
getur því lagst að Skarfabakka í
Sundahöfn, sem er 650 metra
langur. Hins vegar er snúnings-
svæði utan við bryggjuna á
Skarfabakka ekki nema 450 metr-
ar og það takmarkar möguleika
skipsins til að athafna sig. Annar
möguleiki er að snúa skipinu utan
við Skarfagarðinn og bakka því
inn. Mörg af stærstu skemmti-
ferðaskipunum sem hingað koma
hafa þann háttinn á.
Lengsta skipið, sem komið hefur
að Skarfabakka er Royal Princess
sem er 342 metrar. Að sögn Gísla
Jóhanns hefur Queen Mary 2 bók-
að komu sína næsta sumar en hún
er 345 metra löng.
Það hefur nokkrum sinnum
gerst, þegar stór skemmtiferða-
skip hafa færst sig milli Miðjarð-
arhafsins og Karíbahafsins, að þau
hafa haft viðkomu hér á landi. Að
sögn Gísla Jóhanns hefur það ekki
komið til tals að Symphony of the
Seas komi til Reykjavíkur þegar
skipið færir sig vestur um haf í
haust.
Symphony of the Seas er í eigu
skipafélagsins Royal Caribbean
Cruises. Það var smíðað í Frakk-
landi og hófst smíði þess árið 2015.
Kostnaður við smíðina var gríðar-
legur eða jafnvirði 130 milljarða
íslenskra króna. Skipið getur tekið
allt að 6.700 farþega og í áhöfn eru
2.200 manns.
40 veitingstaðir og barir
Íburður er mikill eins og nærri
má geta og möguleikar til afþrey-
ingar nánast ótæmandi. Boðið er
upp á 40 veitingastaði og bari,
sundlaugar eru 23 og um borð eru
tvö stór leikhús, svo eitthvað sé
nefnt.
Royal Caribbean hefur lagt inn
pöntun fyrir jafnstóru skipi hjá
sömu skipasmíðastöð í Frakklandi.
Stefnt er að því að það verði af-
hent skipafélaginu vorið 2021.
Stærsta skipið gæti lagst
að bryggju í Sundahöfn
Symphony of the Seas er farið í jómfrúarsiglinguna
AFP
Risaskip Symphony of the Seas er farið í jómfrúarferðina. Skipið er gríðarstórt, rúmlega 228 þúsund brúttótonn.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Dönsk hönnun
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
RAFVÖRUR
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Hita-
kútar
30-450 lítrar
Umboðsmenn um land allt
Amerísk
gæðaframleiðsla