Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 32
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýlega bárust Reykjavíkurborg til- lögur úr hugmyndaleit Hlemmsvæð- isins sem stofnað var til í lok síðasta árs. Þremur stofum var boðið að taka þátt en það voru DLD land de- sign, Landslag og Mandaworks. Þær fengu það hlutverk að ímynda sér Hlemm framtíðarinnar. Mats- nefnd hefur hafið störf við að yfir- fara tillögurnar og mun ákvörðun liggja fyrir síðar í þessum mánuði, samkvæmt upplýsingum Jóns Hall- dórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Í hugmyndaleitinni áskilur borg- in sér rétt til að nýta hugmyndir að hluta eða í heild og mun þá aðili eða aðilar verða valdir til að halda áfram með verkefnið,“ segir Jón Halldór. Athygli vekur að í öllum þremur til- lögunum er ekki gert ráð fyrir akstri bíla niður Laugaveg við Hlemm, eins og nú er. Aðspurður segir Jón Halldór að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það í borgarkerfinu að breyta samgönguskipulagi við Hlemm og nágrenni. Endurskoðun á því sé í vinnslu. „Niðurstöður hugmyndaleitar um nágrenni Hlemms ásamt greiningum á breyttu samgönguskipulagi verða grundvöllur að endurskoðun á deili- skipulagi svæðisins,“ segir Jón Hall- dór. Megináherslur við hönnunina voru að skapa heildstætt og líflegt borgarrými umhverfis Hlemm. „Tillögurnar ná allar að fanga anda Hlemmtorgs þar sem fjöl- breyttar samgönguleiðir og líflegt mannlíf blómstrar,“ segir í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Lögð verði áhersla á sögulegar skírskotanir þar sem Rauðáin, klyfjahestar og aðrar sögulegar minjar sem tengjast staðnum verði dregnar fram. Torgið verði kjarni Austurbæjarins og enn á ný inn- gangurinn í miðbæinn. Í tillögu Mandaworks, Líflegi Hlemmur, segir m.a. að leitað sé leiða til að byggja upp torgið og renna stoðum undir þá styrkleika sem það búi nú þegar yfir. Mathöllin slái tóninn og veiti innblástur. Hún er í sama húsi og áður hýsti miðstöð Strætó. „Við leggjum til yfirbyggð athafnasvæði í bland við hönnuð svæði undir berum himni, svo úrval samkomustaða verði í boði innan dyra sem utan.“ Mandawork slær því föstu að fyr- irhugaðar gatnaframkvæmdir muni innan tíðar stækka Hlemmtorg. „Við byrjum á að stækka Mathöllina um helming og nýta með því móti rýmið sem verður til við gatnaframkvæmd- irnar,“ segir í tillögunni. DLD land design tekur í sama streng í tillögu sinni Hlemmur: Án- ing fyrr og nú. „Forsenda þess að endurhanna torgið er að endurskoða núverandi gatnakerfi og umferðar- skipulag.“ Fjölbreytt matarmenning verði burðarás í starfsemi bygging- anna við Hlemm, en hugmyndin sé að innihald þeirra bæti við og styðji þá nálgun sem Mathöllin byggist á, en hún verði eftir sem áður aðalseg- ull torgsins. „Tillagan leikur sér að margs konar skynjunum og upplif- unum, ásamt sögulegum skírskot- unum. Torgið býður gestum til sætis í gróðursælu umhverfi, sem heldur utan um margskonar félagslegar at- hafnir, má þar nefna árstíðabundna markaðsmöguleika og skemmtana- hald af ýmsum toga.“ Landslag vill að borgarlínunni sé gefið þriggja akreina svigrúm í gegnum Hlemmsvæðið til þess að auðvelda framúrakstur hópferðabíla og borgarlínuvagna þegar vagnar stöðva á biðstöðvum. Meginhug- mynd tillögu Landslags, Hlemmur, byggist á því að „sögu- og menning- arlínan“ mæti borgarlínunni á Hlemmi þannig að Laugavegur verði göngugata og teygi sig sem slík yfir Snorrabraut þar til hún sker borgar- línu á þeim stað þar sem Hverfisgata og Laugavegur austan Hlemms mætast. Í miðju göngugötunnar á kaflanum milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verði svæði fyrir sölu- tjöld eða skýli í tengslum við árs- tíðabundna viðburði, t.d. í tengslum við hátíðardaga á vegum borgar- innar, auk hvers kyns markaða sum- ar sem vetur eftir því sem starfsem- inni út frá Mathöllinni á Hlemmi vex fiskur um hrygg. Lagt er til að Mat- höllin á Hlemmi geti stækkað til vesturs fyrir stoðrými og til austurs fyrir stækkað veitingarými. Landslag: Með tillögu þessari er borin upp framtíðarsýn fyrir Hlemm og nágrenni sem verð- andi eitt líflegasta og mikilvægasta borgarrými Reykjavíkur. Miklir möguleikar þjónustu. Hlemmur breytir um svip  Innan skamms verður tekin ákvörðun um Hlemm framtíðarinnar  Þrjár hugmyndir hafa verið kynntar  Matarmenning og iðandi mannlíf  Verður akstri bíla um efri hluta Laugavegar hætt? DLD land design: Nú er komið að því að uppfæra Hlemm aftur til nútímaþarfa, þar sem almenn- ingssamgöngur og mjúkur ferðamáti fær forgang og mannlíf blómstrar í takt við nýja tíma. Mandaworks: Líflegi Hlemmur býður Reykvíkingum að koma saman til að njóta samveru og til að njóta lífsins til hins ýtrasta á þessum merka stað. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, æli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla K Leitar þú að traustu Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is ALHLIÐA BÍLAVIÐGERÐIR < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Lífslíkur bílsins margfaldast ef hugað er reglulega að smurningu.ENGAR tímapantanir MÓTORSTILLING fylgir fyrirmælum bílaframleiðanda um skipti á olíum og síum. Allar líkur eru á að miðlunarlón Landsvirkjunar fyllist síðla sumars og raforkuafhending til viðskipta- vina sé trygg út árið og vinnslu- geta í aflstöðvum fyrirtækisins því sem næst fullnýtt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu fyrirtækis- ins. Síðastliðið haust var hagstætt fyrir vatnsbúskap Landsvirkjunar. Veturinn hefur hins vegar verið kaldur og þurr ef frá eru taldir tveir hlýindakaflar, sem bættu stöðuna í miðlunum talsvert. Snjóa- lög á hálendinu eru nú í meðallagi. Staðan í miðlunarlónum fyrir- tækisins er nokkuð góð, þótt hún sé lakari en í fyrra, segir í frétt- inni. Búið er að nýta um 55% vatns- forðans í miðlunarlónum og gert er ráð fyrir að nýta um 10% til við- bótar áður en miðlunartímabilinu líkur. Á sama tíma í fyrra var búið að nýta 40% vatnsforðans. sisi@mbl.is Orkuafhending tryggð út árið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.