Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Ljósmyndir
Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
haft eftir Jóhannesi Páli páfa II., en
krossinn var settur upp í tengslum
við heimsókn hans til Íslands
snemmsumars 1989.
Frá sjónarhóli líffræðinnar hefur
Þingvallavatn mikla sérstöðu.
Stærstur hluti botns þess er orpinn
hrauni og því hripar vatn þar auð-
veldlega í gegn. Um 90% af vatninu
koma þar inn eftir neðanjarðar-
sprungum og aðeins um tíund er
yfirborðsvatn. Hve ungt hraunið er
ræður því svo að upptaka steinefna
er mikil í grunnvatninu sem er ein
af undirstöðum fjölbreytts lífríkis í
Þingvallavatni, þar sem eru um 150
tegundir jurta og fimmtíu tegundir
smádýra. Í þessu felst mikil sér-
staða og hún er aftur frumlag þeirra
aðhaldsmiklu reglna sem gilda um
vernd Þingvallavatns.
Öfugsnáði situr í minni
Þegar komið er upp fyrir Úlfljóts-
vatn og Sogið tekur við sléttlendi
sem nær inn til landsins. Í Miðfells-
landi er stór byggð sumarhúsa, sem
eru þó öllu íburðarminni en þau sem
eru á Nesjasvæðinu sem fyrr grein-
ir frá. Nokkru norðar er Arnarfell,
og skammt þar frá eru ystu mörk
Þingvallaþjóðgarðs. Neðan Arnar-
fells er norðurbakki Þingvallavatns-
ins og er leiðin þar einu nafni kölluð
Vatnsvík. Þó er hægt að fara mun
nákvæmar í sakirnar með nöfn á
einstaka stöðum á þessum slóðum
þar sem vinsælt er að renna fyrr
fisk. Staðarheitið Öfugsnáði er þó
nokkuð sem situr eftir í minni þeirra
sem hér eiga leið um, svo sem veiði-
manna.
Þingvallastað er að mestu sleppt í
þessari staðarlýsingu, af svo mörgu
er þar að taka, hvort heldur litið er
til náttúru eða sögu.
Af svonefndum Leirum á Þing-
völlum, þar sem eru þjónustu-
miðstöð og tjaldsvæði, er ekið upp á
hraunið – þar sem er frábært útsýni
yfir allt vatnið sem er sögusvið þess-
arar greinar og raunar margra ann-
arra greina. Má þar nefna skáldsög-
urnar Vatnið eftir Guðmund
Daníelsson frá 1987 og Hestvík eftir
Gerði Kristnýju sem kom út fyrir
tveimur árum. Einnig má nefna bíó-
myndina Veiðiferðina frá 1980, eitt
af bíóstykkjum íslenska kvikmynda-
vorsins. Ónefnd er þá myndlistin –
en hér eru hvarvetna svipmikið og
sterkir litir enda má sjá Þingvalla-
vatn og nærliggjandi svæði í verk-
um fjölmargra íslenskra listmálara.
Sigling Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi á Heiðarbæ, á murtumiðunum síð-
asta haust. Það var svolítið pus á vatninu en vanur maður kunni lagið.
Úlfljótsvatn Æskulýðskrossinn sem settur
var upp 1989 í tilefni af Íslandsheimsókn páfa.
Stífla Með þessu mannvirki við Dráttarhlíð í suðausturhorni Þing-
vallavatns er stýrt vatnsrennsli í Sogsstöðvarnar sem eru þrjár.
Vormorgunn
við vatnið
Þingvallavatn er stærst Fjölbreytt
lífríki Birtist víða í listaverkum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útsýni Horft frá suðurhúsabyggðinni við Nesjar norður með vestanverðu Þingvallavatni. Ármannsfell að baki.
Þingvallavatn
Grunnkort: openstreetmap.org
Sandey
Kárastaðir
Heiðarbær
Þingvallavatn
Nesjavellir
Nesjar
Úlfljótsvatn
Dráttarhlíð
Miðfellsland
Arnarfell
Vatnsvík
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í stillu vormorgunsins speglast eyj-
ar á djúpbláum fleti Þingvallavatns.
Fannir eru enn áberandi í fjöllunum
sem umlykja vatnið sem er í eins
konar einskismannslandi milli Am-
eríku og Evrópu sem hér mætast á
flekaskilum. Hátt til lofts liðast
gufubólstrarnir frá Nesjavallavirkj-
un, sem sér höfuðborgarsvæðinu
fyrir birtu og yl.
Sumarhúsin eru vöktuð
Alls er Þingvallavatn 84 ferkíló-
metrar að flatarmáli. Það er stærsta
náttúrlega stöðuvatn landsins þó að
Þórisvatn sé á stundum stærra enda
að hluta til uppistöðulón fyrir virkj-
anir. Það er Þingvallavatn raunar
líka, en úr því rennur Sogið og nýt-
ist fall þess til þess að knýja þrjár
virkjanir þess.
Umhverfis Þingvallavatn eru alls
65 kílómetrar og hefst leiðarlýsing
þessi þegar ekið er til suðurs með
vestanverðu vatninu. Er þá beygt til
hægri inn á afleggjara merktan
Nesjavöllum fljótlega eftir að komið
er niður af Mosfellsheiðinni. Ekið er
fram hjá Heiðarbæ, þar sem er tví-
býli, en fljótlega er komið að kjarri
grónum hlíðum sem vegurinn liggur
um. Þar er fjöldi sumarhúsa og sum
afar vegleg, svo eftirtekt vekur. Á
það ekki síst við um glæsihúsin við
Hestvík og Nesjar, sem eru er á af-
girtum svæðum og vöktuð mynda-
vélum.
Kross frá páfanum
Landslag hér við sunnanvert
vatnið er stórbrotið, þar sem Heng-
illinn gnæfir yfir. Minna má á sum-
arfæra leið sem liggur frá Nesjavöll-
um upp til fjalla og þar svo samsíða
hitaveitupípunum alla leið til
Reykjavíkur.
Við höldum hins vegar áfram,
ökum fyrir skógi vaxna Hagavík og
erum komin í Grafninginn. Hér eru
bæirnir Villingavatn og Krókur og
lítið eitt sunnan við Þingvallavatn er
svo Úlfljótsvatn, þar sem er útilífs-
miðstöð og mótsstaður skátahreyf-
ingarinnar sem margir eiga góða
minningar frá.
Í fjallshlíð ofan við Úlfljótsvatn
vekur svo eftirtekt Æskulýðskross-
inn. „Lifið í trúnni, þess óska ég ís-
lenskrar æsku,“ segir á merkingu
„Aðstæður við Þingvallavatnið eru þannig að áhugi
minn á landinu og náttúrunni kom nánast af sjálfu sér.
Þarna átti ég frábær æskuár og sæki enn mikið í sveit-
ina mína,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á
Suðurlandi, sem er frá bænum Mjóa-
nesi í Þingvallasveit. Bændur þar
hafa alltaf sótt mikið á vatnið og haft
nytjar af silungnum; urriða og murt-
unni á haustin sem er reyndar minna
nýtt í seinni tíð en áður. Er veiðin þó
í öllu falli undirstaða afkomu fólks í
Mjóanesi.
Í dag er búið á um tíu bæjum við
Þingvallavatn. Mektarbú eru rekin á
Heiðarbæ en annars staðar er
breyttur bragur. Ræður þar meðal
annars að landið er grýtt og ekki
endilega vel fallið undir hefðbundinn búskap. „En
þarna væri hægt að rækta skóg og raunar eru mögu-
leikarnir til slíks óvíða betri, bæði við vatnið og inn til
landsins,“ mælir Trausti af þekkingu.
Rafveitan kom seint
Byggðin við Þingvallavatn var lengi nokkuð af-
skekkt og hafði að því leyti sérstöðu. „Það eru bara fá
ár eru síðan nýi vegurinn yfir Lyngdalsheiði að Laug-
arvatni komst í gagnið. Ég man líka þá tíma um 1990 að
á snjóavetrum voru vegir ekki ruddir dögum saman
svo við krakkarnir fórum ekki í skólann. Það var um
1980 sem bæirnir voru tengdir rafmagnsveitu, enda
þótt Sogsvirkjanir séu í túnfætinum. Og sjálfvirkur
sími í Þingvallasveit kom seint. En nú er þetta allt
breytt og ræður þar helst mikil fjölgun ferðamanna á
allra síðustu árum,“ segir Trausti frá Mjóanesi.
Ég sæki mikið í sveitina mína
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Miðfellsland Sumarhúsin eru lágreist og byggð af hag-
sýni en útsýnið er af dýrari sortinni. Sandey í baksýn. Trausti
Jóhannsson