Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.isSTOFNAÐ 1956
DÍMON
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Íslensk hönnun
& handverk
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Á páskadag var sá hluti Ytrahúss-
ins á Siglufirði sem enn stendur,
Söluturninn, sem jafnframt er
sjötta elsta hús bæjarins, tekinn í
notkun eftir gagngerar endur-
bætur. Hefur honum verið breytt í
sýningarrými og verður þar hér
eftir rekið gallerí með fjölbreyti-
legum sýningum.
Fyrsta sýningin er á verkum
Guðmundar Kristjánssonar, Guð-
mundar góða, sem margir Siglfirð-
ingar muna vel eftir.
Söluturninn var byggður árið
1905 sem viðbygging við Ytrahúsið
sem reist var 1861. Þáverandi eig-
andi hússins, Guðmundur S. Th.
Guðmundsson (1865-1911), bjó í
Ytrahúsi og rak verslun í nýbygg-
ingunni og þar var fyrsta póst- og
símstöð Siglufjarðar. Þá eru og
heimildir fyrir því að þar hafi
Sparisjóður Siglufjarðar verið til
húsa um skeið.
Elsti hluti Ytrahúss var rifinn
árið 1978 og viðbygging til austurs
en norðurhlutinn skilinn eftir. Frá
því fyrir 1950 og fram til 1999 var
rekinn þar blaðsöluturn og sjoppa.
Meðfram Söluturnsnafninu var
verslunin jafnan kennd við eig-
endur eða verslunarstjóra hverju
sinni: Höllusjoppa, Lillusjoppa,
Svennasjoppa, Gunnusjoppa, og
síðast Þorrakjör sem lokað var
1999.
Viðgerð hófst árið 2016
Örlygur Kristfinnsson er núver-
andi eigandi hússins og hóf viðgerð
innanhúss árið 2016 og hafa inn-
réttingar verið endurunnar í upp-
runalegum stíl.
Um Guðmund Kristjánsson
(1902-1994), sem er viðfang þess-
arar fyrstu sýningar í Söluturn-
inum, segir þar, að hann hafi alist
upp við bág kjör vestur á Snæfells-
nesi, hafi stundað sjómennsku á
unga aldri, numið síðar járnsmíði
og rekið vélsmiðju á Siglufirði um
hálfrar aldar skeið. Guðmundur
hafi verið mjög listhneigður og árið
1930 haldið málverkasýningu á
Akureyri. Eftir að hafa heyrt nei-
kvæða gagnrýni sýningargesta
eyðilagði hann flest verkin. Þrjú
þeirra sem varðveist hafa frá þess-
um tíma eru á umræddri sýningu.
Orðrétt segir svo: „Guðmundur
var alla tíð einsetumaður. Vann
hann langan starfsaldur að iðn
sinni og notaði drjúgan hluta tekna
sinna til að styrkja góð málefni.
Um 1980 tók hann fram pensla sína
og liti á nýjan leik. Neikvæð við-
brögð og gagnrýni skiptu ekki
lengur máli, því myndsköpun hans
þjónaði æðri tilgangi: að styðja
bágstadda. Verk sín seldi hann í
þágu hjálparstarfs móður Theresu
og skóla holdsveikra barna á Ind-
landi. Til hliðar við málverkin vann
hann margskonar nytja- og skraut-
gripi sem hann seldi á báða bóga.
Gamli málm rennibekkurinn sneri
mjúkum birkistofnum sem um-
breyttust í bikara og blómavasa.
Einnig samdi hann stutta ljóðræna
texta um fegurð lífsins, sem hann
seldi í litlum heftum til yndis-
lestrar. Og kollóttir fjörusteinar
urðu að hamingjutáknum í höndum
Guðmundar.“
Árni Páll og Arnar taka við
Sýningin mun standa fram undir
júnílok. Að henni lokinni verður
Árni Páll Jóhannsson með sumar-
sýningu á skúlptúrum sínum og
eftir það, í haust, verður sýning á
verkum Arnars Herbertssonar.
Sýning Guðmundar og Arnars
verða síðan árlegar, í nokkrar vik-
ur í senn.
Sjötta elsta húsið orðið að galleríi
Söluturninn á Siglufirði byggður árið 1905 sem viðbygging við hús frá 1861 Fyrsta póst- og sím-
stöð Siglufjarðar Frá 1950-1999 voru þar blaðsöluturn og sjoppa Húsið mikið endurnýjað í dag
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Eftir Söluturninn við Aðalgötuna á Siglufirði. Hann setur mikinn svip á
miðbæinn, nú sem fyrr. Um er að ræða sjötta elsta hús bæjarins.
Ljósmynd/Úr safni
Fyrir Elsti hluti Ytrahúss á Siglufirði og viðbygging til austurs voru rifin ár-
ið 1978 en norðurhlutinn skilinn eftir. Síðan þá hefur ásýndin mikið breyst.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sýning Frá sýningunni um Guðmund Kristjánsson sem nú stendur yfir.
Völundur Guðmundur Kristjánsson
á Siglufirði við rennibekkinn góða.
Nemendur í 10. bekk spreyta sig
þessa daga á PISA-könnuninni en
hún var lögð fyrir í tveimur hlutum
í ár, dagana 12. til 23. mars og 3. til
13. apríl, vegna páskanna.
Könnunartíminn er fjórar vikur
vegna fjölda grunnskóla í landinu
og fjölda starfsmanna sem ráðinn
er inn til að annast fyrirlagnir. „Við
erum með 15 manns sem annast
þær vítt og breitt um landið og til
að ná til allra skóla þá dreifum við
fyrirlögnum á þetta marga daga.
Við skipuleggjum síðan í samráði
við skólastjóra hvaða dagar henta
hverjum og einum skóla,“ segir í
upplýsingum frá Menntamálastofn-
un.
Þátttakan er valfrjáls
PISA metur hæfni 15 ára nem-
enda í lesskilningi, náttúrufræði og
stærðfræði en í ár er aðaláherslan á
lesskilning. 3.800 nemendur eru í
10. bekk og eru þeir allir beðnir um
að taka þátt. Þátttaka er valfrjáls
að því leyti að foreldrar geta sent
inn tilkynningu um að barn þeirra
taki ekki þátt. Fyrirlagning PISA
könnunarinnar hefur gengið mjög
vel og ekkert stórvægilegt komið
uppá, samkvæmt upplýsingum
Menntamálastofnunar. Þegar öll
gögn eru komin úr fyrirlögnunum
er unnið úr svörum nemenda við
opnum spurningum.
Gert er ráð fyrir að gagnagrunn-
urinn fari til OECD eftir fyrstu vik-
una í júní og niðurstöður könnunar-
innar verða birtar í skýrslu OECD
sem kemur út í byrjun desember
2019. ingveldur@mbl.is
PISA könnunin
gengur vel
3.800 nemendur 10. bekkjar taka
PISA könnunarprófið þessa daga
Morgunblaðið/Eyþór
PISA Gert er ráð fyrir að niðurstöð-
urnar birtist í desember 2019.