Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 38

Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 38
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það eru aðeins fáein ár og nokkrar götur milli þeirra Steinunnar Sukley og Fjólu Salerno í Pennsylvaníu. Báð- ar gengu að eiga bandaríska her- menn á dögum síðari heimsstyrjald- arinnar. Þær buðu ferðalang í kaffi vikuna fyrir páska. Vorið var að koma og bjart í stofunum. Málverk af Þing- völlum minntu á heimahagana. Það er ekki að sjá á þeim vinkonum að þær séu á tíræðisaldri. Það er stutt í brosið og hláturinn. Fjóla bað um frest til að hafa sig betur til og var því fyrst tekið hús á Steinunni. Þær búa í Steelton, úthverfi Harrisburg. Komu bæði úr Suðurbænum Steinunn Ingimundardóttir fædd- ist 1927 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Ingimundur Ólafsson og Anna Sigurðardóttir úr Hafnarfirði. „Mamma var frá Ási og pabbi var úr Suðurbænum,“ segir Steinunn. – Hvað kom til að þú hittir Sukley? „Ég kom til Kaliforníu til að heim- sækja systur mína, Ástu, árið 1947.“ Var ekki lengi í Kaliforníu – Hvað var hún að gera í Kali- forníu? „Hún var gift hermanni. Hún kynntist honum á Íslandi og giftist honum á Íslandi. Hann hét William Tarver og var í landhernum.“ – Hvernig leist þér á Kaliforníu? „Ég var þar ekki lengi. Var þar í þrjá mánuði. Fór auðvitað að vinna þar. En ég var 20 ára og það var eig- inlega ekkert gaman. Maður þekkti engan. William var í hernum og var á öðrum stað en systir mín bjó. Svo það var ekkert skemmtilegt. Svo fluttu þau til Montana og ég fór með þeim. Hann fylgdi hernum. Svo líkaði mér ekki í Montana og ég ætlaði bara að fara heim og stoppa á leiðinni í Steel- ton til að heimsækja Fjólu vinkonu mína. Þá hitti ég manninn minn. Hann hét Paul Sukley.“ – Hvert á hann ættir að rekja? „Fólkið hans var frá Mið-Evrópu, meðal annars Ungverjalandi og Aust- urríki,“ segir Steinunn. Hún segir svo frá því að Sukley særðist illa á hægri hendi í innrásinni í Normandí. Hann var upp frá því með handlegginn í fatla og setti það mikið mark á líf hans. Kynntust á dansgólfinu – Hver voru ykkar fyrstu kynni? „Steelton var svo lítill bær. Þegar við fórum á skemmtistað þekkti fólkið sem ég var með þennan mann. Svo ég kynntist honum svoleiðis.“ – Var reynt að koma ykkur saman? „Nei, ekki beint. Mér þótti gaman að dansa svo við fórum á marga dans- staði. Það voru fleiri bjórstofur í Steelton en kirkjur. Þeir voru voða mikið fyrir polka. Þegar ég var 20 ára man ég ekki eftir að hafa dansað mik- ið polka heima. En í Steelton var voða mikið dansað.“ – Það hafa tekist með ykkur ástir. Fórstu heim í millitíðinni? „Nei, ég gifti mig bara hérna. Ég hélt áfram að vera hérna.“ – Hvenær giftust þið? „Við giftumst 1950. Ég kom til Bandaríkjanna 1947 og var í Steelton 1948. Og árið 1950 giftumst við.“ – Við hvað starfaðirðu á Íslandi? „Ég vann á saumastofu. Ég var góð í því. Mamma var saumakona. Hún skildi við manninn sinn, átti fimm börn, fór frá manninum með börnin svo hún sá fyrir okkur. Hún vann dag og nótt fyrir okkur. Svo að fyrsta saumavélin sem ég fékk var hennar gamla saumavél. Og ég hlýt að hafa verið svona sjö ára. En mig langaði alltaf að sauma. Það var eitthvað í manni. Ég man eftir fermingar- kjólnum. Við fórum alltaf í síða kjóla við fermingu. Kjóllinn var seldur áður en ég fermdist; önnur stelpa úr Grindavík fékk kjólinn minn. En mamma var heppin að eiga bræður sem sigldu til Englands og þeir komu oft með efni handa mömmu. Við vorum fátæk en ekkert fátækari heldur en allir í kringum okkur.“ – Þetta hefur verið erfiðisvinna fyrir móður þína? „Já, voða erfitt. Ég byrjaði að vinna þegar ég var 14 ára, hætti í skóla. Ég var eitt ár í Flensborg og svo fór ég að vinna. En þetta var ekk- ert öðruvísi en allir aðrir gerðu á þeim tíma. En strákarnir fóru í menntaskóla. Bræður hennar mömmu fóru til dæmis allir í mennta- skóla. Yngsti bróðir mömmu var skólastjóri Stýrimannaskólans. Hann hét Jónas Sigurðsson. Þeir voru allir sjómenn bræðurnir. Tveir voru skip- stjórar. Ég held að tveir hafi verið skotnir niður í stríðinu.“ – Af Þjóðverjum? „Já. Einn var vélamaður. Og pabbi og hans bræður fóru allir í mennta- skóla. Pabbi byggði íshúsið í Grinda- vík. Hann vann fyrir Ingólf Flygenring í Hafnarfirði.“ Spöruðu fyrir ferðinni Steinunn fór reglulega til Íslands. „Þegar börnin voru hætt með bleyju gátum við systurnar farið heim til Íslands. Systir mín kenndi mér að safna peningum fyrir farinu. Hún sagði að í hvert skipti sem við færum í búð og eyddum ekki öllu skyldum við stinga því í faldinn á gardínunum. Og það dugði fyrir ferð- inni til Íslands,“ segir Steinunn og hlær innilega. „Það tók um fimm ár að safna fyrir ferð.“ – Hvað hafði Paul fyrir stafni eftir að þið hófuð búskap? „Hann gerði ekki neitt. Hann fékk bætur. Honum fannst hann vera krypplingur en fór loksins að vinna eftir að við giftum okkur. Það var á birgðastöð fyrir herinn í Mechanics- burg. Hann fór í svo marga uppskurði að hann var stundum marga mánuði að ná sér. Þeir héldu alltaf vinnunni fyrir hann. Eftir eitt skiptið héldu þeir að eitthvað hefði komið fyrir aug- að á honum. Það kom hins vegar ekki fram fyrr en um 10 árum seinna. Þá var það eitt sinn að hann kom úr vinnunni og sagði, „Ég sé ekki neitt“. Þá vildi hann fara undir eins til augn- læknis en komst ekki svo hann fór til læknis, einhvers annars læknis, sem hringdi í augnlækni. Sá sendi hann næsta dag til sérfræðings í Fíladelfíu. Þar var hann held ég í tíu daga í skoð- un. Þeir gera ekki svoleiðis lagað í dag á spítölunum. Þeir ákváðu að gera aðgerð á honum og opna höfuð- kúpuna. Þeir sögðu að þetta væri þriðja slíka aðgerðin í Bandaríkjun- um. Þetta var níu tíma aðgerð, það fannst æxli fyrir aftan augað. En það lagaðist. Hann var lengi að jafna sig og var allt að þrjá mánuði heima. Svo þegar hann kom í vinnuna sögðu þeir að hann mætti vinna eins mikið og hann gæti. Þegar hann kom heim og sagði mér það, þá svaraði ég: „Veistu ekki að þú ert nýkominn af spítal- anum. Það er gott að þú skulir geta farið í vinnuna!“ Svo hann tók aldrei yfirvinnuna. Náði sér en þurfti alltaf gleraugu eftir það. Þeir björguðu augunum. Annaðhvort var að fara í aðgerð eða verða blindur.“ Barnalán Þau Paul eignuðust fimm börn; Esther (1950), Paul (1957), Louanne (1958), Peter (1960) og Robin (1962). Esther á þrjú börn, Paul tvö, Lou- anne tvö og Robin eitt ættleitt barn. Peter er barnlaus. Langömmubörnin eru orðin þrjú. Öll eru börnin á lífi. Esther og Louanne störfuðu fyrir bæjarstjórnina í Harrisburg. Paul vann í vöruhúsi hjá matvælafyrir- tæki. Peter var verkamaður en Robin verkfræðingur. „Öll börnin hafa spjarað sig vel. Ekkert þeirra hefur farið í brennivín eða eiturlyf og eng- inn hefur skilið. Þau eru öll hérna í kring, svona 10-20 mínútur frá mér.“ Þau hjónin byggðu húsið 1956. Ári seinna fæddist fyrsti strákurinn. „Við byggðum þriðja húsið í göt- unni. Allir voru með marga krakka og Urðu báðar ástfangnar af Morgunblaðið/Baldur Hjá Fjólu Steinunn og Fjóla eru við góða heilsu. Myndin er tekin í stofunni hjá Fjólu í Steelton, úthverfi Harrisburg. Hernámsárin Margt var hér með öðrum brag á stríðsárunum.  Steinunn Sukley og Fjóla Salerno kynntust bandarískum hermönnum í síðari heimsstyrjöldinni  Þær hófu ungar nýtt líf með þeim í Pennsylvaníu Ljósmynd/Reuters Eftir D-daginn Myndin er tekin daginn eftir innrásina í Normandí. Ljósmynd/Reuters 38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 AL LT SEM ÞÚ ÞA RFT TIL AÐ SM ÍÐA SU MA RH ÚS IÐ EÐ A P AL LIN N! Hjólsög HKS210L 19.799,- Hleðsluborvél AKS45IND 24.541,- 39.420,- Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is VOR Steypuhrærivél Bútsög KAP305JL 39.900, SKOÐIÐ FLEIRI VORTILBOÐ FRÁ HOLZMANN Á HEIMASÍÐU IÐNVÉLA: WWW.IDNVELAR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.