Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 39
unn og skellir upp úr. „Hann tók
aldrei bílpróf og gat ekki keyrt vegna
heilsunnar. Svo ég keyrði. Hann fékk
flogaveikisköst eftir aðgerðina. Oft-
ast komu þau í svefni. Eftir að hann
fór að vinna keyrði ég hann niður á
bjórstofu. Hann þurfti alltaf að fá sér
fimm, sex bjóra. Svo hringdi hann
þegar hann var hættur að drekka. Þá
náði ég í hann og hann gat komið
heim að borða. Hann var 55 ára þegar
hann hætti að vinna.“
Sársaukinn var stundum mikill
Paul Sukley leið stundum miklar
kvalir eftir sárin sem hann hlaut í inn-
rásinni í Normandí. Stundum fá her-
menn líka ör á sálina.
„Stundum var sársaukinn svo
mikill. Mágkona mín kom með lopa-
vettling, sem einhver gerði fyrir hana
alveg upp að öxl. Þegar þetta var
hvað verst, sagði hann: „Ó, hvar er
vettlingurinn minn?“ og ég þurfti að
láta vettlinginn á og setja handlegg-
inn aftur í fatla. Hann tók aldrei
verkjapillu. Sumir sögðu: „Af hverju
lætur hann ekki taka handlegginn
af?“ Hann hafði talað við aðra stráka,
sem handleggurinn hafði var tekinn
alveg af, og þeir sögðu: „Veistu,
stundum klæjar þig svo í handlegginn
og handleggurinn er ekki þarna.“ Ég
skildi hvernig honum leið. Ég var
saumakona og sá alltaf til þess að
hann væri vel klæddur. Hann var allt-
af með bindi og jakka. Hann var hár
og huggulegur. Ég var saumakona og
gat lagað buxnavasann svo hann gæti
sett handleginn í vasann.“
– Þú hefur búið lungann af ævinni í
Bandaríkjunum. Hvort ertu Banda-
ríkjamaður eða Íslendingur?
„Ég er Íslendingur,“ segir Stein-
unn og brosir fallega.
segir hún, „Hann er hár og grannur
og í svo skærblárri skyrtu.“ En hann
var jarðaður í skyrtu, skærblárri
skyrtu. Þá grét ég eins og barn. Það
var í fyrsta skipti sem ég gat grátið af
því að ég skammaðist mín svo fyrir að
vera ekki heima þegar hann dó. Var
þetta ekki einkennilegt? Það var eng-
inn frá Íslandi í jarðarförinni.“
– Ertu trúuð eftir þessa reynslu?
„Ekki beint. En veistu að maður
man eftir svona löguðu.“
Drukknuðu í stríðinu
Steinunn er sú eina á lífi í sinni fjöl-
skyldu. Hún hefur ekki náð að fylgja
þeim öllum til grafar.
„Ég fór þó heim þegar minn yngsti
bróðir, Ólafur Ingimundarson, dó og
þegar mamma dó. Eldri bróðir minn
var sjómaður. Hann var eitt sinn á
skipi sem hann átti ekki að vera á.
Fór aukaferð. Presturinn hringdi í
mágkonu mína til að vita hvaða skipi
þessi strákur var á. Hún sagði: „Nei,
hann er ekki á þessu skipi“ og hann
sagði, „Já, en getur verið að hann hafi
farið aukaferð.“ Og þau fundu út að
hann hafði farið aukaferð. Þeir voru
ekki komnir langt frá landi þegar ein-
hver var að reykja sígarettu og henti
stubbnum nærri þar sem þeir sváfu.
Þar var eldsmatur. Eitrið frá reykn-
um barst þangað sem strákarnir
sváfu. Bróðir minn og annar strákur
köfnuðu úr reykeitrun. Mágkona mín
sagði mér að hann hefði alltaf verið
svo góður við krakkana og verið svo
góður vinur þeirra.“
Alinn upp á bjór
Eftir stutta þögn berst talið aftur
að Paul heitnum Sukley.
„Ég átti mann sem ég held að hafi
verið alinn upp á bjór,“ segir Stein-
enginn átti neitt. Þetta var reglulega
gott hverfi. Það var í raun engin gata.
Hér voru gamlir bóndabæir.“
– Og þú saumaðir?
„Ég saumaði fyrir fólk hér í kring.
Hér voru allir fátækir. Ef ég saumaði
kjól tók ég 10 dollara fyrir tveggja
daga vinnu sem var ekkert verð.“
Hefur ekki yfir neinu að kvarta
– Hvernig hefur lífið verið?
„Þegar maður giftir sig finnst
manni maður alltaf gefa meira en
maður tekur. Mundu það þegar þú
giftir þig. Ég hef alltaf verið hraust.
Það er ekkert betra en að hafa heils-
una. Það er númer eitt í lífinu. Það
hefur verið ágætt lífið hérna. Það er
ekki yfir neinu að kvarta. Hef aldrei
verið með gigt eða svoleiðis. Þó á ég
orðið erfitt með að lesa. Ég hætti að
keyra um jólin. En Fjóla vinkona mín
hætti að keyra fyrir fimm árum.“
Kom að honum látnum
Paul Sukley lést árið 1999.
„Það var eitt sinn þegar ég kom
heim að hann sat í stólnum og var dá-
inn. Ég gat ekki grátið. Þetta var í
júlí. Svo fór ég heim í september og
sat hjá henni mágkonu minni. Við
konurnar vorum að tala saman og þá
kom dóttir mágkonu minnar inn, sem
ég þekkti vel, og sagði: „Svo maður-
inn þinn kom loksins með þér til Ís-
lands?“ Ég sagði „Maðurinn minn dó
í júlí.“ Hún sagði, „Já, ég veit það, en
hann er hérna hjá þér.“ Svo lýsti hún
alveg manninum mínum. Hún sagði:
„Hann stendur bara hjá þér og hann
er með svo blá augu. Hann er með
höndina á öxlinni á þér. Finnurðu það
ekki?“ Ég sagðist ekki finna fyrir
neinu. Ég hugsaði með mér af hverju
er hún að reyna að segja þetta. Þá
hermönnum
Hjón Steinunn og Sukley kynntust í Steelton. Fjölskyldan Afkomendur Steinunnar á góðri stundu.
Dreifingardeild Morgunblaðsins
leitar að dugmiklu fólki 13 ára
og eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga til lau-
gardaga og þarf að vera lokið
fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða
líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi
morgunganga
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Fjóla Salerno fæddist 1926. For-
eldrar hennar eru Guðjón Magnús-
son og Guðný Einarsdóttir í Hafnar-
firði. „Pabbi var skósmiður á
Strandgötu en mamma var heima.
Ég átti mörg systkini. Þau eru öll
farin nema ég. Ég átti tvo bræður
sem dóu ungir og fjórar systur.“
– Hvað kom til að þú fluttist til
Pennsylvaníu?
„Ég kom hingað 1946. Ég kynnt-
ist manninum mínum á dansgólfinu
heima á Íslandi. Hann hét Augustin
Salerno. Það var dansað á hverjum
laugardegi. Og við þurftum ekkert
að borga. Gus var af ítölskum ætt-
um en hann og systkinin fæddust
hér,“ segir Fjóla.
– Barðist Gus í stríðinu?
„Hann var hermaður á Íslandi.
Hann fór aldrei beint í stríðið. Við
giftum okkur á Íslandi. Hann var
sendur heim þegar hann var í hern-
um. Svo ég kom hingað ein. Hann
sótti mig til New York.“
– Hvernig var að sjá Manhattan?
„Það voru margar stelpur að
koma. Við vorum sjö samtals. Þetta
var allt svo öðruvísi en heima.“
– Hvað tók maðurinn þinn sér
„Ég vann hjá Iceland Seafood
eftir að þeir fluttu hingað til Steel-
ton. Við pökkuðum alls konar fiski í
kassa og seldum í búðirnar. Þetta
var stór verksmiðja sem var rekin
af Íslendingum,“ segir Fjóla.
Steinunn telur Fjólu of hógværa
og bætir við: „Fjóla var yfirmaður.
Fyrst hún var Íslendingur treystu
þeir henni til að vera yfirmaður.
Fjóla hætti að vinna 70 ára. Það var
enginn eins hraustur og Fjóla.“
Fjóla segir þá: „Ég verð 93 ára í
febrúar. Get hlaupið eins og ung-
barn. Ég hef sterkar lappir. Ég fékk
staf um helgina og er enn að læra
að nota hann,“ segir Fjóla og hlær.
Þau Gus eignuðust eina dóttur,
Rosanne Carr, sem er kennari í
menntaskólanum í Harrisburg.
Barnabörnin eru tvö; Augustin
tölvufræðingur og Marietta, bóka-
safnsvörður í Ohio. Fjóla skráði sig í
kaþólsku kirkjuna eftir að þau Gus
hófu búskap. Hún vann fyrir kirkj-
una í sjálfboðastarfi. Nokkuð er um
liðið síðan hún heimsótti Ísland.
„Enginn átti bíl þegar við vorum
heima. Og það var enginn feitur,“
segir Fjóla Salerno.
fyrir hendur eftir hermennskuna?
„Hann vann í stálsmiðjunni. Það
var mikið að gera. Eftir stríðið var
allt búið til úr stáli.“
– Hvenær fór hann á eftirlaun?
„Hann er dáinn fyrir löngu. Hann
fékk einhvers konar pest,“ segir
Fjóla og Steinunn bætir við: „Hann
vann á mjög hættulegum stað í
stálsmiðjunni. Fékk krabbamein. Ég
hugsa að hann hafi verið veikur í ár.
Það var búið að reyna allt.“
Fjóla tekur svo aftur orðið:
„Hann var að reyna að lifa. Hann
var ungur. Hann vildi lifa.“
– Við hvað vannstu, Fjóla?
Kynntist Gus á dansgólfinu
FJÓLA SALERNO FÆDDIST Í HAFNARFIRÐI OG KYNNTIST ÁSTINNI Í STRÍÐINU
Fögur er hlíðin Málverk af Ölfusi
prýðir stofuna hjá Fjólu Salerno.
Fjóla var ekki með mynd af Gus.
Barnabörnin fengu myndirnar.