Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 40

Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Sérfræðingar í trúlofunar- og giftingarhringum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Reikna má með að margir lykilmenn í íslenskum sjávarútvegi verði staddir í Belgíu eftir tæpar tvær vik- ur. Stærsta sjáv- arútvegssýning í heimi fer þá fram í Brussel, 24.-26. apríl, og verður hátt á fjórða tug íslenskra fyrir- tækja með bása á sýningunni. Ís- land hefur tekið þátt í þessari sýn- ingu frá upphafi og skipuleggur Íslandsstofa þátttöku fyrirtækja á tveimur þjóðarbásum undir stjórn Berglindar Steindórsdóttur. Sýningin er tvískipt, annars vegar fyrir sjávarafurðir og hins vegar tæknisýning með áherslu á vélar og tæki. Berglind segir að á þjóðarbás- unum verði 26 fyrirtæki með að- stöðu og séu þetta að miklu leyti sömu fyrirtækin ár frá ári. Ekki sé um miklar sveiflur að ræða, tvö ný fyrirtæki bætist við í ár og eitt sé ekki með að þessu sinni. Marel, HB Grandi, Iceland Seafood, Sæplast og Samherji eru síðan með eigin bása á sýningunni. Nýjast í tækjum og búnaði Berglind áætlar að gestir frá Ís- landi verði nokkuð á þriðja hundr- aðið og um 300 manns komi að störf- um á íslensku básunum. Auk þess að skoða það sem nýjast er í tækjum og búnaði gefst gestum kostur á að hitta viðskiptavini og hafa margir skipulagt fundi á sýningunni og í tengslum við hana. Aðspurð segir Berglind að bás á þjóðabásnum kosti frá um 1,5 millj- ónum og verðið hækki síðan með auknu gólfpláss. Þá er eftir að útbúa kynningarefni og fleira, auk þess sem ferðir og uppihald kosti sitt. Hún áætlar að grunnkostnaður við báða þjóðarbásana sé alls 70 millj- ónir króna, en þeir eru um 350 fer- metrar að stærð hvor um sig. Í kjölfar hryðjuverka á alþjóða- flugvellinum Zaventem og Maal- beek-jarðlestarstöðinni í Brussel fyrir rúmum tveimur árum hættu þrjú íslensk fyrirtæki við að taka þátt í sjávarútvegssýningunni það ár. Berglind segir að sýningin þá hafði eigi að síður tekist vel og þeir hafi lagt leið sína þangað sem þang- að þurftu að koma. Öryggisgæsla var mjög mikil á þeirri sýningu og segir Berglind að lítið hafi verið slakað á í þeim efnum, enda leggi bandaríska fyrirtækið sem standi fyrir sýningunni mikið upp úr ör- yggisþættinum. Ljósmynd/Íslandsstofa Þjóðarbás Gestir ræða málin og skoða það sem í boði var á sýningunni í Brussel í fyrravor. Lykilmenn í sjávarút- vegi á leið til Brussel  Stærsta sjávarútvegssýningin  Tveir stórir þjóðarbásar Berglind Steindórsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Okkar vinna miðast við að fólk geri fyrirbyggjandi ráðstafanir gegn eldi í gróðri hvort sem um er að ræða bændur, skógareigendur eða við sumarhús,“ segir Björn B. Jónsson, verkefnastjóri hjá Skógrækt- inni. Á næstunni kemur út bækl- ingur um bruna- varnir með leið- beiningum til skógareigenda og sumarhúsaeig- enda. Einnig verða prentuð veggspjöld í sama tilgangi. Þá verð- ur vefur opnaður á slóðinni www.grodureldar.is, með efni bækl- ingsins auk ítarefnis sem nýtist þeim sem vilja gera brunavarnaáætlun. Varnir og viðbrögð Stýrihópur hefur unnið að þessu verkefni síðustu ár og segir Björn að vissulega hafi erfiðir sinueldar á Mýrum vorið 2006 ýtt við mönnum og einnig gróðureldar í Laugardal við Ísafjarðardjúp í ágúst 2012. Síð- an hafi skógur og annar gróður auk- ist og þar með eldsmatur. Sumar- húsum hefur fjölgað og orðið þétt- býlla í kjarri vöxnum hlíðum víða um land. Björn segir að framundan sé fræðsluherferð um eldvarnir. Verkefnið verður kynnt undir heitinu „Varnir og viðbrögð gegn gróðurbrunum á Íslandi“ á Fagráð- stefnu í Skógrækt sem nú stendur yfir á Akureyri. Í síðustu viku var það kynnt á fundi slökkviliðsstjóra í Mývatnssveit og á næstunni verður það kynnt meðal sumarhúsaeigenda, sem fá sendan bækling og vegg- spjald. Björn segir að upphafið að þessari fræðslu megi þó rekja til árs- ins 2009 er Brunamálastofnun gaf út handbók um brunavarnir fyrir slökkvilið, skógareigendur og aðra. Engin endastöð „Fyrsta ráðið er að fólk geri sér grein fyrir aðstæðum í eigin landi,“ segir Björn. „Hversu mikil hætta sé á gróðureldum, aðstæðum, aðgengi, vatnsbólum, vatnsöflun, búnaði og fleiri þáttum. Í framhaldi af því geri landeigendur viðeigandi ráðstafanir og við leggjum í raun fram tillögur um hvernig fólk geti komið upp brunavörnum hjá sjálfu sér.“ Stýrihópurinn hefur látið íslenska alþjóðleg tákn um brunavarnir í gróðri og heimfært þau upp á ís- lenskar aðstæður. Þar má m.a. sjá tákn sem sýna vatnstöku fyrir brunabíla eða jafnvel þyrlur. Björn segir að hópurinn hafi unnið með mjög mörgum, bæði einkaaðilum og opinberum stofnunum, en nefnir sér- staklega í því sambandi slökkvilið um allt land. Átakið sem nú sé í gangi sé engin endastöð því þessi mál þurfi stöðugt að þróa. Fólk geri ráð- stafanir gegn eldi í gróðri  Fræðsluherferð um eldvarnir Morgunblaðið/RAX Mýrar Barist var við sinueldana í þrjá sólarhringa vorið 2006. Björn B. Jónsson Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtækni- manna, VM, átti í gær fund í Stjórnarráðinu með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til þess að ræða stöðuna á vinnumark- aði. Í frétt frá VM segir að samtalið hafi verið gagnlegt og opinskátt fyrir báða aðila. Guðmundur hafi lýst þeirri skoð- un sinni að þó að samningar, sem eru að losna um næstu áramót, séu vissulega á milli launafólks og at- vinnurekanda sé mikilvægt að rík- ið komi að borðinu með lausnir fyrir ákveðna hópa, t.d. barna- fjölskyldur, aldraða og þá sem eigi í erfiðleikum með að fóta sig á hús- næðismarkaði svo allir geti lifað mannsæmandi lífi í samfélaginu. Ríkið komi einnig að borðinu Fundur Katrín Jakobsdóttir og Guð- mundur Ragnarsson frá VM. Opinn íbúafundur um fiskeldi fer fram í félagsheimilinu í Bolungar- vík þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30. Á fundinum munu Sigurður Guð- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar- sviðs Hafrannsóknastofnunar, fara yfir vinnu varðandi meðal annars áhættumat erfðablöndunar, hvern- ig stofnunin hyggst haga þeirri vinnu og í kjölfarið taka við spurn- ingum. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ávarpa fundinn. Íbúafundur á Bolungarvík um fiskeldi Bolungarvík Útgerðin er öflug. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.