Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði í gær Rússa við því að banda- rískum flugskeytum yrði skotið á Sýrland vegna meintrar efnavopnaá- rásar stjórnarhers landsins á bæinn Douma um síðustu helgi. „Rússar heita því að skjóta niður öll flugskeyti sem skotið er að Sýrlandi. Undirbúið ykkur Rússar, því þau eru á leiðinni, góð og ný og „snjöll!“ Þið ættuð ekki að styðja skepnu sem drepur eigið fólk með gasi og nýtur þess!“ skrifaði Trump á Twitter. Áður höfðu embættismenn í Rúss- landi varað við því að ef Bandaríkja- menn beittu flugskeytum gegn sýr- lenska hernum yrðu þau skotin niður og árásir gerðar á staði þar sem skeytum yrði skotið. Rússar neita ásökunum vestrænna ríkja og hjálparsamtaka um að her einræðis- stjórnar Bashars al-Assad hafi gert eiturefnaárás á Douma og lýsa þeim sem upploginni átyllu til hernaðar- íhlutunar af hálfu Bandaríkjamanna. Björgunarmenn segja að minnst 40 manns, þeirra á meðal börn, hafi látið lífið í árásinni og embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar kröfðust þess í gær að hjálpar- starfsmenn fengju að fara til Douma til að hjálpa fólki sem þjáist af völdum árásarinnar. Flugvélar varaðar við Evrópska flugstjórnarstofnunin Eurocontrol varaði í gær flugvélar í grennd við lofthelgi Sýrlands við því að flugskeytaárás yrði e.t.v. gerð á landið innan þriggja daga. Trump af- lýsti fyrirhugaðri ferð sinni til Suður- Ameríku og Jim Mattis, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hætti við ferð til vesturstrandar landsins vegna hugsanlegrar hernaðaríhlutunar. Dagblaðið The Wall Street Journal sagði að bandarískir embættismenn hefðu leitað eftir stuðningi vestrænna ríkja við hernað í Sýrlandi. Banda- rísk, frönsk og bresk herskip væru í Miðjarðarhafi og gætu skotið stýri- flaugum á skotmörk í Sýrlandi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump í fyrradag en svaraði ekki spurningum fréttamanna um hvort hún styddi hernað gegn sjórninni í Sýrlandi. Fréttaveitan AFP hafði eftir Emm- anuel Macron, forseta Frakklands, að hann myndi taka ákvörðun um mögu- lega árás „á næstu dögum“. Hann bætti við að árásin myndi beinast að efnavopnastöðvum Sýrlandshers. Bandaríkjaher skaut 59 Toma- hawk-stýriflaugum á herflugvöll ná- lægt þorpinu Shayrat í Sýrlandi í apr- íl sl. vegna efnavopnaárásar sem kostaði tugi manna lífið. Bandarísk stjórnvöld sögðu að tuttugu herflug- vélar hefðu verið eyðilagðar í árás- inni. Hún beindist aðeins að flugvél- um og flugskýlum, ekki að efnavopnageymslum Sýrlandshers. Sýrlandsher tók flugvöllinn í notkun fljótlega en beitti ekki efnavopnum í nokkra mánuði eftir árásina. Árásir á efnavopnageymslur eða flugvélar? The Wall Street Journal segir að bandarísk stjórnvöld íhugi nú þann möguleika að gera árásir á herstöðvar með það að markmiði að koma í veg fyrir að Sýrlandsher geti beitt efna- vopnum aftur. Fréttaskýrandi breska dagblaðsins The Guardian taldi að Trump íhugaði einnig þann mögu- leika að granda öllum herflugvélum sýrlensku einræðisstjórnarinnar. Hann hafði eftir ísraelska hermála- sérfræðingnum Reuven Ben-Shalom að Bandaríkjamenn og Ísraelar gætu hæglega gereytt flugher Sýrlands en því gæti fylgt mikil áhætta vegna þess að Rússar hafa sent þúsundir her- manna þangað til að styðja einræðis- stjórnina. Árásin gæti hugsanlega leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar, að því er blaðið hefur eftir Ben- Shalom. AFP hafði hins vegar eftir sérfræðingum í öryggismálum að ekki væri mikil hætta á að til átaka kæmi milli herja Bandaríkjanna og Rússlands. Nicholas A. Heras, bandarískur sérfræðingur í málefnum Miðaustur- landa, telur að Sýrlandsher hafi ákveðið að beita klórgasi í árásinni á Douma til að komast hjá því að þurfa að senda þangað hermenn og hætta á mikið mannfall á meðal þeirra í bar- dögum við liðsmenn samtaka íslam- ista, Jaish al-Islam. Markmiðið hafi einnig verið að valda skelfingu meðal íbúa bæjarins sem styðja Jaish al- Islam. „Þessi aðferð bar tilætlaðan árangur og Assad verður bráðlega við völd í Douma,“ hefur AFP eftir Her- as. Trump hótar árás á Sýrland  Rússnesk stjórnvöld segja að banda- rísk flugskeyti yrðu skotin niður Greining mannréttindasamtakanna Human Rights Watch á árásum frá 21. ágúst 2013 til 25. febrúar sl. Sýrlensk stjórnvöld Efnavopnaárásir í Sýrlandi Heimild: HRW/OPCW/Sameinuðu þjóðirnar/Amnesty International/Bellingcat Damaskus Damaskus Idlib Idlib Aleppó Aleppó Hama Hama 11 5 16 14 15 6 4 8 6 Ertir m.a. augu og hörund og getur valdið köfnun Veldur m.a. tímabundinni blindu, lungnabjúg, bruna og blæðingu Ræðst á taugakerfið og vöðva. Getur valdið hjartastöðvun og dauða Þeir sem taldir eru bera ábyrgð á árásunum: Svæði Samtökin Ríki íslamsÓstaðfest Alls voru 85 meintar efnavopnaárásir rannsakaðar 42 eru taldar hafa verið gerðar með klórgasi 2 með eiturefninu sarín 3 með sinnepsgasi (Ríki íslams) AFP Hótar árás Trump á fundi með hátt settum herforingjum í Hvíta húsinu. Sakaður um tugi eiturefnaárása » Mannréttinda- og hjálpar- samtök hafa sakað her ein- ræðisstjórnarinnar í Sýrlandi um að hafa gert tugi efna- vopnaárása á svæði sem eru á valdi andstæðinga hennar, nú síðast á bæinn Douma, nálægt höfuðborginni Damaskus. » Ráðamennirnir í Sýrlandi og Rússar, bandamenn þeirra, neita því að eiturefnaárás hafi verið gerð á Douma sem er á valdi uppreisnarmanna. » Þeir saka vestræn ríki um að hafa þjálfað andstæðinga ein- ræðisstjórnarinnar í því að setja eiturefnaárásir á svið og gera sér upp einkenni eitrunar. 257 manns fórust í gær þegar her- flugvél hrapaði í grennd við Algeirs- borg, höfuðborg Alsírs. Flestir þeirra sem létu lífið voru hermenn og fjöl- skyldur þeirra. Þetta er mannskæð- asta flugslysið í sögu Alsírs og það fjórða mannskæðasta í heiminum síð- ustu tvo áratugi, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Lýst var yfir þriggja daga þjóðar- sorg í Alsír vegna slyssins. Yfirvöld í Algeirsborg sögðu að 247 farþegar og tíu manna áhöfn hefðu farist. Hermt er að auk hermanna og fjölskyldna þeirra hafi 26 félagar í Polisario, sjálfstæðishreyfingu Vestur-Saharamanna, látið lífið í slysinu, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Orsök slyssins ókunn Ekki er vitað hvað olli slysinu og varnarmálaráðuneyti Alsírs fyrir- skipaði rannsókn á því. Flugvélin var af gerðinni Iljúshín IL-76, sem er fjögurra hreyfla, fyrst smíðuð í Sov- étríkjunum og síðan Rússlandi. Vélin hrapaði á akur nálægt her- flugvelli í grennd við höfuðborgina skömmu eftir flugtak og eldur kvikn- aði í henni. Hundruð sjúkrabíla og tugir slökkvibíla komu á staðinn. Flugvélin var á leiðinni til Tindouf í suðvesturhluta Alsírs, nálægt landa- mærunum að Marokkó og Vestur- Sahara, sem Marokkómenn hernámu á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Í Tindouf og nágrenni búa margir flóttamenn frá Vestur-Sahara og þar eru skrifstofur útlagastjórnar sjálf- stæðishreyfingarinnar. Flugslysið í gær er það mannskæð- asta í heiminum frá júlí 2014 þegar 298 manns fórust í flugvél Malaysia Airlines sem var skotin niður yfir svæði uppreisnarmanna í Austur- Úkraínu. Kostaði 257 manns lífið  Mannskæðasta flugslys í sögu Alsírs AFP Flugslys Björgunarmenn að störf- um við flak vélarinnar sem hrapaði. hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 Eigum úrval af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.