Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Óli BjörnKárason al-þingismaður
ritaði grein um
ríkisfjármál hér í
blaðið í gær og benti
á að útgjaldaboginn væri spennt-
ur til hins ýtrasta. Þrátt fyrir
þetta væru uppi háværar kröfur
um aukin útgjöld og næðu út-
gjaldasinnar fram vilja sínum
brotnaði boginn að lokum.
Í grein Óla Björns kemur fram
að gangi fjármálaáætlun ríkis-
stjórnarinnar eftir verði útgjöld
ríkisins um 132 milljörðum króna
hærri árið 2023 en þau voru sam-
kvæmt fjárlögum í fyrra. Þetta
sé fimmtungshækkun á föstu
verðlagi, eða 1,5 milljónir króna
á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu.
Þetta eru sláandi staðreyndir
sem mikilvægt er að þingmenn
hafi í huga í umræðum um fjár-
málaáætlun og fjárlög næstu ára.
Hagvöxtur hefur verið mikill
hér á landi á undanförnum árum
og fjármálaáætlun gerir ráð fyrir
áframhaldandi hagvexti. Vonandi
gengur það eftir, en eins og Ís-
lendingar þekkja, og raunar aðr-
ar þjóðir einnig, getur niður-
sveiflan komið fyrirvaralítið og
án þess að helstu spámenn efna-
hagsmálanna sjái hana fyrir.
Þess vegna er nauðsynlegt að
fara að öllu með gát þegar vel ár-
ar, greiða niður skuldir og draga
úr útgjöldum, eða að
minnsta kosti út-
gjaldaaukningu, eft-
ir því sem kostur er
á.
Ennfremur er
nauðsynlegt að lækka skatta
myndarlega, ekki síst til að
styðja við áframhaldandi hagvöxt
í landinu, en einnig til að vinna til
baka þær skattahækkanir sem
landsmenn hafa mátt þola síðast-
liðinn áratug. Það er ekkert eðli-
legt við það að almenningur sitji
enn uppi með skattahækkanir
sem rökstuddar voru með orð-
unum „hér varð hrun“. For-
gangsverkefni fjármálaáætlunar
fyrir næstu ár ætti þess vegna að
vera að greiða niður skuldir og
lækka skatta.
Vissulega kalla ýmsir mála-
flokkar á aukin útgjöld og sum
þeirra eru óhjákvæmileg. En það
þarf að forgangsraða og nýta op-
inbert fé sem allra best. Ein leið
til þess er að auka einkarekstur
og nýta hann til að gera meiri
kröfur um hagræði og sparnað,
líka í opinberum rekstri. For-
dómar í garð einkarekstrar á
ýmsum sviðum hafa komið í veg
fyrir slíka hagræðingu en nú,
þegar stefnir í tugprósenta aukn-
ingu útgjalda í mörgum stórum
málaflokkum, er nauðsynlegt að
láta af fordómum og leita allra
leiða við að nýta skattfé sem
allra best.
Fjármálaáætlun
bendir til hættulega
lítils aðhalds}
Ískyggileg aukning
Það styttist íþingkosningar
í Svíþjóð. Kosið
verður í sept-
ember. Veik
minnihlutastjórn
Sósíaldemókrata
(S) situr í ríkisstjórn þrátt
fyrir slæma útkomu í kosn-
ingum. Ástæðan er einkum sú
að „hægri blokkin“ útilokar
stjórnarsamstarf með Sænsk-
um demókrötum (SD) og vísar
m.a. til stefnu þeirra varðandi
innflytjendur.
Mælingar fylgis þau þrjú og
hálft ár sem liðin eru frá kosn-
ingum sýna miklar fylgis-
sveiflur og þá einkum hjá
stjórnarflokki krata annars
vegar og SD hins vegar. Í síð-
asta mánuði mældist SD með
23% fylgi en fékk tæp 13% í
kosningunum. Flokkur for-
sætisráðherrans mældist með
24% en fékk 31% í síðustu
kosningum, sem þóttu vond
úrslit fyrir burðarflokk
sænskra stjórnmála. „Hefð-
bundni“ hægri flokkurinn,
Moderatarnir, hefur verið
fastur í sínu fylgi. Flokkurinn
mældist með 23,3% í nýjustu
könnun, nákvæmlega fylgi
hans í síðustu kosningum.
Nú í apríl hefur fylgi SD
lækkað hratt í hverri könnun
og mældust þeir síðast með
15,9% fylgi en
stjórnarflokkurinn
var kominn upp í
27,3%. Sænskir
demókratar búa
við innri átök og
klofning. Nokkrir
úr forystusveitinni hafa hrak-
ist úr flokknum og stefna í
sérframboð. Þeir sem hrökkl-
uðust burt eru stimplaðir
„hægri öfgamenn“ og „kyn-
þáttahatarar“ af „móður-
flokknum.“ Þetta eru einmitt
merkimiðarnir sem fréttaskýr-
endur og andstæðingar SD
nota um hann og helsta skýr-
ingin sem gefin er á því að
„hægri blokkin“ útiloki sam-
starf við SD og tryggir þannig
S völdin allt kjörtímabilið,
þótt sá flokkur hafi aðeins
fengið 31% fylgi í kosning-
unum.
Sænskir demókratar buðu
fyrst fram árið 1988 og fengu
1100 atkvæði. Þeir fengu svo 5
þúsund atkvæði 1991, 14 þús-
und 1994, 20 þúsund 1998, 76
þúsund 2002, 162 þúsund 2006,
340 þúsund 2010 og 801 þús-
und atkvæði 2014. Fái þeir
fylgi í september nk. á borð
við það, sem mælist í síðustu
könnun, munu þeir í fyrsta
sinn fá yfir milljón atkvæði.
Mun það einhverju breyta?
Góð spurning.
Það er ástæða til að
fylgjast með sænsk-
um stjórnmálum á
næstunni}
Áhugaverð þróun
U
ppbygging innviða, uppbygging
heilbrigðisþjónustu, öflugri
rekstur hins opinbera og lækkun
skatta. Allt eru þetta einkenni
fjármálaáætlunar næstu fimm
ára sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku og þá
er listinn ekki tæmdur. Eitt mikilvægasta at-
riðið í fjármálaáætluninni er lækkun skulda
hins opinbera. Hún hefur gengið hraðar en
markmið voru um, það hefur leitt af sér lægri
vaxtagjöld og skapar þannig svigrúm til að nýta
fjármagn til annarra og mikilvægari verkefna.
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er að
sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni hafin og það er
eðlilegt að um hana sé tekist á eins og önnur
verk ríkisstjórnarinnar. Hvort sem um er að
ræða gagnrýni frá stjórnarandstöðu um að
menn víki frá ábyrgri hagstjórn eða mál-
efnalegri gagnrýni um einstaka þætti áætl-
unarinnar. Þá er þetta allt liður í því að búa í lýðræðisþjóð-
félagi þar sem öflug samfélagsumræða á sér stað. Flestir
sjá þó að efnahagsstaða landsins er kraftaverki líkast mið-
að við það hvernig staðan var fyrir tæpum áratug. Staða
ríkissjóðs hefur ekki verið traustari um árabil og lands-
framleiðslan aldrei hærri.
Og af hverju er staðan svona góð? Jú, af því að for-
ystumenn þeirra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn frá
árinu 2013 hafa sammælst um að forgangsraða rétt, sýna
ábyrgð og kænsku við stjórn ríkisfjármála. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur nú setið í ríkisstjórn samfellt í fimm ár.
Allan þann tíma hefur verið lagður grunnur að öflugri hag-
stjórn hér á landi. Eðli málsins samkvæmt hef-
ur það verið gert í góðu samstarfi og með
stuðningi samstarfsflokkanna. Í viðræðum um
stjórnarsamstarf hafa þeir flokkar sem mynd-
að hafa ríkisstjórn á þessum tíma sammælst
um mikilvægi þess að skapa hér heilbrigðan
grundvöll fyrir framtíðaruppbyggingu hag-
kerfisins.
Aukin áhersla á geðheilbrigðismál, upp-
bygging í vegamálum, lægri tekjuskattur og
lægra tryggingagjald eru dæmi úr fjármála-
áætlun sem einkennast ekki af bjartsýni eða
óskhyggju, heldur skynsemi. Hlutverk ríkisins
er að styðja við grundvallarþætti samfélagsins,
menntakerfið, heilbrigðiskerfið og öryggi
landsmanna auk þess að taka þátt í innviða-
uppbyggingu á borð við samgöngumannvirki.
Allt eru þetta þættir sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur lagt mikla áherslu á að sé sinnt vel
og við það hefur verið staðið. Á sama tíma hefur verið unn-
ið hörðum höndum að því að greiða niður skuldir ríkisins.
Fjármagn skattgreiðenda er betur nýtt í öflug og nauð-
synleg samfélagsverkefni frekar en vaxtagreiðslur. Á
næsta ári munu vaxtagjöld ríkissjóðs þó nema yfir 70
milljörðum króna, þannig að enn eigum við mikilvægt
verkefni fyrir höndum.
Það skiptir því máli hverjir stjórna. Ábyrg hagstjórn er
ekki sjálfgefin.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Það skiptir máli hverjir stjórna
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálf-
stæðisflokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það er vonum seinna að opin-ber umræða virðist vera aðvakna um þriðja orku-pakka Evrópusambands-
ins. Um er að ræða Evrópugerðir á
sviði innri raforkumarkaðarins sem
taka þarf inn í samninginn um Evr-
ópska efnahagssvæðið og innleiða
hér.
Orkulagabálkur ESB er frá
2009 og á sér orðið langa sögu í um-
fjöllun hjá fastanefndum Alþingis í
samræmi við reglur um þinglega
meðferð EES-mála, m.a. um stór
stjórnskipuleg álitamál. Miklar deil-
ur hafa verið um innleiðinguna í
Noregi sem að lokum var þó sam-
þykkt í norska þinginu á dögunum.
Hér á landi hafa komið fram
vaxandi efasemdir um afleiðingar
þess að innleiða orkupakkann og
hvort í því fælist framsal á yfirráð-
um og eftirliti með orkuauðlindum til
innri orkumarkaðar ESB. Það er þó
ekki fullvíst á meðan Ísland er ein-
angraður orkumarkaður sem ekki er
tengdur Evrópu með sæstreng.
Enn ekki samþykkt pakkann
Einn veigamesti þáttur orku-
pakkans er að komið er á fót Sam-
starfsstofnun eftirlitsaðila á orku-
markaði (ACER), sem fær vald-
heimildir til að taka bindandi
ákvarðanir gagnvart yfirvöldum
orkumarkaða í hverju landi. Er ljóst
af álitum, samráði og bréfaskiptum
milli þingnefnda og ráðuneyta á ár-
unum 2014-2016, að litið var svo á að
óbreytt upptaka slíkra ákvæða í
EES-samninginn fæli í sér framsal
valds til alþjóðlegrar stofnunar, sem
samræmist ekki stjórnarskránni. Því
var samið um það í aðlögunarvið-
ræðum EFTA-ríkjanna við ESB að í
þeirra tilviki skuli Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) samþykkja ákvarðanir
sem beinast að landsyfirvöldum í
EFTA-ríkjunum, svonefnd tveggja
stoða lausn. Sameiginlega EES-
nefndin staðfesti síðan upptöku þess-
ara Evrópugerða í EES-samninginn
í maí 2017.
Fram kemur á nýju yfirliti sem
fékkst hjá utanríkisráðuneytinu í
gær um stöðu málsins að ákvörðun
sameiginlegu EES-nefndarinnar um
upptöku pakkans í EES-samninginn
var tekin með stjórnskipulegum fyr-
irvara af hálfu allra EFTA-ríkjanna.
„Á meðan fyrirvaranum er ekki af-
létt tekur ákvörðunin ekki gildi og er
hún því ekki komin til framkvæmda.
Í Noregi og Liechtenstein hefur lög-
gjafinn hins vegar nýlega aflétt fyr-
irvara og samþykkt þriðja orkupakk-
ann. Eftir stendur þá að Ísland
hefur enn ekki samþykkt pakkann
fyrir sitt leyti. Tillaga til þingsálykt-
unar um efnið er á þingmálaskrá
fyrir yfirstandandi þing.“
Mikilvægar undanþágur
Að mati utanríkisráðuneytisins
skiluðu tilraunir íslenskra stjórn-
valda til að ná fram viðunandi aðlög-
un góðum árangri og voru Íslandi
veittar mikilvægar undanþágur.
„Ísland fékk, í fyrsta lagi,
undanþágu frá kröfum tilskipunar
(2009/72/EB) um sameiginlegar regl-
ur um innri markað raforku varð-
andi eigendaaðskilnað vinnslu- og
söluaðila annars vegar og flutnings-
kerfa hins vegar. Þetta telst umtals-
verður ávinningur fyrir Ísland í ljósi
eignarhalds Landsnets og vand-
kvæða á að breyta því fyrirkomu-
lagi,“ segir þar m.a.
Framkvæmdastjórn ESB hafn-
aði beiðni Íslands um að vera skil-
greint lítið einangrað raforkukerfi,
þar sem raforkunotkun landsins er
langt umfram viðmiðunarmörk til-
skipunarinnar. Íslandi verður þó
heimilt að sækja um undanþágu frá
ákvæðum um aðskilnað dreifi-
fyrirtækja, aðgengi þriðja aðila og
markaðsopnun o.fl. ef sýnt er fram á
erfiðleika í rekstri raforkukerfisins.
Efasemdir þrátt fyrir
verulegar undanþágur
Morgunblaðið/RAX
Orka Ísland telst ekki lengur vera lítið og einangrað raforkukerfi.
Nýja orkueftirlitsstofnunin
ACER fær vald til að leysa
deilumál milli landsbundinna
eftirlitsaðila á orkumörkuðum,
sem varða grunnvirki yfir
landamæri. Með því er átt við
t.a.m. sæstrengi, jarðstrengi,
loftlínur eða gasleiðslur. Fram
kemur á nýju yfirliti utanrík-
isráðuneytisins að þetta eigi
við ef landsbundnum eftirlits-
aðilum tekst ekki að ná sam-
komulagi innan sex mánaða
eða ef eftirlitsaðilar óska
sjálfir eftir íhlutun ACER.
,,Innan EFTA-stoðarinnar er
það ESA sem fær þessar vald-
heimildir og er það í samræmi
við þær óskir sem við höfðum
sett fram um lausn á grund-
velli tveggja stoða kerfisins.
Þessi tiltekna aðlögun hef-
ur ekki beina þýðingu fyrir Ís-
land á þessu stigi, þar sem ís-
lenska orkukerfið er ekki
tengt út fyrir landsteinana.
Engum grunnvirkjum yfir
landamæri á milli Íslands og
annarra EES-ríkja er m.ö.o. til
að dreifa um þessar mundir,“
segir þar.
Ekki beina
þýðingu hér
VALDSVIÐ ACER