Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 46
46 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Í umræðu um
áreitni og ofbeldi hafa
fjölmargir á undan-
förnum mánuðum lýst
hvernig sjálft ofbeldið
fer fram. En hvað svo?
er eðlileg spurning.
Nefnt hefur verið að
setja megi reglur og
semja viðbragðs- og
aðgerðaáætlanir. Allt
er það gott og blessað,
en hver á að hafa eftir-
lit með því að settum reglum og
áætlunum sé fylgt?
Hildur Jakobína Gísladóttir, sér-
fræðingur ráðgjafafyrirtækisins
Officium ráðgjöf ehf., sem þjón-
ustar á sviði vinnusálfræði, stjórn-
unar og samskipta, skrifar í grein
sinni „Einelti á vinnustöðum“ (vis-
ir.is 31. janúar 2013):
„Ef marka má niðurstöður könn-
unar frá árinu 2007 á vegum WBI
(Workplace Bullying Institute,
USA) eru gerendur eineltis á vinnu-
stöðum í 72% tilvika yfirmenn.“
Þetta eru býsna sláandi niður-
stöður. Qui custodit vigilias? Hver
gætir varðanna? Það getur tæplega
samræmst gildandi viðmiðum um
vanhæfi að yfirmenn séu yfir og allt
um kring við rannsókn og úrlausn
mála þar sem þeir eru sjálfir ger-
endur? Eðlilegra væri að mál sem
tengjast yfirmönnum séu strax tek-
in út fyrir vinnustaðinn og sett í
hendur óvilhallra aðila.
Í Morgunblaðsgrein minni 18.
janúar sl. benti ég á nokkur atriði
sem varpa ljósi á þessa stöðu, þ.e.
þegar upp koma mál þar sem yfir-
menn eiga hlut að máli. Í dæma-
skyni rifjaði ég upp reynslu mína og
annarra af embættisfærslu Eiríks
G. Guðmundssonar þjóðskjalavarð-
ar. Þar benti ég m.a. á að:
Þrátt fyrir setta Viðbragðs-
áætlun Þjóðskjalasafns Íslands við
einelti eða áreitni á vinnustað, átti
að víkja sér undan að fara eftir
henni þegar á hana reyndi hvað mig
varðar. Settar reglur og áætlanir
eru einskis virði ef ekki er eftir
þeim farið þegar á reynir.
Þegar almennir starfsmenn
leita til „æðra stjórnvalds“, ráðu-
neytis, með sín vandamál, eins og
lög gera ráð fyrir, þá
kemur í ljós að ráðu-
neyti reyna hvað þau
geta að tefja mál og
þæfa og vísa þeim frá
sér. Þar eiga almennir
starfsmenn því ekkert
skjól.
Þjóðskjalavörður
ritar grein í Morgun-
blaðið 10. febrúar sl.
Þar telur hann að í
grein minni sé ýmis-
legt undan skilið og
réttu máli hallað, en
nefnir engin dæmi þar
um. Ég vísa þessari órökstuddu
fullyrðingu þjóðskjalavarðar á bug.
Þar til hann getur stutt hana rökum
er hún einskis verð.
Hins vegar er það einmitt þjóð-
skjalavörður sem hallar réttu máli.
Þetta eru helstu ósannindin sem
hann ber á borð fyrir lesendur
Morgunblaðsins.
1. Að réttu máli sé hallað. Ég
stend við allt í grein minni frá 18.
janúar og skora á þjóðskjalavörð að
reyna að hrekja eitthvað sem þar er
sagt.
2.Að vinnustaðamenning á Þjóð-
skjalasafni Íslands hafi lagast. Sjá
síðar í þessari grein.
3. Að þau mál sem nefnd eru í
grein minni hafi verið í farvegi,
„sem reglur, stefnur og lög gera ráð
fyrir“ .Í fyrri grein minni rakti ég
einmitt hvernig þjóðskjalavörður
fór ekki eftir ákvæðum í Við-
bragðsáætlun Þjóðskjalasafns Ís-
lands við einelti eða áreitni á vinnu-
stað. Þjóðskjalavörður brást við
kvörtun um eineltistilburði með
boðun áminningar! Hann leit á
kvörtunina sem persónulegt mál
einstaks starfsmanns sem ekki
skyldi rætt á starfsmannafundi! Ég
met þetta sem tilraun til þöggunar
af hálfu þjóðskjalavarðar og jafnvel
mætti tala um ofbeldi í þessu sam-
hengi. Mér er til efs að starfsfólk
sem í slíku lendir af hálfu stjórn-
anda upplifi sig í öruggu starfsum-
hverfi. Varla telst það heldur ásætt-
anlegt að knýja þurfi fram ein-
eltisrannsókn með aðstoð
lögmanns, eins og raun varð á! Svo
er það ekki boðlegt að halda því
fram að vegið sé að stjórnendum
Þjóðskjalasafns eða safninu sjálfu
þó að á þetta sé bent. Slíkar að-
dróttanir eru hins vegar ómál-
efnaleg tilraun til að gera lítið úr
mínum málflutningi. Það er nær
sanni að þjóðskjalavörður hafi rýrt
álit safnsins með klaufalegum og
ólöglegum tilburðum við að koma
höggi á starfsmann sem vakti máls
á óþægilegri staðreynd.
4. Í mínu máli og annarra starfs-
manna hafa lögmenn bent á að
þjóðskjalavörður hafi með fram-
göngu sinni brotið stjórnsýslulög
og stutt það gildum rökum. Þjóð-
skjalasafn tapaði kærumáli fyrir
Kærunefnd jafnréttismála (mál nr.
3/2016). Varla verður sagt að í því
máli hafi þjóðskjalavörður haldið á
málum eins og „reglur, stefnur og
lög gera ráð fyrir“, ella hefði málið
ekki tapast.
5. Að niðurstaða í máli mínu hafi
leitt í ljós „að ekki hafi verið um
einelti að ræða.“ er aðeins hluti
sannleikans. Þjóðskjalaverði láist
að geta þess í grein sinni að eitt til-
vik taldist neikvæð og/eða nið-
urlægjandi framkoma í minn garð
af hálfu starfsmanna- og fjár-
málastjóra sem hlýtur að mínu mati
að teljast einu tilviki of mikið á
vinnustað þar sem „mannauðsmál
og stjórnun“ eru efst á baugi, eins
og segir í grein þjóðskjalavarðar.
Einnig láist honum að nefna þau til-
mæli sálfræðistofunnar sem fram-
kvæmdi eineltisrannsóknina að
unnið yrði að því að auka traust
milli stjórnenda og starfsfólks, jafn-
framt reynt að bæta andann á
vinnustaðnum almennt og mælt
með því að til þessa verkefnis yrði
fenginn utanaðkomandi aðili. Á
þessi tilmæli lít ég sem áfellisdóm
yfir starfsháttum þjóðskjalavarðar.
Fleira hef ég ekki fengið að sjá af
niðurstöðunni. Bent skal á að
vinnusálfræðingur hafði verið við
störf í safninu þegar hér var komið
sögu. Rétt er að rannsókninni lauk
með niðurstöðu. Þegar á allt er litið
er vissulega ýmislegt undan skilið
og réttu máli hallað í grein þjóð-
skjalavarðar.
Það sér svo auðvitað hver maður
að þegar leitað er aðstoðar vinnu-
sálfræðings, sálfræðistofa, mann-
auðsráðgjafa, lögfræðinga og stétt-
arfélaga ásamt kjara- og mann-
auðssýslu ríkisins, eins og fram
kemur í grein þjóðskjalavarðar, þá
er eitthvað í verulegu ólagi á vinnu-
staðnum. Moldin rýkur ekki í logn-
inu. Og hvað ætli þessi herkostn-
aður þjóðskjalavarðar gegn
starfsmönnum safnsins sé orðinn
hár? Stjórnendur af þessum toga
hljóta að vera dýrir í rekstri.
Í fyrri grein minni nefndi ég að
starfsmannavelta á Þjóðskjalasafni
hafi verið mikil og gengi Þjóð-
skjalasafns í könnunum SFR um
stofnun ársins hafi hríðfallið síðan
núverandi þjóðskjalavörður tók við
starfinu, fyrst settur á árinu 2011
og síðan skipaður 1. desember 2012.
Niðurstöður kannananna um stofn-
un ársins liggja fyrir á vef SFR og
þar má glögglega sjá að staða
safnsins er víðsfjarri þeirri stöðu
sem safnið hafði í tíð fyrri þjóð-
skjalavarðar, þótt hún hafi eitthvað
lagast síðan starfsmanna- og fjár-
málastjóri sagði starfi sínu lausu og
annar tók við.
Í þessu sambandi er athyglisvert
að á starfstíma núverandi þjóð-
skjalavarðar hafa a.m.k. tíu konur
látið af störfum hjá Þjóðskjalasafni
Íslands á rúmum sex árum. Engin
þeirra vegna aldurs. Sú síðasta í
þeirri röð lét af störfum 14. mars sl.
Morgunblaðið hafði samband við
mennta- og menningarmálaráð-
herra þegar fyrri grein mín birtist.
Ráðherrann sagði að skoðun máls-
ins yrði forgangsmál hjá ráðuneyt-
inu, sjá grein í Mbl 19. janúar 2018,
bls. 2, og lofaði skriflegu svari. Ef
það svar er hinn dapurlegi texti
sem birtur er neðst á síðu 2 í Morg-
unblaðinu 10. febrúar sl., er ljóst að
núverandi mennta- og menningar-
málaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir,
ætlar að fylgja fordæmi fyrirrenn-
ara sinna, Illuga og Kristjáns Þórs,
og gera ekkert.
Í þessu svari er því haldið fram
að niðurstöður svarbréfs ráðuneyt-
isins frá því í janúar 2015 hafi verið
ítrekaðar munnlega við mig. Það er
rangt. Hver á að hafa gert það? Svo
hefur umkvörtunum mínum um
framferði þjóðskjalavarðar vegna
áminningartilraunarinnar ekki ver-
ið svarað, m.a. um meint brot þjóð-
skjalavarðar á meðalhófsreglu og
rannsóknarreglu stjórnsýslulaga
auk hinnar óskráðu lögmætisreglu
stjórnsýsluréttar. Þess í stað er vís-
að til meginreglu 49. gr. laga 70/
1996 þess efnis að ákvörðunum
samkvæmt þeim verði almennt ekki
skotið til ráðuneytisins. Þá er því
ranglega haldið fram af hálfu ráðu-
neytisins að ráðningarsambandi
mínu við vinnuveitandann hafi verið
lokið þegar eineltisrannsóknin
hófst og því sé ekki tilefni til frekari
afskipta af málinu. Hið rétta er að á
þeim tíma var ég í veikindaleyfi og
ráðningarsambandið því í fullu
gildi. Ráðuneytið hefur því ekki far-
ið rétt með staðreyndir. Þá hef ég
beðið í a.m.k. þrjú ár eftir að fá við-
tal við ráðherra – og bíð enn.
Á ég að trúa því að núverandi
menntamálaráðherra ætli að skila
auðu í #metoo-byltingunni og láta
það líðast átölulaust að starfsmenn,
einkum konur, þurfi að hrökklast
unnvörpum úr starfi í Þjóðskjala-
safni? Mín saga er aðeins ein af
mörgum úr þeim ranni eins og fram
kom í fyrri grein minni. Þar nefndi
ég m.a. starfsmann Þjóðskjalasafns
sem skaut máli sínu til „æðra
stjórnvalds“, mennta- og menning-
armálaráðuneytis. Hans mál varð-
aði áminningu, uppsögn og meint
einelti. Ráðuneytið vísaði málinu
frá, en neyddist til að taka hluta
þess upp aftur eftir íhlutun Um-
boðsmanns Alþingis í febrúar 2016.
Ráðuneytið hefur hins vegar ekki
enn afgreitt málið, þrátt fyrir bréf-
legt loforð um niðurstöðu í ágústlok
á síðasta ári.
Um þessar mundir eru liðnir lið-
lega ellefu hundruð dagar síðan
málið var sent ráðuneytinu. Þetta
segir sína sögu um stjórnsýslu
ráðuneytisins. Finnst ráðherranum
hún vera í lagi?
Þetta ber ekki mannauðsmálum
hins opinbera fagurt vitni. Ekkert
er hugsað um þau alvarlegu áhrif,
bæði andleg og líkamleg, sem mikil
og ítrekuð töf á afgreiðslu getur
haft á þá sem bíða eftir málalokum.
Hvað sem meginreglu 49. gr. laga
70/1996 líður, minni ég á álit um-
boðsmanns nr. 5718/2009 þar sem
fram kemur að ráðuneyti geti tekið
mál til umfjöllunar að eigin frum-
kvæði og hafi ekki aðeins heimild til
slíks, heldur geti einnig hvílt á því
jákvæð athafnaskylda í ákveðnum
tilvikum. Ráðuneytinu hafa borist
fleiri en ein og fleiri en tvær kvart-
anir vegna framgöngu þjóðskjala-
varðar í starfsmannamálum. Hvað
þurfa þær að verða margar til að
virkja athafnaskylduna? Hafa ráðu-
neyti engar skyldur gagnvart al-
mennum starfsmönnum í undir-
stofnunum? Ef gerendur eineltis á
vinnustöðum eru í flestum tilvikum
yfirmenn, eins og fram kemur í
upphafi þessarar greinar, þarf þá
ekki að huga sérstaklega að því
vandamáli og vera vakandi yfir vel-
ferð þeirra starfsmanna sem þurfa
að búa við slíka yfirmenn? Er skjól
ráðuneytanna aðeins fyrir for-
stöðumenn? Hver á að gæta varð-
anna?
Eftir Elínu S.
Kristinsdóttur » Það getur tæplega
samræmst gildandi
viðmiðum um vanhæfi
að yfirmenn séu yfir og
allt um kring við rann-
sókn og úrlausn mála
þar sem þeir eru sjálfir
gerendur?
Elín S.
Kristinsdóttir
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hver gætir varðanna?
Fleiri farþegar í
strætó og aukin hlut-
deild vistvænna ferða-
máta er augsýnilega
hagkvæmasta úrræðið
til að létta á vaxandi
þrýstingi á gatnakerfi
borgarinnar. Vandinn
er bara að koma ein-
mitt því í kring, á
þann hátt að hafi há-
marksáhrif með sem minnstum til-
kostnaði.
Framboð Framsóknar í Reykja-
vík hefur talað fyrir því að gerð
verði árs tilraun með að hafa frítt í
strætó. Það er, eðli málsins sam-
kvæmt, ekki algengt að fólk eigi
bæði bíl og strætókort. Þá er afar
stór hópur fólks sem á einkabíl og
hefur ekki í hyggju að losa sig við
hann. Í þessum hópi er sóknar-
færið. Meðal markmiða
tilraunarinnar „Frítt í
strætó“ er að búa til
jákvæðan hvata fyrir
þennan hóp til þess að
nota strætó í hluta af
þeim ferðum sem farn-
ar eru.
Að bjóða fríar „til-
raunaferðir“ gæti verið
raunhæft fyrsta skref í
átt að breyttri ferða-
hegðun.
Frítt í strætó
Eftir Snædísi
Karlsdóttur
Snædí Karlsdóttir
» Framboð Fram-
sóknar í Reykjavík
hefur talað fyrir því að
gerð verði árs tilraun
með að hafa frítt í
strætó.
Höfundur skipar 2. sæti á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir