Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
Frábær smurefni sem einangra, verja
og koma í veg fyrir tæringu eins og
verkfæra o rafma nsvara.
100% eins árs RAKAVÖRN
ol pium 350Nú jóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
ym
maxipodium 500
b
Um þriggja ára skeið
hefur kvóti í krókaafla-
markinu verið nær ein-
göngu seldur á 15
metra 30 tonna báta.
Útgerðir báta af þess-
ari stærð eru með yfir-
burðastöðu miðað við
minni báta þegar kem-
ur að lántöku til kaupa
á aflaheimildum. Marg-
ir þeirra eru í eigu út-
gerða á aflamarkinu
eða fiskverkun sem vinnur aflann í
eigin vinnslu. Þetta eru fjársterk fyr-
irtæki sem lánastofnanir lána auð-
veldlega til kaupa á aflaheimildum.
Einyrkjar sitja ekki við sama borð
nema til komi aflaheimildir til veð-
setninga láninu. Með framsali afla-
heimilda smábáta án byggðateng-
ingar hefur orðið mikil röskun á
útgerðarstöðu í mörgum bæjum.
Kvótinn seldur burt þrátt fyrir gjöful
fiskimið á grunnslóð viðkomandi
bæja. Atvinna tengd útgerð og
vinnsluafla dregst saman.
Margir þessara staða hafa fjárfest
með miklum kostnaði í hafnarmann-
virkjum sem eru glæsilegar flot-
bryggjur umluktar sterkum grjót-
görðum en fáir bátar til að nýta sér
herlegheitin.
Upp í hugann kemur lýsing úr bibl-
íusögunum þegar Davíð felldi risann
Golíat með því að slöngva steini í höf-
uðið á honum. Davíð hafði ráð sem
dugði til að fella risann. Eins geta
samtök sveitarfélaga snúið þessari
óheillaþróun við með því að byggða-
tengja þennan útgerðarflokk þegar
hann tekur lán til kvótakaupa úr þar
til ætluðum sjóði sem
væri til mótvægis við
aðrar lánastofnanir sem
vilja ekki lána smærri
útgerðum til kaupa á
aflaheimildum.
Ég veit ekki hvað
veldur fálæti sveitar-
stjórnarmanna því við-
snúningur til betri veg-
ar getur ekki átt sér
stað án aðkomu sveitar-
félaga. Tækifærið er
núna, það sjá allir hvert
stefnir. Tökum upp
samræðu fyrir komandi
sveitarstjórnarkosningar. Í hátíðar-
ræðum tala stjórnmálamenn gjarnan
um frelsi einstaklingsins til orðs og
æðis en binda svo hendur manna þeg-
ar sömu menn setja lög á Alþingi.
Það er sterk vitund í þjóðarsálinni
að vera sjálfs síns herra og geta með
hörku og útsjónarsemi framfleytt sér
og sínum og vera ekki upp á aðra
kominn.
Samtök sveitarfélaga eru kröftugt
stjórnsýslustig í lýðræðisríki. Þau
gera kröfur til ríkisvalds á hverjum
tíma að skapa þegnum sínum mann-
sæmandi búsetuskilyrði, beita til þess
réttmætum rökum og hafa almenna
hagsmuni ofar sérhagsmunum. Þess
vegna er byggðatenging í krókaafla-
markið nauðsynleg til að halda uppi
stöðugleika í þeim bæjum sem
treysta á vinnu tengda sjósókn og
verkun afla.
Við byggðatengingu aflaheimilda
væri komið í veg fyrir það sem nú
tíðkast með hverri sölu aflaheim-
ilda, þar sem enginn getur vitað
fyrirfram hvar heimildirnar lenda.
Samtök sveitarfélaga og þar með
kjörnir sveitarstjórnarmenn á land-
inu öllu ættu fyrir löngu að vera búin
að taka á þessu með afgerandi hætti
og knýja á breytingar. Rétt ykkar
fólks á að virða ótvírætt til að nýta
grunnslóð á smábáti um alla framtíð
eins og verið hefur frá öndverðu. Það
er ljótur leikur stjórnvalda að setja
þannig lög og reglur sem virða ekki
þennan rétt manna. Það er og verður
alltaf til fólk sem óskar einskis heitar
en að vinna með náttúrunni sér og
sínum til framdráttar.
Hér kemur eitt dæmi sem mætti
útfæra til að ná árangri þegar
byggðatenging er viðhöfð.
1. Að styrkja útgerð smábáta með
því að koma á laggirnar lánafyrir-
greiðslu á góðum kjörum til lengri
tíma til kaupa á aflaheimildunum.
2. Leita skal til lánastofnana eða
sjóða eftir samstarfi um lán og dag-
legan rekstur á útlánum þessum.
Hugsanlegt val á samstarfsaðila gæti
orðið eftir ákveðnu útboði.
3. Samtök sveitarfélaga ásamt LS
kæmu að þessu án nokkurra skuld-
bindinga annarra en þeirra að við-
komandi útgerðaraðili velji sér
byggðatengingu um leið og lán er
veitt. Því það er enginn annar en lán-
takandi sem gerist ábyrgur að láni
sínu með þinglýstu veði í kvóta eða
bát.
4. Að þessum skilyrðum fengnum
mætti hugsanlega skipta landinu í út-
hlutunarsvæði til lántökunnar og
auglýsa eftir umsóknum.
5. Ef þurfa þykir þá mætti skipta
landinu upp í fjögur eða fimm um-
dæmi til byggðatengingar.
Byggðakvóti
Byggðakvóta er úthlutað til sveit-
arfélaga sem misst hafa aflaheimildir
úr byggðarlaginu. Þær hafa nýst vel
kvótalitlum útgerðum sem veiða
byggðakvótann áður en þeir hefja
veiðar á strandveiðum og tengja þar
með úthaldi báta sinna. Þegar
byggðakvóta er úthlutað til bátsins
þá er það skilyrt að viðkomandi út-
gerð leggi til kvóta á móti, tonn á móti
tonni. Einnig er kveðið á um að við-
komandi bátur fari í bein viðskipti til
verkunar aflans sem er verkaður á
sama stað og úthlutað er til.
Með því skilyrði fyrir úthlutun
byggðakvóta að bátur fari í bein við-
skipti með afla er gengið framhjá
mörkuðum sem gegna lykilhlutverki í
þjónustu við smábáta án fiskvinnslu.
Þetta ákvæði þurfa stjórnvöld að
endurskoða til að markaðir geti starf-
að eðlilega í framtíðinni. Því smábáta-
útgerðir eru einnig hluti af atvinnu-
tækifærum í sömu byggðum.
Í úthlutun á byggðakvóta til
byggða sem misst hafa heimildir frá
byggðinni felst ákveðin viðurkenning
stjórnvalda á þessum vanda sem
fylgir sölu kvóta án byggðatenginga.
Krókaaflamarkið og
aflamarkið
Kvótakerfin eiga það sameiginlegt
að hafa fengið sitt aflamark tengt bát-
um í þessum kerfum á afmörkuðum 3
ára reynslutíma, 1 ár af 3 valið og 70%
afli þess árs settur í hlutdeild bátsins.
Bæði kerfin virka til aukningar afla
þegar skilyrði eru góð í hafinu, að
sama skapi minnkunar á afla þegar
skilyrði eru slæm. Þetta er grundvöll-
urinn í stjórn fiskveiða í kvótastýrðu
veiðikerfi.
Krókakerfið er fullmótað veiðikerfi
smábáta. Það kemur ekkert annað
kerfi í staðinn sem hentar betur ein-
yrkjaútgerð (fjölskyldufyrirtæki).
Það felur í sér bakland með kvótanum
þegar kvótinn tengist bátnum.
Krókakerfi eru línu- og hand-
færaveiðar sem eru umhverfisvænar
með litlum kostnaði við veiðarnar.
Fiskurinn lifandi blóðgaður, kældur í
ískrapa og afhentur að kvöldi hvers
veiðidags.
Í krókaaflamarkinu var úthlutað 1.
september 2017 þorskígildum (sjá
meðfylgjandi töflu).
Þessar tölur eru botnfiskur fyrir
utan byggðakvótann, línuívilnun, grá-
sleppu og makrílveiðar. Þetta eru um-
talsverðar aflaheimildir sem skapa
mörg þúsund störf á öllu landinu sem
tengjast sjósókn smábáta og vinnslu
afla í landi fyrir utan allskyns þjón-
ustu sem fylgir þessari starfsemi.
Þetta er ígildi stóriðju væri rétt á
málum haldið.
Stærðarmörk smábáta
Í Brimfaxa, málgagni LS, rekur
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS,
á fræðandi hátt sögu smábátaútgerða
frá stofnun LS fyrir 30 árum. Þetta er
fróðleg lesning sem segir allt sem
segja þarf um afstöðu löggjafans til
þessa útgerðarforms.
Landssamband smábátaeigenda
eru vel skipulögð samtök smábátaeig-
enda sem hafa komið mörgum þýð-
ingarmiklum málum þeirra í höfn. Á
aðalfundum félagsins koma oft um-
deild mál til afgreiðslu. Eitt af þeim er
krafa um stækkun bátanna, gerð af
mönnum sem hafa yfir að ráða meiri
aflaheimildum en 12 m 15 t. bátum
hentar. Farið var fram á að bátar
gætu verið 15 m – 30 t. Sú tillaga var
flutt á aðalfundi LS og hún felld.
Formaður Samtaka smærri út-
gerða SSU vann það afrek sem er
vonandi einsdæmi að fá þingmenn til
liðveislu til stækkunar báta í króka-
kerfinu án þess að sú barátta færi
hátt eins og hann segir sjálfur frá í
Morgunblaðinu 26.10. 2017. Alþingi
samþykkti stækkun bátanna úr 12 m
15 t. í 15 m 30 t.
Þessi óheillaþróun gengur þvert á
stefnu frumkvöðlanna sem stofnuðu
LS fyrir 33 árum. Markmið þeirra
var að smábátaútgerð væri ein-
yrkjaútgerð sem fengi rétt sinn við-
urkenndan til veiðanna.
Það væri til lítils barist fyrir þess-
um rétti ef honum er ætlað að hverfa
frá einyrkjaútgerð yfir í þessa öflugu
báta á örfáum árum. Það voru frum-
kvöðlarnir sem öfluðu þessa veiði-
réttar á reynslutíma með dugnaði
sínum.
Formaðurinn og félagar klufu sig
frá LS sem haldið hefur um þennan
útgerðarflokk smábáta frá byrjun.
Þeir stofnuðu SSU og rufu um leið
samstöðu smábátaeigenda. Í áður-
nefndri grein talar hann niður til
smábátaeigenda og kallar þá hobbí-
karla, heimildarlausa eða kvótalitlar
útgerðir sem ættu ekki að hafa at-
kvæðisrétt sem næmi einu atkvæði á
bát þegar fjallað er um tillögur sem
bornar eru upp á aðalfundi LS.
Það er athyglisvert að félagar inn-
an SSU skuli berjast fyrir netaveið-
um í krókakerfi smábáta. Fyrir það
fyrsta er netaveiddur fiskur dauð-
blóðgaður og hefur blóðlitað holdið og
þar með verðminni en lifandi blóðg-
aður fiskur.
Stjórnmálamenn þurfa að gera sér
grein fyrir því að það getur verið
mjög afdrifaríkt að aðhafast ekkert
þegar atvinnulíf fer úr böndunum og
láta sem þeim komi það ekkert við.
Því er nauðsynlegt að átta sig á því að
það verður aldrei hægt að bæta skað-
ann nema með aðgengi að fjármunum
til að kaupa aflamark sem í boði verð-
ur í framtíðinni.
Veiðigjald
Veiðigjald á að taka mið af afkomu
báts í því veiðikerfi sem starfað er í.
Flestir smábátar í krókaaflamarki
eru ekki með verkun samhliða út-
gerð, þess vegna þarf að taka tillit til
stöðu þeirra áður en gjaldtaka er
ákveðin.
Fyrir síðustu alþingiskosningar
var ekki minnst á byggðatengingu í
krókaaflamarki af hálfu frambjóð-
enda til Alþingis. Hafa verður í huga
þær hamfarir sem bæir verða fyrir af
völdum manna þegar kvóti er seldur
burt úr bænum og eignir manna sem
þar búa gerðar verðlausar, sér-
staklega á afskekktum stöðum þar
sem fáir búa.
Eftir Sæmund
Einarsson »Kvótinn seldur burt
þrátt fyrir gjöful
fiskimið á grunnslóð við-
komandi bæja. Atvinna
tengd útgerð og vinnslu-
afla dregst saman.
Sæmundur
Einarsson
Höfundur er trillusjómaður.
Byggðatengjum krókaaflamarkið
Fyrirhuguð er
virkjun Svartár í
Bárðardal. Þetta má
sannarlega kalla um-
hverfishryðjuverk ef
af verður. Fyrirtækið
sem hyggst virkja er
í einkaeigu, SSB
Orka. Þarna er á
ferðinni skýrt dæmi
um hvernig einkafyr-
irtæki getur komist
upp með framkvæmd
þar sem skammtíma-
hagsmunir víkja til hliðar lang-
tímahagsmunum. Hverjir eru þá
langtímahagsmunirnir? Þeir felast
í óspilltri náttúru því verðmæti
hennar vex með ári hverju. Önnur
virkjun sem er á teikniborðinu og
nálgast óðfluga er virkjun í
Ófeigsfirði á Ströndum í boði HS
Orku. Annað umhverfishryðjuverk
í bígerð. Og Tungufljót. Og Eld-
vörp. Þessi verkefni
sem áður eru nefnd
geta ekki kallast ann-
að er umhverfis-
hryðjuverk. Það verð-
ur með öllum ráðum
að stöðva þá feigðar-
för sem nú er hafin af
hálfu einkafyrirtækja
í orkugeiranum eins
og SSB Orku og HS
orku, gegn náttúru
Íslands.
Náttúruauðlindir,
hverjar sem þær eru,
eiga að vera í eigu
þjóðarinnar og arðurinn af þeim
renna í ríkissjóð til uppbyggingar
á innviðum landsins. Raforkufram-
leiðsla er náttúruauðlind. Hér skal
því haldið fram að alla raforku-
framleiðslu stærri en tvö mega-
wött eigi að flokka sem náttúru-
auðlind. Ef orkufyrirtæki vill
virkja á Íslandi á að gera að skil-
yrði að eignaraðild slíks fyrirtækis
sé 100% hjá ríki og/eða sveitar-
félögum.
Opinberir aðilar eiga að styðja
landeigendur til að setja upp smá-
virkjanir sem geta orðið allt að
tvö megawött. Víða er hægt að
setja upp vatnsaflsvirkjanir sem
geta þjónað vel nærumhverfi sínu
og haft lítil umhverfisáhrif í för
með sér. Þá er einnig nauðsynlegt
að huga vel að eignarhaldi á landi
á Íslandi og banna með lögum að
vatnsréttindi séu aðskilin frá eign-
arhaldi á landi sbr. reglur um
veiðirétt.
Um virkjanir og
náttúruauðlindir
Eftir Ingólf Bruun »Náttúruauðlindir,
hverjar sem þær
eru, eiga að vera í eigu
þjóðarinnar.
Ingólfur Bruun
Höfundur er leiðsögumaður.
i@05.is