Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Gylfi Gunnarsson skipstjóri og
hans menn á Þorleifi EA-88 eru
nú í árlegu netaralli fyrir Haf-
rannsóknastofnun úti fyrir Norð-
urlandi, og voru í gærdag á
Skjálfandaflóa. Með í för að venju
er Tryggvi Sveinsson, rannsókna-
maður frá Hafrannsóknastofnun,
en í samtali við 200 mílur segir
hann veiðina hafa gengið vel.
„Þetta er ein skásta byrjun sem
ég hef orðið vitni að frá upphafi,“
segir Tryggvi. „Við byrjuðum á
annan í páskum í Húnafirði, síðan
fórum við í Miðfjörð, svo Stein-
grímsfjörð, þá Skagafjörð og loks
í Eyjafjörð. Og nú erum við búnir
að leggja á Skjálfanda, en við tök-
um bara eina lögn á hverju
svæði.“
18,2 tonn fengust í Eyjafirði
Dregið verður snemma í dag og
keyrt áfram yfir í Öxarfjörð, til að
leggja net að nýju.
Það sem af er rallinu hefur
mest veiðst í Eyjafirði, eða 18,2
tonn af þorski. Í Húnafirði fengust
átján tonn, tæp sautján fengust í
Miðfirði, tæp fimm í Steingríms-
firði og alls 16,3 tonn í Skagafirði,
að sögn Tryggva, sem bætir við að
fiskurinn sé mjög góður.
Hans hlutverk um borð er að
standa fyrir mælingum á fisk-
unum.
Notið blíðviðris frá byrjun
„Við tökum alltaf einn fisk frá
úr hverju neti, til að kvarna hann
og vigta, auk þess sem við vigtum
lifrina og greinum kyn og kyn-
þroska fisksins.“
Í bátnum eru átta trossur og
eru tólf net í hverri trossu, svo að
ljóst er að Tryggvi hefur nóg fyrir
stafni.
„Þetta eru þannig tólf fiskar í
hverri trossu sem við tökum til
mælinga, en auk þeirra tökum við
25 fiska úr hverju neti, lengd-
armælum þá og greinum kynið og
kynþroskann.“
Áhöfnin hefur notið blíðviðris
allt frá því haldið var á sjó á ann-
an í páskum.
„Við ætluðum þó að byrja í Þist-
ilfirði, en veðurspáin var fremur
óhagstæð og þess vegna hófum við
veiðarnar í Húnafirði. Yfirleitt
byrjum við á öðrum hvorum end-
anum.“
Góð veiði í
netarallinu
Netarall fyrir norðan land hefur sjaldan eða aldrei
byrjað jafn vel, segir Tryggvi Sveinsson hjá Haf-
rannsóknastofnun.
Morgunblaðið/Þorgeir
Að leggja netin Áhöfnin á Þorleifi EA-88 tekur árlega þátt í netaralli Hafrannsóknastofnunar. Vel hefur veiðst í ár.
Blíðviðri Veðrið hefur ekki tafið fyrir veiðunum.
Fram undan í netarallinu hjá
þeim Tryggva og Gylfa er
Öxarfjörður, Þistilfjörður og
að lokum hafsvæðið í kring-
um Grímsey.
„Við leggjum trossurnar
bara einu sinni í hvern fjörð
eða flóa og svo drögum við
og löndum í næstu höfn áður
en haldið er á næsta svæði,“
segir Tryggvi, spurður
hvernig veiðarnar gangi fyr-
ir sig.
„Þetta fyrirkomulag getur
auðveldlega farið í taugarnar
á mönnum, í svona mokfisk-
iríi,“ bætir hann við og hlær.
Þetta er ellefta árið í röð
sem Tryggvi fylgir Gylfa í
netarallið fyrir norðan.
„Rallið er boðið út hverju
sinni og Gylfi hefur einfald-
lega verið lægstbjóðandi öll
þessi ár.“
Lélegt verð á
fiskmörkuðum
Ávallt er landað í næstu
höfn en samkvæmt reglum
um netarallið þarf fiskurinn
allur að fara beint á markað.
„Verðið er alveg hrikalega
lélegt á mörkuðunum eins og
menn vita og því væri auðvit-
að hagstæðara að mega vera
í föstum viðskiptum. Það
þarf að hugsa fyrir því í
framtíðinni.“
„Getur farið
í taugarnar“
Að loknu netarallinu hefst til-
raunaverkefni um borð í Þor-
leifi, þar sem spendýrafælur
verða prófaðar á netum báts-
ins, en fælurnar gefa frá sér
hljóð sem spendýrin eiga að
vilja forðast. Mun verkefnið
fara fram í Húnafirði og taka
viku, að sögn Tryggva.
„Þá munum við reyna að
finna út hvort þessar fælur
virka á sjávarspendýr, svo
sem litla hvali, hnísur og höfr-
unga. Þá verðum við með fæl-
ur á fjórum trossum en fjórar
trossur fælulausar.“
Prófa
spendýrafælur
Þorskur í körum Öllum aflanum er landað í næstu höfn.
Ljósmynd/Tryggvi Sveinsson